Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 29 Þórlaug Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 22. nóvember 1922 Dáin 22. júní 1993 Segðu raér söguna aftur, söguna þá í gær, um litlu stúlkuna ljúfu með ljósu fléttumar tvær. í þögninni, sem ríkti í húsinu eftir að okkur hafði verið tilkynnt lát ömmu Þórlaugar, hljómaði í höfði mér þetta lag. Amma söng það einu sinni þegar við Anna vor- um litlar og lékum okkur hjá henni á Langeyrarveginum. Eftir að hún hafði lokið laginu, hlupum við strax og settum í okkur tvær fléttur og ég man sérstaklega hvað ég var montin af að vera ljóshærð þennan dag. Laginu fylgdi að sjálfsögðu saga, en hana man ég ekki lengur. Minnið mitt er nefnilega ekkert í líkingu við minnið hennar ömmu. Hún kunni skil á öllum atburðum, stöðum og fólki sem hugsast gat og hafði ánægju af að rifja upp og segja frá, enda hæfileikarík á því sviði. Frásagnaraðferð ömmu fannst okkur mæðgunum vel lýst í sögunni um litlu músina Pílu Pínu: „En henni þótti efnið varla nógu stór- fenglegt og skáldlegt, svo að hún fór að dæmi góðra sagnamúsa, að halda sig ekki nákvæmlega við staðreyndirnar, heldur skálda inn í eftir þörfum, hér og þar.“ Amma var sannkölluð sagnamús. Sögurnar sínar sagði hún á þeirri góðu og fallegu íslensku sem henni var töm og ég held að skýrasta myndin sem við systkinin eigum af henni sé þegar hún stóð í eldhúsinu, segj- andi frá á meðan við sátum á koll- unum við borðið með djús og randal- ínu. Eldhúsið verður tómlegt án hennar. Amma var búin að segja að hún myndi ekki halda fleiri jóla- boð, en okkur grunaði ekki að sú spá myndi ganga eftir á þennan hátt. Þórlaug ammá kvaddi okkur á fallegu sumarkvöldi, þegar allt var kyrrt og himinninn skartaði sínum fegurstu litum. Nú býr hún í þessum fallega og kyrra himni og skrifar sögurnar sínar í skýin. Með þessum orðum kveð ég ömmu fýrir hönd okkar systkin- anna. í minningunni lifir góð kona. Guðlaug Kristjánsdóttir. Elsku langamma mín, mér þykir mjög vænt um þig. Nú ertu dáin og farin upp til Guðs. Ég vona að þér líði vel hjá Guði. Mér fannst gaman að koma til þín, þú varst alltaf svo góð við mig. Ég hugsa alltaf til þín, elsku langamma mín. Lilja Guðrún. Okkur langar í fáum orðum að minnast elsku ömmu okkar, sem hefur nú kvatt þennan heim. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hana aftur í þessu lífi, en minning um góða og ástríka ömmu mun þó alltaf búa í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, við biðjum Guð að styrkja þig á þessari sorgarstund og við vitum að amma er nú í góð- um höndum hjá Guði. Róbert, Guðrún, Þórlaug, Kristín og Lísa. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 RAÐA UGL YSINGAR Bifvélavirki óskast eða maður vanurviðgerðum á stórum bílum. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar í síma 673828. Kennarar Kennara vantar að Barnaskólanum á Eyrar- bakka. Um er að ræða almenna kennslu, einkum yngri barna. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 98-31141 eða 98-31117. Hótelstarf Vanur starfskraftur, eldri en 30 ára, óskast straxtil starfa við þrif á herbergjum hótelsins. Nánari upplýsingar veitir Gylfi á staðnum í dag og á morgun. Bergstaðastræti 37. Sjúkrahús Akraness Skrifstofumaður Sjúkrahús Akraness auglýsir stöðu skrifstofumanns lausa til umsóknar. í starfi skrifstofumanns felast m.a. merkingar og færslur bókhalds, útskrift reikninga og önnur almenn skrifstofustörf. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun, þekkingu á bókhaldi og reynslu í notkun tölva. Vinnutími er frá kl. 8.00 til 16.00. Best væri að umsækjandi gæti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir skrif- stofustjóri í síma 93-12311. Umsóknir sendist til skrifstofustjóra Sjúkra- húss Akraness fyrir 8. júlí. Beltagrafa Vill kaupa nýlega eða nýja 30-40 tonna beltagröfu. Tilboð sendist í bréfsíma 97-12010. Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Athygli er vakin á að Iðntæknistofnun verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til og með 6. ágúst 1993. Áríðandi prófanir og gæðaeftirlit á sviði suðu- tækni verður starfrækt meðan á lokun stendur. M lóntæknistof nun I ■ IDNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt, 112 Reykjavík Sími (91) 68 7000 Uppboð Framhald uppboðs á neöangreindri fasteign verður háð fimmtudag- inn 8. júlí 1993 á eigninni sjálfri, sem hér segir: Hafnarbraut 34, Neskaupstað, þinglýst eign Ásólfs Gunnarssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Austurlands. Kl. 14.00. Sýslumaðurinn i Neskaupstað, 1. júlí 1993. SJÁLf=STJE«MSf=LOKKURINN F í l. A ('. S S r A R F liriMI).M.I UK F • U S Þórsmerkurferð Heimdallar verður farin helgina 2.-4. júlí. Brottför verður frá Valhöll, Háaleitis- braut 1, kl. 19.30 á föstudag, en komið verður til baka síðdegis á sunnudag. Gist verður í tjöldum á einum besta stað í Húsadal. Innifalið í verði: Rútuferðir, tjaldstæði, morgunverður laugardag og sunnudag, grillveisla á laugardag og gönguferö um svæðið undir leiösögn á laugardag. Verð aðeins kr. 3.700 fyrir félagsmenn en 4.000 fyrir aðra. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. fomhíáfp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma I Þríbúðum. Fjölbreyttur söngur. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjélp. Orö lífsins, Grensásvegi8 Vakningasamkoma í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur og beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Þórsmerkurferð 2.-4. júlí. Félags- og fjölskyldutilboð þessa helgi. Um er að ræða helgarferð þessa helgi með gistingu í skála á kr. 4.950 fyrir félaga en kr. 6.600 fyrir aðra. Fyrir félagsmenn Ferðafélagsins gildir afsláttur í ferðir einnig fyrir maka og börn. Athugið að börn og unglingar 7-15 ára greiða hálft gjald i helg- arferðir og fritt er fyrir börn yngri en 7 ára. Það borgar sig að ger- ast félagi í Feröafélaginu fyrir essa helgi. ferðinni verða skipulagðar bæði lengri göngur og léttari fjöl- skyldugöngur. Góð fararstjórn. Útigrill á staðnum. Brottför kl. 20.00. Pantið og takið farmiða fyrir hádegi föstudag 2. júlí. Munið sunnudags- og miöviku- dagsferðirnar til Þórsmerkur. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Fró Ferðafélagi íslandsl Helgarferðir til Landmanna- lauga hefjast þessa helgi. Gist i sæluhúsi F.í. Gönguferöir um nágrennið, s.s. Bláhnúk, Suöurnámur og víðar, 2.-4. júli: Hörðudalur - Hftar- dalur. Gengið frá Hörðudal um gamla þjóðleið til Hítardals. Gist í tjöldum. 2.-4. júlí: Jöklanámskeið fsalp (í Kerlingarfjöllum). Laugardaginn 3. júlí kl. 09: Hagavatn (dagsferð). Hagavatn er austan undir Hagafelli f Langjökli. Ekið verður að Eini- felli þar sem sæluhús F.f. er. Gönguferðir aö vatninu, Farinu og ef tími leyfir um Brekkna- fjöll. Þægilegar gönguleiðir. Sunnudaginn 4. júlí — dagsferðir F.Í.: Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð (verð kr. 2.500) og sumarleyfis- dvöl. 1) Kl. 10.30 Gullbringa - Vörðu- fell - Herdísarvik. Gengið frá Gullbringu austan Kleifarvatns að Vörðufelli (526 m) og áfram niöur til Herdísarvíkur. 2) Kl. 13 Fjölskylduferð í Her- dísarvík. Herdísarvík var áður kunn verstöð með fjölda sjóbúða og sér fyrir rústum margra þeirra enn. Sömuleiðis sjást grjótgarð- ar í hrauninu, þar sem fiskurinn var hertur. Einar Benediktsson skáld bjó í Herdísarvík siðustu æviár sín. Gaf hann Háskóla Is- lands jörðina árið 1935. Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallvoigarstíg 1 • simi 614330 Kvöldferð fimmtudag 1. júlí kl. 20.00: Sigling um sundin blá. Farið verður frá Suðurbugt (gömlu höfninni), bryggjunni neðan við Hafnarbúðir. Siglt m.a. að Akur- ey, Engey og Lundey. Stutt við- staða í Viðey. Verð kr. 1.000/1.100, frítt fyrir börn yngri en 15 ára. Helgarferðir 2.- 4. júlí: Básar við Þórsmörk. Nú er komið hásumar í þessari nátt- úruperlu. Fjölbreyttar ferðir með fararstjóra um Goðalandið og Þórsmörkina. Gist í skála eða tjöldum. Góð aðstaða. Farar- stjóri: Margrét Björnsdóttir. Básar - Fimmvörðuháls. Ekið í Bása á föstudagskvöldi, farið að Skógum á laugardags- morgun og gengið aftur í Bása sama dag. Fararstjóri: Gunnar Gunnarsson. Botnssúlur. Gönguferð með allan búnað úr Botnsdal á Botns- súlur og yfir á Þingvelli. Gist í tjaldi og skála. Tilvalin æfing fyr- ir lengri ferðir sumarsins. Fararstjóri: Hörður Haraldsson. Að Kötlurótum. Gengið á Mælifell og svæðið ofan Mýr- dals skoðað. Gist í tjaldi. Farar- stjóri: Sigurður Einarsson. Nánari upplýsingar á skrifstofu Útivistar. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.