Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB 170. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Genfarviðræðurnar um frið í Bosníu Aflótta undan eldregni íLíbanon LÍBANSKAR konur á þaki og í skotti bifreiðar á flótta frá suðurhluta Líbanons í gær. ísraelar svör- uðu eldflaugaárás- um Hizbollah- skæruliða á byggðir í norðurhluta Israels fimmta daginn í röð með stórskotaliðs- og loftárásum á suð: urhluta Líbanons. í gærkvöldi sögðust Israelar tilbúnir að hætta aðgerðum þar ef Bandaríkjamenn einir eða í samstarfi við önnur ríki gætu tryggt að Hizbollah hættu eldflaugaá- rásum. Reuter Ný tillaga eyk- nr friðarvonir Genf. Reuter. Daily Telegraph. BOSNÍU-Serbar og Króatar lýstu stuðningi við nýja tillögu um framtiðarskipan Bosníu sem sáttasemjararnir Owen lávarður og Thorvald Stoltenberg Iögðu fram í friðarviðræðum í Genf í gær. Vestrænir stjórnarerindrek- ar í borginni sögðust vongóðir um að múslimar myndu sömuleiðis samþykkja hana. Þá spáði Mile Akhamzic forsætis- ráðherra Bosníu því eftir fund 10 manna forsætisráðs Bosníu í gær- kvöldi að deiluaðilarnir þrír myndu allir samþykkja tillöguna sem gerir ráð fyrir stofnun lýðveldasambands. Akhamzic, sem er Króati og náinn samverkamaður Mate Bobans, leið- toga Bosníu-Króata, sagðist sann- færður um að tillagan yrði sam- þykkt. Hafa deiluaðilar verið boðað- ir til sameiginlegs fundar í dag. Fyrir fund forsætisráðsins sagðist Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu- Serba í aðalatriðum samþykkur nýju tillögunni en myndi líklega fara fram á smávægilegar breytingar. Fulltrú- ar múslima ætluðu að ganga út er tillagan var kynnt þeim en féllust á að sitja áfram er sáttasemjararnir samþykktu að breyta henni. í tillögu Owens og Stoltenbergs er gert ráð fyrir að Bosnía verði samband fullvalda lýðvelda sem setja sín eigin lög og stjórnarskrá og ráði eigin málum. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku sambandsþingi, eins og múslimar hafa lagt til, held- ur sambandsstjórn, sem leiðtogar lýðveldanna þriggja veita forystu til skiptis, og hafi hún eingöngu utan- ríkismál landsins á sinni könnu. Hosokawa forsætisráðherra fyrstu ríkisstjórnar Japans í 38 ár án þátttöku LDP Boðar pólitískar umbætur og upprætingu spillingar ^ Tókýó. Reuter. ÁTTA stjórnarandstöðuflokkar í Japan tilkynntu formlega í gær að náðst hefði samkomulag um myndun meirihluLastjórnar undir forsæti Morihiros Hosokawa, for- manns Nýja flokksins og ötuls baráttumanns gegn stjórnmála- spillingu. Leiðtogar flokkanna tóku fram að þótt það væri eitt helsta verkefni nýrrar stjórnar að uppræta spillingu í stjórnmál- um landsins og koma á pólitískum umbótum myndi stefnan í grund- vallaratriðum endurspegla stefnu fyrri stjórnar. Þingið kemur saman til sérstaks fundar í næstu viku og kýs eftir- mann Kiichis Miyazawa, fráfarandi forsætisráðherra og formanns Fijálslynda lýðræðisflokksins, sem verður nú í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í 38 ár. Hosokawa, sem hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á Siglir blind- ur Atlantsála Cape May, New Jersey. Reuter. HANK Dekker, 58 ára blindur mað- ur, lagði úr höfn í New Jersey í Bandaríkjunum í gær á níu metra slúppu og er takmark hans að