Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
KYIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmynd Barry Levinsons,
Toys eða Leikföng. f aðalhlutverki er Robin Williams, sem leikur mann sem snýst til varn-
ar þegar hershöfðingi hyggst yfírtaka leikfangaverksmiðjuna hans.
Dr. Strangelove
í Leikfangalandi
Ljúfur náungi
ROBIN Williams hóf feril sinn sem skemmtikraft-
ur í næturklúbbum og sjálfsagt er það þar sem
hann hefur þróað fágæta hæfileika sína til að leika
af fingrum fram en sagt er að hann njóti sín best
þegar hann er ekki rígbundinn af því sem lagt
er upp með í handriti heldur sé gefíð svigrúm til
að breyta og bæta að eigin smekk, oft og einatt
með fyrirvaralausum uppákomum sem koma sam-
leikurum jafnt og leikstjóra í opna skjöldu.
Williams er ekki aðeins
vinsæll meðal kvik-
myndaáhorfenda; hann virð-
ist blátt áfram ástsæll meðal
samstarfsmanna ef marka
má ummæli þau sem sam-
starfsmenn hans ýmsir við
gerð Leikfanga hafa látið
um hann falla í erlendum
tímaritum.
Sj ónvarpsstj arna
Robin Williams varð fræg-
ur í sjónvarpi í Bandaríkjun-
um fyrir leik í gamanþáttun-
um Mork & Mindy og eftir
að hann lék m.a. um skeið
í gamanþáttum á móti Who-
oþi Goldberg sneri hann sér
að kvikmyndaleik. Þekkt-
ustu kvikmyndir hans eru
„The World According to
Garp“, „Moscow on the Hud-
son“, „Awakenings", „Ho-
ok“, „Dead Poets’ Society",
„Good Morning Vietnam“ og
„The Fisher King“. Fyrir
þijár síðasttöldu myndimar
hlaut hann tilnefningar til
Óskarsverðlauna.
Ekki má gleyma þætti
hans í teiknimyndinni Aladd-
in, sem farið hefur mikla sig-
urför um kvikmyndahús
vestanhafs en verður jóla-
mynd hjá Sambíóunum hér
á landi. Robin á þar rödd
andans í lampa Aladdins og
hefur verið farið hástemmd-
um orðum um leik hans, svo
hástemmdum að ýmsum
þykir stappa nærri oflofi.
Eins og fyrr sagði þykir
Williams afskaplega þægi-
legur maður í umgengni,
blátt áfram og viðíelldinn og
þar sem hann er að störfum
er starfsandinn sagður ein-
stakur. Þessi persónuleika-
einkenni ná út fyrir hóp nán-
ustu samstarfsmanna ef
marka má umfjöllun breska
tímaritsins Empire sem ný-
lega sendi tugum kvik-
myndastjarna bréf í nafni
tilbúins einstaklings sem
þóttist vera að biðja uppá-
haldsleikarann sinn um eig-
inhandaráritun. Flestir
sendu aðdáandanum staðlað
bréf eða þá ekki neitt. Bréf
Williams skar sig úr því það
var persónulegt og bar þess
merki að leikarinn hafði
sjálfur lesið bréfið og lagt á
sig vinnu við að svara því.
Sem sagt: Ef mann langar
til að skrifast á við kvik-
myndastjömu er Robin Will-
iams vænlegur kostur.
borg hans Baltimore. Að
öðru leyti eru þessar kvik-
myndir Levinsons hver frá-
brugðin annarri og það verð-
ur seint um hann sagt að
verk hans beri ákveðin ein-
kenni höfundar síns.
Levinson er fimmtugur.
Hann hóf feril sinn sem
handritshöfundur fyrir sjón-
varp en skrifaði í fyrsta
skipti fyrir kvikmyndir árið
1975 þegar hann gerðist
TOYS er fáránleikakennd gamanmynd sem
fjallar um tilraun illkvittins hershöfðingja á
eftirlaunum til að yfirtaka leikfangaverksmiðju
og nýta hana til hergagnaframleiðslu. Hers-
höfðinginn sem er leikinn af Michael Gambon
— einkaspæjaranum syngjandi úr samnefndum
sjónvarpsþáttum — er bróðir eiganda verk-
smiðjunnar sem fallinn er frá. Þeir sem eiga
að erfa fjölskyldufyrirtækið eru uppkomin börn
iðjuhöldsins, systkinin Leslie Zevo (Robin Will-
iams) og Alsatia Zevo (Joan Cusack). Þau
systkinin lifa og hrærast í prívatheimi sem
pabbi þeirra bjó sér til og á sér upphaf og endi
í leikfangaverksmiðjunni. Alsatia gengur um í
dúkkulísufötum. Leslie kann ekki að taka hlut-
ina alvarlega enda á slíkt ekki við í heimi leik-
fanganna. Hershöfðinginn Leland Zevo á bágt
með að umbera þessa vitleysinga. Hershöfðing-
inn hefur varið lífi sínu í það að drepa andstæð-
inga sína — og einstaka samherja með slysa-
skotum eins og komið getur fyrir bestu menn
í þessum bransa — en nú eru kommúnistarnir
búnir að leggja skottið milli lappanna þannig
að litlar líkur eru á almennilegu stríði í bráð.
Hershöfðinginn þarf að
finna sér eitthvað ann-
að að gera. Hann kemur til
starfa í fjölskyldufyrirtæk-
inu, reiðubúinn til stórátaka
og fyllist viðbjóði á því sem
við augum blasir; allt er fullt
af vitleysingum sem hafa
ánægju af því að búa til dót
sem þeir láta hugsunarlaust
í hendurnar á börnum og
gera sér enga grein fyrir
hernaðarlegum möguleikum
í stöðunni.
