Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 Fjölskyldugarðurinn í Laugardal var opnaður að viðstöddu miklu fjölmenni Hjólreiðar EFTIR að menn ná valdi á pedalastiginu er auðvelt að hjóla. Það sannar þessi ungi piltur á hjólabraut garðsins. Sú braut er að- eins ein fjölmargra sérhannaðra brauta og leiksvæða í garðinum. Það er leik- ur að læra... MIKIL eftirvæntmg nkti meðal þusunda gesta, barna sem fullorð inna, rétt um það bil þegar Markús Örn Antonsson borgarstjóri opnaði Fjölskyldugarðinn í Laugardal í góðu en köldu veðri í eftirmiðdaginn í gær. Markús Örn sagði í ræðu sinni að fólki á öllum aldri gæfist nú kostur á að verja frístundum sínum við leik, íþróttir og fræðslu mitt í iðandi borgarlífinu í þeim unaðs- reit sem Laugardalur væri nú orðinn. Hann minnti sérstaklega á einkunnarorð garðsins sem eru: Markús Örn skýrði frá því að hátt á aðra milljón gesta kæmu árlega í Laugardalinn. „Nú bætist það við að Reykvíkingum og öðrum landsmönnum gefst tækifæri að heimsækja Fjölskyldugarðinn," sagði Markús og benti á að áhersla hafí verið lögð á það við skipulag garðsins að hann geti verið vettvangur fyrir alla aldurs- hópa. Þrjú þúsund gestir Talið er að hátt í þijú þúsund manns hafi heimsótt garðinn á fyrstu klukkustundinni. Engan að- gangseyri þurfti að greiða og svo verður áfram fyrsta mánuðinn. Gestir nutu góðs veðurs í gær er þeir örkuðu um 50 þúsund fer- að sjá, að vera, að leika og læra. metra svæði garðsins. Þeim hefur varla leiðst því garðurinn er upp- fullur af leiktækjum sem dreift er um allan garðinn. Skipulag garðs- ins er byggt á goðafræði og vík- ingagoðsögnum þannig að gestir geta átt von á að hitta fyrir Mið- garðsorminn, ganga um borð í vík- ingaskipið Elliða og hafna loks í Þjófadölum. Markús Örn skýrði frá því í lok ræðu sinnar að viðbætur við garð- inn væru áformaðar. Tvö hús verða meðal annars grafin niður og munu nefnast Sagnabrunnur og Mímis- brunnur. í hinu fyrmefnda verða ævintýri úr þjóðsögum sviðsett en í brunni Mímis munu veitustofnan- ir borgarinnar hafa reglulegar sýn- ingar og starfsemi þeirra kynnt. Fjöískytdu- og Kastali arðð Ýmis smádýr Fuglar Hlaða og snyrting '— | Hestar, geitur, kindur ■♦''UtsýniSí. ilirn V Tófur, minkar Veitingar braut Hjólabraut, Fiskaker Þjófadaljr Hreindýr Sagnabrunnur Mlmisbmnnur Útsýnishóll Ökuskólinn heimsóttur í GARÐINUM er sérhönnuð bílabraut þar sem krakkar geta kynnst umferðinni í smækkaðri mynd og lært umferðarreglurnar. # Morgunblaðið/Bje Batahöfnm ÞAÐ VORU efnilegir skipstjórar sem komu sér fyrir við „höfn- ina“ í Fjölskyldugarðinum og fjarstýrðu bátum. Hæðin mæld MARKÚS Örn Antonson borg- arstjóri opnaði Fjölskyldugarð- inn í Laugardal formlega í gær. Á myndinni er verið að mæla hæð hans, sem skráð var á aðra öndvegissúluna. í framtíðinni er ætlunin að skrá hæð verð- andi borgasfjóra á súlurnar. VSI átelur aðgerðarleysi ríkis til að lækka raunvexti Forsætisráðherra telur ríkisstjórn hafa gert sitt og býst við raunvaxtalækkun með hausti Á ÖÐRUM ársfjórðungi þessa árs lítur út fyrir að raunvextir verði að meðaltali 12,7%. Þá er miðað við hækkun lánskjaravísitölu á árs- grundvelli um Vi%. Þetta er hækkun um 2,5% frá fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir að nafnvextir lækki um 1,2% á milli ársfjórðunga. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvíemdastjóra VSÍ, hefur þessi þróun valdið gríðarlega miklum vonbrigðum en síðustu kjarasamningunum fylgdi yfirlýsing frá ASÍ og VSÍ þar sem m.a. kom fram að ef ríkis- stjórnin beitti sér fyrir aðgerðum til að stuðia að lækkun vaxta þá myndu ASÍ og VSÍ vera reiðubúin til að beita sér fyrir raunvaxtalækk- un í gegnum lífeyrissjóðina. Það hefur enn ekki verið gert, þar sem Þórarinn telur ríkisstjórnina nú eiga frumkvæðisskyldu í að stuðla að lækkun raunvaxta. