Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 Kjaradeila náttúrufræðinga á Rannsóknastofu HI í veirufræði Aðarerðir boðaðar á næstu dögnm FÉLAGSFUNDUR í Félagi íslenskra náttúrufræðinga hefur veitt stjórn og kjararáði félags umboð til að skipuleggja og framkvæma aðgerðir til að knýja á um efndir ráðningarsamninga starfsmanna hjá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. Haraldur Ólafsson, vara- formaður kjararáðs félagsins, kveðst gera ráð fyrir að aðgerðir hefjist innan fárra daga ef ekki fæst viðunandi úrlausn á málum starfsmannanna, en stofnunin annast m.a. ýmsar þjónusturannsókn- ir fyrir sjúkrahúsm. Tíu starfsmenn hjá stofnuninni eru félagar í FÍN, en þeim hefur fækkað nokkuð að undanfömu vegna vanefnda á ráðningarsamn- ingum og hefur ófaglært starfsfólk verið ráðið í staðinn, að sögn Har- aldar. Gerður var samningur við starfsmenn fyrir nokkmm ámm um sérstakar launagreiðslur til nátt- úrafræðinga sem svöruðu til 30 yfirvinnutíma á mánuði. Á síðast- liðnu sumri var þessum greiðslum hins vegar hætt vegna íjárskorts og telur Félag íslenskra náttúm- fræðinga það vera skýlaust brot á ráðningarsamningi. „Frá því að hætt var að greiða samkvæmt samningunum hefur verið fremur slæmur starfsandi hjá stofnuninni og sumir náttúrufræð- inganna hafa ekki fengið verkefni sem skyldi. Eftir því sem þeir hafa horfið frá stofnuninni hefur verið gripið til þess ráðs að ráða ófag- lært fólk í staðinn. Því höfum við einnig mótmælt, þar sem þama er um lögvemduð störf að ræða,“ sagði Haraldur. Viðræður árangurslausar Sagði Haraldur að náttúmfræð- ingar hefðu m.a. óskað eftir því við heilbrigðisráðherra að hann léti gera úttekt á allri starfsemi stofn- unarinnar. Viðræður við stjómend- ur ríkisspítala hefðu hins vegar engan árangur borið. Fulltrúar fé- lagsins áttu fund með heilbrigðis- ráðherra á miðvikudag þar sem þeir ítrekuðu beiðni sína um að ráðherra beitti áhrifum sínum til að staðið verði við gerða samninga. Haraldur vildi ekki greina frá í hveiju yfirvofandi aðgerðir fælust, en sagði að þær gætu hafist á allra næstu dögum. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. JUNI YFIRLIT: Norður og austur af iandinu er hæðarhryggur sem þokast austur. Um 350 km suðsuðaustur af Hvarfi er 995 mb lægð sem þok- ast norðaustur. SPA: Austan stinningskaldi eða allhvass og rigning sunnan til en vax- andi suðaustan- og austanátt og þykknar upp norðanlands. Fer að rigna norðanlands með austan stinningskalda annað kvöld. Hiti víðast 8 til 16 stig, hlýjast norðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustlæg átt, nokkuð stíf á laugardag en hægari á sunnudaginn. Sunnan lands og vestan verða skúrir eða rigning og hiti nálægt 11 stigum. Norðaustan til verður þurrt að mestu og þar fer hitinn í 12-16 stig yfir hádaginn. HORFUR Á MÁNUDAG: Stíf norðanátt. Skúrir eða rigning norðanlands en skýjað með köflum og úrkomulítið syðra. Kaldast veröur um 4 stiga hiti við norðurströndina en hlýjpst um 12 stiga hiti sunnan til. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu lslands - Veðurfregnir: 990600. o & ék A Sunnan, 4 vindstig. Vindórin sýnir vindstefnu og flaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. f f f * / * * * * . JL * 10° Hitastig f f f f f * / f * f * * * * * V V V V Súid J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka / —— —-—mwmmmmwm —— . ... ...... ■■‘i FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Víða er unnið við vega- gerð, og eru vegfarendur beðnir um að virða þær merkingar sem þar eru. Ennþá eru fiestir hálendisvegirnir lokaðir. Þó er orðið fært um Uxa- hryggi, í Eidgjá, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll, Veiðivötn, Jökulheima og Kerlingarfjöll að sunnan og Hveravelli að norðan. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og á grænni linu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyrl 9 skýjað Reykjavik 12 háttskýjað Bergen 12 léttskýjað Helsinki 15 skýjað Kaupmanriahörn 11 skúrir Narssarssuaq 18 skýjað Nuuk 13 skýjað 0816 18 hátfskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 23 skýjað Amsterdam 16 léttskýjað Barcelona 24 tóttskýjað Berftri 14 skúrir Chicago 23 místur Fenc-yjar 26 hálfskýjaö Frankfurt 17 tóttskýjað Glasgow 16 skýjaö Hamborg skúrir london 18 léttskýjað Los Angeles 20 heiöskirt Lúxemborg vantar Madríd 27 skýjað Malaga 22 heiðskirt Mallorca 26 sk«aÖ Montreal 16 skýjað NewYork 21 skýjað Orlsndo 25 afskýjað Parfs 20 skýjað Madeira 20 skýjað R6m 24 hátfskýjað Vin 18 skurir Washlngton 20 léttskýjaö Winnipeg 14 skúrír IDAG kl. 12.00 Heimitð: Veðuretofa tslands (8yggt é veöurepá kl. 16.15 í gær) Morgunblaðið/Júltus Hús víkja við Tryggvagötu VEGNA endurbóta og skipulagsbreytinga við Reykjavíkurhöfn hverfa nokkur hús austast við Tryggvagötu og Hafnarstræti. í fyrradag var timburhús við Tryggvagötu 32 rifið. Undanfarna mánuði hefur húsið staðið autt, en síðustu árin hefur verið rekin þama leiktækjastofa. Kristján Jóhannsson gerður að heiðursborgara í Desenazno Verður heiðraður á sérstakri hátíð BÆJ ARSTJ ÓRNIN í Des- enazno hefur ákveðið að út- nefna Kristján Jóhannsson stórsöngvara heiðursborgara bæjarins. Verður efnt til sér- stakrar hátiðar af þessu tilefni í bænum þann 5. júlí nk. Meðal atriða á hátiðinni má nefna að tveir italskir stórsöngvarar, sem nú starfa við Arena Di Verona, munu koma fram og Krisfján mun kynna nýjan efni- legan söngvara frá Suður- Kóreu sem kemur þaraa fram opinberlega i fyrsta skipti. Kristján segir að honum finnist það mjög ánægjulegt að verða útnefndur heiðursborgari en hann og fjölskylda hans hafa búið í bænum Desenazno und- anfarin sex ár. Desenazno er 25 þúsund manna bær við suðurhiuta Garda-vatns nálægt borginni Brescia. Kristján kom þangað fyrst fyrir 11 árum en hann segir að nú líti hann á bæinn sem sinn heimabæ og sennilega sé fjölskyldan sest þar að til frambúðar. „Það er til máÞ tæki hér meðal bæjarbúa sem hljóðar eitthvað á þá leið að hafi maður einu sinni sest hér að verði ekki aftur snúið," segir Kristján. „Fjölskyldan hefur ákveðið að búa ekki í stórborg og því gerðum við Desenazno að aðalbækistöð okk- ar.“ Margir vinir og kunningjar Krislján segir að honum finnist bæjarbúar mjög skemmtilegir og að þau hjónin hafi eignast marga vini og kunningja meðal bæj- arbúa. Kristján hefur sungið tölu- vert fyrir bæjarbúa og má þar meðal annars nefna góðgerðar- tónleika til styrktar flóttamönnum í Bosníu og tvenna tónleika til styrktar Rauða krossinum. Kristján vinnur nú að tveimur verkefnum á vegum Arena Di Verona en söngvaramir tveir sem koma fram á hátíðinni í tengslum við heiðursborgaratitilinn vinna þar einnig. Þetta em þau Paulo Gavelli og Daniela Longhi. Aðspurður um hvenær hann komi næst til íslands segir Krist- ján að hann verði á Listahátíð á næsta ári og syngi þá sitt lítið af hveiju. Síðan sé áformað að hann komi fram í Þjóðleikhúsinu aftur um haustið, en ekki sé ákveðið hvaða verk verður sett upp þá. Gengi dollarabréfa ræðst af greiðsludegi GENGI á skuldabréfum ríkisins í dollurum sem seld hafa verið á innlendum markaði fyrir sem svarar til um 420 milfjóna króna, mið- ast við greiðsludag skuldabréfanna, sem er 16. júlí næstkomandi. Að sögn Pálma Sigmarssonar, framkva‘md;istjóra Handsals hf., greiða kaupendur þá fyrir bréfin á því gengi sem verður á verð- bréfaþingi í Lúxemburg, bæði á dollar og skuldabréfunum sjálfum. Að sögn Pálma fjárfestu ein- hveijir þeirra sem staðfest hafa kaup á skuldabréfunum í dollurum síðastliðinn föstudag til að greiða bréfin með 16. júlí og veijast þar með gengisáhættu. Þeir hefðu því fengið nokkum gengishagnað vegna hækkunar sem orðið hefur á dollar síðan. Hann sagði Handsal hafa haft milligöngu með dollara- kaup fyrir lítinn hluta kaupend- anna, en líklega hefðu nokkrir aðil- ar séð sjálfir um kaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.