Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 List kostar peninga _________Myndlist______________ Bragi Asgeirsson Með óskiptri athygli las ég pistil Sveins Björnssonar listmálara hér í blaðinu sl._ laugardag er bar yfir- skriftina ,,Á ekkert að kosta að sjá listina á Islandi". Hér er einmitt tekið á máli, sem lengi hefði átt að vera í brennidepli íslenskrar myndlistarumræðu og er merkilegt, að listamenn skuli ekki hafa tekið við sér fyrr. Nokkrum sinnum hef ég vakið máls á þessu í skrifum mínum, en viðbrögðin hafa látið bíða eftir sér, enda má segja að margur sé í vam- araðstöðu gagnvart okkur listrýnum á landi hér, og að áuki vinsæl íþrótt í ræðu og riti að gagnrýna gagnrýn- endur. Þetta var vitað í upphafí og skal umborið, en hins vegar virðast menn ekki hafa gert sér ljósa grein fyrir því sem ég hef margoft bent á, að virk myndlistarumræða kemur fyrst og fremst frá listamönnunum sjálf- um. Þeir eiga að vera ódeigir við að segja álit sitt í umræðu dagsins og þá einkum í viðtölum við íjölmiðla, sem því miður birtast nær eingöngu í tilefni sýningaframkvæmda og fjalla þá mestmegnis um list þeirra sjálfra og almenn viðhorf. Ég aug- lýsi hér eftir vönduðum og vel unnum viðtölum sem gneistar af. Það er hárrétt ályktað hjá Sveini, að svo virðist sem listin eigi ekkert að kosta á íslandi, enda ekki talið að um verðmætasköpun sé að ræða, heldur andlega og líkamlega afslöpp- un, tómstundagaman, eins og t.d. laxveiði, en hér skilur á milli að lax- veiði virðist mun hærra metin! Þannig er það einfaldlega ekki meðal stórþjóða, sem setja listina á oddinn og meta verðmæti hugvits á öllum sviðum. Listiðkun telst ekki afþreying heldur metnaðarfull lífs- barátta, og listnám er í eðli sínu eitt- hvað kröfuharðasta nám sem hugs- ast getur, þótt tekist hafí um stund að gera margar liststofnanir að leik- skólum og uppeldisstöðvum með póli- tísku ívafi. Víðast hvar er list metin til jafns við vísindi og er í kjarna sínum skyld þeim, og hér er umfram allt að ræða lífrænar rannsóknir. Á ferðum mínum á milli safna erlendis, hef ég löngum tekið eftir því, að alls staðar er tekinn aðgangs- eyrir nema kannski á Norðurlöndum, en það gildir þó ekki um hin stærri opinberu listhús, sem rekin eru á lík- um grundvelli og t.d. Kjarvalsstaðir og Norræna húsið, en á báðum stöð- unum er nú sem betur fer aftur far- ið að taka aðgangseyri. Þetta með kortið sem sett er í rauf og opnar hlið er snjallt, og al- veg nýtt á Miró-safninu í Barcelona, var a.m.k. ekki komið er ég skoðaði það í fyrrasumar, en það myndi vissulega henta vel hér, og um leið fengjum við réttar tölur um aðsókn á söfn og stærri sýningar. Ytra miða menn nefnilega yfírieitt tölur við aðsókn borgandi sýningargesta, en ekki smölun skólafólks, eldri borgara og fatlaðra á sýningar. Ríkislistasöfn á Norðurlöndum tóku til skamms tíma engan að- gangseyri af gestum sínum, en eru nú byijuð á því hvert á fætur öðru og nú síðast Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn. Það var eftir því tekið, að aðsókn minnkaði allnokkuð í fyrstunni enda var búið að ala fólk svo lengi á „ókeypis list“. Þetta var auðvitað vatn á myllu þess háværa hóps, sem heimtar að list og listskoðun eigi ekkert að kosta, en sáma fólkið borgar svo athuga- semdalaust inn á söfn erlendis! En málið er einfaldlega, að þeir eiga helst erindi á listasöfn, sem áhuga hafa á listum og slíkir borga fyrir sig með glöðu geði, eins og t.d. fólk sem hefur áhuga á knattspymu eða handbolta borgar fyrir sig inn á leiki. Ég persónulega hef engan áhuga á að sækja knattleiki af neinni tegund, en ætti ég þess