Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 34

Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrtitur (21. mars - 19. apríl) Ef þú ætlast til of mikils geturðu lent í ógöngum. Sameiginlegir hagsmunir maka hafa forgang í dag, en ráðgjöf getur verið göll- uð. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér opnast nýjar leiðir til aukins frama. Þú ert á báð- um áttum varðandi fjárfest- ingu. Gakktu hægt um gleð- innar dyr í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Leitaðu tilboða frá fleirum en einum varðandi viðgerð- arkostnað. Hagsmunir sam- heija þróast til betri vegar í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H$0 Hikaðu ekki við að leita að- stoðar við lausn verkefnis. Þú afkastar meiru í einrúmi heima fyrir í dag en á vinnu- stað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu ekki sölumennsku glepja þig til að kaupa það sem þú hefur ekki not fyrir. Leitaðu ráða hjá fagmönn- um ef þú ert í vafa. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) jjí' Þú hikar við að taka á þig aukna ábyrgð. Þú getur gert góð kaup í dag. Varastu of mikið sjálfsdekur í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú nýtur góðs af bjartsýni þinni, en átt erfitt með að gera upp hug þinn varðandi viðskipti. Kynntu þér vel bæði kosti og galla. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Ummæli vinar geta verið villandi. Þér gefst tækifæri til tekjuöflunar, en það felur ekki í sér að þú þurfir að kaupa einhvem óþarfa. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Vinir veita þér brautargengi í dag. Tilboð um skyndi- gróða getur verið varasamt. Farðu varlega með kredit- kortið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vinnur vel á bak við tjöld- in í dag. Þú heillast af ný- stárlegri kenningu en lætur þó skynsemina ráða gerðum þínum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ert að íhuga heimsókn til vinafólks úti á landi. Freistandi tilboð getur verið varasamt. Ekki eiga við- skipti við okrara. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) £ Dagurinn færir þér ný tæki- færi og þú átt erfítt með að einbeita þér að skyldustörf- unum. Láttu ekki draumóra taka völdin. Stjörnuspá á að lesa sem dægra- dvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísinda- legra staðreynda. TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND Er manni nokkurn tímann leyft að koma aftur, þegar Aðeins ef maður hefur höndina stimplaða. maður deyr? BRIDS Þetta gæti verið reiknings- dæmi í grunnskóla: „Jón skellir sér í sjöbíó, en er seinn fyrir. Það er búið að dempa ijósin þeg- ar hann gengur inn svo hann verður að velja sér sæti af handahófí. Þetta er lítill salur með aðeins 26 sætum og þar af eru 10 þegar upptekin. Svo vill til að af þeim 10 sætum sem eru upptekin eru 7 númeruð með oddatölu, en 3 með jafnri tölu. Hveijar eru þá líkurnar á því að Jón setjist í oddatölusæti?" (Gamli reikningskennarinn minn hefði spurt: „Hvaða mynd var verið að sýna?“, Norður ♦ ÁK762 V KD5 ♦ 7 ♦ K1032 Suður ♦ DG983 y Ás ♦ Á4 ♦ ÁG74 Hér er reikningsdæmi af ná- kvæmlega sama toga: Suður spilar 7 spaða og fær út tígul- drottningu. Hann þarf bersýni- lega að fínna laufdrottninguna og getur svínað á hvorn veginn sem er. En fyrst tekur hann trompin. Það kemur í Ijós að austur á ekkert og hann hendir þremur tíglum. Báðir mótheijar fylgja lit í hjartanu og eins þeg- ar tígullinn er trompaður. Nú er stóra stundin runnin upp og spurningin er: Hvernig á að fara í laufíð. Skoðum fyrst aftur fyrra reikningsdæmið. 16 sæti eru laus, þar af 6 merkt oddatölu og 10 merkt sléttri tölu. Líkurn- ar á því að Jón setjist i oddatölu- sæti eru því greinilega 3 á móti 5, eða 38%. í brids má beita sömu rök- fræði „lausra sæta“. Lítum nú á reikningsdæmið hið síðara. Báðir mótheijarnir byija með 13 spil. Það sannast strax að austur á engan spaða, en vestur þijá. Þar með hefur austur 13 auð sæti fyrir laufdrottninguna, en vestur aðeins 10. Þar eð taln- ing fæst ekki í rauðu litunum teljast þeir ekki með, og endan- legar líkur þegar ákvörðun er tekin eru 13 á móti 10 að lauf- drottningin liggi í austur. SKÁK Á árlega minningarmótinu um Capablanca á Kúbu kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlegu meistaranna James Howell (2.470), Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Jorge Vilela (2.430), Kúbu. 29. Dxb7! — Rd5 (Uppgjöf, en svartur mátti ekki þiggja drottn- ingarfómina: 29. — Dxb7, 30. Bc5h— Hd6, 31. Hxd6 og svart- ur getur ekki varist tví- og frá- skákarhótunum hvíts.) 30. Bc5+ — Kf6, 31. Dxc7 (Með peði yfír hefur hvítur ekkert á móti upp- skiptum) 31. — Rxc7, 32. Hxd8 - Hxd8, 33. Bb6 - Hd8, 34. Hdl — Ke7, 35. Bxc7 og svartur gaf fljótlega þetta vonlausa enda- tafl. Mark Hebden, nýbakaður enskur stórmeistari um þrítugt sigraði á mótinu með 9 v. af 13 mögulegum. Jesus Nogueiras, öflugasti skákmaður Kúbveija kom næstur með 8V2 v. <jg landi hans Vera varð þriðji með 8 v. ásamt Spánveijanum Magem. Hebden sem tefldi á alþjóðamót- inu á Vestfjörðum í nóvember hefur verið sigursæll í vor, sigraði einnig á sterku opnu móti á Benedorm á Spáni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.