Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
LOFTBRAUÐ
BRAUÐ eru ekki aðeins rándýr í bakaríum heldur eru þau yfir-
leitt svo léleg að ætla mætti að bakarar hefðu hnoðað þau sof-
andi. Ekki er hægt að smyrja brauðsneiðarnar með mjúku smjöri
án þess að gat komi í miðjuna, það er að segja ef gatið er ekki
fyrir. Þetta eru sem sagt hin íslensku loftbrauð sem stundum
eru seld á 164.00 kr. stykkið, og ef eitt slíkt er keypt á dag
kostar það 59.560 kr. ári. Ef brauð er hins vegar bakað heima,
þétt og án gata, kostar það um 40.00 kr. stykkið, eða 14.600 kr.
á ári. Mismunurinn er 44.960 kr. Af því má sjá að álagning
bakara hlýtur að vera þó nokkur.
Bæði börn og fullorðnir hafa að baka brauðin sjálf, en bæði
með sér samlokur í nesti og því
er það mikilvægt að brauðin inni-
haldi korn og hveiti en ekki loft.
Kaup á brauði kemur heldur betur
við budduna þegar margir em í
heimili og því óþarfi að Tjorga
hátt verð fyrir lufsur.
Bakarí eru nú orðin glerfín og
bjóða upp á mikið úrval brauða,
en þegar kaupa á brauð til sam-
lokugerðar er venjulegt heilhveit-
brauð eða samlokubrauð lang
best. Gæði þeirra brauða eru hins
hef ég verið með lélegar upp-
skriftir, tíu þumalfingur, og svo
hefur tímaskortur háð mér. Eða
svo hef ég talið mér trú um.
En nú ér nóg komið. íslenskir
bakarar geta átt sín loftbrauð.
Ég hef nú fengið pottþétta upp-
skrift frá fyrirmyndarhúsmæð-
rum á Kjalarnesinu, og það sem
meira er, eitt brauð kostar mig
aðeins 40,00 kr. með rafmagn-
snotkun og öllu. Þessa upphæð
er búið að margreikna út. Það
Morgunblaðið/Júlíus
vegar slík í þessum glerfínu bak-
aríum að menn komast í geðs-
hræringu við það eitt að reyna
að smyrja þau.
Ég keypti sneitt heilhveitibrauð
í sex bakaríum í .ReykjaVík í síð-
ustu viku, vigtaði þau og bar sam-
an verð þeirra. Þegar ég smurði
þau með mjúku smjöri kom ann-
aðhvort gat á þau, eða þau rétt
héngu saman. Svo þunn, loft-
kennd og ræfilsleg voru þau öll-
sömul.
Verðið á þessum lufsum var
einnig athyglisvert. í Myllunni
kostaði brauðið, • 600 grömm
118,00 kr. í Bakarameistaranum
kostuðu 440 grömm 164,00 kr. í
Borgarbakaríinu kostuðu 520
grömm 126,00 kr. í Bakaríinu
Austurveri kostuðu 700 grömm
155,00, kr., hjá Sveini bakara
kostuðu 520 grömm 145,00 kr.
og hjá G.Ó. Sandholt kostuðu 500
grömm 133,00 kr.
Bakarameistarinn í Suðurveri
sló þeim öllum út hvað hátt verð
snerti og lítið magn eins og sjá
má, og þar kostár til dæmis hálft
omegabrauð hvorki meira né
minna en 107,00 kr.
í gamla daga var ég daglega
send út í bakarí til að kaupa hálft
heilhveitibrauð. Þá voru bakaríin
ekki svona fín en brauðin voru
hins vegar þétt og matarmikil.
Nú spyr ég sjálfa mig hvort fag-
kunnáttu íslenskra bakara hafi
farið hrakandi með árunum?
Kunna þeir ekki lengur að baka
almennileg heilhveitibrauð?
Ef eitt brauð er keypt á dag á
164,00 kr. til dæmis, kostar það
tæpar 60 þúsund á ári. Nú geym-
ast þessi loftbrauð afar illa og
því er afganginum oft hent í tunn-
una. Kannski fjúka 10 þúsund
krónur þar á ári.
Að sjálfsögðu hef ég fyrir löngu
gert mér ljóst að það borgar sig
gerir tæpar 15 þúsund krónur á
ári, og þá hef ég sparað mér 45
þúsund kr.
Ég ætla nú ekki að vera svo
mikið kvikindi að lúra ein á upp-
skriftinni og aðferðinni og því
koma þær hér. Til að braúðið
kosti aðeins 40,00 kr. verður að
kaupa 40 kílóa hveitisekk hjá
Kornax á 1.102,00 kr. Ef hveitið
er keypt í litlum pökkum úti í búð
verður brauðið nokkrum krónum
dýrara. Og hér kemur uppskrift
hinna ágætu húsmæðra:
í tvö brauð þarf: 900 g hveiti,
2-4 msk. hveitiklíð, 5 dl vatn, 'h
dl olía, 2 tsk. salt og 50 g þurr-
ger eða 1 gerkubbur, sem fæst í
Bónus.
Best er að baka þessi tvö brauð
annan hvern dag og setja annað
í frystinn. Aðferðin er eftirfar-
andi: Gerið mulið í volgt vatnið
ásamt 1 tsk. af sykri. Látið bíða
í fimm mínútur. Besti hitinn á
vatninu næst með því að setja
helming þess í kaffivélina og
blanda það síðan með köldu vatni
úr krananum. Síðan er gerið
hrært betur með gaffli, sett út í
hveitið og hnoðað ásamt olíu og
salti. Sett í skál með rökum klút
yfir og látið lyfta sér, til dæmis
nálægt eldavél, í eina klukku-
stund. Hnoðað á ný, sett í tvö
góð form, látið lyfta sér aftur í
hálfa stund og síðan bakað.
