Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 43

Morgunblaðið - 01.07.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 43 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Sanngjam KR-sigur í Reykjavíkurslagnum KR-INGAR sigruðu Valsmenn 2:0 í fyrsta leik 7. umferðar 1. deildar á KR velli í gærkvöldi, með mörkum Tómasar Inga Tómassonar og Ómars Bendtsen. Úrslitin voru sann- gjörn. Valsmenn voru reyndar nokkuð ákveðnir í fyrri hálf- leiknum, sem var þó í daufari kantinum og lítið um færi, en KR-ingar gerðu eina markið fyrir hlé og voru síðan mun betri í seinni hálfleik. Hvorugt liðið náði sér á strik í fyrri hálfleik. Hann ein- kenndist af mikilli baráttu um miðjuna, lítil áhætta var tekin og lítið um færi. Skapti Valsmenn virkuðu Hallgrímsson öllu sókndjarfari ef skrifar eitthvað var, spiluðu þokkalega úti á vellinum en síðasta sending brást allt of oft þegar þeir nálguðust vítateig KR. Svipað var reyndar upp á teningnum hjá Vals- mönnum í seinni hálfleik. Þeir ógn- uðu sjaldan; þrátt fyrir að Antony Karl væri sívinnandi í framlínunni, fékk hann ekki úr miklu að moða. Skallaði knöttinn að vísu einu sinni laglega í KR-markið seint í leikn- um, en Atli Eðvaldsson, sem var við hlið hans í teignum, stoppaði snögglega um leið og sendingin kom og gerði Valsmanninn þar með rangstæðan. Skynsamlega gert hjá Atla. KR-ingar virkuðu taugaóstyrkir framan af leiknum, en liðsmenn róuðust ögn eftir að Tómas Ingi náði forystunni á 19. mín. með góðu marki. Bjarki Pétursson var svo nálægt því að bæta við marki á lokasekúndum fyrri hálfleiks: þrumaði í stöng fyrir opnu marki eftir góða fyrir gjöf Einars Þórs. Heimamenn voru mun sterkari í seinni hálfleiknum. Réðu nánast alveg gangi leiksins, voru ákveðn- ari í sóknaraðgerðum sínum og fengu ágætis færi til að skora. Það tókst hins vegar aðeins einu sinni; Ómar Bendtsen var þar að verki, en Bjami Sigurðsson kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri með glæsilegri markvörslu. Hann var besti maður Vals í leiknum, og í raun sá eini sem lék af eðlilegri getu. Sævar Jónsson var og góður en aðrir náðu sér lítt á strik. KR- ingar unnu sanngjarnan sigur, án þess þó að vera mjög sannfærandi. Liðið getur betur en það sýndi í gærkvöldi. 1«|^KR-ingar náðu ■ ^Jknettinum á vallar- helmingi sínum og snéru vöm í sókn. Heimir Guðjónsson sendi út á hægri kant á Bjarka Péturs- son, sem sendi knöttinn síðan fallega inn á teig á Tómas Inga Tómasson. Hann þóttist ætla að skjóta, en lék laglega á Jón S. Helgason, sem kastaði sér fyrir hann, og skoraði með fai- legu skoti yst úr teignum neðst í bláhomiö Qær. Þettía var á 19. mínútu. 2«^\Sigurbjöm Hreiðars- ■ \r son var með knöttinn rétt framan við miðju en rann til og KR-ingar náðu honum. Einar Þór lék fram undír miðjan vallarhelming Vals, sendi út til vinstri á Tómas Inga sem lék inná teig og gaf síðan knöttinn fyrir markið þar sem Ómar Bendtsen skoraði af öryggi. Bjami markvörður fór á móti Tómasi, og KR-ingar voru þrír Keinum vamarmanni er r skoraði. Þetta var á 82. mín. Morgunblaðið/Kristinn Einar Þór Danfelsson, leikmaður KR, sem hér er með knöttinn, stóð sig vel í gærkvöldi. Það er Agúst Gylfason sem sækir að honum. 