Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 27

Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 27
I i- dætrum, tengdasonum og barna- bömum og þá vermir að vera svo rík af dýrmætum minningum. Eftir að Binna frænka hafði ver- ið ein í mörg ár kom inn í líf henn- ar góður vinur, Valdimar Jónsson frá Isafírði. Það hefur vakið aðdáun þeirra sem kynnst hafa, hve hann hefur sýnt Binnu mikla umhyggju og ástúð eftir að hún veiktist. Heim- sótt hana, farið með hana í ökuferð- ir og á allan hátt reynt að létta henni þungbæra lífsreynslu. Hann hefur sannarlega reynst henni góð- ur félagi. Þegar komið er að kveðjustund er dapurt að vera ekki með að fýlgja síðasta spölinn. En mér er efst í huga þakklæti fyrir góða frænku, fyrir að hafa þekkt þessa vönduðu konu sem var svo gjöful á sjálfa sig og meðvituð um lífsins verð- mæti, ekki síst þakklæti fýrir hlýj- una sem hún ávallt sýndi okkur börnum Jónu systur sinnar. Binna frænka verður jarðsungin á Álftanesi mánudaginn 7. júní. Þá mun hugurinn leita til móðursystr- anna: ínu, Fanneyjar og Möggu, sem með fárra mánaða millibili kveðja þau tvö yngstu úr systkina- hópnum. Elsku Elsa, Þórunn og Jóna. Við Sverrir og börnin okkar vottum fjöl- skyldum ykkar okkar dýpstu samúð á þessari kveðjustund. Guð blessi minninguna um mæta konu og góða frænku. Rannveig Guðmundsdóttir. Á morgun verður til moldar bor- in Binna móðursystir mín. Hún hét fullu nafni Brynhildur Ingibjörg Fanndal og var yngsta barn for- eldra sinna Þórunnar Brynjólfsdótt- ur og Jónasar Dósóþeussonar bónda á Sléttu í Sléttuhreppi. Fyrir voru fimm systkini: Siguijóha móðir mín (d. 9. september 1954), Þorvaldína, Fanney, Margrét og eini sonurinn, Kristján, sem dó 29. nóvember sl. Binna fæddist 8. maí 1920 og þá voru snjóalög óvenjulega mikil. Þaðan kemur Fanndals nafnið. Litla stúlkan rann upp eins og fífíll í túni, hraustleg og kát, og eftir því sem hún stálpaðist tók hún til hendi eins og allir aðrir á heimil- inu. Sem ung stúlka gekk hún jafnt til inni- og útiverka og virtist ekki hvað síst njóta sín í gallabuxum við hliðina á piltunum í teignum, þar sem hún sló á við hvem meðal- mann. En að því kom að Binna veldi sér framtíðarstarf og þá valdi hún það nærfæmasta af öllum störfum, ljósmóðurstarfíð. Hún fór því til náms á Fæðingar- deild Landspítalans og útskrifaðist þaðan sem ljósmóðir árið 1940, rétt tvítug að aldri. Binna var þá þegar skipuð ljósmóðir í Sléttuhreppi sem var erfíð sveit yfírferðar. Byggðin dreifð og yfír mikla og stríða fjall- vegi að fara. Vetur lagðist oft snemma að og i miklum snjóum var ekki hægt að koma hestum við. Það varð því oft að treysta á eigin dug hæfíleika, sem komu vel fram, er hún lék í skólaleikritum og síðar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lóló var mjög sérstæður per- sónuleiki, sem gleymist ekki þeim sem kynntust henni og eigum við bekkjarsystur mjög góðar og skemmtilegar minningar um hana. Hún var alltaf hress og kát og sér- staklega elskuleg stúlka. í stúd- entahópnum 1937 vorum við aðeins 6 stúlkur og var Lóló yngst, aðeins 17 ára. Ef til vill urðu teng-slin nánari milli okkar vegna þess hve fáar við vorum. Eftir skólaárin fækkaði samveru- stundunum, eins og oft vill verða, þegar áhugamálin breytast. Samt sem áður eru tengsl milli bekkjar- systkina ávallt mjög sterk og rofna ekki þótt aldurinn færist yfír. Á síðastliðnu ári héldum við upp á 55 ára stúdentsafmæli okkar og var mjög ánægjulegt að Lóló gat tekið þátt í því, þótt okkur væri ljóst, að heilsu hennar hafði stórhrakað. Á næsta stúdentsafmæli hverður hennar sárt saknað af þeim bekkj- arsystkinum, sem þá munu hittast. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 27 og getu og Binnu átti eftir að koma vel hversu hraust og seig hún var. Ekki var alltaf hægt að ná í lækni í tæka tíð til sængurkonu og ljós- móðirin unga varð að treysta á eig- in þekkingu og verksvit þegar eitt- hvað óvænt kom upp á í fæðingu eins og oft vill verða. Hún varð að taka eigin ákvarðanir, átti ekkert val, ekki einu sinni hægt að leita ráða í síma. Allt fór vel og hún hætti störfum í Sléttuhreppi með sóma árið 1944 og fluttist tii ísa- Ú'arðar. í september 1945 vorum við Binna saman á Sléttu um tveggja vikna skeið. Samveran einkenndist af eftirvæntingu og kannski aðeins trega. Báðar stóðum við á tímamót- um. Ég var að hleypa heimdragan- um og flytjast til Reykjavíkur, Binna að fara að giftast unnusta sínum Haraldi Valdimarssyni frá Blámýrum við ísafjarðardjúp. Nýr kafli var að hefjast í lífí hennar. Binna og Haraldur giftu sig 6. pktóber 1945 og stofnuðu heimili á ísafirði. Haraldur var mikill dugn- aðarmaður og starfaði lengst af sem verkstjóri við íshúsfélag Isfirðinga. Þau eignuðust þijár dætur. Elst er Þórunn sem er gift Þórmundi Þórar- inssyni. Þeirra böm eru Haraldur, Þórhildur og Ingibjörg. Næst kom Elsa. Maður hennar er Sigurður Guðjónsson og þeirra sonur Jóhann Tómas. Yngst er Jóna, fráskilin með þijár dætur, Brynhildi, Selmu og Valdísi. Á heimilinu dvaldist einnig árum saman föðursystir Binnu, Vigdís. Samband hjónanna einkenndist af trúnaðartrausti og frænka mín naut sín vel í hjóna- bandinu. í upphafi hjúskapar var Binna fyrst og fremst húsmóðir og móðir þó hún gæti ekki stillt sig um að taka á móti einu og einu bami hjá ættingja eða vini eins og t.d. hjá fjórum systmm mínum. Árið 1955 var Binna skipuð ljós- móðir í Eyrarhreppi, hafði gegnt þvi embætti frá hausti 1954. Hún hélt jafnframt uppteknum hætti með fæðingarhjálp á ísafírði stöku sinnum. Þetta var athafnasamur og hamingjuríkur tími í lífi frænku minnar. . En skyndilega dró ský fyrir sólu. Haraldur veiktist og var allur eftir skamma legu. Hann dó 15. nóvem- ber 1963 aðeins 47 ára gamall. í hönd fóra erfiðir tímar eftirsjár og sorgar, og Binna tók þá ákvörð- un að flytjast til Reykjavíkur með dætur sínar og þangað komu þær í nóvember 1965. Hún hóf störf hjá Fæðingarheim- ili Reykjavíkurborgar árið 1966 og flutti sig yfír á Fæðingardeild Land- spitalans árið 1967. Þar starfaði hún til ársloka 1985 að undanskild- um tveimur árum, 1973-75, sem hún vann á sjúkrahúsinu á Isafirði. Ljósmóðurstarfíð var fyrir Binnu meira en lifíbrauð. Það var köllun. Enginn kemst nær kompaníi við allífíð en kona í fæðingu. Þá er hún farvegur nýs lífs. Næst kemur sá sem tekur á móti þessu nýja lífi. Fyrir Binnu var fæðing helgistund sem hún undirbjó af kostgæfni og tók þátt í af alvöra, eftirvæntingu og gleði. Að annast þetta nýja líf eins og hún gerði árum saman á barnastofu Fæðingardeildarinnar vár trúnaður sem hún aldrei brást. Þegar Binna kom til Reykjavíkur höfðum við ekki verið samvistum í tuttugu ár. En nú tókum við þráð- inn upp á ný. Það hvíldi mikil ábyrgð á herðum hennar þessi ár bæði í starfí og við uppeldi dætra sinna. Hún var oft þreytt, en það hét á hennar máli að vera löt, og alltaf var stutt í glaðværðina. Dæt- urnar vora duglegar að spjara sig í nýju umhverfi bæði í námi og vinnu og smám saman léttist róður- inn. Þegar hagur rýmkaðist fór Binna að ferðast til útlanda í góðra vina hópi. Þar opnaðist nýr heimur sem hún naut að kanna. Hún var alltaf dugleg að skreppa vestur til ísa- fjarðar og meðan amma lifði fór hún stundum oft á ári í vaktafríun- um sínum. Helst vildi hún komast til Sléttu á hveiju sumri, sem þó tókst ekki alltaf. Þar hlóð hún upp og kom margefld til baka meðan heilsan var í lagi. Árið 1966 kynntist Binna Valdi- mar Jónssyni frá