Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 3 Við bryggju HVALVEIÐIBÁTARNIR við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Paul McCartney á hljómleikaferð Myndband af veiðum íslensku hvalbátanna sýnt fyrir tónleika Fjöldi tónleikagesta um þrjár milljónir ÍSLENSKIR hvalbátar að veiðum eru meðal efnis sem sýnt er af myndbandi fyrir hveija tónleika á ferðalagi bítilsins fyrrverandi, Pauls McCartney, sem nú stend- ur yfir um heim allan. Fyrst stóð til að rekja sögu Bítlanna í mynd- um fyrir áhorfendur en þegar McCartney fékk veður af fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Kyoto í maí síðastliðnum vék sögunni að umhverfisvernd og hvalveið- um íslendinga. Gert er ráð fyrir að dagskrá McCartneys nái eyr- um og augum þriggja milljóna manna og mun hljómleikaferðin standa yfir í eitt ár. Paul McCartney sendi Alþjóða hvalveiðiráðinu yfirlýsingu í maí síðastliðnum og sagði meðal annars að ef hvalveiðiþjóðir fengju leyfi til þess að hefja veiðar að nýju væri það gegn vilja meirihluta jarðarbúa. Bítillinn fyrrverandi hvatti meðlimi ráðsins til þess að hætta að líta á lífverur hafsins sem sjávarrétti og sagðist jafnframt treysta því að sjórinn yrði áfram blár en ekki rauð- ur, eins og sagði í yfirlýsingunni. Tillögur um aukið öryggi í Lönguhlíð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beina því til yfirverkfræðings umferðardeildar borgarverkfræð- ings að leggja fram tillögur til að auka öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Nokkur slys hafa orðið á þessum gatnamótum í júnímánuði. Hins veg- ar hafa orðið fjölmörg óhöpp á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar og Lönguhlíðar og Ból- staðarhlíðar. Ráðgert er að sett verði upp umferðarljósamyndavél á fyrr- nefndu gatnamótin auk fimm ann- arra gatnamóta og stöðvunarskylda verði á Bólstaðarhlíð. Paul McCartney Bítillinn reiður Auk þess sendi Paul McCartney yfirlýsingu til fjölmiðla. Þar kemur fram að hann sé svo reiður yfir þrýstingi hvalveiðiþjóða, þar á með- al íslendinga, á hvalveiðiráðið, að hann hafi afráðið að fá Kevin God- ley, fyrrverandi liðsmann lOcc og núverandi leikstjóra, til þess að setja saman myndband sem sýndi glögglega veiðiaðferðir hvalafang- ara og sýna mætti fyrir hveija tón- leika. íslenska myndskeiðinu, sem komið mun frá grænfriðungum, var síðan skeytt aftan við sögu fjór- menninganna frá Liverpool ásamt öðru umhverfisefni. Ennfremur var ákveðið að tengja hljómleikaferðina starfsemi Greenpeace og samtak- anna Friends of The Earth og renn- ur hluti ágóðans til starfsemi þeirra. Siguijón Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi sá umrætt myndband og segir að á því megi sjá íslenska hvalbáta að veiðum. Áðspurður taldi hann engan vafa leika á hvaðan bátarnir væru upp- runnir þar sem þeir hefðu verið merktir einkennisstöfunum RE. Kannabisneysla ósönnuð RONG yfirfyrirsögn var á frétt á blaðsíðu 3 í Morgun- blaðinu í gær, þar sem skýrt var frá skilorðsbundnum dómi, sem ungur maður fékk vegna banaslyss sem varð 11. maí 1992 á Sæbraut í Reykja- vík. Yfirfyrirsögnin, sem hljóðaði svo: „Olli banaslysi undir áhrifum kannabis“, er röng, þar sem viðkomandi neitaði að hafa verið undir áhrifum efnisins og í dómnum segir, að „fullnægjandi sönn- ungargögn skorti um það hvort ákærði hafi verið undir slíkum áhrifum kannabisefna að hann hafi ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni ör- ugglega“. Raunar kemur hið rétta fram í meginmáli fréttarinnar, en í fyrirsögn vantar og að tveggja mánaða dómur piltsins hafi verið skilorðsbundinn. Morgunblaðið harmar þau mistök, sem urðu í fyrirsögn og yfirfyrirsögn frétt- arinnar í gær og biðst afsökunar á mistökunum. Avaxta-og grœnmetisdagar í Hagkaupi dagana 1.-14. júlí Alls konar ávextir og margvíslegt grænmeti, - bæði vel þekkt og framancU, - ferskt og safaríkt í öllum verslunum Hagkaups á ávaxta-og grænmetisdögum. Ný uppskera streymir á markaðinn, þar á meðal mikið af íslensku grænmeti. Hægt verður að bragða á ÍH!§§ 2 fjölmörgum tegundum á kynningum og gera ðZmy frábær kaup, því þarna verður hvert tilboðið öðru betra. Njóttu þess! HAGKAUP gœði úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.