Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993
21
Reuter
Viðgerðir í Bagdad
IRASKIR verkamenn undirbúa hér viðgerðir á höfuðstöðvum leyni-
þjónustunnar í Bagdad eftir eldflaugaárás Bandaríkjamanna um
helgina. Konan á myndinni er verkfræðingur og segir verkamönnun-
um til.
Úkraína gagnrýnir árás á írak
Tefur staðfestingu
START-samnings
^ Kíev. Reuter. ^ ^ ^
ÚKRAÍNUSTJÓRN telur, að árás Bandaríkjamanna á írak geti taf-
ið fyrir staðfestingu tveggja mikilvægra afvopnunarsamninga á
úkraínska þinginu. Samkvæmt þeim eiga Úkraínumenn að losa sig
við eða eyða 176 langdrægum kjarnaflaugum, sem voru þeirra hluti
í kjarnorkuvopnabúri Sovétríkjanna.
Anatolíj Zlenko, utanríkisráð-
herra Úkraínu, sagði á fundi með
bandaríska sendiherranum í land-
inu, að vegna árásar Bandaríkja-
manna teldu margir úkraínskir
þingmenn tryggara, að landið réði
yfir kjarnorkuvopnum. Ylli miklu
um það óttinn við Rússa, sem ráðið
hefðu yfir landinu í 300 ár, auk
þess sem Úkraínumenn treystu því
ekki, að Bandaríkjamenn gætu
ábyrgst öryggi þeirra.
Ekki rætt við Úkraínumenn
Zlenko sagði einnig, að Banda-
ríkjastjórn hefði látið Rússa vita af
árásinni með klukkustundarfyrir-
vara en ekki haft fyrir því að ræða
við stjórnvöld í Úkraínu. Hingað til
hafa þau stutt allar aðgerðir Banda-
rílq'amanna í Irak en augljós eftir-
sjá þeirra í kjarnorkuvopnunum
hefur spillt nokkuð samskiptunum.
GegnJjví að staðfesta samningana
vilja Úkraínumenn, að Bandaríkja-
stjórn veiti þeim öryggisábyrgðir
og kosti eyðingu eldflauganna og
aðra afvopnun. Er sá kostnaður
áætlaður tveir milljarðar dollara.
Danir lækka
tekjuskattinn
Kaupmannahöfn. Reuter.
DANSKA þingið hefur samþykkt verulegar breytingar á skattalög-
gjöfinni og er megintilgangur þeirra að stuðla að auknum hagvexti
og lækka almennan tekjuskatt á næstu fimm árum. Verður skatta-
lækkunin fjármögnuð með svokölluðum umhverfissköttum.
Lagabreytingin var samþykkt
með 65 atkvæðum gegn 64 en 50
þingmenn voru fjarverandi. Gerir
hún ráð fyrir, að hæsta tekjuskatts-
Danir í
fræðslnför
td Færeyja
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
FJÁRLAGANEFND danska
þjóðþingsins ætlar til Færeyja í
september til að reyna að kynna
sér hvað það var, sem fór úr-
skeiðis.
Nefndin hyggst kanna hvers
vegna færeyski landsjóðurinn er
gjaldþrota og kominn upp á framlög
frá Dönum. Framfaraflokkurinn
danski segist búast við forvitnilegri
skýrslu að ferðinni lokinni.
þrepið lækki úr 70% í 60% og það
lægsta fari í 40% en er nú rúmlega
50%. Skattstofninn verður hins veg-
ar breikkaður með því að fækka
frádráttarliðum, einkum húseig-
enda, og greiðslur til tryggingakerf-
isins verða auknar.
Á móti þessu koma nýir skattar
á bensín, rafmagn, suma flokka
bifreiða, hita og vatn. Danska
stjórnin hefur reiknað út, að með
þessu muni skattbyrði atvinnuveg-
anna hækka um 30 milljarða ísl.
kr. en atvinnurekendur segja aftur
á móti, að hún aukist næstum um
80 milljarða.
FIDE varð að bregðast
við brotthlaupi Kasparovs
- segir Friðrik Ólafsson stórmeistari
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari segist út af fyrir sig skilja
þá ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) að svipta Garrí
Kasparov og Nigel Short ELO-stigunum. Þeir hafi sagt sig
úr lögum við FIDE og sambandið hafi hlotið að bregðast
við því þótt e.t.v. hafi verið sjálfsagt að leita vægari úrræða
fyrst. Michael Stean, blaðafulltrúi Nigels Shorts, segir
ákvörðun FIDE barnalega. Lögsókn gegn FIDE sé hins veg-
ar ekki inni í myndinni, menn vonist til þess að sambandið
sjái að sér auk þess sem PCA, samtök Kasparovs og Shorts,
muni halda eigin mót þar sem vera manna á ELO-lista FIDE
skipti engu máli.
„Kasparov og Short sögðu sig
úr lögum við FIDE og forsvars-
menn sambandsins urðu auðvitað
að bregðast við því á einhvern
hátt í samræmi við lög og reglur
FIDE,“ segir Friðrik Olafsson en
hann er fyrrverandi forseti FIDE.
