Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1993 Umferðarátak norðlenskra lögreglumanna Stöðvuðu 777 öku- — f menn en kærðu 95 NORÐLENSKT umferðarátak sem staðið hefur yfir síðustu daga hefur gefist vel að sögn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Akureyri, en átakið hefur einkum beinst að ástandi ökumanna og öku- tækja. Síðar í sumar verður sjónum sérstaklega beint að öryggisbelta- notkun og að notkun ökuljósa og Ijósabúnaðar. Norðlenskt umferðarátak hefur verið í gangi síðustu daga og nær frá Hólmavík í vestri til Þórshafnar í austri. „Það er okkar reynsla að virkasta löggæslan felist í því að lög- reglan sé á ferðinni úti á vegum og þetta átak hefur sannað það. Við höfum komið upplýsingum á fram- færi við fjölmiðla þannig að fólk veit af þessu og það er mjög gott,“ sagði Ólafur. 777 stöðvaðir Alls hafa 777 bílar verið stöðvaðir í átakinu, 233 ökumenn hlutu áminn- ingu og 95 voru kærðir, flestir fyrir of hraðan akstur eða 83 af þeim 95 sem kærðir hafa verið. Númer voru klippt af 24 bifreiðum sem stöðvaðar voru, 4 reyndust á negldum hjólbörð- um og eins hafa 4 ökumenn sem lögregla hafði afskipti af verið rétt- indalausir. Tveir hafa verið sviptir ökuréttindum vegna hraðaakstur og einn vegna ölvunaraksturs. Þá má nefna að 24 þeirra sem stöðvaðir voru notuðu ekki öryggisbelti og 50 ökumenn voru ekki með ökuskírteini. Sjallinn þrjátíu ára ÞRÍTUGSAFMÆLI Sjallans verður haldið á laugardagskvöld og verður stiklað á stóru í sögu hans á skemmtun sem haldin verður á þessum fornfræga skemmtistað. Ymsar heimildir hafa verið dregnar fram í dagsljósið, gamlar myndir sem gestir geta skemmt sér við að skoða og eins hefur verið útbúið njyndband þar sem safnað hefur verið sam- an brotum sem tekin hafa verið að margvíslegu tilefni. Kolbeinn Gíslason framkvæmda- í byijun júlí 1963, en húsið var reist stjóri Sjallans sagði að fyrsti dans- leikurinn hefði verið haldinn í húsinu Gunnar Níelsson og Geir Magn- ússon handsala samning KA og Olúfélagsins um Esso-mótið. 700 taka þátt í Esso-móti ESSO-mótið í 5. flokki í knatt- spyrnu verður haldið í sjöunda sinn í sumar, en það er Knatt- spyrnudeild KA sem heldur mótið í samstarfi við Olíufélagið Esso, en samningar þess efnis voru ný- lega undirritaðir í KA-heimilinu. Mótið verður sett miðvikudags- kvöldið 30. júní og keppni hefst dag- inn eftir, en úrslitaleikirnir verða leiknir síðdegis laugardaginn 3. júlí. „Mótið hefur vaxið ár frá ári, en það er opið öllum sem það vilja sækja. Við höfum farið þá leið að taka á móti 20 félögum og þau geta síðan sent eins stóran hóp og þau vilja,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson og bætti við að langur biðlisti væri eftir að komast inn. Gert er ráð fyrir að kepp- endur verði um 700, en með farar- stjórum og þeim sem fylgja með lið- unum er búist við um 1.000 manna móti. af sjálfstæðisfélögunum á Akureyri, sem það um árabil. Undanfarin tvö ár hefur það verið í eigu fjölskyldu Gísla Jónssonar á Akureyri. „Það verður mikið um dýrðir í til- efni þrítugsafmælisins, við hverfum aftur í tímann hvað lagaval varðar og hljómsveitin spilar lög sem vinsæl voru á tímabilinu 1960 til 1970,“ sagði Kolbeinn, en það er hljómsveit I. Eydal sem verður í aðalhlutverki í afmælisfagnaðinum. Fleiri koma við sögu, Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar troða upp, Ragnar