Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 20

Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 Kossinn FORMAÐURINN meðtekur árnaðaróskir eiginkonu sinnar, Margrétar. Derið á húfunni notar Friðrik til að ýta frá hári konu sinnar, þannig að það trufli ekld kossinn. Þetta er umbunin fyrir störf okkar fyrir Stangaveiðifélagið, “ segir Friðrik Þ. Stef- ánsson og skefur þar ekkert utan af hlutun- um. Hann kemur þarna strax við kaun þar sem ævinlega hafi verið uppi raddir um að óviðeig- andi sé að stjóm SVFR skammti sér endurgjaldslaust hinum eftirsóttu opnunardögum. Fleiri vildu sitja þar að. Friðrik kannast við þetta, en lætur þess getið að ekki sé víst að þeir sem álíti þetta óviðeigandi geri sér ljósa grein fyrir því hve mikla vinnu stjómarmenn SVFR leggi fram. „Það eru vikulegir fundir, auk aðalfundar. Stöðugar ferðir út á land til skrafs og samningagerðar við landeigendur og er aðalsamningat- ömin í október og nóvember. Útgáfa verðskrár og umsóknargagna er í desember og síðan 2 til 3 vikur í janúar í úthlutun veiðileyfa. Sífellt meiri kraftur er í markaðssetningu ánna vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsástands. Eg tók eitt sinn saman tímafjölda sem fór í erindrekstur fyrir SVFR það árið og vom það milli 400 og 500 stundir. Síðan hefur þetta heldur aukist. Viðhald og eftirlit með veiði- svæðum og veiðihúsum er mest í höndum okkar ámefnda, en stjóm og aðrir aðstandendur SVFR eru ávalt reiðubúnir að rétta hjálparhönd éf með þarf. Á elleftu stundu gerð- ist það til dæmis að flóð sópaði burtu kláfnum við Stokkhyl, að festingum meðtöldum. Við þurftum að smíða nýjan kláf og máttum leggja nótt við dag. Ég er ekkert einn um að leggja svona vinnu fram, stjómar- menn gera það allir og ámefndar- menn einnig. Umbunin er þessi,“ segir formaðurinn og hnýtir flugu á tauminn. Fyrstu köstin Já, Friðrik hnýtir fluguna á tauminn. Hann er nefnilega staddur *“ sumarsins Fyrstu laxvisiói minna á ymsan hátt meira á helgistumdir en veióiskap eftir Guðmund Guðjónsson Ijósmyndir Herdís Benediktsdóttir DAGURINN er runninn upp. 1. júní. Allir sem eitthvað fylgjast með veiðiskap hér á landi vita hvaða þýðingu sá dagur hefur. Engir vita það þó betur en þeir sem fyrstir laxveiðimanna dusta rykið af tólum og tækjum og hafa þau forréttindi að renna fyrstir fyrir hinn silfraða lónbúa. Augu hinna hvíla á þeim. Hvernig veiðist? Verða skilyrði góð eða drukknar allt í kakólituðu flóði? Einn í hópi hinna áhugasamari, svo ekki sé fastara að orði kveðið, hefur lýst því að nokkrir vinir hans fyrir norðan hafa látið hanna og prenta dagatal sem veiðiáhugamenn geta notað einvörðungu í þeim tilgangi að telja niður dag- ana Iöngu uns vertíðin hefst. Þetta árið hafa tilfinning- arnar verið blendnari en oftast áður. Farið hafa sam- an fádæma góðar spár og horfur fyrir sumarið og frámunalega kalt vor og hætta á að „vorleysingar“ bresti á að sumarlagi með tilheyrandi afleiðingum. Það eru þrjár ár sem „opna“ 1. júní, Borgarfjarðarárnar frægu Norðurá og Þverá annars vegar og Laxá á As- um í Húnaþingi hins vegar. í stóránum tveimur eru það leigutakarnir sem taka fyrstu köstin og í báðum til- vikum er komin rík hefð á form og framgöngu alla. Þetta eru engir venjulegir veiðitúrar, því þetta eru fyrstu veiðitúrarnir. Athygli Víst má telja að ekki hafi laxinn órað fyrir þeirri athygli sem hann átti eftir að vekja á dauða- stundinni. Friðrik blóðgar laxinn sinn, en viðstadir eru auk eigin- konunnar fulltrúar fjölmiðla, veiðifélaginn, kokkurinn, veiði- vörðurinn og fleiri. ■' ■ ■■.■■.' Augiiablikið MADURINN virðist iítiil og áin stór. Fyrsli lax sumarsins hefur tekið fluguna og veiði- maðurinn bakkar til lands. A * ííÉÖT- -A ’■■■>. 'J I I ) I I 1 I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.