Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 Minning MESSURÁ SJÓMAIMNADAGINN ÁSKIRKJA: Sjómannadagur- inn. Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Sjómanna- dagurinn. Sjómannamessa kl. 4 11 með þátttöku sjómanna. Ræðumaður Guðjón A. Kristj- ánsson skipstjóri og formaður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Sjómanna- dagurinn. Sjómannadags- messa kl. 11. Hr. Ólafur Skúla- son biskup íslands predikar og minnist drukknaðra sjó- manna. Sjómenn lesa ritning- arorð. Sr. Hjalti Guðmunds- son dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Órganisti Marteinn H. Frið- riksson. Kl. 17 tónleikar Kirkju- listahátíðar. Marteinn H. Frið- riksson. KVENNAKIRKJAN: Guðsþjón- usta í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Kristjana Stefánsdóttir syngur. Sesselja Guðmundsdóttir leikur á org- el. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir predikar. Elísabet Þorgeirs- dóttir talar um kvennakirkjuna og í kaffi eftir messu verða umræður. Kvennakirkjan. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Þriðjudag: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altar- isganga og léttur hádegis- verður. Biblíulestur kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal annast fræðsluna. Kaffiveitingar. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Organisti Hörður Áskelsson. Fermd verður Jenný Brynjars- dóttir, Reykási 23, Reykjavík. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Fimmtudag: Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Sjó- mannadagurinn. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholts- kirkju (hópur IV) syngur. Mola- sopi að lokinni guðsþjónustu. Aftansöngur alla virka daga kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Ron- ald Turner. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleik- ur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastund á sama tíma. Sr. Ingólfur Guðmundsson héraðsprestur. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Mið- vikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis á þrenn- ingarhátíð. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. (Ath. breyttan messutíma.) Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Violeta Smid. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTA- KALL: Fjögurra ára afmæli Grafarvogssóknar. Fyrsta guðsþjónustan í Grafarvogs- kirkju á fyrstu hæð kirkjunnar kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur organista. Trompetleikur. Eftir messu verður grillað fyrir börnin. Allir velkomnir. Vigfús Þór Árna- son; HJALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. SEUAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Snæfell- ingakórinn syngur ásamt kór Seljakirkju. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni í tengslum við hátíð- arhöld Sjómannadagsráðs og hefst hún kl. 11. Einsöngur. Organisti Helgi Bragason. KRISTKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN, St. Jósefsspít- ala: Messa kl. 10.30. Rúm- helga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAÞÓLSKA kapellan Kefla- vík: Messa kl. 16. FRÍKIRKJAN, HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfsson. FÆREYSKA sjómannaheim- ilið: Samkoma sunnudag kl. 17. Allir velkomnir. SÍK, KFUM/KFUK, Háaleitis- braut 58-60: Samkoma kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Upphafsorð hefur Ingibjörg Baldursdóttir en ræðumaður verður Skúli Svavarsson. Yfir- skrift samkomunnar er: Þér munuð öðlast kraft - í orðinu. GRINDAVÍKURKIRKJA: Skrúðganga frá Sjómanna- stofunni Vör að minnisvarð- anum um drukknaða sjómenn. Þar spilar Blásarasveit Tón- skólans og sóknarprestur flyt- ur bæn. Þaðan er gengið í kirkju og hefst messa kl. 11. Sjómenn lesa ritningarlestra og börn af „kirkjuvikunni" flytja stuttan helgileik um „Hafið". Börn borin til skírnar. