Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 27 Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Fjórðungurinn hljóp ÁNÆGÐUR hópur hlaupakvenna á Skagaströnd að loknu hlaupi. Góð þátttaka í kveimahlaupínu 80 KONUR toku þátt í kvennahlaupmu á Skagaströnd en þetta var í fyrsta sinn sem konur hér eru með í hlaupinu. Lætur nærri að þetta sé 25% allra kvenna sem eru á íbúaskrá í hreppn- um og verður þátttakan því að teljast mjög góð. Konurnar sem mættu í hlaupið voru á öllum aldri eða frá fjögurra vikna til 75 ára. Farnir voru 2, 5, og 7 km allt eftir getu og vilja hverrar konu. Flestar konumar skokkuðu og gengu til skiptis enda margar þeirra með barnavagna á undan sér. Við upphaf hlaupsins fengu konurnar afhentan bol til að hlaupa í. Ekki fengu þó allar bolinn góða strax því skipuleggj- endur hlaupsins á Skagaströnd höfðu ekki búist við svo góðri þátt- töku og áttu því ekki nægjanlega marga boli. Munu þær sem ekki fengu bol fá hann afhentan nú næstu daga. Að loknu hlaupinu var konunum boðið upp á ávaxtasafa í blíðunni á meðan þær fengu pening um hálsinn til sannindamerkis um að þær hefðu tekið þátt í kvenna- hlaupinu 19. júní 1993. Sýnir roðskógerð SNÆBJÖRG Ólafsdóttir frá Tálknafirði sýnir gestum Ár- bæjarsafns hvernig á að búa til vestfirska roðskó og skinnskó, eins og þá sem íslendingar not- uðu langt fram á þessa öld. Fleira tengt handavinnu verður á dagskrá Árbæjarsafns sunnu- daginn 27. júní frá kl. 13-17 en þá mun m.a. Áslaug Sverrisdóttir, vefnaðarkennari sýna ullaritun með jurtum í Árbæ, spunnið verð- ur úr hrosshári og fengist við margskonar vefnað. í Efstabæ verður unnið við vefstól, en í hús- inu Suðurgötu 7 má sjá Sigríði Halldórsdóttur vefnaðarkennara sinna spjaldvefnaði. Hún og Ás- laug Sverrisdóttir eru gengnar til liðs við Árbæjarsafn um að kanna eftir því sem tök em á handtök, verkfæri og efni sem viðkoma lit- un^ tóvinnu og vefnaði fyrri tíma á Islandi. Er þetta m.a. gert til Gamlir íslenskir skinnskór. að undirbúa fyrirhugaðar fram- kvæmdir Reykjavíkurborgar í Að- alstræti, vegna endurgerðar eins af verksmiðjuhúsum Innrétting- anna í Aðalstræti 12. (Fréttatilkynning) • • Onnur Motocross- keppní sumarsins ÖNNUR keppni sumarsins í Motocrossi, sem gefur stig til íslands- meistara, verður haldin laugardaginn 26. júní nk. á svæði Vél- lyólaíþróttaklúbbsins við Sandskeið, ekið upp Bláfjallaafleggjar- ann. Keppnin hefst kl. 14. Fyrsta breyting á því. Einnig verður keppt keppnin í sumar var mjög jöfn og í skellinöðruflokki. spennandi og verður án efa engin (Fréttatíikynning) Kóreografíunámskeiö verður 27. júní í íþróttahúsi Gerplu, Kópavogi. Kennarar Erik og Lotte Tybjerg-Pedersen. Upplýsingar í síma 813101. Fimleikasamband Islands Risaútimarkaður TUGIR þjónustuaðila á Akranesi efna til risaútimarkaðar laugar- daginn 26. júní undir kjörorðinu „Húllumhæ á Skaga.“ Það eru félagar í Ataki ’93, samtökum þjónustu- og verslunaraðila á Akranesi, sem standa að baki þessum viðburði í samvinnu við ferðamálafulltrúa Akraneskaupstaðar. Þar sem veðurguðimir eru ekki trygglyndustu förunautar lands- manna hefur verið ákveðið að slá upp rúmlega 500 fermetra tjaldi til þess að hýsa markaðinn. Fjöldi atriða verður síðan úti undir beru lofti. Undirbúningur fyrir þennan umfangsmesta markaðsdag í sögu Akraness hefur staðið undanfam- ar vikur og hefur fjöldi manns lagt þar hönd á plóg. „Húllumhæið" hefst kl. 10 og stendur til kl. 18. Búist er við þúsundum gesta af Akranesi, úr nærsveitum svo og sumarbústaða- gestum úr Borgarfirði. „Húllumhæ á Skaga“ er liður í markvissri kynningarherferð á Akranesi. I þeirri kynningu hefur aðaláhersla verið lögð á stórbætta