Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 17 ENN vantar allan slagkraft í laxveiðina og þeir sem viija halda í bjartsýnina, en hafa gef- ið upp vonina um að Jónsmessu- straumurinn verði vendipunkt- urinn, rýna nú til næstu lægðar með tilheyrandi rigningu og vatnavöxtum. Breytt og betri Blanda Veiðimenn sem Morgunblaðið hefur rætt við að undanförnu segja að Blanda sé nú allt önnur veiðiá en áður. Um árabil hefur hún ruðst áfram, mórauð og ófrýnileg. Mið- stöð húkkara. Blönduvirkjun hefur haft þau áhrif, að vatnið hefur hreinsast til mikilla muna, þannig að nú er það laxinn sem tekur agnið en ekki öfugt. Ekki þar fyr- ir, að miklar göngur hafa ekki ver- ið í Blöndu. En þó hafa veiðst um 50 laxar og suma daga hafa verið góð skot. A sunnudaginn voru t.d. menn á ferð sem fengu sex væna laxa, allt að tæplega 19 pundum. Sá fyrsti úr Ytri-Rangá Fyrsti laxinn hefur verið dreginn úr Ytri-Rangá og átti sá atburður sér stað í gærmorgun. Það var 4,5 punda grálúsugur fískur sem veiddist á Klöppinni á maðk. Þröst- ur Elliðason leigutaki sagði fískinn hafa verið örmerktan og hann biði spenntur að fá að vita úr hvaða sleppitjöm hann væri. „Það er líka góðs viti að smálax veiðist snemma tímabils. Reynslan segir okkur að það viti gjaman á góðar smálaxa- göngur. Eftir mjög góða silungs- veiði fyrsta veiðidaginn hefur dreg- ið úr henni á ný, en þó hefur verið reytingur og fiskur vænn sem fyrr. Fegurri... Laxámar tvær, á Asum og í Kjós, hafa verið mjög slakar það sem af er sumri. I fyrrakvöld voru aðeins komnir 34 laxar á land í Kjósinni og einungis á milli 25 og 30 úr Laxá á Ásum. Það sem verra er, menn sjá lítið af laxi og fáir koma inn þrátt fyrir nýafstaðinn stórstraum. Það segir nokkuð um ástandið í Laxá á Asum, að fyrir skömmu voru þar á ferð þeir Þórar- inn Sigþórsson og Egill Guð- johnsen, menn sem fara yfírleitt heim með skottið fullt af físki. Þeir fengu einn lax. Hér og þar ... Fyrsti laxinn úr Fljótaá í Fljótum veiddist í gærmorgun. Það var Theodór Júlíusson sem veiddi lax- inn, 10 punda hrygnu, á maðk í Berghyl. Það fylgdi sögunni, að menn hefðu séð nokkra laxa í ánni, en eins og víðar væri ljóst að fisk- ur væri seinni á ferðinni en að öllu jöfnu. í fyrrakvöld voru komnir 5 laxar á land úr Korpu, eða Úlfarsá, en veiði hófst í henni á sunnudaginn. Afar lítið vatn er nú í ánni og á sinn þátt í hve lítið gengur af laxi enn sem komið er. Nokkrir fískar eru í fossunum niður við sjó, en lítið gengið inn fyrir að því talið er. Veiði er nú hafin í Núpá á Snæ- fellsnesi, en þorrinn af veiði sem þar er tekirl er hafbeitarlax sem sleppt er í ána. Aftur'á móti geng- ur frá náttúrunnar hendi dálítið af laxi og nokkuð af silungi í ána og kemst sá fískur inn um hlið í fyrir- stöðunni sem er sett til að koma í veg fyrir að hafbeitarlaxinn hverfí á braut. Umsjónarmaður árinnar sleppir 30 til 50 iöxum í ána með nokkurra daga millibili og eru nú um 80 laxar í ánni, sem er um 7 kílómetra löng og eigi ósvipuð Ell- iðaánum að vatnsmagni. Fyrstu þijá dagana veiddust 11 laxar, flestir 6 til 9 punda, en einnig nokkrir stærri, allt að 16 pund. Stærstu laxamir í ánni eru nærri 18 pundum. Vegagerð í Meðallandi llnausum í Meðallandi. MIKLAR vegaframkvæmdir eru hér og brátt lokið við að steypa stöpla Kúðafljótsbrúar. Þeir eru níu. Sex hafa verið steyptir og verið að eiga við þijá síðustu. Byijað er að flytja bitana að brúnni og farið að setja þá saman. Þetta eru ægileg bákn og munu ekki duga nein smáverkfæri til að lyfta þeim á stöplana. Vegagerðin frá Skálm að brúnni er hafín fyrir nokkru og verið að ljúka við kafla frá Skálm að Laufskálavörðum. Kaflinn sem þá er eftir, að brúnni vestanfrá, hlýtur að verða mjög auð- veldur. Þá er eftir vegagerðin austan- megin árinnar, að vegamótunum- austan við Ása. Vilhjálmur Almenningsvagnar breyta áætlunarkerfi sínu 'T— 1 