Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 /, /yia&urinn m'mn fyrruerandL ucúcbl o cxLicx nött cg v&ittc riryhri <á backx bógd- Ást er... ...erfitt að hemja TM Reg. U.S Pat Oft. — all ríghts roserved • 1993 Los Angetes Times Syndícate Til hamingju. Þú ert 1.000. sjúklingurinn sem við skerum upp hér. HÖGNI HREKKVÍSI fHaTgsitiMaí&íð BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Heilsufarsleg rök fyrir því að hafa áfengiseinkasölur á Norðurlöndum Frá Juhani Lehto: Ríkiseinkasala á áfengi er veiga- mesti þátturinn í mótun sam- ræmdrar áfengismálastefnu. Það helgast einkum af því sem hér segir: 1. Ríkiseinkasala tryggir betur að lögum um sölu og veitingar áfengis sé framfylgt en opinbert eftirlit með einkafyrirtækjum. Það sést meðal annars á samanburðar- rannsóknum sem gerðar hafa ver- ið í Bandaríkjunum og Kanada þar sem sum ríkin hafa áfengiseinka- sölu en önnur ekki (Holder 1993). 2. Ríkiseinkasala er virkasta tækið til að sjá um að áfengi sé verðlagt með það í hyggju að leit- ast við að draga úr því tjóni sem neysla þess veldur. Samkeppni hagsmunaaðila kemur þar ekki til greina. 3. Ríkiseinkasala getur tryggt að áfengi sé sett á markað með ábyrgum hætti en komið hefur í ljós að slíkt er afar erfitt ef dreif- ing þess er í höndum fyrirtækja Frá Sighvati Finnssyni: Nú stendur til að byggja hús fyrir Hæstarétt norðan við safna- húsið, sem er einhver fallegasta bygging í Reykjavík, ef ekki hin fallegasta. Var ekki nóg að klessa Þjóðleikhúsinu næstum fast upp við það? það er merkilegt hvað við eigum mikið af lélegum skipuleggjendum hér í Reykjavík. Lítið á staðsetn- ingu Seðlabankans, sem líkist mest fangelsi eða verksmiðju. sem sækjast eftir hagnaði fyrir eigendur sína (Partanen og Mon- tonen 1988). 4. Ríkiseinkasala getur verið ábyrgur samstarfsaðili þegar unn- ið er að vörnum gegn tjóni af völd- um áfengis (Holmila 1992). Áfengissölufyrirtæki í einkaeign eru andvíg slíku starfi vegna fj ár- hagslegra hagsmuna sinna (Gi- esbrecht et al. 1990). 5. Ríkiseinkasala getur tekið Frá Kristínu Halldórsdóttur: Ég var að lesa frásögn í sunnu- dagsblaði Morgunblaðinu 6. júní sl. um fólk statt hér á landi á fundi sem Sævar Karl Ólason skipulegg- ur. — Það kemur mér ekkert við Svo má nefna húsið við Lækjar- torg, sem aldrei hefði átt að stað- setja við þetta eina opinbera torg í borginni. Eins er um húsið næst Hótel Borg, að maður tali nú ekki um ráðhúsið ofan í Tjörninni og fleira mætti telja. Fróðlegt væri að vita hvað Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur í laun fyrir að gera þessi axarsk- öft. SIGHVATUR FINSSON Gunnarsbraut 38, Reykjavík virkan þátt í ábyrgri heilbrigðis- fræðslu og þróun rannsókna sem stuðla að því að koma í veg fyrir tjón af völdum áfengisneyslu (Ost- erberg 1992). (Innan sviga er get- ið rannsókna.) JUHANI LETHO, sérfræðingur Evrópuskrifstofu Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar í málum sem varða áfengi, tóbak og önnur fíkniefni. og snertir mig ekki neitt. Það sem mér kemur við og ég vil mótmæla er að borgarstjóri Reyjavíkur haldi móttöku, fyrir almennafé, fyrir fólk sem hefur það eitt sameigin- legt að vera eigendur „fínni og dýrari búða“. Ég tel það ekki í verkahring borgarstjóra að halda einkaklíkum boð á kostnað hins opinbera. Ef hann í framtíðinni hefur áhuga á að hitta svona hópa þá verður hann að gera það heima hjá sér og á sinn kostnað! í raun er þetta alveg fáránlegt og mér til efs að þessum hópi sé haldið samsæti hjá borgarstjórum í heimalöndum þessara gesta. — En við íslendingar erum líka svolítið sveitó og gjarnir að kaupa okkur athygli! — KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Guðrúnargötu 