þjónustu við ferðamenn svo og sívaxandi fjölda verslunar- og þjónustufyrirtækja. Um 70 fyrir- tæki úr öllum geimm atvinnulífs- ins eiga nú aðild að Átaki ’93. Uppistaðan í „Húllumhæi á Skaga“ er risastór markaður, þar sem tugir sölubása verða fyrir Friðarhlaupið ’93 FRIÐARHLAUP ’93 verður hlaupið 26. og 27. júní nk. Laug- ardaginn 26. júní verður lagt af stað frá Hafnarfirði (Thors- plani) kl. 11.30 og Mosfellsbæ (fþróttamiðstöðinni við Varmá) kl. 12 og hlaupið niður að Hljómskálagarðinuin í Reykja- vík. Friðarhlaupið kemur til Garðabæjar (Flataskóla) kl. 12 og Kópavogs (Rútstúns) kl. 12.45. Á öllum þessum stöðum verða athafnir og að þeim loknum hlaupa bæjarstjórar með friðarkyndilinn. í Hljómskálagarðinum verður síð- an komið kl. 14 og þá hefst upp- hafsathöfn í Reykjavík. Að henni lokinni byijar 24 tíma hlaup um- hverfis Reykjavíkurtjörn sem lýk- ur kl. 15 á sunnudag með lokaat- höfn. (F réttatílkynning) Frá upphafi Friðarhlaupsins í New York. Sérferð á sérlega hagstæðu verði nojRsvii u HERUD ÞYSKAIANPS Mósel - Stuttgart - Svartiskógur 4. - 9. jÚIÍ (6 dagar/5 nætur) Flug - gisting - langferðabíll - skoðunar- ferðir - íslensk fararstjórn: Verð 45.810 kr. á manninn í tvíbýli m. morgunverði. (Aukagjald fyrir einbýli er 6000 kr.) Gríptu þetta einstaka tækifæri. Margrómuð náttúrufegurð í Mósel- og Rínardölum og í Svarta- skógi. Rómantík, góð vín og góð stemning. Mjög gott að versla í Stuttgart, heimabæ Daimler-Benz, Bosch og Porche. Flogið til Lúxemborgar. Ekið til Bernkastel-Kues við Mósel (gist í tvær nætur). Skoðunarferðir um Mósel- og Rínardal. Ekið til Stuttgart (gist í tvær nætur). Ekið um Svartaskóg til Titisee (gist í eina nótt). Ekið til Ziirich. Flogið þaðan heim til íslands. Nánari upplýsingar og pantanir á söluskriístofum okkar Laugavegi 7, Hótel Hsju, Kringlunni og Leifsstöð og í sfma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). 3E (D OATLAS'* FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi 1 á Skaga hendi. Varningurinn, sem í boði er, spannar vítt svið. Að auki verða fimm bílaumbóð með sýningar á farskjótum sínum, sýndir verða tjaldvagnar svo og húsbílar í eigu Skagamanná. Nóg verður um að vera fyrir böm og unglinga. Efnt verður til „karniv- al“ - göngu undir stjórn Skátafé- lags Akraness, tívolí og þrauta- braut verða á staðnum, „street- ball“ körfuboltakeppni verður á meðal dagskrárliða svo og útitón- leikar, þar sem fimm hljómsveitir frá Akranesi leika. Þá verður efnt til fjallahjólakeppni. Ekki má svo gleyma veitingasölu allan daginh. (Fréttatilkynning) AtoafL Chevrolet '88, 6.2 diesel, 75 þ.km. V. 2,3 millj. Range Rover '85, Vouge, blágrár, einn eigandi, mjög góður. V. 1.250 þús. Toyota Landcrusier '87, 100 þ.km. Grár. V. 1.450 þús. Toyota Touring '91 XL, blár. V. 1.180 þús. Mercedes Benz 250 D '88, gull- brúnn og gullfallegur. V. 1.400 þús. • MMC Galant GLSi '89, hvítur, 46 þ.km., sóltoppur, álfelgur, rafdr. V. 995 þús. Benz 1117-D '86, 5 tonna, sturtur, veltihús, 99 þ.km., í útliti sem nýr. V. 1.950 þús.+vsk. Honda Civic '89, 70 þ.km., rauður, bein skipt, 3ja d. V. 595 þús. Toyota Corolla DX '88, blár, 56 þ.km. V. 550 þús. MMC Colt GLX '89, hvítur, 60 þ.km., sjálfsk., V. 630 þús. Nissan Sunny SLX '92, grár, 22 þ.km. með öllum búnaði. V. 980 þús. Blazer S-10, Tahoe '83, beinsk., V-6, grár, uppg. og góöur. Gott verð kr. 650 þús. Bronco II XL '84, tvfl. brúnn, 69 þ.km., dekk 33", '94 skoðun. Útsala kr. 550 þús. Húsbflar ýmsar gerðir og stærðir. »i> wtjww atta LL Endalaus bílasala alla daga. Vantargóða sölubíla. Elsta bflasala landsins. v/Miklatorg,símar17171 -15014 Góihndaginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.