Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 32

Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÚNNUDÁGUR 6. JÚNÍ 1993 Jóhanna Gunnars- dóttír — Minning Aldarminning Guðmundur Jóhanns- son frá Sveinatungu Fædd 1. febrúar 1922 Dáin 29. maí 1993 Látin er í Reykjavík Jóhanna Gunnarsdóttir húsmóðir, Ból- staðarhlíð 58. Mig langar í fáum orðum að minnast kærrar frænku minnar. Jóhanna var fædd í Brekkuholti við Bræðraborgarstíg 1. febrúar 1922 og voru foreldrar hennar Kristrún Jóhannesdóttir frá Brekkuholti og Gunnar Sigurðs- son, kaupmaður í Von. Jóhanna ólst upp hjá móður sinni og var hennar eina barn. Hún átti þó sitt annað heimili hjá foreldrum mínum og var hennar eina bam. Hún átti þó sitt annað heimili hjá foreldrum mínum, á heimili móðursystur sinnar og föðurbróður, þeirra Sig- ríðar Jóhannesdóttur og Sigurðar Sigurðssonar í Brekkuholti og síð- ar á Norðurstíg 5 í Reykjavík, en þár bjuggu þær mæðgur lengi. Jóhanna lauk gagnfræðaprófí frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur í Vonarstræti og vann að því loknu við skrifstofustörf í Ingólfsapóteki. Hún giftist eftirlifandi manni sín- um, Jónasi Jónssyni, húsasmið, 2. ágúst 1952. Jónas er af húnvetn- esku bændafólki kominn, ættaður frá Hlíð á Vatnsnesi, sonur hjón- anna Jóns Lárussonar og Halldóru Margrétar Guðmundsdóttur. Þau hjónin bjuggu fyrst á Tjarnargötu lOa í Reykjavík, en byggðu síðar raðhús á Álfhólsvegi 2a í Kópavogi og bjuggu þar flest sín búskapar- ár. Síðustu árin hafa þau búið í Bólstaðarhlíð 58. Eftir að Jóhanna giftist helgaði hún heimilinu og uppeldi bamanna krafta sína. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, Kristrúnar, Gylfa, Jóns Halldórs og Þóris, og eru þijú þeirra á lífí. Kristrún lést aðeins 22 ára gömul árið 1975. Gylfi er sölumaður hjá Max hf., fataverksmiðju, í sambúð með Kristínu Huldu Hauksdóttur. Gylfí á dótturina Kristrúnu af fyrra hjónabandi sínu. Jón Halldór er giftur Guðrúnu Gröndal og era þau bæði við nám og störf í Þýska- landi. Þau eiga soninn Össur Inga. Þórir er yngstur og býr enn í for- eldrahúsum. Þótt Jóhanna væri eina barn móður sinnar þá átti hún fimm hálfsystur og ekki færri en sjö uppeldissystkin á Norðurstígnum. Hún var alla tíð sem ein af okkur systkinunum og tók fullan þátt í öllu því sem fjölskyldan sameinað- ist um. Jóhanna var umhyggjusöm dóttir og móðir. Móðir hennar, Kristrún, átti allt frá því þau Jónas giftu sig óg þar til hún lést, 1977, heimili hjá þeim Jónasi. Kristrún dóttir hennar átti við fötlun að stríða frá fæðingu. Var afar kært með þeim mæðgum og tók Jóhanna dótturmissinn nærri sér. Jóhanna og Jónas vora mjög samhent hjón. Heimili þeirra bar vitni þeirri alúð sem þau lögðu í alla hluti. Jóhanna hafði unun af garðrækt árin sem hún bjó í Kópa- vogi og bar garðurinn þar þess glöggt merki. Þau hjón ferðuðust mikið og þá oft með frændfólki sínu og vinum, aðallega hér innan- lands, en á síðari áram einig er- lendis. Vora ferðalögin þeim eilíf uppspretta umræðu og frásagna á góðum stundum. Á síðustu áram átti Jóhanna