Fjarstýrt dót og rappari
Hershöfðinginn hugsar
upp snilldaráætlun sem á að
gera honum kleift að yfir-
. taka fyrirtækið og nýta þá
möguleika sem það býður
upp á. í hernaðarskyni en
kallinn er fljótur að sjá að
sérþekking í gerð fjarstýrðra
leikfanga geti nýst í her-
gagnaframleiðslu. Markmið-
ið er að komast í efstu þrep
metorðastigans í her-
mennskunni. Helsti aðstoð-
armaður hershöfðingjans er
sonuijhans, sem er sérfræð-
ingúr'í gagnnjósnum og dul-
argerfum. Sá er leikinn af
rapparanum L.L. Cool J, sem
tekur ekki lagið.
Leiftursókn hershöfðingj-
ans gegn Leslie og Astaia
fer vel af stað og sakleysin-
gjamir vita í fyrstu ekki
hvaðan á sig stendur veðrið
en eignast bandamann í ljós-
ritunarstúlku fyrirtækisins
(Robin Wright) sem hinn
burtkallaði faðir systkinanna
hafði valið sérstaklega til
starfa. í ljós kemur að sá
gamli vissi hvað hann söng
og smám saman ná systkinin
vopnum sínum og taka að
skipuleggja vömina gegn
frændanum grimma með
eigin vopnum og aðferðum.
Leikföng er níunda kvik-
mynd leikstjórans Barry Le-
vinsons, sem hlaut Óskars-
verðlaun fyrir Rain Man,
hefur einnig búið til þekktar
myndir eins og Bugsy, Good
Moming Vietnam og The
Natural og einnig Diner, Tin
men og Avalon. Þær þijár
síðasttöldu eru taldar með
sjálfsævisögulegu ívafi Le-
vinsons, allar gerast í heima-
Ýkta veröld
Leslie Zevo (Robin Williams) í bíltúr með frænda sínum hershöfðingjanum í Leik-
fangalandinu sem þeir berjast um yfirráðin yfír.
á því að kvikmyndinni yrði
valin umgjörð í anda dada-
ismans, óvitastílsins.
Dada
Þá hugmynd gripu menn
á lofti og dadaismi er grunn-
tónn þeirrar veraldar sem
kvikmyndinni var búin og
þurfti í senn að geta verið
heimkynni leikfangasmiða
og hermangara. Lögð var
gífurleg vinna í alla ytri
umgjörð myndarinnar. Með-
al annars voru menn á full-
um launum í hálft ár við að
fara í gegnum heilu haugana
af gömlum leikföngum sem
síðan voru endursköpuð og
gædd lífi í myndinni því þótt
aðalpersónurnar séu stórsk-
rítnar og sviðsmyndin ekki
af þessum heimi eru það leik-
föngin sem eru í titilhlut-
verkinu.
Toys var frumsýnd fyrir
síðustu jól og það verður
seint sagt að hún hafi farið
sigurför um kvikmyndahúsin
en hefur þó gengið betur í
Evrópu og hefur náð vin-
sældum hjá stálpuðum
krökkum. Toys hefur fengið
fremur lofsamlega dóma,
einkum sviðsmyndin og leik-
ur aðalpersónanna. Aðf-
innslurnar lúta einkum að
framlagi handritshöfundar-
ins Levinsons. í uppklappinu
skyggir enginn á Robins
Williams en eins og þeir sem
séð hafa kynningarbrot úr
myndinni („trailer") vita hef-
ur myndin ekki verið kynnt
með atriðum heldur eintali
og gamansemi þessa mikla
leikara.
Feðgarnir og frændi
Hershöfðinginn (Michael Gambon) á son sem leikinn er af rapparanum L.L. Cool J.
Sá er eini svertinginn í fjölskyldunni en sú staðreynd er ekki útskýrð í kvikmynd-
inni og enginn hefur orð á henni.
lærisveinn Mel Brooks og
hjálpaði honum við handritin
að High Anxiety og Silent
Movie. Eftir það fór hann
að reyna fyrir sér sjálfur í
félagi við þáverandi eigin-
konu sína, Valerie Curtin.
Saman skrifuðu þau handrit-
-in að And Justice for AIl,
Inside Moves, Best Friends
og árið 1979 Toys. Ætlunin
var í upphafi að í Toys
þreytti Barry Levinson frum-
raun sína sem leikstjóri en
sú áætlun gekk ekki eftir.
Smám saman varð Barry
Levinson þekktur sem leik-
stjóri og vann gjaman eftir
eigin handritum en þrátt fyr-
ir Óskarsverðlaun og hvað-
eina gekk honum ekkert að
fá peninga til að ráðast í
draumaverkefnið. Af því gat
ekki orðið fyrr en árið 1991.
Töfin langa
Töfin langa hafði tvennt
gott í för með sér að mati
Levinsons. I fyrsta lagi ving-
aðist hann við Robin Will-
iams sem lék
aðalhlutverkin í
myndum Levinsons
Good Morning
Vietnam og Tin
Men. Frá þeim
tíma kom enginn
annar til greina í
aðalhlutverkið í Toys. Eins
og allir vita er Williams ein-
stakur gamanleikari og ber
myndina að miklu leyti á
eigin herðum.
í öðru lagi gaf töfmLevin-
son færi á að ráða ítalann
Ferdinando Scarfíotti, sem
vann óskarsverðlaun fyrir
sviðsmynd Síðasta
keisarans, til að
hanna leik-
mynd og
búninga.
Scarfiotti
las hand-
ritið og
stakk
strax upp