Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 Elchibey afsalar sér völdum ABULFAZ Elchibey, forseti Azerbajdzhans, lét undan þrýstingi uppreisnarmanna í gær og sættist á að afsala sér völdum að nokkru og fela þau forseta þingsins. Þingið kom saman í gær til að greiða at- kvæði um hvort Elchibey skyldi sviptur öllum völdum. Forset- inn mun hafa ákveðið qð fela þinginu og forseta þess völd yfir helstu ráðuneytum lands- ins, það er, vamar-, innanríkis- og utanríkisráðuneyti. Ekki var fullljóst í gær hvort uppreisnar- menn, sem setið hafa um höf- uðborgina Baku, myndu láta sér þetta lynda. Mörgæsir til marks um hita MÖRGÆSUM á Suðurskauts- landi hefur ijölgað um tvo þriðju á undangengnum 12 árum. Að sögn nýsjálenskra vistfræðinga halda fleiri gæsir lífí vegna þess að hiti sé nú orðinn hærri en áður var. Vist- fræðingurinn Kerry Barton sagði að þótt rannsóknimar væru staðbundnar mætti alla jafna hafa ástand vistkerfísins á Suðurskautslandi til marks um ástand mála í heiminum öllum. Reyklaust í Los Angeles BORGARRÁÐ Los Angeles samþykkti í fyrradag að banna skyldi reykingar á öllum mat- söluhúsum í borginni. Bannið nær hvorki til kráa né útiveit- ingahúsa, en engu að síður verður nú ólöglegt að reykja á um 7.000 matstöðum í borg- inni. Veitingamenn vom ein- dregið á móti banninu og óttuð- ust að missa viðskipti til ná- grannaborga, en rök bannsinna vom að um 80% borgarbúa reyktu ekki, og því lítil hætta á að viðskipti minnkuðu. Bretar refsa Nígeríu BRETAR ákváðu í gær að beita herstjómina í Nígeríu refsi- aðgerðum fyrir að hafa ógilt forsetakosningamar sem fóm fram 12. júní sl. Um er að ræða bann við þjálfun níger- ískra hermanna í Bretlandi og einnig verða breskir hermála- ráðgjafar kallaðir heim frá Níg- eríu. Bretar hafa gefíð í skyn að til fleiri aðgerða verði grip- ið, en að þeir vilji fyrst ráðgast við Bandaríkjamenn og Evr- ópubandalagið. Sáu Loch Ness-skrímsliö UNGT skoskt par segist hafa séð Loch Ness-skrímslið marg- fræga teygja hausinn, líkt og gíraffi, uppfyrir yfirborð sam- nefnds stöðuvatns í Skotlandi. „Við sáum það mjög greini- lega,“ sagði Edna Mclnnes. „Hausinn hreyfðist fram og aftur, hálsinn upp og niður. Það var ljósbrúnt á lit.“ Þúsundir manna hafa, síðan árið 1930, sagst hafa séð skrímslið, en allar myndir af því hafa við nánari athugun reynst vera af einhverju öðm. Á hveiju ári leggur um hálf milljón túrista leið sína að vatninu í von um að sjá „Nessí“. Herskáir Kúrdar ráðast á tyrkneskar skrifstofur í evrópskum borgum Tóku gísla og hótuðu að sprengja húsið í loft upp MUnchen. Reuter. HERSKAIR Kúrdar réðust í gær á tyrkneskar ræðismannsskrif- stofur, ferðaskrifstofur, útibú flugfélaga og banka í ýmsum evr- ópskum borgum og tóku gísla á tveimur stöðum, í Miinchen í Þýskalandi og í Marseille í Frakklandi. Slepptu þeir gíslunum og gáfust upp, en áður höfðu þeir hótað að sprengja upp bygginguna yrði þýska stjórnin ekki við kröfum þeirra. Kúrdi beið bana og sjö særðust þegar til skotbardaga kom milli Kúrda, lögreglu og tyrkneskra sendiráðsmanna í Berne í Sviss. Kúrdíski verkamannaflokkur- inn, sem er marxískur, kvaðst standa á bak við aðgerðirnar, sem augljóslega vom vel skipulagðar. Aðgerðirnar hófust á miðjum morgni, á sama tíma alls staðar, meðal annars í Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn, Lyon, Berlín, Ham- borg, Hannover, Dortmund, Essen, Bonn, Frankfurt og Stuttgart auk Miichen og Marseille. A ræðis- mannsskrifstofum Tyrklands í Marseille tóku Kúrdamir 10 gísla en eftir þriggja tíma umsátur lög- reglunnar gáfust þeir upp og slepptu fólkinu heilu á húfí. I ræð- ismannsskrifstofunni í Múnchen tóku þeir 21 gísla en slepptu þeim í gærkvöldi. Þeir kröfðust þess, að Helmut Kohl kanslari kæmi fram í sjónvarpi og skoraði á tyrknesku stjómina að „hætta öllum árásum á Kúrda í Tyrklandi". Þýska stjóm- in neitaði að verða við þeirri kröfu. Kúrdarnir helltu bensíni á gólf byggingarinnar og hótuðu að sprengja hana í loft upp ef lögregl- an réðist til inngöngu í hana. Kúrdísk fréttastofa í Þýska- landi, sem tengist Kúrdíska verka- mannaflokknum, sagði að árásar- mennimir vildu