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Vil- berg Viggósson. Bjarni Þór Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 13.30. Organisti Frank Herlufsen. Bjarni Þór Bjarna- son. GARÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Ferenc Utassy. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Kór Víðistaða- kirkju syngur. Organisti: Ulrik Ólafsson. Sigurður Helgi Guð- mundsson. AKRANESKIRKJA: Sjó- mannaguðsþjónusta kl. 10.30. Ath. breyttan tíma. Aldraðir sjómenn heiðraðir. Minnst drukknaðra sjómanna. Björn Jónsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 11. Þórey Guðmundsdóttir, guð- fræðinemi predikar. Sóropt- imistar og lionsmenn í Mos- fellsbæ aðstoða við messuna. Jón Þorsteinsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 14. Sjómenn að- stoða í messunni. Svavar Stefánsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sjómannadagurinn Keflavík- Njarðvík. Guðsþjónusta í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafiiði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 20. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 16. útisamkoma á Lækjartorgi ef veður leyfir. Kl. 19.30 bænasamkoma. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Deildar- stjórahjónin majorarnir Anne Gurine og Daniel Óskarsson stjórna og tala. Söngur og tónlist. Vitnisburður. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudaginn 6. júní kl. 10.30. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 10.30. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. SAFNKIRKJAN í ÁRBÆJAR- SAFNI: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þór Hauksson. LAUGARDÆLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. LANDAKIRKJA, VEST- MANNAEYJUM: Guðsþjón- usta kl. 13 sjómannadag. Há- tíðin sett við upphaf guðsþjón- ustunnar. Áð guðsþjón- ustunni lokinrii verður minn- ingarathöfn við minnismerkið um hrapaða og drukknaða þar sem Einar J. Gíslason flytur ræðu. Ath.! Guðsþjónustunni og minningarathöfninni verð- ur útvarpað á svæðisútvarp- inu, FM 102. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 17. Ath. breyttan messu- tíma. Sóknarprestur. Brynhildur Ingi- björg Jónasdóttir Fædd 8. maí 1920 Dáin 27. maí 1993 Amma mín, veistu þegar ég frétti að þú værir komin með flensu hugs- aði ég: Hún nær sér aftur, og trúði því. En þegar mamma kom heim þá vissi ég að þú varst farin í ró. Það þekkja þig allir. Þú varst alltaf dugleg og alltaf brosandi, gafst öllum hlýjuna þína og gerðir alltaf rétt. Þú varst sannkölluð kjarnakona að vestan, og ég vil líkj- ast þér. Við áttum yndislegar stundir sem ég mun lifa á allt mitt líf. Þín nafna Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þín nafna, Brynhildur. Þegar mér barst fregnin um látið hennar Binnu frænku minnar fyllt- ist ég djúpri hryggð yfir að nú var komið að hinni endanlegu kveðju- stund. Frænka mín var orðin illa farin af sjúkdómi sem á síðustu árum náði að ræna hana nær allri sjálfstæðri hreyfingu, tali og túlk- un, og enginn veit hvaða sársauki fylgdi því að skilja aðra, en geta ekki gert sig skiljanlega. Hryggðin vegna fráfalls hennar tengist því ekki síst söknuði yfir því sem áður var og öllu því góða sem fylgdi þessari mætu konu. Hún tengist líka þeirri staðreynd að enn einn hlekkurinn við hið liðna er brostinn. Brynhildur Jónasdóttir var dóttir hjónanna Þórunnar Brynjólfsdóttur og Jónasar G. Dósóþeussonar, bónda á Sléttu í Sléttuhreppi. Hún var yngst systkinanna á Sléttu, móðir mín var þeirra elst. Það var alla tíð kært með þessum systkinum og íjölskyldur systranna, sem bjuggu á Isafirði á uppvaxtar- árum mínum, áttu með sér náið og gott samband, sem varð okkur börnum þeirra veganesti og fyrir- mynd. