Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 23 * h Engar ákvarðanir teknar um skatt- lagningu fyrirtækja FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, segist ekki vilja tjá sig um aukna skattlagningu fyrirtælqa þar sem málið hafi ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Við erum enn að vinna að því að setja niður þann fjárlagaramma sem við munum starfa eftir. Þess- ir þættir snúa að tekjuþáttum og koma ekki til umræðu fyrr en í ágúst.“ Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, sagði í Morgunblaðinu í gær að hugmyndir um skattlagningu á fyrirtæki, sem leið til að draga úr fjárlagahallanum, væru öfugsnúnar miðað við að fyrir skömmu hefði gjöldum verið létt af fyrirtækjum til að gera þau samkeppnishæf. Jafnframt sagði hann skattahækk- anir ekki fara saman við nýgerða kjarasamninga. Þegar ummæli Magnúsar voru borin undir Davíð Oddsson sagði hann þetta ekki hafa verið rætt innan ríkisstjórnarinnar og því vildi hann ekki tjá sig um málið. Styrking atvinnulífsins keppikefli Aðspurður um hvort honum þætti persónulega auknar skattaálögur á fyrirtæki koma til greina sagði for- sætisráðherra: „Ég vil ekkert um það segja. Það hefur verið okkar keppikefli að reyna að styrkja stöðu atvinnulífsins við erfiðar aðstæður og það hlýtur að marka okkar ákvarðanir." Umsækjendur um sjónvarpsrásir Fundur með Pósti og síma um tæknimál UMSÆKJENDUR um sjónvarpsrásir, að íslenska útvarpsfélaginu undanskildu, munu eiga fund með starfsmönnum Pósts og síma næstkomandi þriðjudag. Háskóli íslands hefur átt frumkvæði að samstarfi umsækjendanna, og að sögn Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors verða á fundinum kynnt ýmis tæknileg mál varð- andi dreifingu sjónvarpsefnis. Fimm aðilar hafa sótt um þær sjónvarpsrásir sem til úthlutunar eru, en auk Háskóla íslands eru það íslenska útvarpsfélagið, Frjáls fjölmiðlun, Hans Kristján Árnason og Útvarpsfélag Seltjarnarness. Umsækjendurnir að undanskildu íslenska útvarpsfélaginu hafa þeg- ar haldið einn sameiginlegan fund vegna málsins. Samvinna til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað „Það sem okkur gekk til með þeim fundi var að þótt margir fengju leyfi fyrir tíðnum ætti það ekki að vera nein ástæða þess að þeir ynnu ekki saman með þau atriði sem menn gætu unnið saman með þótt þeir væru í samkeppni að öðru leyti. Þá átti þessi samvinna fyrst og fremst að verða til þess að notend- ur yrðu ekki fyrir óþarfa kostnaði. Manni finnst það nauðsynlegt fyrir notandann að ekki sé verið að senda inn á hann merki á þessari tíðni úr ýmsum áttum heldur geti hann nýtt eina greiðu til að taka á móti og einnig sama lyklunarkerfið ef menn vilja læsa dagskrá sem þeir vilja senda út. Þetta gætu menn gert þó þeir væru í harðri sam- keppni um tíma áhorfandans," sagði Sveinbjörn. Hann sagði að íslenska út- varpsfélagið hefði ekki talið tíma- bært að þeir tækju þátt í samráðs- fundi af þessu tagi að svo stöddu, en því yrði boðin þátttaka á nýjan leik. AkiursWipur 65 ára H og eldri ■ 41-64 I Slasaðir í umferðarslysum Okumenn í umferðar- 56 1987-92, slysum 1992, | 6,5 meðalfjöldi slasaðra í hverjum árgangi á ári meðaltal í hverjum árgangi ■ 9,7 ■111 >2 Langflest umferðarslys verða í júli, ágúst og september Hættulegast í umferð- inni síðdegis um helgar ÞÓ BJARTIR og langir sumardagar eins og nú fara í hönd séu fagnaðarefni hafa þeir sínar skuggahliðar, a.m.k. ef litið er til íslenskrar umferðarmenningar. Hækkandi sól virðist hafa þau áhrif að margir ökumenn stíga fastar á bensíngjöfina og aldrei verða fleiri umferðarslys en einmitt í júlí, ágúst og september. Slysaaidan hefst raunar í júní og má í því sambandi minna á fjölda umferðarslysa um síðustu helgi. Afmörkun við helgi er heldur ekki tilviljun, því flest slys verða einmitt um helgar, fimmtu- daga, föstudaga og laugardaga, og virðist vera hættulegast úti í umferðinni síðdegis, samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs. Hvar og hvernig Umferðarráð hefur safnað tölu- legum upplýsinum um eðli og af- leiðingar umferðarslysa og má lesa út úr ársskýrslu fyrra árs að hlutfall slysategunda er mismun- andi eftir því hvort er í þéttbýli eða dreifbýli. Þannig má nefna að í fyrra var stærstur hluti um- ferðarslysa í þéttbýli árekstrar af ýmsu tagi, eða 69,4% en útafakst- ur var algengastur í dreifbýli, eða 65,1%. Þar var hins vegar hlut- fall árekstra 31,8%, hlutfall óhappa þar sem ekið var á gang- andi vegfarendur 1,4% og dýr eða hlut 1,7%. Hlutfall útafaksturs í borginni var 11,3%, hlutfall óhappa þar sem ekið var á gang- andi vegfarendur 14,5% og dýr eða hluti 4,8%. Á