vegna að fá ókeypis inn ef mér dytti í hug að álpast á einn leik? Vel að merkja þá taka ríki og sveitarfélög á íslandi þátt í byggingu íþróttahalla ekki síð- ur en listahalla, og það af mun meiri eldmóði. Hingað rata rándýrar sýningar á erlendri list, oftast hefur lítið eða ekkert kostað inn á þær og hér er peningurinn tekinn úr vösum hins almenna skattborgara, en hvenær hefur verið ókeypis inn á landsleiki í íþróttum? Menn taki eftir, að ef ljósmynd er t.d. tekin af myndverki fyrir blað eða tímarit, þá fær ljósmyndarinn sitt, umbrotsmaðurinn sitt og prent- arinn sitt og sá sem selur tímaritið sitt, en hins vegar fær sá er málaði myndina og kom öllu af stað ekki neitt! Nema kannski „heiðurinn og auglýsinguna" eins og svo oft er tönnlast á. Um sérstöðu, eðli og mikilvægi frjálsrar listsköpunnar má ráða af lítilli sögu, sem ég las í dönsku blaði á dögunum í tilefni áttræðis afmæli hins víðfræga teiknara Des Asmuss- en. Þar segir að hann hafi á unga aldri bókstaflega verið varpað á dyr úr auglýsingahönnunarskóla, vegna þess að lærimeistarinn sagði, „að jafn fágæta teiknihæfíleika mætti ekki eyðileggja með stöðluðu hönn- unamámi!" En hér á landi leita forlög og stofn- anir til skapandi listamanna með verkefni og komast upp með að borga þeim margfalt minna en auglýsinga- stofum. Þegar samvinna er á milli í Hjallakirkju í Kópavogi Tónlist Ragnar Björnsson Tvær þýskar tónlistarkonur, Christiane Settler, píanóleikari og Kai Júgelt, héldu tónleika í Hjalla- kirkju sl. miðvikudag á vegum Gunn- steins Ólafssonar, hljómsveitarstjóra. Hjallakirkja er nýr tónleikastaður og því forvitnilegur. Kirkjubyggingin sérkennileg og falleg og útsýni yfir Kópavoginn og fjarlæga fjallgarða, ægifagurt í því veðri sem skartaði þetta miðvikudagskvöld. Hvor það er svo kostur við kirkjuskip að útsýn- ið úr 'því freisti augans svo mjög skal ósagt látið og verður líklega að metast hveiju sinni. Af þessum einu tónleikum er útilokað að segja til um hljómburðinn, til þess þarf að heyra fleiri tegundir tónlistar. Þær stöllur Christiane og Kai eru ekki þroskaðri í list sinni en svo, að báðar verða að teljast á nemenda- stigi, einhvers staðar í miðju námi. Skemmtilegt við þær er, að báðar hafa lært töluvert á hljóðfæri. T.d. hönnuðar og myndlistarmanns um verkefni ytra, þykir sjálfsagt að borga mun meira fyrir skapandi þátt- inn. En hér er sem áður auglýsingin og heiðurinn sem vega þyngst þegar sjálf listin er annars vegar. Óhætt er að fullyrða að milljarðir hafí tapast þjóðarbúinu síðustu ára- tugi fyrir vanmat á skapandi vinnu innlendra listamanna og hönnuða, og það vegna fáfræði og ranghug- mynda á vægi og eðli hugvits. Er ekki kominn tími til að snúa við blaðinu og athuga hvernig farið er að í grónari þjóðfélögum, og eink- um vegna þess að þetta blasir nú við fólki í fjölmiðlum og þá ekki síst á skjánum? Ekki meira um þetta að sinni, en ég auglýsi eftir fleiri sjálfsprottnum pistlum á borð við þann sem Sveinn Björnsson ritaði, því að af nógu er að taka. Vísindi og listir hafa lengi verið lögð að jöfnu í hámenningarríkjum Evr- ópu og metnaðarfullir þjóðhöfðingjar kepptust við að nýta sér starfskrafta afburðamanna á sviðunum. Myndin er af málverki éftir Alexander von Seibertz, málað á dögum Maxim- ilians II kjörfursta í Bæjaralandi, og sýnir hátíðarfund vísinda- og lista- manna. Fyrir miðju er hinn nafn- kenndi landkönnuður og náttúru- fræðingur Alexander von Humboldt, en til hliðanna standa forsetar há- skólanna tveggja í Múnehen, þ.e. vísinda og lista, þeir Justus von Lieb- ig og málarinn Wilhelm Friedrich August von Kaulbach. Það