Morgunblaðið - 20.06.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
B 5
Kunningjar Egils? Höfuðkúpur víkinga, grafnar upp í nágrenni
Bergens
HERÐLA
Með ímyndað blóðbragð í munninum héldum við Pálnatókavinir út í
Herðlu þar sem Egill reisti Eiríki konungi og Gunnhildi níðstöng.
Forsaga þess var m.a. sú að Eiríkur konungur hafði þá gert Egil útlægan
úr Noregi og réttdræpan hverjum manni vegna viðskipta hans við Berg-
Önund út af erfðamálunum. Þeir voru giftir hálfsystrum en Berg-Önund-
ur taldi Ásgerði konu Egils þýborna vegna þess að faðir hennar rændi
Þóru hlaðhönd, móður hennar. Hafði hann fulltingi konungs. Til trausts
Berg-Önundi hafði Eiríkur sett Fróða frænda sinn, hinri fríðasta mann
sem sat á Álreksstöðum, að búi konungs. Eitt sinn er þeir félagar sátú
að drykkju á Fenhring þá veitti Egill þeim fyrirsát og drap þá báða.
Eftir dráp á fleiri mönnum lagði Egill síðan leið sína í Herðlu. „Þeir
Egill rændu þar öllu fé, því er þeir máttu höndum á koma, fóru síðan út
til skips.“ Áður en Egill yfirgaf eyna tók hann í hönd sér heslistöng „ok
gekk á bergsnös nokkura, þá er vissi til lands inn. Tók hann hrosshöfuð
ok setti upp á stöngina," með svofelldum orðum: „Hér set ek upp níð-
stöng, ok sný ék þessu níði á hönd Eiríki konungi ok Gunnhildi dróttn-
ingu,“ - hann sneri hrosshöfðinu inn á land, - „sný ek þessu níði á land-
vættir þær, er land þetta byggva, svá at allar fari þær villar vega, engi
hendi né hitti sitt inni, fýrr en þær reka Eirík konung ok Gunnhildi ór landi.“
Að ráði gamalla, allt að því fjölkunnugra manna á Herðlu, komumst við
á snoðir um hvar Egill setti forðum hrosshausinn niður. Með riddaralegri
hjálp eins samferðamannsins klöngrast ég á bandaskóm upp þverhníptan
klettavegg svo ég fái barið augum það útsýni sem Egill gríndi í undan
loðnum augnabrúnum sínum meðan hann bað Noregskonungi bölbæna.
Erótísk kóngamóðir
Svo mikill var máttur bölbæna Egils að Eiríkur og Gunnhildur urðu
að hrökklast burt úr Noregi og varð Eiríkur undir í valdabaráttunni við
bróður sinn Hákon Aðalsteinsfóstra. Syni áttu þau marga og mannvæn-
lega, enda fékk Gunnhildur viðurnefnið kóngamóðir. ímynd hennar leikur
reyndar tveim skjöldum í íslenskri þjóðarvitund. Annars vegar hefur
mynd hennar sprottið tigin og göfugmannleg, vaggandi bami, undan fingr-
um íslenskra hannyrðakvenna. Hins vegar er hún ein erótískasta kona
íslenskra fornsagna. Girnd hennar til Hrúts frænda Hallgerðar langbrók-
ar var t.d. slík að hún bauð að hann skyldi ekki fá notið konu þeirra er
beið hans á íslandi þegar hann fór að ókyrrast í svefnsölum drottningar.
Þrútnaði síðan hold hans í þeim mæli að hann fékk ekki komið fram vilja
sínum við Unni sem beðið hafði hans þolinmóð langtímum saman meðan
hann gamnaði sér við Gunnhildi í Noregi. Ævinlega hefur mér þótt þetta
óréttlátt, en það er kannski bara eftir öðru f þessum heimi.
í bílnum, er ekið var frá Herðlu til Bergen, urðu fjörugar umræður
um Gunnhildi og lífemi hennar og sýndist sitt hverjum. Sjaldan var þögult
í bílnum, varð mönnum tíðgengið að hljóðnemanum við hlið bílstjórans.