Bjamason syngur nokkur lög og Júlíus Guðmundsson, fulltrúi yngri kynslóðarinnar, syngur lög frá þess- um árum. Kynnir verður Hermann Gunnarsson. Húsið verður skreytt blaðaúrklipp- um, myndum og plakötum frá ýms- um skeiðum í sögu Sjallans og þá hafa gamlar kvikmyndaupptökur verið færðar yfír á myndband sem sýnt verður á afmælishátíðinni. Miklar framkvæmdir við útívistarsvæði Akureyringa í Kjamaskógi Grillveisla Morgunblaðið/Rúnar Þór AGNES, Erla og Guðmundur voru í Kjarnaskógi i gær með félögum sínum úr sumarbúðunum í Hamrí og var slegið upp grillveislu í þar til gerðu húsi sem reist hefur verðið í skóginum. Nýtt leiksvæði með grillaðstöðu tilbúið MIKLAR framkvæmdir hafa veríð í Kjarnaskógi, útivistarsvæði Akureyringa, í vor og sumar. Lagður hefur verið svokallaður fræðslustigur upp með Brunná, nýr leikvöllur gerður og þá standa yfír umfangsmiklar framkvæmdir við nýtt svæði í skóginum þar sem landsmót skáta verður haldið síðar í sumar. Nýja leiksvæðið, Steinagerðis- völlur, heitir eftir samnefndum bæ sem eitt sinn stóð þar, en þar var fyrsti uppeldisreitur Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga og þar var lagður grunnur að plöntuupp- eldisstöðinni í Kjamaskógi. Grillhýsi Á Steinagerðisveili hefur verið reist grillhýsi og þar gefst fólki kostur á að grilla mat á þremur eldstæðum sem þar eru, en auk" þess hafa leiktæki verið reist á svæðinu og framkvæmdir standa yfír við gerð tjamar, sem eflaust á eftir að njóta mikilla vinsælda yngstu gesta skógarins. Leiktæk- in em eins og önnur í skóginum smíðuð af starfsfólki, en Aðal- steinn Svanur Sigfússon verk- stjóri á útivistarsvæðinu hafði veg og vanda að uppsetningu þeirra. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfírðinga sagði að fjöldi fólks kæmi í skóginn yfír sumarið til að grilla og njóta útiverunnar og hefði grillhýsið m.a. verið reist til að bæta aðstöðu þess fólks og eins væm það mikið öryggisat- riði, einkum snemma vors, að geta boðið upp á eldtraustan stað til matseldar. „Það er afar vin- sælt hjá bæði einstaklingum og félagasamtökum að dvelja dag- part í Kjamaskógi og grilla og það er gott fyrir okkur að geta bent á þessa aðstöðu," sagði Hall- grímur. Fræðslustígur Lagður hefur verið svokallaður fræðslustígur upp með Bmnná, læknum sem rennur í gegnum Kjamaskóg. Merki hafa verið sett við yfír 20 tijátegundir og sagði Hallgrímur það gert til að fólk kynntist og lærði að þekkja tijá- tegundir. Á merkjunum er greint frá íslensku og latnesku heiti teg- undanna, heimkynnum þeirra og gróðursetningartíma. Listasumar ’93 á Akureyri hefst 10. júlí Fjölbreytt listadag- skrá í allt sumar „AHUGINN er mikill og þegar hafa boríst fjölmargar tillögur um dagskráratriði," sagði Eggert Kaaber framkvæmdastjóri Listasum- ars '93 festival, sem hefst á Akureyri 10. júlí næstkomandi og stend- ur til ágústloka. Eggert er leikarí að mennt og hefur starfað hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu þijú ár. Listasumarið er samstarfsverkefni fjögurra aðila, Atvinnumálanefndar Ákureyrar, Ferðamálafélags Eyja- fjarðar, Gilfélagsins og Menningar- samtaka Norðlendinga, Menor, og er tiigangur þess að efla og stuðla að fjölbreyttu listalífi á ýmsum stöð- um á Akureyri í sumar auk þess að laða að ferðamenn með því að bjóða Met í Grímseyiarflugi Crtmspv Grímsey. MET VAR sett á flugvellinum í Grímsey