Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 16

Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Sigurður Á. Signrjónsson leignbílstjóri vann mál sitt gegn íslenska rfldnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Brot á frelsi til að vera utan félags BREYTA þarf lögum um leiguakstur vegna niðurstöðu Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg í máli Sigurðar Á. Sigurjónssonar leigubíl- stjóra gegn íslenska ríkinu. Dómurinn kann að varpa nýju Uósi á hvað felist í félagafrelsi; réttmæti lögbundinnar skylduaðildar að lífeyrissjóðum annars vegar og ákvæða kjarasaminga um forgangs- rétt stéttarfélagsfólks til vinnu hins vegar. í leigubílstjóramálinu þurfti dómstóllinn að svara því hvort 11. grein Mannréttindasátt- mála Evrópu, sem fjallar um frelsi til að stofna og ganga í félög, veitti einnig rétt til að vera utan félaga. Hvort hún verndi svokallað neikvætt félagafrelsi. Svo var talið og sagt í dóminum, sem kveðinn var upp í gærmorgun, að íslenska ríkið hefði brotið gegn ákvæðinu. Því hefði verið óheimilt að skylda menn til aðildar að Frama, félagi leigubílsljóra, með lagasetningu árið 1989. Vísað er í dóminum til ýmissa alþjóðasamþykkta er vernda neikvætt félagafrelsi og sagt að Mannréttindasáttmálinn sé ekki dauður bókstafur og hljóti að taka mið af aðstæðum dagsins í dag. Málsatvik eru þau í megindrátt- um að Sigurður fékk árið 1984 leyfi til leigubifreiðaaksturs í Reykjavík og gekk í Frama eins og krafist var. Ári síðar hætti hann að greiða félagsgjöld og var sviptur atvinnu- leyfi af þeim sökum árið 1986. Hæstiréttur ógilti sviptinguna 1988 þar sem reglugerðarákvæðið er hún byggðist á skorti lagastoð. En Al- þingi brást við með lagasetningu árið eftir, þar sem félagsaðildin var gerð að skilyrði atvinnuréttinda. Sigurður gekk þá í Frama á ný, en var óánægður og skaut máli sínu til Mannréttindanefndarinnar í Strassborg. Nefndin taldi að um brot á Mannréttindasáttmálanum væri að ræða og vísaði málinu áfram til endanlegs úrskurðar dóm- stólsins. Ákvæðið um félagafrelsi í 11. grein Mannréttindasáttmál- ans segir að menn hafi rétt til að mynda félög, þar á meðal stéttarfé- lög til verndar hagsmunum sínum. Önnur málsgrein kveður á um að réttur þessi skuli ekki háður öðrum takmörkunum en lög mæli fyrir um og nauðsyn beri til í lýðfijálsu þjóð- félagi vegna þjóðaröryggis eða al- mannaheilla, til að firra glundroða eða glæpum, til vemdar heilbrigði eða siðgæði, eða réttindum og frelsi annarra. Niðurstaða Mannréttindadóm- stólsins var sú að í þessu felist einn- ig réttur til að vera ekki í félagi. Akvæði laga 77/1989, um að aðild að Frama þurfí til að fá eða halda akstursleyfí, fari þvert á fyrri mgr. 11. greinar í sjálfu sér. Þegar við bætist andstaða Sigurðar við aðild sé einnig brotið á greininni virtri { ljósi 9. greinar Mannréttindasátt- málans um skoðanafrelsi og 10. greinar um tjáningarfrelsi. Um 2. mgr. 11. greinar segir dómurinn ljóst að skylduaðild að Frama hafi verið komið á með lög- um og ætlunin að vernda réttindi annarra bílstjóra. En dregið verði í efa hvort nauðsyn hafí borið til hennar þegar veginn sé réttinda- missir Sigurðar og sú þvingun sem hann var beittur andspænis hags- munum tengdum hlutverki Frama við skipulag og eftirlit leiguaksturs. Alþjóðasamþykktir í forsendum dómsins er vikið að ýmsum sáttmálum og samþykktum alþjóðastofnana er vernda nei- kvæða félagafrelsið: Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 (20. gr.), samþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (nr. 87) og yfírlýsingu Evrópubandalagsins um grundvallarréttindi launafólks (11. gr.). Að auki er bent á að þing- mannasamkunda Evrópuráðsins hafí 1991 samþykkt að bæta ákvæði um réttinn til að standa utan stéttarfélags við 5. grein