10, Reykjavík. Glappaskot í skipulagsmálum Móttöku borgar stjóra mótmælt Víkverji skrifar Kvennalistinn hélt vorfund á Núpi í Dýrafirði um miðjan júní. Þar voru rædd þjóðmál og alþjóðamál, að sögn, en ekki liggja fyrir markvissar tillögur um lausn- ir vandamálanna. En orð eru til alls fyrst. Ekki skorti þau á þeim bænum. Og máski hafa konumar einhver leynivopn á pijónum, sem þær tíunda frekar þegar haustar að í samfélaginu. Ekki veitir af. Útgerðarfélag þjóðarskútunnar ekki langt frá gjaldþroti, ef marka má svörtuskýrslur efnahags- og sjávarútvegsmála. Vorfundur Kvennalistans var þó ekki tíðindalaus, að mati Vík- verja. Kvennalistinn, sem til þessa hefur verið Stjómarráðsfælnasti þingflokkur í sögu Alþingis, snars- nýr við blaði og siglir nú hraðbyri viljans og vonarinnar að beinni þátttöku í ríkisstjórn að loknum Alþingiskosningum! Hvað kemur til? Síðustu forvöð fyrir konurnar sjálfar? Eða á nú að bjarga Fjall- konunni frá stóraklúðri karlremb- unnar? Kvennalistinn í Stjórnarráðið. Nú kemur Skröggur í leik, segir fornt orðtak. Og merkir að Skröggur, sonur Leppalýða, sé í gáttinni, sem boðaði eitthvað óvænt, jafnvel björg í búið. Máski væri rökréttara að segja Grettla, dóttir Grýlu, þegar Kvennalistinn á í hlut. En orðaleikir era léttvæg- ir. Og varla geta konurnar staðið sig ver en karlarnar hafa gert. xxx Sú var tíðin að meintu verzl- unarauðvaldi var kennt um allar vammir og skammir í þessu samfélagi. Síðar kom Sambandið og kaupfélögin til sögunnar og áttu að þjóna neytendahagsmun- um, í bland við hagsmuni bænda. Víkveiji dagsins þarf ekki að rekja Sambandssöguna, enda fólki í fersku minni, en hreytur hennar, örlög Miklagarðs, hafa verið fréttamatur í liðinni viku. Tap Miklagarðs á síðasta ári reyndist um 560 milljónir króna og skuldir 232 milljónir króna umfram eign- ir, ef hægt verður að koma þeim í ætlað verð. Víkveiji hefur verið að velta því fyrir sér hversvegna kaupfélags- verzlanir hafi sopið dauðann úr skel, ef rétt var, sem sagt var, að verzlunarauðvaldið, það er einka- reknar verzlanir, hafi sogaði til sín gull úr vösum almennings. Ekki var vöraverð lægra í kaupfélögum, allra sízt strjálbýliskaupfélögum sem sættu engri samkeppni, en hjá kaupmönnum. Síður en svo. Það voru ekki kaupfélögin, heldur aukin samkeppni, sér í lagi eftir að stórmarkaðir komu til sögunn- ar, sem lækkaði vöruverð í landinu og vörðu þann veg kaupgetu fólks. Verzlunarsamkeppnin færði e.t.v. launþegum meiri kjarabætur en sjálf kjarabaráttan, það er rekstur launþegasamtakanna, en sú útgerð er saga út af fýrir sig, sem Víkveiji sniðgengur að sinni. Það er höfuðhagsmunamál neyt- enda í bráð og lengd að nægjan- legri verzlunar- og þjónustusam- keppni verði við haldið í landinu. xxx Víkveiji man þá tíð að verð- bólgan fór um eða yfir 100% fyrir ekki svo mörgum áram. Kauphækkanir, sem stundum mældust í tugum prósenta, brunnu jafhraðan á verðbólgubálinu. Enga lék verðbólgan ver en þá lægst launuðu, sem ekki gátu gert sér mat úr verðbólgunni, velt óverð- tryggðu lánsíjármagni, sem verð- bólgan greiddi fyrir skuldarann. Nú er ö.ldin önnur. Vísitala framfærslukostnaðar lækaði um 0,1% milli maí og júnímánaðar. „Má þannig segja,“ segir í forsíðu- frétt í Tímanum, „að verðbólga hafi verið minni en enginn í síðast- liðnum mánuði. Mest munaði um verð á matvörum, sem lækkaði framfærslukostnaðinn um nærri 0,2%. Lækkun kom í ljós á flestum matvöruliðum; kjötvörum, mjólk- urvörum, grænmeti/ávöxtum og fiski. Gosdrykkir og léttöl lækkuðu líka. Einnig varð nokkur lækkun á fatnaðarliðum og fleira.“ Það eru sum sé stöku Ijósir blettir í svartnætti íslenzkra efna- hagsmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.