einnig að þýska stjórnin hætti að senda Tyrkjum hergögn, sem þeir segja notuð gegn Kúrdum. Tyrkneski sendiherrann í Sviss sagði að hann og tyrkneskir örygg- isverðir í sendiráðinu í Beme hefðu skotið upp í loftið þegar Kúrdarnir hefðu ráðist á þá „þar sem svissn- esku verðimir vanræktu að veija bygginguna". Reuter Brotið og bramlað HERSKÁIR Kúrdar réðust inn í þennan banka í gær, brutu rúður og eyðilögðu tölvur og annan búnað. Y'í ÍXV'/, í'' V "í 'by'' ZW í Reuter Hernaður æfður SERBNESKIR hermenn í Bosníu stökkva yfir skotgröf á æfingu nálægt bænum Brcko sem tengir svæði Serba í Bosníu við Serbíu. Breski íhaldsflokkurinn í vanda Ráðherra segir af sér vegna Nadirs London. Reuter. MICHAEL Mates, sem farið hefur með málefni Norður-írlands í bresku ríkisstjórninni, sagði í gær af sér embætti. Hann hefur verið bendlaður við fjármálajöfurinn Asil Nadir, sem flúið hefur til Norð- ur-Kýpur, í kjölfar ásakana um stórfellt fjármálamisferli. Komið hefur í Ijós að Nadir og fyrirtæki hans Polly Peck greiddu um 40 milljónir króna í sjóði Ihaldsflokksins á síðasta áratug. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í breska þinginu að Mates hefði sagt af sér vegna þess hve illa ásakanir á hendur honum kæmu stjóminni. Sagði Major að þetta væri eina ástæða þess að hann lét af embætti. íhaldsmenn hafa deilt hart síð- ustu daga um hvort Mates væri stætt á að sitja áfram í stjórninni en hann hefur viðurkennt að hafa þegið gjöf frá einum samstarfs- manna Nadirs. Þá hefur einnig komið í ljós að hann ritaði ríkislög- manni Bretlands bréf þar sem hann kvaðst hafa áhyggjur af því hvem- ig staðið væri að málshöfðun á hendur Nadir. Major sagðist ekki hafa neitt að Viðræður Serba og Króata um Bosníu Sanikomulag næst um ríkjasamband Genf. Reuter. BÆÐI Owen lávarður, sáttasemj- ari í Bosníudeilunni, sem og Rado- van Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, þrýsta nú á Alija Izet- begovic, Bosníu-forseta að mæta til viðræðna um skiptingu lands- ins. Karadzic og Mate Boban, leið- togi Króata, hafa náð samkomu- lagi um að Bosnía verði ríkjasam- band þriggja þjóða. í samkomulagi Serba og Króata er gert ráð fyrir að í ríkjasambandinu verði einn forsætisráðherra og einn utanríkisráðherra og myndu aðildar- ríkin skiptast á um að halda þeim embættum. Þá er gert ráð fyrir að Evrópubandalagið og Sameinuðu þjóðimar hafí umsjón með afvopnun í landinu. Izetbegovic, múslimskur forseti landsins, neitar að mæta til viðræðn- anna, og hefur sagt að valdbeiting sé eina leiðin til að binda enda á ófriðinn. Owen lávarður sagðist hafa Michael Mates setja út á störf Mates í stjórninni og hefði hann samþykkt afsagnar- beiðni hans með trega. hringt í Izetbegovic og lagt að honum að skipta um skoðun. „Króatar og Serbar vinna nú saman að áætlun, og það sem vantar eru múslimar," sagði Owen, og bætti við að þótt sjö af tíu •meðlimum forsætisnefndar Bosníu væru í Genf, væri nauðsyn- legt að allir helstu leiðtogarnir tækju þátt í viðræðunum. Muslimar í New York Aformuðu morðárásir # New York. Reuter. ÁTTA heittrúarmúslimir voru handteknir í fyrrinótt í New York. Þeir eru grunaðir um að hafa áformað að ráða Bout- ros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og Hosni Mu- barak, Egyptalandsforseta, af dögum. Fimm mannanna eru frá Súdan, bera þarlend vega- bréf en hafa leyfi til fastrar búsetu í Bandaríkjunum. Þegar lögregluna, sem fengið hafði ábendingu um starfsemina, bar að garði voru mennirnir önn- um kafnir við sprengjugerð og er talið hugsanlegt að þeir teng- ist sexmenningunum sem hand- teknir voru í kjölfar sprengingar- innar í World Trade Center í febr- úar síðastliðnum. Auk framan- greindra tilræða höfðu mennirnir átta ráðgert að koma bílsprengju fyrir við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sprengju í skrifstofu- byggingu alríkislögreglunnar, FBI, á Manhattan. Þar að auki er talið að þeir hafi haft í hyggju að myrða öldungadeildarþing- mann repúblikana í New York fylki og koma fyrir sprengjum í Lincoln- og Holland-göngunum, sem tengja Manhattan við New Jersey fylki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.