Fé- lagsmálasáttmála Evrópu. Á grund- velli þeirrar greinar hefur ísland verið gagnrýnt. Dómstóllinn í Strassborg gerði íslenska ríkinu að greiða Sigurði nærri 2 milljónir króna vegna kostn- aðar við þýðingar og ferðalög og þóknun lögmanns hans. Fyrir ís- lenska ríkið fluttu málið Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri og Gunn- laugur Claessen ríkislögmaður með aðstoð Markúsar Sigurbjörnssonar prófessors. Lögmaður Sigurðar var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. en af hálfu Mannréttindanefndarinnar talaði Hans Danelius hæstaréttar- dómari frá Svíþjóð. Rolv Ryssdal forseti Mannréttindadómstólsins kvað upp dóminn í gær, en auk hans fjölluðu um það átta dómarar. Þór Vilhjálmsson, einn dómara í málinu, var ósammála túlkun meiri- hlutans á 11. grein og skilaði sér- atkvæði. Hann vísaði þar í gögn um undirbúning Mannréttindasátt- málans 1950 og fyrra sératkvæði sitt og tveggja annarra dómara í Strassborg í máli gegn Bretlandi árið 1981. Við setningu sáttmálans var fellt út ákvæði um vernd nei- kvæðs félagafrelsis, þótt slík regla hefði verið sett í Mannréttindayfír- lýsingu SÞ tveimur árum fyrr. Rök- in 1950 voru m.a. þau að sáttmál- inn ætti ekki að taka til svo póli- tískrar spumingar. . Morgunblaðið/Einar Falur Domunnn skoðaður SIGURÐUR A. Siguijónsson með dóm Mannréttindaadómstólsins. Afnema takmark- anir á fjölda leyfa SIGURÐUR A. Sigurjónsson, sem vann mál sitt gegn íslenzka nk- inu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í gær, segist fagna niður- stöðunni, enda hafi hann ekki getað unað því að vera lögskyldaður í félag. Sigurður segist ætla að beijast fyrir því, að þegar lögum um leigubifreiðaakstur verði breytt í samræmi við dóm Mannrétt- indadómstólsins verði þau endurskoðuð frá grunni og spurning- unni svarað, hvort almannaheill vinnuleyfa. „Stjómarskráin segir okkur að ekki megi leggja hömlur á atvinnu- frelsi manna nema almenningsheill krefjist, enda komi lagaboð til,“ sagði Sigurður. „Þegar upphaflegu lögin vom sett 1955 voru almenn- ingsheillarforsendur, sem lágu að baki takmörkun á fjölda leigubíla, þær, að rétt þótti að vemda menn, sem lögðu út í jafnmikla fjárfest- ingu og að kaupa fólksbifreið. Eins þótti rétt að takmarka fjöldann til að koma í veg fyrir sprúttsölu. Þessar forsendur eru engan veginn fyrir hendi í dag.“ útheimti takmörkun á fjölda at- Ekki verði leyfisveitinga- kerfi í leigubílaakstri Sigurður sagði það pólitíska skoðun sína að ekki ætti að vera leyfísveitingakerfi í leigubílaakstri og það hefði verið ein forsenda þess að hann hefði neitað að vera í Frama. „Menn eiga að keyra á viðurkenndum stöðvum, en allir sem uppfylla ákveðin skilyrði á borð við hreint sakarvottorð og fleiri almenn skilyrði ættu að vera frjálsir að því að setja upp eigin stöð,“ sagði hann. VSI og ASI gera mismikið úr fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstólsins Deilt um greiðslu félagsgjalda TALSMENN Vinnuveitendasambandsins og Alþýðusambandsins gera mismikið úr fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar A. Siguijónssonar hvað varðar ákvæði um aðild að stéttarfélögum almennt. Alþýðusambandið heldur þvi fram að yfir- leitt sé ekki um skylduaðild að verkalýðsfélögum að ræða hér á landi heldur aðeins skyldu til að greiða félagsgjöld. Vinnuveitendur telja hins vegar að oft sé um beina skylduaðild að ræða og að stétt- arfélögin eigi ekki að fá að innheimta félagsgjöld af öðrum en félags- mönnum sínum. Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði að í dómi Mannréttindadóm- stólsins væri eingöngu íj'allað um lögþvingaða skyldu til að vera í félagi. „Forgangsréttur meðlima í stéttarfélögum til vinnu á félags- svæðinu og takmörkuð aðildar- skylda út frá þeim rétti er skylda, sem komin er á í fijálsum kjara- samningum og dómurinn tekur því ekki til slíks,“ sagði Lára. „Það eru ekki aðeins stéttarfélögin, sem sam- þykkja þetta, heldur eru þetta kjarasamningsákvæði, sem vinnu- veitendur samþykkja einnig. Oft er gagnkvæmur forgangsréttur, þann- ig að vinnuveitendum er skylt að ráða til sín félagsmenn í stéttarfé- lögum og á móti mega launþegar ekki vinna hjá öðrum en vinnuveit- endum, sem eru félagar í vinnuveit- endasamtökum." Almennt ekki skylduaðild Lára sagði að almennt væri ekki skylduaðild að stéttarfélögum hér á landi. Forgangsréttarákvæðin fælu ekki í sér skylduaðild. Mönnum væri skylt að greiða félagsgjöld til stéttarfélagá, en það þýddi ekki að þeir væru skyldugir að vera félag- ar. „í langflestum tilvikum getur einstaklingurinn ákveðið hvort hann vill vera í stéttarfélagi eða standa utan þess. Dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir lögbundna þvingun, en um slíkt er yfirleitt ekki að ræða,“ sagði Lára. Aðspurð hvort með greiðslu- skyldu til stéttarfélaga væri í raun ekki oft verið að þvinga menn til að greiða fé til aðgerða eða starf- semi, sem striddi gegn skoðunum þeirra, sagði Lára að afstaða stétt- arfélaganna væri að menn borguðu fyrir að fá að vinna eftir þeim samn- ingi, sem félögin gerðu. „Bara samningsgerðin og að fylgja samn- ingnum eftir felur í sér mikla vinnu og kostnað. Það eitt út af fyrir sig réttlætir þessa greiðsluskyldu til stéttarfélags. En að sjálfsögðu verða stéttarfélögin að gera sér grein fyrir þeirri skyldu, sem á þeim hvílir. Þau geta ekki aðeins fylgt eftir skoðunum örfárra manna, sem eru þar í stjórn, heldur verða þau að hugsa um hagsmuni heildarinn- ar. Ég tel að langflest stéttarfélög, að minnsta kosti innan Alþýðusam- bandsins, geri það. En ég býst við að dómurinn veki menn til umhugs- unar,“ sagði Lára. EES-samningurinn veikir forgangsréttarákvæði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði að dómur Mannrétt- indadómstólsins hlyti að leiða til þess að ákvæði kjarasamninga um forgangsrétt félagsmanna í stéttar- félögum til vinnu yrðu skoðuð og túlkuð í nýju ljósi. Þórarinn sagði að ein af stoðum skylduaðildar að verkalýðsfélögum væri úr sögunni með nýjum reglum um að launa- menn utan stéttarfélaga ættu rétt á atvinnuleysisbótum eins og fé- lagsmenn. Auk þess drægju ákvæði EES-samningsins um fijálst flæði vinnuafls úr vægi ákvæða um for- gangsrétt. EES-ákvæðin ættu ekki aðeins við um flæði milli landa, heldur einnig milli félagssvæða ein- stakra verkalýðsfélaga. Geta ekki selt aðgang að vinnumarkaðmim Þórarinn sagði að í einstökum kjarasamningum væru ákvæði um beina aðildarskyldu. Stærst þeirra samtaka, sem þar væri um að ræða, væri Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, þar sem kveðið væri á um aðildarskyldu til að fá að stunda verzlunarstörf. Það hlyti að skoðast hvort þessi ákvæði stæð- ust. „Það er misskilningur að í samningum eða lögum séu ákvæði sem geri fólki skylt að greiða ið- gjöld til verkalýðsfélaga án tillits til félagsaðildar. Stéttarfélögin, eins og önnur félög, eiga ekki kröfu á félagsgjöldum frá öðrum en félags- mönnum og hvorki stéttarfélögin né aðrir hafa laga- eða samnings- bundinn rétt til að selja aðgang að vinnumarkaðnum með því að krefj- ast gjalds af öðrum en félagsmönn- um sínum," sagði Þórarinn. Aðspurður hvort ákvæði kjara- samninga um að menn megi ekki vinna hjá öðrum en félagsmönnum í samtökum vinnuveitenda, sagði Þórarinn að þau ákvæði hefðu verið sett til þess að vinnuveitendur innan samtakanna gengju fyrir um vinnu- afl, ef mannafla skorti. Þau ættu augljóslega ekki við og hefðu ekki verið virk um langa hríð. Sumarútsalan hefst á morgun 20-70% afsláttur KttZMK Grærvatúni 1, Kópavogi. V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.