Morgunblaðið - 06.06.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.06.1993, Qupperneq 31
MOReUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 31 I I I ð I í s j J I I I 8 -í Ég var ungur drengur þegar ég kynntist Kidda fyrst, en svo var hann nefndur af vinum og kunn- ingjum. Við systkinin höfðum misst móður okkar og báðar ömmur á skömmum tíma og dvaldi ég því mikið hjá systur minni og mági. Yar það mitt annað heimili um tíma. Ég kunni strax mjög vel við Kidda. í þá daga, sem 12 ára strákur, fannst mér Kiddi geta næstum allt. Sem reyndur fimleikamaður gat hann stokkið heljarstökk afturábak og áfram. Hann gat flogð svifflug- vél, hann gat talað við fólk um all- an heim með morstækjum, vissi allt um gróður og tré og var svo mikill veiðimaður; var í laxveiði, stundaði sjóinn og fór á ijúpu upp á fjöll. Og hann var svo vænn að taka mig með í veiðitúra og um leið opnaði hann þennan heim fyrir mér, sem ég bý enn að. Kiddi reynd- ist mér alla tíð mjög vel. Kristinn var opinn og mjög hress maður. Á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar og hafði hann mjög smitandi hlátur. Hann var mjög bóngóður og vildi allt fyrir alla gera. Ég man eftir atviki fyrir mörgum árum þegar ég kom ásamt vini mínum í heimsókn að Gufuskál- um. Þá vorum við í sumarfríi og okkur langaði norður. Við vorum ungir og áttum engan bíl. Ekki var hann bara tilbúinn að lána okkur sinn bíl, en þegar bíllinn reyndist vera bilaður dreif Kiddi jafnvel í að láta laga hann strax um kvöldið svo að við gætum komist. Þetta var honum líkt. Um leið og ég þakka honum sam- fylgdina öll þessi ár votta ég systur minni, bömum þeirra og öllum að- standendum dýpstu samúð. Valur Marinósson. um bóklestri barna enda gerði hún sem kennari sér glögga grein fyrir gildi bóklesturs fyrir yngstu kynslóð- ina. En henni var ekki nóg að bæk- ur væru gefnar út fyrir læs böm heldur vildi hún leita allra leiða til að auðvelda þeim lesturinn sem eru torlæs. Þar birtist þáttur í fari henn- ar sem er svo áberandi í bókum hennar: samstaða með þeim sem minna mega sín. Hún sýndi í verkum sínum ríka samúð með lítilmagnan- um, börnum sem á einhvern hátt eru öðruvísi en aðrir eða eiga við ein- hverja erfiðleika að stríða: veikindi, eru á eftir í þroska, lögð í einelti og þar fram eftir götum. Hetjur hennar voru þessi börn. Það var okkur mikið reiðarslag þegar veikindi Heiðar tóku sig upp aftur nú í ársbyijun. Við höfðum fylgst með hetjulegri baráttu hennar við erfíðan sjúkdóm sem hún virtist ætla að sigrast á. Á liðnu hausti fylgdi Heiður nýrri bók sinni, Háska- leik, úr hlaði og hélt eftir jólin aftur utan til Bandaríkjanna þar sem hún var í framhaldsnámi í sérkennslu- fræðum. Dvölin þar var skemmri en ætlað var. Krabbameinið blossaði upp og ekki varð aftur snúið. Heiður sýndi ótrúlegan dugnað, vilja og innri styrk í veikindum sínum og neitaði að gefast upp þótt óvinurinn væri illvígur. Þegar færi gafst og heilsa leyfði fór hún og las upp úr væntanlegri bók, vann fram á síð- asta dag að handritinu og ræddi ýmsar breytingar á sögunni sem nú er í vinnslu hjá Vöku-Helgafelli og kemur út á haustdögum. Þessi nýja bók sameinar á margan hátt allt það besta sem birst hefur í fyrri verkum hennar. Ævintýrið helst í hendur við raunsanna frásögn úr nútímanum af stúlku með astma. Hún á sér töfrastein sem gerir henni kleift að skyggnast inn í annan heim fullan af ógnum og spennandi ævintýrum. Kannski má segja að Heiður hafi verið okkur hinum slíkur töfrasteinn. Með sögum sínum veitti hún okkur sýn inn í annan heim þar sem ímynd- unaraflinu var gefínn laus taumur og allt gat gerst. Þær sögur verða ekki fleiri. íslenskar bamabók- menntir hafa misst góðan höfund og ötulan baráttumann en það er okkar sem eftir ljfum að halda merki hennar á loft. Ég færi eiginmanni Heiðar, Ómari Sævari Harðarsyni, dætrum þeirra tveimur, Brynhildi og Þóreyju Mjallhvíti, og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur starfsfólks Vöku-Helgafells. Ólafur Ragnarsson. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur og faðir, GUÐMUNDUR HERMANN SALBERGSSON flugvirki, Skógarlundi 9, Garðabæ, "sem lést 28. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en hans, er bent á Hjartavernd. Karólína Árnadóttir, Ingi Hrund Guðmundsdóttir, Sigi t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Mánabraut 8, Kópavogi, lést á heimili sínu 4. júní. Sigurgeir Jónasson, Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir, Sigrún Margrét Sigurgeirsdóttir, Guðni Albert Einarsson, Halla Sigurgeirsdóttir, Rúnar Gíslason, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Jónas Björn Sigurgeirsson, Rósa Guðbjartsdóttir og barnabörn. t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN H. GUÐBJÖRNSSON, Glaðheimum 6, sem lést 29. maí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 7. júní kl. 13.30. Agnes Marinósdóttir, Marinó Kristinsson, Helga Kristinsdóttir, Flosi Sigurðsson, Kristinn Björn Marinósson, Finnur Marinó Flosason, Agnes Marinósdóttir, Agnes Rún Flosadóttir, Hjördis Marinósdóttir, Fannar Már Flosason, Sigurður H. Gislason. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, LÁRUS HAFSTEINN ÓSKARSSON, Vatnsendabletti 102, Kópavogi, lést á heimili sínu 31. maí. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. júní kl. 10.30. Jóna Ósk Lárusdóttir, Kristján Rafn Hjartarson, Sigmar Hafsteinn Lárusson, Sigurður Óskar Lárusson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Lárus Ingi Lárusson, Trine Tranvág 0ren, Unnur Óskarsdóttir, Karl Jóhannsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, ÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðju- daginn 8. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda. Þorgeir G. Guðmundsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Örn Norðdahl, Sigurbjörn Þorgeirsson. Þórunn S. Pálsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Dönustöðum, Vallartröð 12, sem andaðist 29. maí, verður kvödd í Kópavogskirkju mánudag- inn 7. júní kl. 15. Jarðsett verður í heimagrafréit á Dönustöðum. Viktoría Skúladóttir, Sigrfður Skúladóttir, Sólrún Skúladóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Guðrún Skúladóttir, Iða Brá Skúladóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS Þ. TORFASON, fyrrv. hæstaréttardómari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. júní kl. 13.30. Sigríður Þórðardóttir, Þórður Magnússon, Torfi Magnússon, Ásgeir Magnússon, Ásgerður I. Magnúsdóttir, Bergþór Magnússon, Kolfinna Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, og barnabörn. Marta M. Oddsdóttir, Laufey R. Bjarnadóttir, Þórdis Kristinsdóttir, Snorri Jóelsson, Stefán Andreasson, Magnea Vilhjálmsdóttir t Sonur okkar og faðir, ÞÓRIR ÞORSTEINSSON, Stekkjum 7, Patreksfirði, er lést af slysförum 30. maí, verður jarðsunginn frá Hóla- og Fellakirkju mánudaginn 7. júni kl. 13.30. Hulda Þórisdóttir, Magnús Mariasson, Magnús Þórisson, Hulda Þórisdóttir, Jóna Dís Þórisdóttir, Þórey Þórisdóttir, Ottó Ingi Þórisson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AXELS THORARENSENS, Gjögri. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Benedikt Bent ívarsson, Ólafur Gfsli Thorarensen, Steinunn Thorarensen, Ólafur Grétar Óskarsson, Kamilla Thorarensen, Rósmundur Skarphéðinsson, Olga Sofffa Thorarensen, Sveinbjörn Benediktsson, Jakob Jens Thorarensen, Elva Thorarensen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og veittu styrk, við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, dótt- ursonar, frænda og vinar, BJARKA FRIÐRIKSSONAR, sem lést 13. maí síðastliðinn. Friðrik Alexandersson, Þuríður Einarsdóttir, Arnar Friðriksson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Viöar Friðriksson, Einar Jóhannesson, Sigrfður Bárðardóttir, ættingjar og vinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.