Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 39 STAÐGENGILLINN Hún átti að verða ritarinn hans tímabundið - en hún lagði líf hans í rúst. TIMOTHY HUTTON (Ordinary People) og LARA FLYNN BOYLE (Wayne’s World) í sálfrœðiþriller sem enginn má missa af! Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11. - Bönnuð innan 14 ára FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★★★V. DV Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn.. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð innan 16 ára. STJÚPBÖRN „★★★★“ Stórkostleg gam- anmynd um ruglað fjöiskyldu- líf. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Grunnskólar á Sauð- árkróki ljúka störfum Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Bikar afhentur FORMAÐUR íþróttafélagsins, Óli Barðdal, afhenti bikar fyrir sigur á minningarmóti um Rúnar Björnsson. Sauðárkróki. GRUNN SKÓLANUM á Sauðárkróki var slitið síð- ustu dagana í maí. Barna- skólanum 25. maí en gagn- fræðaskólanum hinn 27. að viðstöddum fjölda nem- enda, foreldra og gesta. Við slit barnaskólans voru afhentar viðurkenningar til allra aldurshópa fyrir góðan námsárangur, framfarir og háttvísi. Þá tilkynntu Bryndís Þráinsdóttir og María Björk Ingvadóttir, fyrir hönd stjórn- ar foreldrafélagsins, að félag- ið ætlaði að færa skólanum að gjöf móðurtölvu ásamt nokkrum öðrum tölvum, sem koma ættu að góðum notum fyrir nemendur, þar sem sí- fellt meira framboð er á kennsluefni fyrir hina ýmsu aldurshópa. Skólastjóri, Björn Björnsson, þakkaði félaginu fyrir mjög góð störf með starfsfólki skólans að hinum margvíslegustu málum og einnig þessa góðu gjöf, sem koma mun nemendum að miklum notum. Við skólaslit gagnfræða- skólans kom fram í ræðu skólastjóra, Björns Sigur- björnssonar, að í vetur starf- aði sérdeild í fyrsta sinn við skólann og tókst sú starfsemi mjög vel, svo að nú þegar hafa borist mun fleiri óskir um skólavist þar næsta vetur, einnig frá nágrannasveitarfé- lögunum. Þá væri fyrirhugað að stofna á Sauðárkróki ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu sem skólinn vænti sér góðs af. Þá þakkaði skólastjóri for- eldrafélaginu mikið og gott starf með nemendum og starfsfólki skólans. Gjafir bárust Skólanum bárust góðar gjafir frá Skátafélaginu Ei- lífsbúum, stór leikjapakki til notkunar í félagsmiðstöð og þtjátíu þúsund króna ávísun frá skólafélaginu, sem for- maður félagsins, Jórunn Sig- urðardóttir, afhenti og á að renna til kaupa á tölvu til afnota fyrir nemendafélag skólans, Gretti. Þá flutti skólastjóri annál skólastarfsins og veitti viður- kenningar fyrir góðan náms- árangur, en síðan beindi hann máli sínu til tíundu bekkinga sem nú yfirgefa skólann. Þakkaði skólastjóri þessum hópi sérstaklega fyrir skemmtileg samskipti og taldi að ekki hefði hann áður kynnst jafn samheldnum og traustum hóp sem þessum á þeim tíma sem hann hefði starfað við skólann og hefðu þessir nemendur verið skóla og heimabyggð hvarvetna til sóma, hvort sem var heima eða að heiman. - BB. R1 m SÍMI: 19000 „LOADED WEAPON 1“ FÓR BEINT Á TOPPINN í BANDARÍKJUNUM! Mynd, þar sem „Lethai Weapon", „Basic Instinct11, „Silence of the Lambs“ og „Waynes World“ eru teknar og hakkaðar í spað í ýktu gríni. „NAKED GUN“-MYND- IRNAR OG „HOT SHOTS" VORU EKKERT MIÐAÐ VIÐ ÞESSA! Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Samuel L. Jack- son, Kathy Ireland, Who- opie Goldberg, Tim Curry og F. Murray Abraham. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12ára. FERÐIN TIL VEGAS ★ ★★ MBL. Frábær gamanmynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. GOÐSÖGNIN Spennandi hroll- vekja af bestu gerð. Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93. ★ ★★GE-DV ★★★Mbl. Sýnd kl. 5,7 og 9. ENGLASETRIÐ ★ ★★ Mbl. Sýnd kl. 11.00. Þjóðgarðurinn í Jök- ulsárgljúfrum 20 ára 20 ÁR voru liðin þann 21. júní 1993 frá því gefin var út reglugerð um Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Þess- ara tímamóta verður minnst með dagskrá í þjóðgarðin- um helgina 25. til 27. júní. Laugardaginn 26. júní verður haldinn fundur Nátt- úruverndarráðs, í Skúlagarði og hefst hann kl. 12. Um- hverfisráðherra, þingmenn kjördæmisins, sveitarstjórn Kelduneshrepps og fleiri að- ilum er boðið til fundarins til þess að fjalla um málefni þjóðgarðsins og framtíðar- horfur. Að fundinum loknum verður farið í skoðunarferð undir leiðsögn landvarða og er íbúum í Kelduhverfi boðið til dagskrár { Vesturdal kl. 15.30. Landverðir bjóða þjóð- garðsgestum í eftirtaldar ferðir þessa helgi: Föstudag- inn 25. júní: Vesturdalur kl. 20, gönguferð l'A klst. og Ásbyrgi kl. 20, gönguferð í 1 ‘A klst. Sunnudagur 27. júní: Vesturdalur kl. 11, barna- stund 1 klst., Ásbyrgi kl. 11, barnastund 1 klst. og Ás- byrgi kl. 14, gönguferð í ‘A klst. Þess er vænst að sem flestir gestir þjóðgarðsins notfæri sér dagskrána sem boðið er upp á. í þjóðgarðinum er stöðugt unnið að því að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn, merkingar gönguleiða hafa verið yfir- farnar, reiðleið gegnum þjóð- garðinn verið merkt, unnið er að lagningu nýrrar vatns- veitu í Vesturdal, hreinlætis- aðstaða bætt og komin eru leiktæki fyrir börn á tjald- svæðinu í Ásbyrgi. Fært er orðið að Dettifossi og vegur- inn góður upp að Vesturdal en sæmilegur þaðan að foss- inum þar sem ekki er búið að hefla hann. (F réttatilkynning) Eitt atriði úr myndinni Fædd í gær. Myndin Fædd í Jónsmessuhátíð í Norræna húsinu Maístöngin reist við Norræna húsið. gær sýnd í Sagabíó JÓNSMESSAN verður haldin hátíðleg að norræn- um sið við Norræna húsið laugardaginn 26. júní. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið. Skemmtunin hefst kl. 20 og verður blómum skrýdd maístöng reist á flötinni við Norræna húsið og þar verður einnig tendrað bál um kl. 22. Dansað verður í kringum stöngina og farið í ýmsa leiki með börnunum. Þá verður fjöldasöngur og ýmislegt annað gert sér til skemmt- unar. Margir góðir gestir skemmta á hátíðinni. Finnsk-sænskur harmon- ikudúett spilar úti við stöng- ina, Þjóðdansafélagið kemur og dansar íslenska þjóð- dansa og fá gesti til að dansa með, Grettir Björnsson leik- ur á nikkuna og sænskur kór frá Lundi „Midnatskör- en“ syngur sænskar sumar- vísur. Grillaðar verða pylsur á útigrilli og kaffistofa húss- ins verður opin allt kvöldið með ýmislegt girnilegt á boðstólum. Allir eru velkomnir að koma og taka þátt í þessari hátíð og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) SAGABÍÓ hefur nú tekið til sýninga myndina Fædd í gær eða „Born Yest- erday“ með þeim John Goodman, Melanie Griffith og Don Johnson í aðalhlut- verkum. Leiksljóri er Luis Mandoki (White Palace). Myndin segir frá komu Billie, ungrar sýningarstúlku frá Las Vegas til höfuðborg- arinnar Washington. Hún er hvorki fáguð né veraldarvön og verður sér stöðugt til skammar í samskiptum sín- um við stjórnmálamenn og annað fyrirfólk. Unnustan- um, yfirgangseggnum og milljónamæringnum, Harry Brock, er nóg boðið og ræður blaðamanninn Paul Verrall til að kenna henni sitt lítið af hvetju um það sem skiptir máli í lífinu. Það er ekki nóg með að Billie finnist Paul vera í myndarlegri kantinum heldur kemur hann henni í skilning um að þekking og vald fara jafnan saman. Brátt fer Billie að blómstra sem sjálfstæður hugsuður. Harry og hans líkir komast þá að raun um að stúlkan sem þeir höfðu talið vart við- bjargandi hefur heilmikið til síns máls þegar allt kemur til alls. Mynd þessi hefur verið að gera það gott um allan heim enda er hér á ferðinni úrvals gamanmynd með frábærum leikurum í helstu hlutverk- um, segir í frétt frá Sagabíó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.