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina liafa staðið við sitt með aðgerðum til verðlagslækkunar. Ekki enn rætt við lífeyrissjóði „Það hefur ekkert gerst í málinu. Þvert á móti hafa raunvextir hækk- að,“ sagði Þórinn V. Þórarinsson. „Fyrstu opinberu viðbrögðin eftir kjarasamningana voru þau að hús- næðisstjórn ríkisins, sem nú heyrir beint undir félagsmálaráðherra, hækkaði vexti. Við skildum vaxta- hækkunina sem skilaboð um að það væri ekki markvisst starf af hálfu opinberra aðila til að lækka vexti.“ Aðspurður um hvort ASÍ og VSÍ hefðu beint tilmælum til lífeyrissjóð- anna sagði Þórarinn að ekki hefði verið rætt við iífeyrissjóðina. „Það er tilgangslaust þar sem viðræður okkar verða að vera liður í einhverri aðgerðaáætlun. Rikisstjórnarinnar er frumkvæðisskyldan í þessu máli.“ Viðskipti með erlenda gjaldmiðla Þórarinn sagðist vera þeirrar skoðunar að uppbygging fjármagns- markaðarins sæi um að tryggja raunvaxtastigið og á meðan svo væri þá yrðu engin stór skref stigin í átt til breytinga. „Hinar sjálfvirku viðmiðanir, sem bankakerfið hefur kosið að taka sér hér á landi, eru hvergi í veröldinni annars staðar til. Það er hvergi til það kerfi að raun- vextir séu frumstærð í bankakerfinu. Alls staðar annars staðar eru raun- vextir afgangsstærð, afleiðing af því hvað verðbólgan er mikil og vextirn- ir eru háir. Hér er þessu öfugt farið. Fyrst er ákveðið hveijir raunvextirn- ir skulu vera og þeim bætt ofan á verðbólguna." Þórarinn sagðist teija að rétta ieið- in út úr þessu kerfi væri e.t.v. að hér á landi fari menn í auknum mæli að nota erlendar myntir og erlendar vaxtaviðmiðanir í viðskipt- um sínum. „Þessi raunvaxtatryggða lánskjaravísitölukróna virðst vera orðin svo föst í sessi að það virðist engin leið til að breyta neinu. Kannski er leiðin sú að við semjum um að vinna með dollara og pund,“ sagði Þórarinn. Ríkisstjórnin staðið við sitt Aðspui'ður um hvort ríkisstjómin hygðist á næstunni beita sér fyrir raunvaxtalækkun sagði Davíð Odds- son það skipta meginmáli að ríkis- stjórnin hefði staðið við sitt til að lækka verðlag. Þannig hefðu nafn- vextir lækkað og frekari forsendur væru til nafnvaxtalækkunar. „Varð- andi raunvaxtalækkun þá verða menn að átta sig á því að hún tekur lengri tíma. Af ýmsum ástæðum er óróleiki á markaðnum. Stórir aðilar, sem eru ráðandi um vexti, svo sem bankar, lífeyrissjóðir og jafnvel ríkis- valdið sjálft, eru svifaseinir og halda fast í ákveðin vaxtamörk. Það eru forsendur fyrir því að þetta breytist og ég tel að þær eigi að geta geng- ið eftir. Menn töluðu um að á haust- dögum ætti að hafa náðst fram raun- vaxtalækkun." Sorpeyð- ingarstöð í Engidal ísafirði. BÆJARSTJÓRN ísafjarðar ákvað samhjjóða á fundl sínum í gær að sorpbrennslustöð skuli rísa í landi Kirkjubóls í Engi- dal. Mikill ágreiningur hefur verið um staðsetningu sorp- brennslustöðvarinnar og skoð- anakönnun sem fór fram fyrir skömmu um val á tveim stöðum leiddi í ljós að lítill áhugi var fyrir staðsetningu á Suður- tanga eða á Dagverðardal. Tillaga frá meirihlutanum um að sorpbrennslustöðin skuli rísa í landi Kirkjubóls var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa á fundi bæjarstjórnar í gær. Bæjarstjórnin ákvað - fyrir skömmu að byggja sorpbrennslu- stöð á ísafírði þó að önnur sveitar- félög á norðanverðum Vestfjörð- um sem eru í Sorpsamlagi Vest- fjarða hefðu ákveðið að ganga út úr samningum. Önnur sveitarfélög hafa viljað leitað leiða til að flokka og farga sorpi frekar en að brenna það. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.