Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 9 Lengdur opnunartími í sumar. Föstudaga k\. 9-19 • Laugardaga k\. 9- \6 og sunnudaga kl. 10 -16 HAFNARSTRÆTI S • REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800 ÓDÝR GISTING NESBÚÐ á Nesjavöllum í Grafningi sannar fólki það, að gisting og veitingar í fögru umhverfi þarf í sjáifu sér ekki að kosta mikið. NESBÚÐ býður upp á 80 gistiherbergi, stóran matsal, setustofu, sjónvarpsherbergi og heitan pott utan við húsið. í nágrenninu hafa verið merktar gönguleiðir, yfir 80 km alls, svo allir hafa eitthvað við sitt hæfi. Tilboð: Fjögurra manna fjölskylda, hjón með tvö börn innan 12 ára, borga aðeins kr. 3.000 fyrir gistinóttina. Allur matur á mjög hagstæðu verði. Hafið samband og kynnið ykkur hvað við höfum upp á að bjóða. \ NESJAVÖLLUM - SÍMI 98-23415. Viðskiptðvinir fasteignasala Við viljum vekja áthygli á því að Fasteignablað Morgunblaðsins kemur út á þriðjudögum í sumar og félagsmenn í Félagi fasteignasala Slímusetur rekalds yfir stefnuleysi Alþýðublaðið segir í forystugrein að Alþýðubandalagið sé stefnulaust rekald í stjórnmálum. Þetta sjáist bezt á víg- velli landsfunda og miðstjórnar um sjáv- arútvegsmál. Blaðið segir að „miðstjórn Alþýðubandalagsins hafi átt slímusetur yfir stefnuleysi sínu í málefnum sjávarút- vegsins, en þær hafi ævinlega leyzt upp í háværum og hatrömmum deilum". Leikrit sveita- skáldaum leikslok flokksfor- manns Alþýðublaðið segir: „Hinn djúpstæði ágreiningur um sjávarút- vegsmál hefur ekki farið mjög hátt utan Alþýðu- bandalagsins fyrren á allra siðustu mánuðum. Ástæðan var ekki sízt sú, að í kjölfar langvinnra innanflokksátaka síðasta áratugar sameinuðust formaður og varafor- maður Alþýðubandalags- ins um að ýta ágreiningn- um til hliðar; sópa deilun- um undir teppi flokksfor- ystunnar, til að laska ekki ásjónu flokksins enn frekar með áframhald- andi átökum. Nú er friðurinn hins vegar úti í Alþýðubanda- laginu. Átök um Ólaf Ragnar Grímsson eru hafin; forysta hans er í vaxandi mæli gagnrýnd og andstæðingar hans hafa kosið að nota stefn- una í sjávarútvegsmálum sem fyrsta kaflann í Ieik- ritinu, sem pólitisk sveitaskáld flokksins hafa skrifað um endalok Ólafs. Ástæðan er einföld. Ólafur Ragnar Grímsson er að vísu ekki mikill vin- ur ríkisstjórna sem hann á ekki sæti í, en hinsveg- ar styður hann stefnu núverandi ríkisstjómar um að treysta kvótakerf- ið og leyfa frjálst framsal veiðiheimilda. Það er fágætt að formaður stjórnarandstöðuflokks skuli með jafn afdráttar- lausum hætti ganga fram fyrir skjöldu í eigin flokki, til að vera einn af burðarásum í stefnu ríkisstjómar. Ekki sízt vegna þess, að það geng- ur guðlasti næst í augum gömlu kommanna og samferðarmamia þeirra að fylgja frjálsu framsali aflaheimilda." Sundurtættur flokkur í stór- ummálum „Hitt er svo amiað mál, og sýnir hversu erf- itt er að líta á Ólaf Ragn- ar sem raunverulegan þungavigtarmami I ís- lenzkum stjórnmálum að í fyrravetur hélt hann þrumandi ræður á Al- þingi, sem byggðust ein- mitt á andófi hans gegn framsali. Hvort þessi tvö andlit formanns Alþýðu- bandalagsins em dæmi um einstaka tækifæris- mennsku, slóttuga stjómlist eða bara póli- tiska skammsýni er síðan spuming, sem Alþýðu- bandalagið verður að svara. Á nýlegum miðstjóm- arfundi Alþýðubanda- lagsins um sjávarútvegs- mál kom fram með átak- anlegum hætti, hversu sundurtættur flokkurinn er í þessu mikilvægasta máli þjóðarinnar. Ólafur Ragnar barðist fyrir stefnu ríkissljórnarinnar um fijálst framsal kvóta; Jóhann Ársælsson al- þingismaður vildi leggja af kvótakerfið og taka upp sóknarstýringu, og til að kóróna ringulreið- ina stillti Steingrímur J. Sigfússon sér upp á milli andstæðra fylkinga; og að sjálfsögðu með vit- lausustu lausnina sem hugsast getur: hann vildi kvótakerfi, en án fram- sals! Þamúg er hver höndin upp á móti annarri í Al- þýðubandalaginu. Þing- flokkurinn nánast klof- inn í frumeindir sínar þegar kemur að viðhorf- um til sjávarútvegsins. Það er óhugsandi að taka þennan sfjómmálaflokk alvarlega." Alþýðubanda- lagið bregst lýðræðishlut- verkinu „í lýðræðissamfélagi gegnir stjómarandstað- an mikilvægu hlutverki. Hennar þáttur felst ekki sízt í þvi að stilla upp áþreifanlegum valkosti við þá stefnu sem ríkis- stjóm fylgir hveiju sinni, og knýja fram umræður um ólíkar leiðir í þeim málum sem mikilvægust em. Þetta er starfsað- ferð lýðræðisins, sem um síðir leiðir til þeirrar nið- urstöðu sem þegnamir telja affarasælasta. En eftir áralangt þref getur Alþýðubandalagið ekki komið sér saman um stefnu í þvi máli sem þjóðinni er mikilvægast um þessar mundir. Það getur ekkert nema deilt imibyrðis. Alþýðubanda- lagið hefur einfaldlega bmgðizt hlutverki sínu í stjómarandstöðu. Hvem- ig ætti þá þjóðin að geta treyst þvi fyrir aðild að ríkisstjóm?“ A^LÍl ab þínu vali! NYR VALK0STURI LÍFEYRISMÁLUM! Sameinaða líftryggingarfélagið, sem er í eigu Sjóvá- Almennra og Tryggingamiðstöðvarinnar, hefur sett á markaðinn nýjung í lífeyrismalum, Óskalífeyri. Með Óskalífeyri gefst kostur á að styrkja lífeyrisrétt þann sem ávinnst með lögbundnu lífeyrisframlagi í lífeyris- sjóð, t.d. með það að markmiði að hefja lífeyristöku strax vib 60 ára aldur eða auka rábstöfunarfé fyrstu árin eftir starfslok. Þú færb allar nánari upplýsingar hjá tryggingarráö- gjöfum Sameinaba líftryggingarfélagsins hf. Sameinaba líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5, Reykjavík. Sími 91- 692500 I eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingami&stö&varinnar hf. smf ~T~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.