Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ Í993 39 VELVAKANDI EKKERT AÐ ÞJÓNUSTU SKÍÐASKÁLANS ÉG GET ekki orða bundist eft- ir lestur bréfs Kristínar Guð- mundsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag þar sem hún lýsir slælegri þjón- ustu starfsfólks Skíðaskálans í Hveradölum. Ég kom þarna um daginn I sömu erindagjörðum og Kristín og ætlaði bara að fá mér kaffi. Eins og Kristínu var mér vísað niður þar sem sófarnir eru og er skemmst frá því að segja að þarna var mjög huggulegt og rójegt, þjónustan og kaffið gott. Ég held að hún ætti að þiggja boð þjónustu- fólksins um að drekka kaffið niðri þar sem hún ætlaði ekki að nýta sér þjónustuna sem veitt er uppi í matsal næst þeg- ar hún kemur þangað. Elsa. KAFFI-KRÚS, SELFOSSI MAGNÚS og Pétur vildu færa eigendum Kaffi-krúsar á Sel- fossi bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og veitingar, og þá sérstaklega fyrir „skífuskons- una“ og kaffið. Þeir vilja benda fólki á að nýta sér þessa góðu þjónustu. ÍSBJARNARMORÐ ÉG ER öskureiður og sár vegna morðsins á ísbirninum og finnst ég verða að segja eitthvað. Ég nota orðið morð af ásettu ráði. Ég held að það séu eimmitt svona menn, hjarta- og tilfinn- ingalausir að mínu áliti, sem eru að þurrka út heilu dýra- stofnana. Dýrin eru bræður okkar og systur á þessari jörð. Það er einnig sama tegund af mönnum sem er að eyðileggja jörðina okkar, gefa skít og djöf- ulinn í allt nema peninga og gróða. Lífinu á jörðinni stafar mikil hætta af svona mönnum. Stöndum vörð um dýrin og jörð- ina okkar og pössum okkur á mönnum sem eru hjarta- og tilfinningalausir. Bjarni Þórarinsson, Háagerði 35. BARNAGARDÍNU- EFNI? MIG langaði að vekja athygli á orðinu „barnagardínuefni", en það kom fyrir í auglýsingu frá Galleríi Söru í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Er átt við glugga- tjaldaefni í barnaherbergi? Ingibjörg Sigurðardóttir. TAPAÐ/FUNDIÐ Hjól tapaðist HUFFY-kvenreiðhjól, hvítt og lillablátt að lit, hvarf úr Túnun- um í apríl. Hafi einhver orðið hjólsins var er hann beðinn um að hafa samband í síma 616411. Gleraugu töpuðust KVENGLERAU GU í gráu hulstri týndust við bensínstöð- ina í Hamraborg í Kópavogi sl. sunnudagskvöld. Finnandi vin- samlega hringi í síma 41389 eftir kl. 18. Lítil skjóða tapaðist LÍTIL svört taubudda, eða skjóða, með bandi í opinu tap- aðist í Hljómskálagarðinum 17. júní. Finnandi vinsamlega hringi í síma 677442. Jakki tapaðist í Kvennahlaupinu BLEIKUR og blágrænn vind- jakki tíu ára stúlku tapaðist í Kvennahlaupinu 19. júní sl. Ef einhver veit hvar óskilamuni úr hlaupinu er að finna eða hefur fundið jakkann er hann vinsamlega beðinn um að hringja í síma 72728. Bolur týndist í Kringlunni HVÍTUR bómullarbolur, hnepptur og með blúndum, týndist í Kringlunni fimmtu- daginn 24. júní sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 627100. GÆLUDYR Kettlingar KETTLINGAR fæddir 16. apríl sl. fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 30053 eftir kl. 17. Kettlingar KETTLINGAR fást gefins. Blíðir og kassavanir. Upplýs- ingar í síma 42384. Pennavinir Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, söng og íþróttum: Masako Terada, 29-8 Tokito-cho Hakodate-shi, Hokkaido, 040 Japan. Frá Ghana skrifar 24 ára kona með áhuga á bókalestri, matargerð, bréfaskriftum o.fl.: Elisabeth Ivy Mensah, P.O. Box A 108, Adisadel, Cape Coast, Ghana. Nítján ára norsk stúlka sem safn- ar póstkortum og frímerkjum: LiseStrudshavn, 7176 Linesoya, Norway. Tvítugur breskur piltur með marg- vísleg áhugamál: Peter Thomson, 24 Heath Road North, Locks Heath, Southampton, Hampshire, England S03 6PL. Tuttugu og fimm ára Ghana- stúlka með almenn og margvísleg áhugamál: Princella Anbladid, P.O. Box 997, Cape Coast, Ghana. JAPÖNSK stúlka með áhuga tónlist og íslandi: Hitomi Tanahashi, 12-304 Minamishinden 1 chome, Daito-shi, Osaka, 574 Japan. Frá Litháen skrifar 26 ára há- skólastúdent með áhuga á tónlist og safnar póstkortum og frímerkj- um: Viktoras Uleckis, Poste Restante, 2000 Vilnius-C, Lithuania. LEIÐRETTIN G Verð á bókum hækkar ekki Varðandi grein um virðisauka- skatt á íslenska útgáfu og fjöl- miðla, sem birtist á bls. 2 í Morgun- blaðinu í gær, vill Vilborg Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, að það komi skýrt fram að félagið hafi ekki beint þeim tilmælum til félags- manna sinna að hækka verð bók- anna heldur þvert á móti að hreyfa ekkert við því. Félagið vilji að 14% vsk. leggist ofan á óbreytt verð bókanna þannig að útsöluverð til kaupenda muni hækka en ekki sjálft verðið. I JULI EIGUM VIÐ 15 ÁRA AFMÆLI Þess vegna hetur þð 5 ástæðar til að koma til okkar vikuna 1.-9. iðlí: 1. 15% afsláttur af öllum baðborðum. 2. 1.000 kr. afsláttur af Baby Björn magapoka eða skiptitösku. 3. Öllum kerrum eða vögnum frá SIMO fylgir úr og regnplast. 4. Öllum Maxi Cosi ungbarnabílstólum fylgir ann- að hvort höfuðpúði eða sólskyggni. 5. Loks rúsínan í pylsuendanum: 50% afsláttur af pokum í Maxi Cosi úr 3.990 kr. í 1.995 kr. Lokað á laugardögum í sumar. Klapparstíg 27 - Sími 19910 NONAME 'COSMETICS' FORÐUNARNAMSKEIÐ Nú hefjast að nýju hin geysi vinsælu förðunarnámskeið Kristínar Stefánsdóttur. - Eitt kvöfd. - Dog- og kvöldförðun - Persónuleg róðgjöf. ■ Aðeins 8 í hóp. NYJUNG Erla Magnúsdóttir hjá Hári og förðun mun koma og veita hverri og einni persónulega ráðgjöf um eigið hár og hárgreiðslu. VILTUVERA EIN! Býð einnig upp á sérkennslu sérstaklega hannaða fyrir þig í 2 klukkustundir. Verð 6.600,- Tek að mér alla almenna förðun. ATH. Pantið tímanlega í brúðarförðunina fýrir sumarið allir tíma að fyllast fram í september. íslandsmeistari í Dagförðun ’92 og '93 og Ijósmynda ’93. Innritun og nánari upplýsingar ísíma 26525 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Félag íslenskra förðunarfrœöinga lí.LAti ISl.tNSKKA SNVKltFRÆDlNGA i ■ EtrumitipICít^ib | Meim en þú getur ímyndctð þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.