Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 01.07.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 33 TONLIST Ein af litríkustu plötum þessa árs Inýjasta tölublaði þýska vikurits- ins Der Spiegel er fjallað um hina nýju plötu Bjarkar Guð- mundsdóttur „Debut“ á jákvæðan hátt. Fær platan allítarlega um- ijöllun. Blaðið sem er ótvírætt hið áhrifamesta á þýsku málsvæði hefur áður fjallað nokkuð um verk Sykurmolanna, en í þeirri hljóm- sveit var Björk áður. Eftir að hafa rakið ferii Bjarkar til þessa segir Der Spiegel: „Núna hefur hið raddsterka konubarn yfirgefið eyjuna sína og þarmeð sagt skilið við skerandi tóna fortíð- arinnar: Hún er flutt til London og er búin að taka upp sólóplötu — án gömlu rokkfélaganna. Skírn- arnafn hennar eru nú hennar ein- asta listamannsnafn. Og líkt og vildi hún gleyma fortíð sinni og þremur Sykurmolaverkum kallar hún plötuna ranglega debútt: „Debut“ er tákn flóttans frá nesja- mennskunni og frægðinni, sem eina popphljómsveitin sem nokk- um tíma hefur komið frá íslandi, öðlaðist. „Ég þoldi aldrei gítar- rokkið hjá Sykurmolunum,“ segir Björk þvermóðskufull. Þessi falska frumraun afhjúpar nýja Björk og tónlistarsmekkurinn kemur mjög á óvart en honum hélt hin „mjög svo venjulega ís- ienska húsmóðir“, eins og hún orðar það, leyndum árum saman. „Debut“ er örugglega ein af lit- ríkustu plötum þessa árs og endur- speglar óstöðugt líf tónlistar- manns á heimsvísu — þó er hún í samræmi við nýjustu popp- strauma og er undir áhrifum frá þýsku teknói og bandarískri Ho- use-tónlist.“ Umfjöllun í The Guardian Þrátt fyrir að „Debut“ hafi ekki selst eins vel í Bretlandi og leit út fyrir í fyrstu, helgar dagblaðið The Guardian Björk hálfa forsíðu á fylgiblaði sínu, Women, 22. júní sl. Er þar rakinn söngferill Bjark- ar með Sykurmolunum, auk þess sem fjallað er lítillega um nýjasta geisladisk hennar. Viðtalið er þó frekar á persónulegu nótunum og er fjallað um giftingu og skilnað Bjarkar, auk þess sem Sindra son hennar ber á góma, en hann er nú orðinn sex ára. Segir meðal annars í blaðinu að Björk, eins og margar aðrar þekktar söngkonur, hafi alist upp í ringulreið hippatímbilsins með tiiheyrandi tónlist frá morgni til kvölds. Þá spyr blaðamaður meðal annars hvernig henni líki tilhugs- unin um að verða stjarna og vitn- ar þar til blaðafulltrúa hennar, sem kveðst búast við að geisladisk- urinn lendi ofarlega á vinsældar- listum. „Okkur Sykurmolunum þótti frægðin leiðinleg. Auk þess er _er ekki nokkur maður stjarna á ís- landi, því þar er svo fámennt. Maður getur alveg eins rekist á svokallaðar stjörnur kaupa kló- settpappír í stórmörkuðunum. Ég er með mínar efasemdir um frægð. Það geta allir orðið frægir — það þarf ekki nema ganga einu sinni nakinn um göturnar,“ svarar Björk og bætir við síðar í viðtalinu þegar útlit hennar er til umræðu: „Ef fólk sér mig sem kyntákn hefur mér alltaf fundist það þeirra vandamál." Þegar halda á skemmtilega veislu þá eru Valhallartiöláfn mállð! Auk 200-800 m2risatjaldanna bjóðum við nú upp á stórskemmtileg 36, 54 og 162 nfsamkomutjöld, sem leigjendur reisa auðveldlega sjálfir. TJALDAUEIGA Upplýsingarogpantanir KOLAPORTSINS í síma 625030. Nýja platan liennar Bjarkar Guð- mundsdóttur fær jákvæða um- fjöllun í vikuritinu Der Spiegel. Það er engin gengisfelling hjá okkur, og ekki nóg með það, heldur bjóðum við 20% afslátt aföllum jazz „ Voltage" fjallahjólum VERÐ ÁDUR 26.842 sji VERDNÚ:21.474 m Jazz „ Voltage" hefur verið útnefnt „BESTU KAUP" ár eftir ár í bandaríska neytendablaðinu „Consumer Report' Á JAZZ/TREK FJALLAHJÓLUM Jazz „Voltage" 26", svört eða rauðgul/dökkfjólublá (tvílit) í fimm stellstærðum. Kromolý/stál-stell með ævilangri ábyrgð.Gírar (18 gíra), átaksbremsur og sveifarsett (krankur) frá Shimano og Weinmann álfelgur með grófum dekkjum. Líka til í 24" stráka- og 26" kvenhjól eins og að ofan en í tveim stellstærðum. °r^~ÖRNINNF» RAÐGREIÐSLUR SKEIFUNNI11, REIÐHJÓLAVERSLUN OG HJÓLABRETTAVERSLUN SÍMI679890, VERKSTÆÐI SÍNtl 679891 Áskrijiorsiminn er 83033 VERSUÐ VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ MARGBORGAR SIG! - 68 ÁRA REYNSLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.