„Ef menn vilja ekki tefla innan
vébanda FIDE er líka ljóst að
þeir vilja ekki heyra undir kerfi
sambandsins og þá er e.t.v. ekki
fjarri lagi að þeir njóti ekki þeirra
hlunninda sem aðild að FIDE
felur í sér. En svo má reyndar
efast um að FIDE hafi einkarétt
á ELO-stigunum. Það má hugsa
sér að fara hefði mátt vægar í
sakirnar til að byija með og hafa
stigin t.d. til viðmiðunar fremur
að þau væru felld úr gildi.“
Friðrik segist hafa hitt Flor-
encio Campomanes, forseta
FIDE, í Vínarborg á dögunum
en þar tók Friðrik þátt í keppni
eldri meistara gegn bestu skák-
konum heims. „Campomanes
sagðist hafa vonast eftir friðsam-
legri málamiðlun en greinilega
hefði ekki verið neinn vilji til slíks
hjá Kasparov og Short. En það
er ljóst að málið er komið í þann
farveg að hart mætir hörðu og
samningsflötur virðist ekki á
því.“ Friðrik segist ekki telja rétt
að líta svo á að Kasparov og
Short hafi verið sviptir atvinnu-
réttindum. „Það veit auðvitað
allur heimurinn að þetta eru
sterkustu skákmennirnir og
mótshaldarar vilja fá bestu
Friðrik Ólafsson
mennina án tillits til þess hver
stig þeirra eru. Slík mót yrðu lík-
lega aldrei viðurkennd af FIDE
og þátttakendur í þeim gætu
sætt viðurlögum t.d. þeim að
verða sviptir aðild að FIDE. Það
er spurning hvort sterkustu skák-
mennimir myndu hætta á slíkt.“
Skákmenn hafa misst trúna
á Kasparov
Skákheimurinn er klofinn og
skammt í að þrír menn geri til-
kall til heimsmeistaratitils, þ.e.
sigurvegararnir úr heimsmeist-
araeinvígjunum tveimur í haust
og Bobby Fischer. Friðrik segist
hafa heyrt af hugmyndum móts-
haldarans í Vínarborg, Hollend-
ingsins Japs van Oosteroms, um
að halda skákmót á næstunni
með þeim sem helst koma til
greina í keppni um heimsmeist-
aratitilinn burtséð frá því hvort
þeir séu innan eða utan FIDE.
Tilgangurinn væri að finna lausn
á þessu vandamáli. „En það tor-
veldar lausn málsins hve Ka-
sparov er óáreiðanlegur. Smám
saman hafa aðrir skákmenn fjar-
lægst hann og misst á hann
trúna. Þegar hann hleypur út
undan sér núna og Short með
honum þá eru aðrir skákmenn
ekkert ginnkeyptir fyrir því að
fylgja á eftir. En ef sterkustu
skákmennirnir ná saman þá er
það af hinu góða jafnvel þótt það
sé utan FIDE, þeir telja sig þá
e.t.v. losna um leið úr tengslum
við ýmislegt sem þeim hefur þótt
of áberandi í starfi FIDE eins
og útbreiðslustarf í þriðja heimin-
um og alls kyns hreppapólitík,"
segir Friðrik.
Girnilegt boð
Michael Stean, umboðsmaður
Nigels Shorts, segir að breska
skáksambandið ætli að mótmæla
ákvörðun FIDE kröftuglega fyrir
hönd Shorts. Hvað varðar áhrif
þess að detta út af stigalistanum
segir Stean að Short muni nátt-
úrulega eiga þess kost að tefla á
millisvæðamóti PCA í desember
og til þess þurfi engin ELO-stig.
Hann segir að 50 sterkustu skák-
mörinum heims miðað við ELO-
lista FIDE verði boðið að vera
með í næstu heimsmeistara-
keppni PCA og aðspurður um það
hvort von sé á fleiri þátttakend-
um en Short og Kasparov segir
hann: „Ég held að mikill meiri-
hluti muni þekkjast boðið efir að
hafa lesið boðsbréfið. Verðlaunin
eru að öllum líkindum talsvert
hærri en þau sem bjóðast í FIDE-
keppninni.“
NYTT HJOL FYRIR NOTAÐ
----------------------1- milligjöf
Fjallahjól 26" 21 gírs Dömuhjól 26" 3 gíra
Réttverð kr. 33.900 Réttverð kr. 23.200
Tilboðsverð kr. 31.500 Tilboðsverð kr. 19.900
-Notaðhjól kr. -5.000 -Notaðhjól kr. -3.980
Mismunur kr. 26.500 Mismunur kr. 15.920
Staðgreitt kr. 25.175 Staðgreitt kr. 15.124
VERSLIÐ í TRAUSTRI VERSLUN
* FULLKOMIN VARAHLUTAÞJÓNUSTA
* ÁRS ÁBYRGÐ Á NÝJUM HJÖLUM
* UPPHERSLA EFTIR EINN MÁNUÐ
* FULLKOMIÐ VERKSTÆÐI, VANIR MENN
Barnahjól 4-5 ára
Rétt verð kr. 9.500
-Notað hjól kr. -1.900
Mismunur kr. 7.600
Staðgreitt kr. 7.220
Barnahjól f. 6 ára,
Rétt verð kr. 17.350
-Notað hjól kr. -3.470
Mismunur kr. 13.880
Staðgreitt kr. 13.186
Fjallahjól 26' " 18 gíra,
Rétt verð kr. 24.800
-Notað hjól kr. -5.000
Mismunur kr. 19.800
Staðgreitt kr. 18.810
Símar: 35320
688860
Ármúla 40