á miðvikudag, 9 flug- vélar lentu á vellinum þann dag og farþegar voru 136 talsins. Aldrei áður hafa jafnmargar flugvélar lent á Grímseyjarflugvelli einn og sama daginn og má til gamans geta þess að nákvæmlega sama daga fyrir ári, 23. júní 1992, var engin flugumferð í Grímsey, enda grúfði þá svartaþoka yfír öllu. Farþegar með vélunum, sem all- ar voru frá Flugfélagi Norðurlands á Akureyri, voru 136 talsins og þáðu þeir kaffi í félagsheimilinu Múla, en þar ráða ríkjum konur úr kvenfélaginu Baugi. Stór hluti , farþeganna voru franskir ferðamenn sem komu út til Grímseyjar gagngert til að fylgj- ast með miðnætursólinni. HSH upp á margbrotið menningarlíf. Efnt verður til leiksýninga, myndlistar- sýninga, tónleika af ýmsum tagi, rokk- og djasstónleika auk klassískra tónleika, ljóðakvölda og upplesturs svo eitthvað sé nefnt. Miðbær Akureyrar kemur mikið við sögu Listasumarsins, göngugat- an og Ráðhústorgið, þá verður salur Gilfélagsins í Grófargili notaður sem og Laxdalshús, Blómahúsið og veit- ingastaðurinn Við pollinn, Lystigarð- urinn og eins verða uppákomur við höfnina m.a. í tengslum við komur skemmtiferðaskipa. Auðgar mannlífið „Þetta er tilraun sem gerð verður í sumar og er í raun prófsteinn á hvort grundvöllur er fyrir því að efna tii Iistahátíða hér í framtíðinni," sagði Eggert. „Ég er bjartsýnn á að þetta muni auðga og bæta mannlífið í bænum og tilgangurinn er líka sá að gera hið fjölskrúðuga listalíf sýni- Morgunblaðið/Rúnar Þðr EGGERT Kaaber framkvæmda- stjóri Listasumars ’93 sem hefst innan tíðar og stendur til loka ágúst. legt ferðamönnum, laða þá að bæn- um og bæta þjónustuna auk þess sem listamönnum gefst kostur á að koma list sinni á framfæri yfír sumarmán- uðina, en alla jafna er meira um að vera í listalífínu að vetrinum." Listasumar ’93 hefst 10. júlí með risaleiksýningu Fenrishópsins, sam- norræns leiklistarhóps, í íþrótta- skemmunni og síðan rekur hver við- burðurinn annan til loka ágúst. Egg- ert sagði að verið væri að ganga frá dagskránni en fram til næsta mánu- dags, 28. júní væri hægt að senda inn tillögur að dagskráratriðum á skrifstofu Gilfélagsins í Kaupvangs- stræti 23. Ólafsfjörður Hátíð á degi Ólafs Bekks DAGUR landnámsmannsins Ólafs Bekks vérður haldinn í Ólafsfírði á morgun, laugardag, og verður mikið um að vera í tilefni dagsins. Opið golfmót verður í Skeggja- brekku um helgina og stendur það frá kl. 9.30 til 15 báða dagana, en golfvöllurinn er opin eftir kl. 15. Þá gefst kostur á að veiða á veiðisvæði veiðifélagsins á staðnum allan laug- ardaginn og sjóstangaveiði og skoð- unarferð að Hvanndalabjargi með m/b Alberti Finni verður í boði frá Vesturhöfn, en farið verður á tveggja tíma fresti. Félagar í Ólafsfírðingafélaginu í Reykjavík munu væntanlega setja svip sinn á daginn, en þeir ætla að gróðursetja við Hombrekku kl. 11. Skotfélagið býður fólki að skoða svæði félagsins við Múlagöng frá og útimarkaður verður við Tjamarborg. Firmakeppni hestamannafélagsins verður á skeiðvellinum kl. 14 en að henni lokinni fara hestamenn hópreið um bæinn. Þá eru stuðningsmenn Leifturs hvattir til að mæta á hótelið og hlýða á beina lýsingu á leiknum gegn Þrótti í Reykjavík. Náttúrugripasafnið verður opið og sundlaugin. Grillað verður við Tjam- arborg kl. 17 og um kvöldið er dans- ieikur í Tjamarborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.