Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 20

Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Townshend setur upp söngleik POPPARINN Pete Townshend hyggst setja upp söngleik í Lundúnum og verður tónlistin líklega „stillt í botn“. Towns- hend, sem þekktur var fyrir að brjóta hljóðfæri á sviði þegar hann var í hljómsveitinni Who, mun notast við eigið söngkerfi við uppfærsluna. Talsmaður leikhússins sagði að áheyrendur mættu búast við kraftmiklu rokki. „Tónlistin verður líklega nokkuð hátt stillt," sagði hann. Söngleikurinn nefnist Jámmað- urinn og byggir á ævintýri fyrir böm eftir Ted Hughes, lárviðar- skáld og hirðskáld bresku kon- ungsfjölskyldunnar. Klipping Clintons olli engum töfum SAGT var frá því í dagblaðinu Newsday í gær að viðdvöl for- setaþotunnar á Los Angeles flugvelli meðan verið var að klippa hárið á Bandaríkjaforseta 18. maí síðastliðinn hefði ekki valdið teljandi töfum á flugum- ferð. Upplýsingamar fékk dag- blaðið hjá flugmálastjóm sam- kvæmt lögum um upplýsinga- skyldu stjómvalda. Dæmdirtil dauða fyrir mannát DÓMSTÓLL á Fílabeinsströnd- inni hefur dæmt þijá flóttamenn frá Líberíu til dauða fyrir mann- át. Fómarlamb mannætanna var tveggja ára drengur sem þeir rákust á nálægt bænum Tabou árið 1990. Fjórði vitorðsmaður- inn lést skömmu eftir að glæpur- inn hafði verið framinn. Jeltsín hittir Kohl 1 Síberíu BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, og kanslari Þýskalands, Helmut Kohl, ætla að halda vinnufund í Síberíu í borginni Irkútsk 10.-11. júlí. Ætla þeir að nota tækifærið og hittast í bakaleið- inni af fundi sjö helstu iðnríkja heims sem fyrirhugaður er í Tókýó Svartahafsflot- inn sigli undir sovétfána YFIRMANNI Svartahafsflotans var fyrirskipað í gær að siglt skyldi undir fánanum sem notað- ur var meðan Sovétríkin voru og hétu. Tilgangurinn var sá að bæla niður mótmæli vegna fyrir- hugaðrar skiptingar flotans til helminga milli Rússa og Úkra- ínumanna. Eru sumir liðsmanna þeirrar skoðunar að flotinn, alls 300 skip, eigi að vera undir stjóm Rússa og skipting hans þjóni hagsmunum hvorugs lýð- veldanna og vildu þeir draga siglingafána Rússa að húni í mótmælaskyni. Sagði yfirmaður flotans að liðsmönnum bæri að hlýða fyrirskipunum sem kæmu að ofan og að ríkisstjómir við- komandi landa tækju ákvarðanir um framtíð flotans. Njósnarinn sem varð Willy Brandt að falli ber vitni gegn Wolf Guillaume segir njósnir sínar hafa stuðlað að friði Diisseldorf. Reuter. GÚNTHER Guillaume, iyósnarinn sem á sínum tímum varð þess valdandi að Willy Brandt varð að segja af sér kanslara- embætti í Vestur-Þýskalandi, vitnaði í gær fyrir dómstóli í Þýskalandi í máli Markus Wolfs, fyrrum yfirmanns austur- þýsku leyniþjónustunnar. Réttarhöldin fara fram í sama dóms- sal og Guillaume var sakfelldur í fyrir átján árum. Guillaume gerði frekar lítið úr njósnahæfileikum sínum og sagðist oft ekki minnast einstakra atvika. Hvatti hann dómarana í stað- inn ítrekað til að lesa sjálfsævisögu sína, sem hann ritaði á þeim árum sem hann var í útlegð í Austur-Þýskalandi og gefín var út árið 1988. „Ég biðst velvirðingar á að auglýsa sjálfan mig á þennan hátt en þetta stendur allt í bók- inni,“ sagði Guillaume og lagði eintak af henni fyrir framan Klaus Wagner, sem er æðstur þeirra fímm dómara, sem dæma í mál- inu. Wagner reiddist vegna hinna sífelldu tilvísana í bókina og veitti Guillaume áminningu. Þeim sem fylgdust með réttarhöldunum var greinilega skemmt. Skíldi töskuna eftir handa njósnurunum Guillaume lýsti því meðal ann- ars hvemig hann kom leynilegum skjölum' til útsendara austur- þýsku leyniþjónustunnar, HVA, á leiðinni heim úr sumarfríi með Willy Brandt í Noregi í júnímán- uði 1973. Sagðist hann hafa skipt á tösku með leyniskjölum ogtösku með minjagripum og skilið þá fyrmefndu eftir á hótelherbergi í Stokkhólmi. Þar gafst sérfræð- ingum HVA tækifæri til að taka afrit af öllum skjölum. Á meðan Guillaume eyddi nokkrum dögum með fjölskyldu sinni í Svíþjóð fór taskan með minjagripunum með Brandt til Bonn og var skilað á skrifstofu Guillaumes þar. Þegar hann kom aftur heim gat hann því víxlað töskunum á ný án vand- ræða. Lögfræðingar Wolfs hafa farið fram á að Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, verði feng- inn til að vitna í málinu. Kinkel Markus Wolf var á sínum tíma háttsettur emb- ættismaður í innanríkisráðuneyti Vestur-Þýskalands og vilja lög- fræðingamir spyija hann hvort það sé rétt að vestur-þýska leyni- þjónustan hafi gmnað Guillaume um græsku en látið hann óáreitt- an í heilt ár. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til þessarar beiðni. í fangelsi í 13 ár Guillaume starfaði lengi innan þýska Jafnaðarmannaflokksins og varð smám saman nánasti ráð- gjafi Willys Brandts. Hann var handtekinn í maí 1974 og skömmu síðar varð Brandt að segja af sér embætti vegna máls- ins. Guillaume sat þrettán ár í fangelsi en var látin laus árið 1981 er Vestur- og Austur-Þýska- land skiptust á njósnuram. Hann varði njósnastarfsemi sína og sagði að þær upplýsingar, sem hann veitti Austur-Þjóðveij- um hefðu hjálpað til við að við- halda hernaðaijafnvægi og friði í Evrópu. „Willy Brandt átti það skilið að fá friðarverðlaunin [árið 1971] og ég tel að það hafí ekki verið neitt athugavert við það, að hann hafði baráttumann fyrír friði sér við hlið,“ sagði Guillaume. Fyrram yfírmaður Guillaumes, Wolf, er nú sakaður um landráð og að hafa fengið „moldvörpur" og gagnnjósnara á sitt band í vestur-þýska stjómkerfínu. Hann brosti oft á meðan verið var að yfírheyra Guillaume og er yfír- heyrslunni lauk heilsuðust þeir með handabandi. Seðlabankastj óranum í Kína vikið frá vegna efnahagsóreiðunnar „Gorbatsjov Kína“ falið að rétta efnahaginn við Peking. Reuter, The Daily Telegraph. DAGBLAÐ í Hong Kong, sem nýtur stuðnings kínversku stjórnarinn- ar, skýrði frá því í gær að seðlabankastjóranum í Kína yrði vikið úr embætti. Heimildarmenn í Peking sögðu ástæðuna ringulreið í efnahagslífinu sem skapast hefur vegna gífurlegrar þenslu á undan- förnum misserum. Að sögn dagblaðsins tekur Zhu Rongji aðstoðar- forsætisráðherra við embættinu. Þar með yrði hann gífurlega valda- mikill því hann fer þegar með efnahagsmálin innan kínversku stjóm- arinnar og gengur í störf forsætisráðherrans, Lis Pengs, sem hefur verið óvinnufær vegna hjartasjúkdóms. Zhu hefur verið í fylkingarbijósti þeirra sem hafa beitt sér fyrir efna- hagsumbótum og stjómin beinir nú sjónum sínum til hans þegar leysa þarf vandamálin sem skapast hafa vegna umbótanna. Ríkisíjármálin hafa farið úr böndunum, verðbólgan er orðin geigvænleg, hvert fjár- málahneykslið hefur rekið annað, mikil ólga er á meðal bænda og stjómin hefur ekki lengur taumhald á útgjöldum ríkisins. Stjómin hefur misst tökin á efnahagslífínu á sama tíma og hagvöxturinn heldur áfram að aukast; í fyrra varð hann 12% og verður að öllum líkindum enn meiri á þessu ári vegna uppgangs einkafyrirtækja og erlendra fjár- festinga. Reutor 1313 ár frá dauða Husseins „Gorbatsjov Kína“ Zhu hefur þótt líklegur arftaki Dengs Xiaopings, leiðtoga landsins, sem verður 89 ára gamall í ágúst. Vandamálin sem honum er ætlað að leysa gætu hins vegar orðið honum að falli. „Þeir hafa sleppt töfraandanum úr flöskunni með efnahagsumbótum," sagði vest- rænn stjómarerindreki í Peking. „Hvernig geta þeir haft taumhald á efnahagnum þegar þeir hafa misst tökin á héraðunum?" Auk þess sem Zhu hefur farið með efnahagsmálin innan stjómar innar og leyst Li Peng af hefur honum verið falið að leysa vanda- mál sem steðja að landbúnaðinum. Hann hefur verið nefndur „Gorba- tsjov Kína“ frá því hann var borgarstjóri Shanghai en hann er sjálfur lítt hrifinn af því að vera líkt við síðasta sovétforsetann. „Ef ég væri Gorbatsjov Kína væri ég núna í miklum vanda,“ sagði hann í tímaritsviðtali þegar hann varð aðstoðarforsætisráðherra árið 1991. MÚSLIMAR minntust þess í gær að 1313 ár eru liðin frá því Hussein, sonarsonur Múhameðs spámanns, var drepinn. Myndin var tekin á göngu í bænum Mabatiyeh í Suður-Líbanon og er af heittrúuðum shítum sem hrópa íslömsk vígorð. Shítar hafa þá hefð að beija sjálfa sig til tákns um sorg og það skýrir blóðið á ungu mönnunum á myndinni. ERLENT,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.