Akstrihætt á tveim- ur leiðum Leið 140, ekin áfram Leið 141, lögð niður Leið 142, lögð niður m ra akstri tveimur leiðum ALMENNINGSVAGNAR bs. hafa ákveðið að hætta akstri á tveimur leiðum milli Hafnar- fjarðar og tveggja endastöðva í Reykjavík 28. júní, en um er að ræða leiðir 141 og 142. Pétur U. Fenger framkvæmdasljóri Almenningsvagna segir þetta gert í hagræðingarskyni, en far- þegatalning á þessum leiðum hafi sýnt að ekki borgaði sig að halda þeim uppi. „Farþegafjöldi á þessum leiðum er ekki nægilegur til að réttlæta aksturinn,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið og bætti því við að tekjur af akstrinum væru það litlar að ekki svaraði kostnaði að halda leiðunum gangandi. Pétur bendir því fólki sem nýtt hefur sér þjónustu leiðanna hingað til að nota leið 140 framvegis, sem farin verður áfram og skipta ann- ars vegar í Kópavogi til að komast í Mjódd og á Hlemmi hins vegar á leið sinni í austurhluta Reykja- víkurborgar. Doktor í ónæmisfræði ÁSGEIR Haraldsson, barnalækn- ir, varði doktorsritgerð í ónæmis- fræði í apríl sl. Vörnin fór fram við háskólann í Nijmegen í Hol- landi. Andmælendur voru tólf frá fjórum háskólum, þar á meðal var Helgi Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði við Háskóla íslands. Sjö andmælendanna Iögðu fram spurningar við vörnina. Ritgerðin ber heitið „Immunoglob- ulin light chain ratios in health and disease — a paediatric study“. í rit- gerðinni er lýst rannsóknum á mót- efnum í líkama heilbrigðra barna og sjúkra. Mótefni eru mikilvæg í bar- áttu ónæmiskerfisins gegn ýmsum sjúkdómum. Þau eru mjög sérhæfð og eru mismunandi mótefni mynduð gegn ógrynni mismunandi veira og baktería. Þegar slíkt mótefni binst bakteríu eða veiru í líkamanum, örv- ast ónæmiskerfíð og leggur til atlögu við sýkingarvaldinn. Mótefni eru af fímm mismunandi gerðum, það er ónæmisglóbúlín G, A, M, D og E. Þau eru samansett úr ijórum svokölluðum keðjum, tveimur þungum keðjum og tveimur léttum keðjum. Þungu keðjurnar ákvarða ýmsa eiginleika mótefnanna og tegund, það er ónæmisglóbúlín G, A, M, D eða E. Léttu keðjurnar eru af tveimur mismunandi gerðum, kappa eða lambda. Ákveðnir hlutar léttu og þungu keðjanna geta verið mjög margbreytilegir og geta greint mismunandi bakteríur og veirur. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að léttu keðjunum, kappa og lambda. í upphafi rannsóknarinnar tókst að þróa nákvæma mæliaðferð til að mæla hlutfall léttu keðjanna í mismunandi tegundum mótefna. í framhaldi þess voru aldursstöðluð viðmiðunargildi fundin fyrir böm og fullorðna. Loks var hlutfall léttu keðjanna rannsakað í ýmsum hópum sjúklinga, þar með taiið bömum með ónæmisgalla, börnum með sjálfsó- næmissjúkdóma og börnum með flogaveiki. Niðurstöður rannsóknar- innar hafa birst í ýmsum alþjóðlegum tímaritum. Ásgeir Haraldsson lauk námi frá Háskóla íslands 1982. Frá árinu 1986 stundaði hann nám við háskóla- sjúkrahúsið í Nijmegen í Hollandi og starfar nú sem barnalæknir og ónæmisfræðingur við Háskóla- Dr. Ásgeir Haraldsson. sjúkrahúsið i Leiden í Hollandi. Ás- geir er sonur Haraldar Ásgeirssonar verkfræðings og Halldóm Einars- dóttur húsmæðrakennara. Hann er kvæntur Hildigunni Gunnarsdóttur grafískum hönnuði og á þijú börn. Aths. ritstj. Ofangreind frétt birtist í Morgun- blaðinu í gær, en er endurbirt þar eð hún brenglaðist vegna tæknilegra mistaka. Beðist er velvirðingar. Ik k. Ik. Sk, w 141 ► 142 Breytingar á leiðakerfi Almenningsvagna Fra og meb 28. júní n.k. verður akstri hætt d leibum 141 og 142. Farþegum ó leib í Mjódd er bent á ab nota vagn 140 og skipta í vagn 63 á skiptistöb í Kópavogi. Farþegum á leib í austurhluta Reykjavíkur er bent á ab nota vagn 140 og skipta yfir í vagna SVR vib Miklubraut, á Laugavegi eba á Hlemmi. Almenningsvagnar bs. - brú milli byggða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.