Er ekki að vita hvernig það hefði allt farið hefði ekki komið til röggsemi
Magnúsar prúða Jónssonar, formanns félagsins og fararstjóra. Hann hafði
félagi við aðra í ferðanefnd skipulagt svo til óslitinn lestur uppúr hinum
ýmsu fomritum, ásamt með slæðingi úr nútímalegri þekkingarbrotum um
Noreg, svo nánast aldrei varð þar hlé á. Söngbók Pálnatókavina fyllti upp
í þær fáu eyður sem voru á lestrardagskránni. Áður en yfír lauk var búið
að fræða umrætt ferðafólk svo rækilega að viskan nánast vall úr öllum
vitum og þótti flestum sárast að hafa ekki öflugra heilabú til þess að taka
á móti.
Af ýmsum grösum
Nokkur slagsíða var þó á þeim fróðleik sem að okkur var haldið. Ég
saknaði þess að heyra fátt eitt um gróðurfar gamla landsins. Hvar sem
við stönsuðum rýndi ég í grassvörðinn og reyndi að bera kennsl á hin
ýmsustu blóm, oft án teljandi árangurs. Mér varð meira að segja einu
sinni hált á fávisku minni. Egill hafði því miður ekki alltaf haft hugsun á
að leggja leið sína um slóðir þar sem auðvelt var að komast á klósett.
Urðum við ferðalangamir því oft á tíðum að gera okkur ferðir bak við
kletta og inn í eyðskóg til þess að losna við eitthvað af öllum þeim vökva
sem við innbyrtum á langkeyrslum okkar. Eitt sinn sem oftar hoppaði
ég bak við stóran stein og flýtti mér í þær stellingar sem formæðurnar
létu lengst af duga. Vegna ókunnugleika míns þekkti ég ekki brenninetl-
ur frá öðmm jurtum og brá því illa þegar þær snertu bert hömnd mitt.
Það kom sér þá að hafa fengið rækilega innrætta þá kenningu að hvorki
skulu menn bregða sér við sár né bana. Ég hysjaði upp um mig og lét ekki
á neinu bera þótt ég ætti óneitanlega bágt með að sitja. Hét í huganum
á heilagan Þorlák, eins og siður var Jón lærimeistara míns morgun hvem,
að vera orðin sæmilega setfær um kvöldið þegar halda átti dýrlega veislu
í Schötstuen, gömlu aðsetri Hansakaupmanna. Væntanlega fyrir atbeina
dýrlingsins drakk ég hress í bragði í ríkmannlegri stofu gamla kaupmanna-
veldisins skál Pálnatóka og langferðarinnar til Þrándheims, sem hefjast
átti að morgni.
GULAÞING
Ibsen í uglulíki, með auga sem ég aldrei gleymi var
það síðasta sem ég sá í Bergen. Norðmenn eru
eitursnjallir í gerð minnismerkja, þótt flestum af vinum
Pálnatóka þættu sverðin þrjú í Hafursfirði einna glæst-
ust slíkra verka. Í Noregi er á mörgum stöðum af-
bragðsvel gert við fornminjar, en ekki á það þó við
um Gulaþing, þann merkisstað, þar sem Egill beit
Atla hinn skamma á barkann. Þar er nú fátt eitt sem
vitnar um forna frægð. Svæðið er innan þriggja stein-
krossa. Einn stendur uppi í hlíð, fornlegur mjög. Ann-
ar er niðri við kirkjuna en sá þriðji er hruninn og að-
eins vitnisburður skyggnar konu liggur til grundvallar
staðsetninu hans. Vinir Pálnatókna vöppuðu ábúðar-
fullir um velli Gulaþings. í margra huga var þetta
hápunktur ferðarinnar, þjóðveldislög íslendinga voru
að mestu leyti sniðin eftir Gulaþingslögum. Við Gula-
þing batt Egill Skallagrímsson miklar vonir. Þar sátu
3 sinnum 12 menn í dómi og taldi hann að í krafti
Arinbjörns hersis væru flestir þeirra vinveittir sér. En
dóminum var hleypt upp og Egill fékk þar ekki þá
leiðréttingu sinna mála sem hann vonaðist eftir. Þegar
Eiríkur hafði hrakist frá völdum í Noregi og sat í
Englandi skipuðust mál svo að Egill var uppá náð
hans og miskunn kominn. Þá orti Egill hið ódauðlega
kvæði sitt Höfuðlausn og þáði að launum líf sitt.