verða fyrsti blindi maðurinn til að sigla einn síns liðs yfir Atlantshaf. Áfangastaðurinn er Plymouth í Eng- landi en þangað er 5.150 km leið og vonast Dekker til að vera ekki lengur en þijár vikur á leiðinni. að ganga til stjórnarsamstarfs, sagð- ist hafa skipt um skoðun vegna þess að allir flokkarnir átta sameinuðust um að bjóða honum embætti forsæt- isráðherra. „Þá fannst mér að þetta væru forlög. Að þetta væri vilji æðri máttarvalda,“ sagði Hosokawa, sem á ættir að rekja til hermannaað- als á miðöldum. Leiðtogarnir sögðu stjórnina myndu grípa til róttækra aðgerða til þess að uppræta spillingu í stjórn- kerfinu. Ekki yrði vikið frá núver- andi stefnu Japans í utanríkis- og vamarmálum; áfram starfað á for- sendum fijáls markaðar og ekki dregið úr framlögum til alþjóðlegrar friðarviðleitni undir merkjum Sam- einuðu þjóðanna. Sjá „Hosokawa undirbýr þriðju byrjunina" á bls. 21. Á skíðum yfir Norð- ursjóinn Ósló. Reuter. TROND Larsen, 36 ára gamall norskur skíðakennari búsettur í Danmörku, ráðgerir að láta draga sig á sjóskíðum yfir Norðursjó og vonast til að komast 660 kílómetra vega- lengdina á 18 klukkustundum. Veiti bresk yfirvöld honum til- skilið leyfi hyggst Larsen hefja ferðina við Tower-brúna í London en áfangastaðurinn er Esbjerg í Danmörku. Hann hyggst síðan skíða samsíða Norðursjávarfeij- unni Dana Anila frá Harwich og njóta þannig skjóls fyrir vindum. Skipstjórinn hefur þó enn ekki samþykkt það. Larsen er handhafi sjóskíða- meta, lét eitt sinn draga sig 1.962 km vegalengd á 32 stundum við strendur Danmerkur. Simon Wiesenthal um sýknudóm í máli Johns Demjanjuks í ísrael Hefði komist að sömu niðurstöðu Jerúsalem, Vín, Washinglon. Reuter. SIMON Wiesenthal, sem eytt hefur síðustu áratugum í að elta uppi stríðsglæpamenn nasista til að draga þá fyrir dómstóla, segist vera hreykinn af frammistöðu hæstaréttar ísraels í máli Johns Demj- anjuks. Rétturinn úrskurðaði í gær að ekki hefðu verið færðar sönn- ur á að Demjaiýuk væri fangabúðavörðurinn „ívan grimmi“ og sýkn- aði þvi manninn. Wiesenthai sagði að niðurstaðan sannaði að ísrael væri „siðmenntað lýðræðisríki," að sögn austurrísku fréttastofunnar APA. Um leið og dómararnir hefðu, byijað að efast um að Demjanjuk væri rétti maður- inn hefðu þeir ekki átt annars úr- kosta en sýkna hann. Israelsk vitni, sem komust lífs af úr fangabúðum og telja Demjanjuk sekan, hörmuðu mjög úrskurðinn í gær og reynt var að grýta bíl veij- andans. Rætt er um að úrskurðurinn geti orðið til að draga úr viðleitni til að rétta í gömlum stríðsglæpa- málum vegna þess hve erfitt sé að finna traust vitni. Demjanjuk, sem er Úkraínumaður að uppruna, missti bandarískan rík- isborgararétt sinn 1986. Var hann sakaður um að hafa ekki skýrt frá fyrri störfum sínum fyrir nasista. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Washington sagði í gær að Demj- anjuk fengi ekki að snúa heimleiðis en hann á fjölskyldu í Ohio. Rætt. hefur verið um að Úkraína veiti manninum landvist. Sjá „Vitnisburður búðavarða réð úrslitum" á bls. 21. Má fara en hvert? Reuter JOHN Denijanjuk glaður í bragði nieð skjöl sem staðfesta að hann sé fijáls ferða sinna. Hugsanlega snýr hann til Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.