Þeir sem þykjast aldrei hafa
tíma til neins geta byijað á að
hnoða brauðið og látið það lyfta
sér meðan þeir dunda við kvöld-
matinn. Úr þessu sama deigi má
síðan baka rúnnstykki til að borða
með morgunmatnum um helgar,
um leið og maður lætur sig
dreyma um aurana sem annars
hefðu farið í loftbrauð bakaranna.
Krístín Maija
Baldursdóttir.
Stoltir foreldrar með nýútskrífuðum stúdentinum. F.v. Vildís K. Guðmundsson, Árni Geir Árnason
og Árni Edwins.
NAM
Lauk prófi mánuði
eftir að hann lamaðist
*
Ami Geir Ámason lauk stúd-
entsprófi frá hagfræði-
braut Fjölbrautaskólans í
Garðabæ nú í vor. Það væri í
sjálfu sér ekki í frásögu fær-
andi, nema af því að aðeins tæp-
um mánuði áður lenti hann í slysi
og lamaðist fyrir neðan bijóst-
kassa.
„Dimmittendur" fjölbrauta-
skólans áttu ekki von á öðru en
að ferð þeirra á Hótel Örk í
Hveragerði yrði skemmtileg, því
hvaða „dimmisjón" er ekki
skemmtileg? En slysin gera ekki
boð á undan sér og Ámi Geir
hálsbrotnaði — líklega við það
að stinga sé í laugina og lenda
á botninum, hann man það ekki.
Höggið var það mikið að minnið
strokar út það sem gerðist stuttu
fyrir slysið og rétt eftir að hann
raknaði úr rotinu.
„Það getur ekki hafa gerst
öðm vísi,“ sagði Árni Geir í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðs-
ins, sem heimsótti hann upp á
Grensásdeild nú í vikunm. „Það
voru flestir krakkamir í heita
pottinum og sumir úti í laug-
inni, en samt sá enginn hvað
gerðist. Ég man bara eftir því
að ég ætlaði að synda eina ferð
áður en við færam upp á her-
bergi. Síðan man ég næst eftir
því að ég var að gleypa vatn úti
í miðri lauginni og gat komist
að eigin rammleik að laug-
arbarminum og kallað á aðstoð,
en þá fann ég ekki fyrir fótun-
um. Hefði höggið komið annars
staðar á hálsliðina væri ég ekki
til frásagnar nú.“
Ejns og fyrr segir brautskráð-
ist Árni Geir 22. maí, eða sama
dag og hinir stúdentamir. Þegar
Múhameð kemur ekki til fjallsins
verður fjallið að koma til Múha-
meðs og því fóra skólameistar-
inn, Þorsteinn Þorsteinsson, að-
stoðarskólameistarinn, Gísli
Ragnarsson og tveir kennarar,
Kristín Bjarnadóttir og Elísabet
Siemsen, _upp á Borgarspítala,
þar sem Árni Geir lá, til að út-
skrifa piltinn. Þar voru einnig
saman komnir vinir og vanda-
menn, þannig að veislugestir
vora í kringum 40 manns. „Ég
hótaði því að hann fengi langa
og mikla ræðu eins og hinir, en
hann bað mig blessaðan að
sleppa því,“ sagði Þorsteinn. Því
fékk hann bara stutta tölu.
En hvemig tókst að útskrifa
hann aðeins tæpum mánuði eftir
slysið? Þorsteinn segir að Ámi
Geir hafi verið búinn að skila
ýmsum ritgerðum og verkefnum,
auk þess að hafa lokið nokkrum
áföngum. Hann fékk því þijár
greinar metnar, en þurfti að taka
munnlegt próf í stærðfræði og
rekstrarhagfræði.
Árni Geir segir að undirbún-
ingurinn hafí nánast farið frm á
tveimur strembnum dögum. „Ég
á vini mínum, Jónasi Páli Bjömsr
syni, mikið að þakka, því hann
sat hér fram á nætur og þuldi
yfir mér. Það gafst mjög vel, því
ég náði.“
Þá vildi Árni Geir koma á
framfæri þakklæti til skólastjóra
og kennara fyrir að gera honum
kleift að ljúka prófinu og óska
hinum nýstúdentunum til ham-
ingju. Sömuleiðis vildi hann fá
að þakka starfsfólki Borgar-
spítalans, sem hann segir að sé
alveg frábært.
SUMARBÚÐIR
Notast enn-
þá við gas-
eldavélina
T)eir skipta orðið þúsundum sem
dvalið hafa síðustu tæplega
hálfa öldina í sumarbúðum
KFUM/K í Kaldárseli fyrir ofan
Hafnarfjörð. Undanfarin 43 sumur
hefur Sigrún S. Jónsdóttir — eða
Rúna ráðskona eins og flestir kann-
ast við hana — verið við stjómvöl-
inn í eldhúsinu, þar sem hún hefur
gefið 40 börnum máltíðir dags dag-
lega yfir sumartímann.
Þótt rafmagn sé komið í Kaldárs-
el bakai^ Rúna enn og eldar á gas-
eldavélinni. Margir krakkanna hafa
einungis séð gaseldavélar í útileg-
um og þykir þvi mörgum þeirra
skrýtið að sjá eldinn undir stóru
pottunum og horfa hugfangin á.
Morgunblaðið/pþ
Rúna ráðskona, eða Sigrún S. Jónsdóttir eins og hún heitir fullu
nafni, setur léttreykt lambalæri ofan í stóra pottinn á gaseldavélinni.