Innan kirkjudyra á Gulaþingi er fom blótsteinn, sem
nú er notaður fyrir skírnarfont. í kirkjugarðinum leyn-
ir sér ekki hin norræna arfleifð, nöfnin á steinunum
eru öll þau sömu og á íslandi og áletranirnar eru ís-
lenskar, elskað og saknað stendur þar á flestum leg-
steinum. Á Gulaþingi gerist Egill svo nálægur að þeg-
ar ég eigra þar um grænt grasið fínn ég brenna innra
með mér reiði Egils er mál hans var ónýtt orðið. Þá
var hólmgangan eini kostur hans. Egill hikaði ekki þá
og heldur ekki þegar hann heyrði meyna í Blindheima
á Vigri gráta undan áreitni Ljóts hins bleika. Hiklaus
fylgir Egill bróður stúlkunnar til hólmgöngu við Ljót
á eynni Vörl. Svo fór að Egiil hjó fótinn af Ljóti fyrir
ofan hné. Féll þá Ljótur og var þegar örendur, en stúlk-
an tók gleði sína. Við fórum næstum niður að Blind-
VIÐ SOGNSÆ
Við Sognsæ eru margir sögustaðir úr Egilssögn.
Frá Solundum fóru landnámsmenn til íslands,
m.a. þeir Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur. Þaðan lagði
líka Ingólfur Arnarson upp í sína ferð. Stytta af honum
er aðeins norðar, við Dalsfjörð. Ingólfur var nágranni
og vinur Skalla-Gríms. Nokkru utar er svo Atley þar
sem Egill vó Atleyjar-Bárð sem var kær mjög Eiríki
konungi og Gunnhildi. Agli og förunautum hans hafði
verið gefið skyr í útihúsi þótt nóg væri til af öðrum
veisluföngum. Slíkt lét okkar maður ekki bjóða sér.
Þóri hersi tókst að ná sætt fyrir Egil vegna vígs Bárð-
ar. Var konungur þó hinn reiðasti og „óhægt ráðum
við hann að koma. Konungur mælti ok kvað þat mundu
sannast, er faðir hans hafði sagt, at seint myndi mega
tryggja þá frændr.“ Það voru orð að sönnu. Egill var
alla tíma til alls vís, sá eiginleiki hans gerði hann að
stórbrotinni sögupersónu og miklu skáldi. Svo eftir-
minnilegur er Egill að ellefu hundruð árum eftir jarð-
vist hans taka menn af íslandi sér ferð á hendur á
slóðir hans. Það er vegna manna af hans tagi sem við
íslendingar höfum ekki viljað hlusta á kenningar um
að við hefðum meira keltneskt blóð í okkur en fram
kemur í sögum. Blóðflokkarannsóknir þóttu um tíma
styðja slíkar kenningar. í 1. bindi íslenskrar þjóðmenn-
ingar segir Stefán Aðalsteinsson hins vegar að nýjar
aðferðir við blóðflokkarannsóknir bendi ótvírætt til að
íslendingar séu að meginhluta komnir frá Noregi, en
með keltnesku ívafí frá Bretlandseyjum, einkum ír-
landi. „Elskað og saknað“ stendur á legsteinunum á
Gulaþingi. Víst erum við íslendingar elskir að uppruna
okkar en höfum við einhvers að sakna? Myndum við
Frónbúar vilja að landnámsmennirnir okkar hefðu
heima setið? Lesendur verða að svara fyrir sig, en ég
Efri steinkrossinn á Gulaþingi. F.v. Ólafur Sveins-
son, Jón Böðvarsson Páll Halldórsson
heim og virtum vel fyrir okkur Vigur, sem er dagleið
norðar en Gulaþing, í grennd við Álasund. Allt er þar
mjög svipað og heima á íslandi, úfinn sjór, vindasamt
og kul í lofti, fjöllin há og sina í grasi. Túnin eru þó
stærri en heima og gijótið hvítara, sums staðar er svo
mikið kvars í norsku bergi að það slær á það silfur-
ljóma í sólskini.
I \
Styttan af Ingólfi Arnarsyni í Dalsfirði
fyrir mitt leyti er sátt við ákvörðun þeirra, þótt víst
sé Noregur heillandi land, með sínar skógivöxnu fjalls-
hlíðar og fijósömu mold.
" STÓRÚTSAIA"
hefst mánudagin 21. júní.
Verslunin hsettir.
Vandaðar vörur á frábæru verði.
L^a x
FAXAFENI5