ísafirði. Með þeim þróaðist dýrmæt vinátta og þó þau byggju ekki saman áttu þau alltaf hvort annað að. Fyrir tólf árum greindist í Binnu Parkinsonveiki. Sjúkdómurinn réðst með offorsi á líkama frænku minnar og lamaði starfsgetu hennar, en andlegu þreki hélt hún. Allan þennan tíma stóð Valdimar eins og klettur við hlið hennar, létti undir með henni á all- an hátt og hjálpaði henni eftir bestu getu til að halda frelsi sínu, að geta verið sjálfrar sín, sem Binnu var svo óendanlega mikils virði. Siðustu tvö árin var Binna á sjúkradeild Seljahlíðar. Þar fylgdist Valdimar grannt með henni, óþreyt- andi að heimsækja hana og drífa hana út í ökuferðir við hvert tæki- færi. Hann vissi jú hvað það skipti hana miklu máli að komast út und- ir bert loft. Komast út af sjúkrastof- unni. Hann vakti,yfir henni síðustu nóttina sem hún lifði og var við kveðjustund þeirra mæðgna þegar Binna lagði í hinstu för. Hafi hann heila þökk fyrir það sem hann vár frænku minni. Nú er komið að leiðarlokum og ekkert eftir nema að kveðja. Mig langar til að hugsa mér frænku mína sem frjálsa og glaða á ein- hveijum fallegum stað nálægt okk- ur. Hún unni frelsinu, glaðværðina fékk hún í vöggugjöf og hún var svo^ mikið náttúrubam. Ég sendi þeim sem hjarta hennar stóðu næst, dætranum, tengdason- unum, bamabörnunum og Valda hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Binnu móð- ursystur minnar. Guðrún Sæmundsen. Ég ætla hér í örfáum orðum að minnast hennar Binnu ömmu. Amma var sú viljasterkasta og ákveðnasta kona sem ég hef kynnst og enda þótt hún sé dáin er ég ánægð að muna eftir henni heil- brigðri. Síðustu ár hafa verið ömmu erfið, því að hún hefur þjáðst af hrörnunarsjúkdómi og lömun í önd- unarfærum og hefur hún búið á vistheimilinum Seljahlíð síðustu ár. Hún fluttist í parhús í Seljahlíð árið 1986, sama árið og hún hætti að vinna sem ljósmóðir. Árið 1989 fluttist hún á hjúkranarheimilið. Nú þegar amma er farin, hugsa ég um allar ánægjulegu heimsókn- irnar sem við frænkumar áttum hjá ömmu, en þeim fór því miður að fækka eftir að ömmu tók að versna. En hún var alltaf jafn glöð að sjá okkur og lét veikindin ekki aftra heimsóknum sínum þó að það væri erfítt fyrir hana að ferðast. Amma var líka mikill sælkeri og fannst leiðinlegt að geta ekki borðað súkkulaði, karamellur og allt sem henni fannst gott. En hún átti nóga ást handa okkur öllum og okkur þótti líka mjög vænt um hana. Við söknum Binnu ömmu og allt verður tómlegt án hennar. Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þó sælan vis með qálfum þér í paradís (H.P) Þórhildur Sif. Brynhildur I. Jónsdóttir fæddist 8. maí 1920 í Stakkadal, Sláttu- hreppi, Norður-ísafírði. Dáin 27. maí 1993. Hún útskrifaðist frá Ljós- mæðraskóla íslands 1940. Hún starfaði sem ljósmóðir um tíma á ísafirði, Fæðingarheimili Reykja- víkur, en lengst af á Fæðingardeild Landspítalans. Brynhildur giftist Haraldi Valdimarssyni og átti með honum þijár dætur, Þóranni, Elsu og Jónu Vigdísi. Ég kynntist Biynhildi eða Binnu eins og hún var oftast kölluð haust- ið 1967 er ég hóf nám í ljósmæðra- skóla íslands. Það var gott að vera nemi og njóta leiðsagnar Binnu, sem tók mig strax undir sinn vernd- arvæng. Hún var einstaklega ljúf manneskja, sérstaklega nærgætin og passasöm um sængurkonurnar og varð aldrei óþolinmóð við fávísan nemanda og lagði sig verulega fram um að kenna mér að fást við flest- öll þau vandamál sem geta komið upp í sængurlegu. Þetta var allt gert svo ljúfmannlega eins og henn- ar var vaninn. Ekki minnkaði aðdáun mín á Binnu minni er ég fór að vinna með henni sem fullgild ljóðsmóðir. Ég minntist þess ekki að hún hafí nokk- um tíma verið í vondu skapi, en ef svo hefur verið þá lét hún það að minnsta