2. DEILD Marfcasúpa á Króknum Fyrstu grasleikir sumarsins á ísafirði og Neskaupstað Bjöm Bjömsson skrífar frá Sauðárkróki Stjaman sigraði Tindastól 3:5 á Sauðárkróki í gærkvöldi. Tindastóll fékk óskabyijun er Sverrir Sverrisson skoraði úr fyrstu sók þeirra í leiknum. Jón Þórðarson jafn- aði úr víti á 23. mín- útu og á 35. mínútu kom Leifur Geir Hafsteinsson Stjömunni yfir. Magnús Gylfason bætti þriðja markinu við á 43. mínútu, með ótrú- lega fallegu skoti af löngu færi, sem fór í þverslána og inn. Bjöm Bjöms- son lagaði stöðuna rétt fyrir leikhlé í 2:3. Stjömumenn voru frískari í síð- ari hálfleik þó Tindastólsmenn fengu sín færi. Bjami Benediktsson gerði fjórða mark Stjömunnar á 65. mínútu, og á 85. minútu gerði Jón Þórðarson annað mark sitt úr víti. Guðbjartur Haraldsson lagaði stöðuna í 3:5 mínútu síðar og það urðu lokatölur leiksins. Leikurinn var ekki vel leikinn, veðrið var kyrrt en völlurinn mjög háll. Dómari leiksins var Einar Sig- urðsson og var hann ngög slakur. Jafnt á ísafirAf Isfirðingar náðu jafntefli, 2:2, gegn Reykjavíkur Þrótti í fyrsta grasleik sumarsins á ísafirði. Þrótt- UgjBUM arar leikinn Rúnar með látum og eftir Jónatansson 15 mínútur voru þeir skrífarfrá komnir í 2:0 með isafirði mörkum Steinars Helgasonar og Ingvars Ólasonar, og allt stefndi í stórsigur. Þeir náðu hins vegar ekki að skora fleiri mörk og þegar skammt var til leikhlés var Axel Gomes markvörður Þrótt- ar rekinn af leikvelli fyrir að kasta sér aftan á fætur Jóhanns Ævars- sonar sem búinn var að leika á hann. Ur vítinu sem dæmt var skor- aði Tosic og eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik bætti hann öðru við beint úr aukaspyrnu. Þó svo að ísfirðingar væra einum fleiri voru Þróttarar sprækari, þeir börðust mjg vel allan seinni hálf- leikinn án þess þó að skora. Ágúst Hauksson var bestur Þróttara en hjá BÍ bræðumi Jóhann og Svavar Ævarssynir. Þróttur Nes sigraðí á graslnu Þróttur Neskaupstað sigraði Grindavík 2:1, í fyrsta gras- HANDBOLTI Ágúst Blöndai skrifar frá Neskaupstað leik sumarsins á Neskaupstað. Gor- an Micic skoraði strax á 10. mínútu fyrir Þrótt eftir mis- tök Þorsteins Bjarnasonar mark- varðar. Fátt markvert gerðist annað í fyrri hálfleik. Grindvíkingar sóttu meira í byijun síðari hálfleiks án þess að skapa sér vænleg færi. Á 68. mínútu fækkaði Þrótturam um einn er Eysteinn Kristinsson var rekinn út af, en þeir létu það lítið á sig fá og bættu við marki á 75. mínútu, og var þar að verki Þráinn Haraldsson. Þórarinn Ólafsson minnkaði muninn tíu mínútum síð- ar, en þó svo að Þróttarar drægju sig aftur undir lokinn var sigurinn aldrei í hættu. Þróttarinn Goran Micic var langbesti maður vallars- ins. Hollensku meistaramir í Sittard frá samnefndri borg hafa sett sig í samband við Valdimar Gríms- son, landsliðsmann í Val, og vilja fá hann til liðsins. Formaður hol- lenska liðsins kemur til landsins á