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá samverustund- um í þeirra hópi. Binna frænka hafði alveg ein- staklega góða lund. Frá henni staf- aði bæði hlýja og glaðværð og það var sem allt hennar viðmót ein- kenndist af lífsgleði. Hún var vinsæl bæði meðal skyldmenna og vina og við systradætumar dáðum Binnu. Allar áttum við með henni okkar „vinkonu“-stundir, þar sem rætt var um Iífsins gagn og nauðsynjar, sleg- ið á létta strengi og jafnvel spáð í bolla. Hún var líka vinsæl langt út fyr- ir hefðbundinn vina- og skyld- mennahóp. Þær voru ófáar konurn- ar á ísafirði sem bundust henni sterkum tryggðarböndum eftir að hafa notið umhyggju hennar og skilnings, langt umfram ljósmóður- skylduna. Binna var lærð ljósmóðir og hóf ljósmóðurferil sinn í Sléttuhreppi. Það er erfitt fyrir nútímakonur að reyna að gera sér í hugarlund hvernig það var fyrir unga konu að sinna' ljósmóðurstarfi í slíku dreifbýli, eins og starfið var þá, og axla ábyrgðina sem því fýlgdi. Hjónabandsárin sín starfaði hún sem ljósmóðir á Ísafirði. Þar nutum við flestar systurnar þess að hún tæki á móti bami hjá okkur, mörg- um hjá sumum, og því var Binna okkur frænka, ljósa og vinkona. Ég held því fram að Binna frænka hafi búið yfir þeirri djúpu ábyrgð, ríku umhyggju, virðingu fyrir lífi og líðan, ásamt öllu því öðru sem samanlagt felst í því að hafa „líkandi hendur". Fyrir það var hún elskuð og dáð af öllum er nutu. Binna var gift Haraldi Valdi- marssyni sem lengst af var verk- stjóri hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Þau eignuðust þrjár dætur, Þórunni, Valborgu Elsu og Jónu Vigdísi. Þau birtust mér sem gæfusöm fjölskylda og það var eftirsóknarvert að fá að fara í heimsókn með mömmu sem bam, út í Krók, það var líka gaman að eiga stund í Króknum sem ung kona. Seinna bjó ég um hríð í nágrenni við Binnu frænku i Reykjavik og þá gaf það sömu góðu tilfinninguna að eiga stund í eldhús- króknum hennar. Eftir að Haraldur féll frá, langt um aldur fram, fluttist Binna suður til Reykjavíkur og hóf störf á fæð- ingardeild Landspítalans. Þar starf- aði hún svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Það var einstaklega gott sam- band milli Binnu og dætra hennar og mikil samskipti við fjölskyldur þeirra eftir að þær giftu sig og eign- uðust börn. Eftir að Binna var hætt að vera rólfær gerðu dætumar henni kleift að komast út á meðal sinna nánustu. Slíkan dag átti hún með fjölskyldunni á afmælisdaginn sinn 8. maí síðastliðinn í bústað Elsu dóttur sinnar fyrir austan fjall. Ég veit að þar ríkir sorg nú hjá Olafía G. Jónsdótt- ir Hallgrímsson Fædd 12. október 1919 Dáin 29. maí 1993 Kveðja frá bekkjarsystrum. Ólafía eða Lóló, eins og við köll- uðum hana, hóf feril sinn í Mennta- skólanum í Reykjavík að gagn- fræðaprófi loknu haustið 1934 og settist þá í 4. bekk máladeildar, þá aðeins 15 ára gömul. Þar með hóf- ust okkar kynni. Lóló vakti strax athygli annarra menntaskólanema, ekki síst ungu piltanna, því hún var ákaflega fal- leg ung stúlka með glóbjarta hárið sitt og geislandi af fjöri og lífs- gleði, enda var hún kjörin fegurðar- drottning íslands á vegum viku- blaðsins Fálkans. Lóló sóttist námið vel, því hún var vel greind og hafði góðar námsgáfur, ekki aðeins á bóklega sviðinu heldur einnig á mörgum listasviðum. Hæfileikar hennar voru mjög dreifðir og hefði hún getað náð langt á hverju sviði fyrir sig. T.d. heði hún eflaust getað orðið góður tískuteiknari, því hún teikn- aði öll sín föt sjálf, og vora þau mjög smekkleg, en jafnframt óvenjuleg. Auk þess var Lóló mjög ritfær og hafði sérstakan stíl og var hún þess vegna valin til að skrifa ferða- sögu okkar bekkjarsystkinanna, þegar við fórum í hina hefðbundnu fimmtubekkjarferð.Var ferðasög- unni dreift fjölritaðri milli okkar bekkjarsystkinanna og þótti okkur hún einstaklega skemmtileg aflestr- ar. Auk þess hafði hún leikræna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.