við erfið veikindi að stríða. Hún bar sig þó alltaf vel og náði sæmilegri heilsu inn á milli. Ég kveð mína elskulegu frænku og votta Jónasi, sonum, tengda- dætram og barnabörnum mína innilegustu samúð. Útför Jóhönnu verður gerð á morgun, mánudag, frá Fossvogs- kapellu kl. 15.00. Aðalheiður Sigurðardóttir. Þegar ég heyrði að amma mín hefði dáið morguninn 29. maí sl. varð mér hugsað til allra þeirra skemmtiiegu stunda sem ég átti með henni og afa þegar ég kom til þeirra. Hún var alltaf svo hress og kát þrátt fyrir veikindin. Ég og Össur frændi minn hitt- umst stundum hjá ömmu og afa og lékum okkur meðan fullorðna fólkið sat yfír kaffíbolla. Ég fór til Reykjavíkur helgina 20.-24. maí og ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég sæi ömmu. Ég vil þakka ömmu minni fyrir allar þær yndislegu og skemmti- legu stundir sem við áttum saman. Ég bið Guð að geyma afa minn, pabba minn og alla aðra ættingja og vini. Kristrún Yr. Hinn 2. september 1931 birtust í Morgunblaðinu eftirfarandi minn- ingarorð: „í fyrrakvöld, eins og svo mörg önnur, sat hann í vinahóp, glaður og reifur, og ræddi um lands- ins gagn og nauðsynjar, um áhuga- mál sín, því hann var, eins og al- kunnugt er, maður óvenjulega ríkur af áhugamálum. En skammri stundu síðar er hann fluttur dauð- vona og meðvitundarlaus á spítala, og andast í þeim svifum." Undir lok minningarorða ritstjór- ans segir: „Það einkenndi Guðmund mest í afskiftum hans af opinberam málum, hve sýnt honum var um að setja sig í spor þeirra manna sem við erfiðleika eiga að etja í daglega lífínu. Þessi skapeinkenni hans, hjálpfýsi og greiðvikni, aflaði hon- um víðtækra vinsælda, hvar sem hann fór og að hvaða vérki sem hann vann. Það var bókstaflega eins og hann gleymdi að jafnaði eigin hag og öllu því sem við kom einkahagsmunum, fyrir því að vinna fyrir áhugamál sín á sviði stjóm- mála og félagsmála." Hver var hann þessi einbeitti og ötuli forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem féll frá á besta skeiði, aðeins 38 ára að aldri? Guðmundur var fæddur í Sveina- tungu í Norðurárdal 6. júní 1893, næstelstur 11 systkina, en þar af komust átta á legg, auk fósturbróð- ur. Foreldrar hans vora Ingibjörg Sigurðardóttir og Jóhann Eyjólfs- son, bóndi og alþingismaður. Þau bjuggu síðar í Brautarholti á Kjalar- nesi, árin 1915-1923. Guðmundur fór ungur til náms í Hvanneyrar- skóla og sigldi eftir það til Noregs og Danmerkur til að kynna sér búnaðarstörf. Eftir heimkomuna gerðist hann ráðsmaður hjá föður sínum í Brautarholti, en þegar Jó- hann brá búi fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og gerðist kaupmað- ur. Guðmundur var maður fríður sýnum, dökkur yfírlitum. Hann þótti flugmælskur og var hagyrð- ingur góður, eins og hann átti kyn til, sonur Jóhanns í Sveinatungu og sonarsonur Eyjólfs í Hvammi. Eftir Guðmund liggja óútgefin ljóð, sem eru þrangin rómantík og sterk- um tilfínningum og lýsa vel þeirri samkennd sem hann hafði með þeim er búa við skarðan hlut í samfélag- inu. Guðmundur var lífsnautnamað- ur mikill. Hann