árinu urðu 924 slys í þétt- býli og 424 slys í dreifbýli, eða 1.348 slys þegar allt er talið sam- an. Árstími Flest slys urðu í júní (92), júlí (107), ágúst (102) og september (93) á síðasta ári. Á því tímabili að meðtöldum október urðu 10 dauðaslys, eða helmingur dauða- slysa á árinu. Hlutfall slasaðra var að sama skapi gífurlega hátt, þ.e. 92 í júní, 105 í júlí, 101 í ágúst og 91 í september. Samtals slösuðust 904 allt árið. Hvað eignatjón varðar má geta þess að í júní varð 261 slys þar sem aðeins varð eignatjón, 275 í júlí, 264 í ágúst og 292 í september. Við þessar upplýsingar má svo bæta að eignatjón virðist ekki haldast í hendur við slysafjölda. Minnst er eignatjón í mars en fer stighækkandi og er mest í desem- ber í fyrra. Dagar og stundir Þegar litið er til baka kemur líka i ljós að langhættast er við slysum fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og á síðastnefndi dagurinn met í því sambandi. Sem dæmi urðu flest slys á síðasta ári á laugardögum, eða 142, en fæst á sunnudögum, eða 123. Mánu- daga urðu 126 slys, þriðjudaga urðu 132 slys, miðvikudaga 134, fimmtudaga 129 og föstudaga urðu 138 slys. Flest eignatjóns- óhöpp, eða 598, urðu á föstudög- um. Hvað nákvæmari tímasetningu varðar má svo sjá að langflest slys verða eftir hádegi, frá 12 til 19, og urðu flest slys í fyrra milli kl. 13 og 14. Hverjir Þegar litið er til aldursskipting- ar slasaðra kemur í ljós að ungu fólki á aldrinum 17-20 ára er langhættast við að slasast í um- ferðinni. Því til stuðnings má benda á að 366 manns í þessum aldursflokki slösuðust í umferð- inni í fyrra miðað við 40 börn 0-6 ára, 112 börn og unglinga 7-14 ára, 94 unglinga 15-16 ára, 151 á aldrinum 21-24 ára, 91 á aldrin- um 25-28 ára, 71 á aldrinum 29-32 ára, 57 á aldrinum 33-36 ára, 49 á aldrinum 37-40 ára, 206 á aldrinum 41-64 ára, og 111 vegfarendur 65 ára og eldri. Þegar litið er til þess hvaða ökumenn eiga aðild að umferðar- slysum árið 1992 kemur í ljós að hlutfall 17 ára ungmenna er stærst, eða 44,19%. Nokkuð færri 18 ára ungmenna eiga aðild að umferðarslysum, eða 26,83%, og fólk á aldrinum 19-24 ára á aðild að 22,66% umferðarslysa. Hlut- fall 25-60 ára fólks sem á aðild að umferðarslysum er svo 6,31%. Samgönguráðherra vísar útboði sjónvarpsrása til menntamálaráðherra Ég segi takk fyrir ef hann vísar þessu frá sér - segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að það sé ekki í valdi samgönguráðuneytisins eða Pósts og síma að standa að hugsanlegu útboði sjónvarpsrása, heldur sé það málefni mennta- málaráðuneytisins. Hann segir að samkvæmt útvarpslögum eigi útvarpsréttarnefnd, sem heyrir undir menntamálaráðuneytið, að bera ábyrgð á rásunum og úthlutun þeirra. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segist hins vegar hafa talið að útboð rás- anna væri málefni Pósts og síma eða samgönguráðuneytisins, en ef samgönguráðherra bæðist undan því og teldi sig ekki hafa lagastoð til þess þá myndi hann athuga sinn gang. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Ingvari Gíslasyni, starfandi formanni útvarpsréttarnefndar, að nefndin hefði ekki lagalegt umboð til þess að ákveða útboð rásanna, þar sem hún réði þeim ekki. Þetta væri því ekki mál nefndarinnar, heldur Pósts og síma og samgöngu- ráðherra. Ólafur G. Einarsson seg- ist telja það vera rétt mat hjá starf- andi formanni útvarpsréttarnefnd- ar að það sé ekki lagaheimild fyrir því að útvarpsréttarnefnd ákvarði útboð, og hann hefði litið svo á að þetta væri mál Pósts og síma eða samgönguráðuneytisins. Getur ekki fullyrt um lögsögu „Ef hann [samgönguráðherra] vísar þessu frá sér þá segi ég bara takk fyrir, en ég treysti mér ekki til að fullyrða að ég hafi lögsögu yfir þvf að ákveða útboð, þannig að ég kem til með að athuga það. Ég held að það sé ljóst að útvarps- réttarnefnd hefur það viðfangsefni að úthluta þessum rásum og hún verður bara að gera það og leysa sitt mál. Ef það á að koma til út- boðs þá eru það allavega önnur stjórnvöld en útvarpsréttarnefnd sem ákvarða það. Ef samgönguráð- herra biðst undan því og telur sig ekki hafa til þess lagastoð, þá at- huga ég auðvitað minn gang, en ég hafði ekki reiknað með því að ég hefði það,“ sagði Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Járnið saumað MYNDIN sýnir saumavélar sem sauma jámplötur saman á þaki flug- skýlis Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Þar er unnið að því að setja nýtt þak yfir upprunalega þakið. Nýju þakplöturnar eru helmingi mjórri en áður og festar með fleiri festingum. Verktaki við framkvæmdina er Garðasmiðjan sf. í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.