var Max- imilian I sem stofnaði fagurlistaskól- ann 1808. Tríóið sem leikur í Sigutjónssafni; f.v. Elín Anna ísaksdóttir, Krist- ín Guðmundsdóttir og Tristan Cardew. Listasafn Siguijóns Olafssonar Flautur og píanó á þriðjudagstónleikum A ÞRIÐJUDAGSTONLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 3. ágúst kl. 20.30 koma fram Kristín Guðmundsdóttir flautu- leikari, Tristan Cardew flautu- leikari og Elín Anna Isaksdótt- irpíanóleikari. Á efnisskrá eru. verk eftir G.F. Handel, A.F. Doppler, G.Ph.Telemann og J.Mouquet. Kristín Guðmundsdóttir lauk burtfararþrófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1988. Að því loknu fór hún til Frakklands og stundaði framhaldsnám við Cons- ervatoire National de Bourg-la- Reine í París. Samhliða því var hún í einkatímum hjá Manuelu Wiesler í Vínarborg. Tristan Cardew stundaði nám í heimalandi sínu, Englandi, en flutti til Parísar þar sem hann nam fyrst í tvö ár við sama sk'óla og Kristín og síðar á Conservatoire d’Hector Berlioz þar sem Raymond Guiot var aðalkennari hans. Auk þess sótti hann einkatíma hjá Pierre-Yves Artaud sem kennir við Parísartón- listarháskólann. Elín Anna ísaksdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði síðan nám hjá Jiri Hlinka, prófessor við Tónlistarháskólann í Bergen, og sækir nú tíma hjá Önnu Þorgríms- dóttur. Elín starfar við píanó- kennslu samhliða tónlistariðkun sinni. sú sem tók að sér sönghlutverkið á tónleikunum að þessu sinni, Kai Júgelt, starfar sem píanókennari í Þýskalandi og að sú sem lék á píanó- ið umrætt kvöld starfar sem söng- kennari, þær eru jafnöldrur og hafa báðar stundað nám við Tónlistarhá- skólann f Freiburg. Eins og áður sagði eru þær á námsstigi og engu hægt að spá um framtíð þeirra sem tónlistarmanna og opinber gagnrýni á ekki við á þessu stigi. Músikalskar virðast þó báðar vera, sem segir reyndar ekki mikið, og báðar hafa sériega þægilega framkomu á tónlei- kapalli. Verkefni tónleikanna voru ekki valin úr auðveldari geiranum, Schumann, m.a. níu lög úr „Dic- hterliebe", fímm lög eftir Gabriel Faure og sex lög eftir J. Brahms. Þetta val nægir til að ofbjóða reynd- um söngvurum og gáfulegra hefði verið að velja verkefni sem minna reyna á rödd og þroska. Ekki bætti úr skák að hljóðfærið í kirkjunni var ekki alveg hreint, en aðalatriðið er þó, að þekkja sinn vitjunartíma. Samhverfur Myndlist Bragi Ásgeirsson í efri sölum Nýlistasafnsins heldur Victor Guðmund- ur Cilia fyrstu einkasýningu sína og stendur hún til 1. ágúst. Victor lauk námi við málunardeild MHÍ vorið 1992 svo að ekki hefur hann setið auðum höndum síðan, því það er nokkur fjöldi mynda sem hann hefur hengt upp á veggina. Á svonefndnum palli eru rúmir tveir tugir lítilla gvassmynda, sem láta frekar lítið yfir sé_r og freista í fljótu bragði ekki nánari kynna, en SÚM-salurinn svonefndi á efstu hæð er hins vegar pakkaður óvenju- lega stórum og vönduðum gvassmyndum. Áður en Chilia lauk námi hafði hann fundið þetta form sem hann byggir myndheim sinn á, svo að segja má að þetta sé framhald sjálfstæðra vinnubragða í skóla. Kalla má þetta skreytikenndar samhverfur þar sem smáform á flugi leika skipulega um einn meginöx- ul, sem heldur myndbyggingunni uppi. Hér er um að ræða skírskotanir og formrænar tilvís- anir til mjög lífrænna fyrirbæra úr umhverfinu allt um kring og þessu blandað saman á þann veg að úr verður mjög taktfast ferli. Það eru óvenjulega vönduð vinnubrögð sem liggja að baki þessara mynda, og einkum vekur það athygli hve mikii áhersla er lögð á sjálft handverkið, en þetta er nú einmitt það sem hefur viljað skorta hjá yngra