var músíkalskur og spilaði vel á píanó, allt eftir eyranu. Guðmundur var einstaklega gestris- inn og hjálpfús. Hann naut þess að veita vel og láta fara vel um gesti sína, ekki síst gömlu sveitungana. Þegar á unga aldri gekkst hann fyrir stofnun ungmennafélags í sinni sveit og var í stjórn þess með- an hans naut þar við. Guðmundur var ekki fyrr kominn til Reykjavíkur en að bera fór á honum í félagsmálum bæjarins. Fyrsta félagið sem hann stofnaði var Félag lóðaleigjenda sem knúði í gegn umbætur á leigukjörum. Þar kom fram hinn óvenjulegi áhugi hans á félagsmálum og hæfíleikar hans til að sameina menn til átaka. Þessir hæfileikar áttu von bráðar eftir að segja til sín við uppbygg- ingu og skipulag Sjálfstæðisflokks- ins. Eftir kostningar 1927 tók við völdum ríkisstjóm framsóknar- og alþýðuflokksmanna. Guðmundur tók sér þá fyrir hendur að efla fé- lagsskap stjórnarandstæðinga og gerðist formaður í landsmálafélag- inu Verði. Á undan h'onum höfðu verið tveir formenn, hvor sitt árið, þeir Magnús Jónsson prófessor og Jón Ólafsson bankastjóri. Ekki mátti endurkjósa menn ár eftir ár. Þessum lögum var breytt með til- komu Guðmundar og var hann for- maður Varðar frá 1928 og meðan hann lifði. Tvö meginverk lágu eftir Guð- mund í þágu Varðar. í 25 ára af- mælisriti félagsins er því haldið fram að þessi stórmál hafí „haft úrslitaþýðingu fyrir starfsemi fé- lagsins og Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar“. Hið fyrra var að byggja eigið húsnæði yfír starfsemina, Varðarhúsið. Til gamans má geta þess að Eyjólfur bróðir hans, sem síðar átti eftir að verða formaður Varðar, var formaður byggingar- nefndar Sjálfstæðishússins. Hið síðara meginverkefni Guð- mundar átti þó eftir að standa leng- ur. Það var sá grannur sem hann lagði að skipulagi Sjálfstæðis- flokksins. Þar var um að ræða starf- skerfí sem virkjaði hundruð sjálf- boðaliða, einkum í kringum kosn- ingar. Guðmundur leitaði víða fanga um hugmyndir í þessu sam- bandi, bæði innanlands og utan. Þetta nefndist í upphafi Foringjaráð Varðarfélagsins (1929), en breyttist síðar í Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík (1938). Þetta gerði Vörð að langstærsta og öflug- asta stjómmálafélagi landsins. I fyrstu mun nokkur leynd hafa hvílt yfír starfsaðferðum Foringja- ráðsins gagnvart keppinautum í pólitíkinni. Hér mun fyrst og fremst hafa verið um að ræða „smölunar- kerfi“ sem fól í sér hverfaskiptingu. Þegar kom að Lýðveldiskosningun- um 1944 gengu allir flokkar að því saman að fá sem mesta þátttöku. Formaður nefndar allra flokkanna var Eyjólfur, bróðir Guðmundar, og þegar velja skyldi öflugasta kerfíð kom ekki nema eitt til greina. Þar með var hulunni líka lyft, og eftir það gátu aðrir flokkar hagnýtt sér það kerfi, sem Guðmundur hafði komið á í Sjálfstæðisflokknum. Árangur þessa öfluga skipulags í lýðveldiskosningunum var þvílíkur, að þar fékkst 99% þátttaka. í afmælisritum Varðar er Guð- mundar ævinlega minnst sem „höf- undar Varðar", „þess sem byggði félagið að verulegu leyti upp“, eins og Stefán A. Pálsson, fyrram for- maður félagsins, lýsir honum. Stef- án bætir við: „í rauninni vil ég segja að félagið sé verk Guðmundar. Hann var frábærlega hugmyndarík- ir og athafnasamur, áhugasamur um almenningsheill og hvers kyns þjóðmál, fórnfús og hjálpsamur, enda vinsæll." Og síðar: „Það varð hlutverk Guðmundar að byggja allt skipulag Sjálfstæðisflokksins upp frá grunni, og síðan hafa aðrir flokkar stælt það og stolið úr því eftir mætti.