kosti ekki bit'na á sam- starfsfólki sinu. Það var meira að segja tilhlökkunarefni að vera með henni á næturvakt. Hún var alltaf tilbúin að leggja gott til málanna. Aðdáun mín og virðing jókst er hún aðstoðaði’mig í mínum eigin sæng- urlegum og aldrei mun ég gleyma vináttu hennar og hve innilega hún samgladdist mér 1985 er ég eignað- ist mitt fimmta bam og loksins var það stúlka. Er ég lít til baka geri ég mér enn betur grein fyrir þvi að hún Binna var góð sál og góð manneskja. Því miður fínnst mér því fólki fara fækkandi. Ég vona að ég hafi rangt fyrir ér. Síðustu árin urðu Binnu erfið, hún varð að hætta störfum 1985. Kannski var það forsjónin sem tók í taumana þannig að ég man hana eins og hún var, með glettnis- glampa í augum og bros á vör. Ég vildi kveðja hana Binnu mína með tveim síðustu erindunum í einu af uppáhaldsljóðunum mínum. Get- urðu sofíð um sumamætur, eftir Sigurð Einarsson: ^ Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og bamalegt að hræðast, er Ijósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífínu að fæðast? Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólega kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn? Megi hún fara í Guðs friði. Ég votta aðstandendum samúð mína. Fríða Einarsdóttir. Nítján ára, svipmikil, einbeitt og kjarkmikil sveitastúlka, send til náms í ljósmóðurfræðum til Reykja- víkur. Það vantaði ljósmóður í heimasveitina og þótt hugur hennar stæði til kennaranáms skipti það ekki máli, með ljósmóðurnáminu gat hún unnið fyrir sér auk þess sem hreppurinn bauðst til að styrkja hana. Stúlkan var Brynhildur Ingibjörg Jónasdóttir, dóttir Þórannar Brynj- ólfsdóttur og Jónasar Dósótheus- sonar, bónda og hreppstjóra á Sléttu í Sléttuhreppi. Hún var yngst bama þeirra hjóna, fædd 8. mal 1920. Systkini hennar í aldursröð era Siguijóna, dáin 1954, Þorvald- ína, Fanney, Margrét og Kristján, dáinn 1992. Það var ekkert sjálfsagt mál að fólk frá ysta útkjálka landsins tæki sig upp og færi til náms í Reykja- vík. Því báðu stóra systirin (Þor- valdína) og mágurinn (Sigurður) vin sinn að líta til með Binnu á þessari löngu ferð. Riíjaði Binna það oft upp í góðra vina hópi hversu mikla ábyrgð manninum hefði fuiST^ ist hann axla, því ekki skildi hann við hana fyrr en hún var komin inn fyrir dyr á Ljósmæðraskóla íslands. Binna kom til baka ári seinna og gegndi ljósmóðurstörfum í þessu afskekkta byggðarlagi til ársins 1944. Oftast ferðaðist hún fótgang- andi yfír fjöll og fimindi alit norður að Horni, þar sem hún tók á móti síðasta barninu sem þar fæddist. Það má nærri geta að stundum hafí reynt á ungu konuna því ekki var alltaf læknir á Hesteyri. Kæmu upp ófyrirsjáanleg vandamál við fæðingar þurfti dug og áræði til að bjarga móður og barni. Minntist Binna stundum siðar atvika frá_ þeirri tíð, þegar hún starfaði meo fæðingarlæknum og hafði aðgang að fullkomnum tækjum. Binna giftist 6. október 1945 á ísafírði Haraldi Valdimarssyni frá Blámýrum við ísafjarðardjúp. Har- aldur var um árabil verkstjóri við íshúsfélag ísfírðinga. Hann lést 15. nóvember 1963. Þau hjónin einguð- ust þijár dætur, Þóranni Jóhönnu, maður hennar er Þórmundur Þórar- insson og eiga þau þijú börn; Val- björgu Elsu, sem er gift Sigurði Guðjónssyni og eiga þau einn son; og Jónu Vigdísi, hennar maður var Haukur Harðarson, og eiga þau þijár dætur. Haukur og Jóna slitu samvistir. Binna og Halli bjuggu fyrst í litlu húsi að Króki 2, en byggðu sér síð- ar fallegt einbýlishús að Króki 4 á ísafirði. Þar undi fjölskyldan sér vel, úr eldhúsglugganum bar við augu norðanbáruna, baksviðs Eyr- arfjallið með sínum árstíðarbundnu kynjamyndum og norðanmegin SJÁ NÆSTU SÍÐU '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.