listafólkinu, sem í mörgum tilvikum telur hugmyndina að baki útfærslunni mikilvægari henni sjálfri. En ætli ekki að hér þurfí nokkurt samræmi að koma til, því að alla þætti myndverksins verður að taka með í reikn- inginn stefni menn að árangri er sker sig úr. Þessi tegund myndlistar krefst afskaplega ná- kvæmra vinnubragða til að ganga upp og kemur það greinilega fram á sýningunni og þá einkum hvað stóru myndirnar snertir. Þrátt fyrir að myndimar í SÚM-salnum séu jafn margar og á pallinum, sem er margfalt minni, er mun þrengra um þær vegna yfírstæðarinar og þar sem gengið er út frá slíkum forsendum í hverri einustu mynd þá renna þær saman. Heildarmyndin er þá mjög samstæð og skilvirk, en aftur á móti er erfíðara að komast á eintal við hveija mynd fyrir sig. Þó er áber- andi að nokkrar þeirra skera sig úr um hnitmiðuð vinnubrögð og þannig séð hefði grisjun haft dijúga þýðingu. Myndimar eru ónúmeraðar og sýningarskrá veitir mjög takmarkaðar og fátæklegar upplýsingar. Er löngu kominn tími til að Nýlistasafnið setji hér ákveðn- ar lágmarksreglur, því að ekki er hægt að bjóða al- mennum skoðendum upp á slíkar umbúðir. Það er ekki háttur framsækinna og metnaðargjarnra lista- manna að fjarlægjast listáhugafólk og skapa einhvers konar lokað athvarf eða „Cosy Corner“ fyrir fámenn- an hóp trúar- og skoðanabræðra. Slíkt er gjörsamlega andsætt nútímanum, og jafnframt öllum viðteknum reglum úti í hinum stóra'heimi. Victor G. Cilia og Gunnar M. Andrésson Hliðstæður og spegilmyndir í forsal og þró (eða gryfju, sem þó skilgreinir rým- ið síður), sýnir Gunnar Magnús Andrésson mjög hug- myndafræðileg myndverk, en hann útskrifaðist úr Fjöltæknideild MHÍ vorið 1992. Vart er hægt að hugsa sér ólíkari listamenn en þá skólabræður, þó þeir byggi báðir upp á endurtekning- um og spegilmyndunum forma. Þannig nota Cilia hendurnar, þegar hann vinnur en Gunnar byggir mun meira á sjálfri hugmyndinni og fjöltækni. í myndverki, sem hann nefnir „Blóðteikningar" byggir Gunnar á blóði, cellolosfílter, gleri, smásjár- skyggnum, litskyggnuvél og standi. Hann varpar rönt- genmyndum af blóðdílum á sextán sellolosasíum, séð- um í gegnum smásjá með litskyggnum á hvítan vegg- inn, þar sem þeir eru sjálfír fyrir og munu vera úr listamanninum. Auk þess formteikningum unnum á röntgenfilmur, Ijósmyndapappír og blý. Sjónrænt séð er þetta ekki áhrifamikið, auk þess sem myndferlið er mjög dauft í rýminu. Þetta verður næsta vandræðalegur gjömingur þar sem gesturinn kemur inn í hálfrökkvaðan salinn og er aðkoman held- ur hrá og fráhrindandi, einkum vegna þess að salirn- ir eru yfirleitt; galtómir. í sjálfri þrónni, eða réttara veggjunum í kring, eru formteikningar eða öllu heldur beinagrindur af ýmsum flöskutegundum og mun vinnsluferlið sömuleiðis byggjast á röntgenfilmum, en nú af blýformum og negatívum þeirra. Hér lætur sjónræn lifun bíða eftir sér, auk þess sem upsetningin er fjarri því að vera hnitmiðuð og hrifmikil. Þar sem úfærsla myndanna er svo hugmyndafræði- Ieg, og veigur ferlisins virðist liggja í tækjunum sem notuð eru ásamt tilfallandi efnum, þarfnast sýningiil skilvirkrar útlistunar á prenti. En fjarska er það nú annars þunnur þrettándi og sérviskuleg heimskpeki, sem mjög er í tízku, að tína til allt sem gerandinn hefur unnið með að sköpun myndverks, og láta það í og með vera sjálft inntak þess! Blýanturinn, sjálft blýið í blýantinum, tegund blý- antsins, stafírnir á blýantinum og tréð sem umlykur blýið er þá t.d. orðið sjálft inntakið og mikilvægara sjálfu rissinu, þ.e. teikningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.