mánudaginn að ræða við Valdimar. „Það er vel athugandi að fara til Hollands. Annars þekki ég ekki mikið til þessa liðs. Ég veit að liðið er núverandi meistari og hefur unn- ið meistaratitilinn tólf sinnum á síð- ustu sautján árum. Fyrirliði hol- Hilmar í FH KR-ingurinn Hilmar Björns- son gekk í gærkvöldi til liðs við FH. Félagaskiptin vora tilkynnt skrifstofu KSI á tólfta tímanum í gærkvöldi og ætti Hilmar því að verða löglegur með liðinu í bikarieiknum gegn Fylki 8. júlí. Fyrsti leikur hans í deildinni verður hins vegar gegn KR 15. júlí. ípfémR FOLK ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson, varnarmaðurinn ungi í KR, sem meiddist snemma í sumar, meiddist aftur á æfingu í fyrrakvöld og verð- ur ekki með á næstunni. Liðband í hné tognaði — sama hné og Óskar meiddist í fyrr á keppnistímabilinu — og hann leikur varla fyrr en eft- ir miðjan ágúst, ef hann yerður þá meira með í sumar. TOMASZ Jaworek, 23 ára pólskur framheiji, er á leið til Vík- inga, og leikur með þeim það sem eftir er keppnistímabilsins. Hann verður löglegur í bikarleiknum gegn Víði í næstu viku. Jaworek lék í vetur í þýsku 2. deildinni en var áður hjá pólsku 1. deildarliði. ■ GUNNAR Skúlason fékk blómvönd fyrir leikinn í gærkvöldi í tilefni þess að hafa náð 150 leikja markinu í meistaraflokki KR. Hann náði þeim áfanga gegn ÍBK í síð- ustu viku. ANDRI Marteinsson verður ekki með FH gegn Fram í kvöld vegna meiðsla og óvíst er hvort Hörður Magnússon getur leikið, af sömu ástæðu. Þeir meiddust báð- ir gegn Val í síðustu viku. ■ FRAMARAR verða einnig án tveggja góðra leikmanna; Kristján Jónsson og Valdimar Kristófers- son era báðir meiddir. Atli Einars- son, sem kom frá Víkingi á dögun- um, verður hins vegar að öllum lík- indum í byijunarliði Fram í fyrsta skipti í kvöld. ■ PAOLO Futre, portúgalski knattspymumaðurinn frábæri, hef- ur verið seldur frá Benfica til franska meistaraliðsins Marseille. Frá þessu var greint í gærkvqid^ en ekkert var látið frekar uppi; hvorki um kaupverð né annað. 1.DEILD KARLA Valdimar til Hollands? Fj. leikja U j T Mörk Stig ÍA 6 5 O 1 22: 6 15 KR 7 4 1 2 18: 8 13 FH 6 3 2 1 13: 9 11 ÞÓR 6 3 1 2 6: 6 10 VALUR 7 3 0 4 12: 10 9 FRAM 6 3 0 3 13: 12 9 ÍBK 6 3 0 3 9: 15 9 ÍBV 6 1 3 2 8: 9 6 FYLKIR 6 2 0 4 6: 12 6 VlKINGUR 6 0 1 5 6: 26 1 lenska landsliðsins og markvörður þess leika með liðinu," sagði Valdi- mar við Morgunblaðið. Valdimar er einnig með þjálfara- tilboð frá Eyjamönnum og eins hafa Þórsarar frá Akureyri haft sam- band við hann. „Eg hafði ekki áhuga á Þór, en er enn að skoða málin varðandi ÍBV. Svo gæti einn- ig farið að ég yrði áfram hjá Val. En þetta skýrist vonandi allt í næstu viku,“ sagði Valdimar. I kvöld Knattspyrna kl. 20.00 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Fram Akranes: ÍA - IBV Akureyrarv.: Þór - ÍBK Laugardalsvöllur: Vfkingur - Fylkir 4. deild karla: Melar, Hörgárdal; SM - Dagsbrún Fáskrúðsg: KBS - Valur Rf. Vopanfjörður: Einheiji - Austri SeyðisQörður: Huginn - Höttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.