“ Guðmundur var ríkur að áhuga- málum, eins og ritstjóri Morgun- blaðsins komst að orði. Svo virðist sem þau hafi legið nær félags- hyggju en einstaklingshyggju. Ragnar Lárusson, sem var formað- ur Varðar og í stjórn lengur en BÚSETI Simi 25788. SKRIFSTOFAN ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA. LOKAÐ í HÁDEGINU KL. 12-13. FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í JÚNÍ '93 Aðeins félagsmenn, innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íbúðir. ENDURSÖLUÍBÚÐIR: Stoður: Stærð: m! Hæð: Laus í: Sýning ib. Garðhús 4, Reykjavík 4ra 115 3 nóv. '93 14. júní Irönuhjalli 17, Kópavogi 3ja 85 3 júní ’93 14. júní Frostafold 20, Reykjavík 3jo 78 5 sept. '93 14. júní Berjarimi l, Reykjavík 2jo 49 1 sumur '93 teikningor ALMENNAR IBUÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í JÚNÍ '93 Allir félagsmenn, þ.á m. þeir, sem eru yfir eigna- og/eða tekju- mörkum, geta sótt um þessar íbúðir. Búsetugjald (leiga) er mun hærra en í félagslegu íbúðunum. ENDURSÖLUÍBÚÐ: Staður: Stærð: m2 Hæð: Lous i: Skólavörðustígur 20, Reykjavík 3jo 78 2 haust '93 Staður: Arnarsmóri 4-6, Kópavogi Arnarsmóri 4-6, Kópavogi Birkihlið 2-2A, Hafnarfirði NYJAR IBUÐIR: Stærð: Fj. íbúða: Áætl. afhend.-. 2ja 2 júní '94 3ja 8 júní '94 3ja 2 okt./nóv. '93 VINSAMLEGA LESIÐ VEL EFTIRFARANDI: Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar verða að hafa borist skrifstofu Búseta fyrir 15. hvers mánaðar á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Félagsmaður, sem sækir um nú og fær ekki íbúð, verður að sækja um á ný. Upplýsingar um skoðunardaga íbúða og/eða teikningar fást á skrifstofu Búseta. Til að umsókn sé gild er áríðandi að skattayfirlit (staðfest frá skattstjóra) síðustu þriggja ára fylgi henni og að félagi skuldi ekki eldri númeragjöld (félagsgjöld). Númeragjöld má greiða með greiðslukorti. Það nægir að hringja inn greiðslukortsnúmerið. VINSAMLEGA SKILIÐ UMSÓKNUM INN FYRIR KL. 16 ÞRIÐJUDAGINN 15. JÚNÍ NK. ENGAR ÍBÚÐIR AUGLÝSTAR TIL ÚTHLUTUNAR FYRR EN 5. SEPTEMBER NK. ATH. SUMARLOKUN HJÁ BÚSETA SKRIFSTOFA BÚSETA REYKJAVÍK VERÐUR LOKUÐ FRÁ 12. JÚLÍ TIL 9. ÁGÚST. ÁRÍÐANDI SKILABOÐ LESIST INN Á SÍMSVARA í S. 25788. BÚSETI Hamragöfóum, Hóvallagötu 24, löl Reykjavík, sími 25788. Til leigu skrifstofuhúsnæði á Skúlagötu 63 Til leigu öll 3. hæðin (460 fm) og hluti 2. hæðar (sam- liggjandi 150 fm) í þessu glæsilega húsi nr. 63 við Skúla- götu, sem er örstutt frá Hlemmtorgi. Leigist í einu lagi eða í hlutum. Laust frá 1. október 1993. Upplýsingar hjá G J FOSSBERG vélaverzlun hf., sími 618560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.