Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Olafur Krisljánsson framkvæmdasljóri Noru hf. í Stykkishólmi Stjórnvöld ættu að hefta útflutn- ing á óunnum grásleppuhrognum Morgunblaðið/Einar Falur Fullkominn tækjabúnaður ÓLAFUR í Noru hf. Afar fullkominn tækjabúnaður er í verksmiðjunni og kemur mannshöndin t.d. vart nærri kavíarframleiðslunni. Kavíarinn er settur í dönsk glerglös en Ólafur telur æskilegt að hægt verði að framleiða umbúðir um hann hér á landi. HEFTA ætti útflutning á óunnum grásleppuhrognum og koma með því móti í veg fyrir hráefnisskort hjá innlendum framleiðendum að dómi Ólafs Kristjánssonar, fram- kvæmdasljóra Noru hf. í Stykkis- hólmi. Hann segist aðeins hafa fengið þriðjung þess hráefnis sem verksmiðjan hefði getað afkastað síðustu ár, þ.e. 1.000 tunnur ár- lega. Enn harðni á dalnum og megi búast við að aðeins fáist 600 tunnur í ár þrátt fyrir að aldrei hafi verið greitt hærra verð fyrir hráefnið, þ.e. 53-55 þúsund kr. fyrir tunnuna en útflutningsverð- ið sé 51-52 þúsund fyrir hverja tunnu. Starfsemi Noru hf. hófst fyrir um þremur árum og hefur aðaláherslan að sögn Ólafs verið lögð á kavíar- framleiðslu. „Við höfum verið að kaupa af sjómönnunum hérna í kring og söltum hrognin fersk. Oft eru þau komin ofan í tunnur aðeins tveimur tímum eftir að þau koma úr sjónum. Þannig ætti ferskleikinn að vera sem mestur," sagði Ólafur og lét nokkuð vel af rekstrinum. Eina umkvört- unarefnið væri hráefnisskortur. „Við höfum unnið markaði en ekki fengið nægilegt hráefni, aðeins um 1.000 tunnur en gætum afkastað um 3.000 tunnum á ári. Ástæðan er útflutning- ur á óunninni vöru, aðallega til Dan- merkur, en stjórnvöld virðast ekki hafa neinn skilning á að hefta hann og koma með því í veg fyrir hráefn- isskort hjá innlendu framleiðendun- um. Ég get ekki séð annað en þetta sé í megnustu andstöðu við stefnuna í þjóðfélaginu," sagði Ólafur um leið og hann minnti á að heftur útflutn- ingur skilaði sér ekki aðeins til fram- leiðendanna heldur til fjölmargra annarra, t.d. kassagerðar, skipafé- laga, prentsmiðja og vörubílstjóra, við að flytja afurðina. Tvöföldun verðmætis Ólafur sagði að fullunnin tvöföld- uðust hrognin að verðmæti en frá íslandi fara þau aðallega á markað í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni og í Bandaríkjunum. „Á bilinu 70-80% fara á markað í Frakklandi og mest- an hluta þess neyta Frakkamir einn mánuð á ári, þ.e. í desember. Eitt- hvað fer svo fyrir páska og í skreyt- ingar,“ segir Ólafur en hjá Noru er einmitt verið að þróa nýja gerð kav- íars til skreytinga. Hefur sýnishorn þegar verið sent til nokkurra þekktra veitingahúsa í Frakklandi. Þess má svo geta að sett var á 1,5 milljónir glasa af hefðbundnum kavíar í verksmiðjunni á síðasta ári en framleiðslan fer frá 25.000 upp í 40.000 glös á hveijum degi. Vöruþróun En Ólafur hefur ekki látið staðar numið við kavíarinn því stöðug vöru- þróun fer fram hjá Noru hf. Eru til- raunir gerðar í verksmiðjunni en að því loknu eru sýnishom send á rann- sóknastofu og unnið úr þeim. Meðal nýstárlegrar framleiðslu má nefna vinnslu þorskhrogna fyrir Japans- markað. „Við höfum gert þetta í sam- vinnu við Japanana. Þeir komu hingað fyrst árið 1991 og fylgdust með fram- leiðslunni en hrognin eru þídd, unnin eins og þeir vilja og fryst aftur. I fyrra komu þeir aftur en þá var um minna magn að ræða og nú standa yfir viðræður fyrir næsta ár,“ sagði Ólafur en hann hefur líka unnið grískt tarana úr þorskhrognunum. Tarana er eins konar smurkavíar í glerum. ígulker Eins og gefur að skilja er mest um að vera hjá Ólafi frá því í ágúst fram til áramóta. Hann hefur hugsað sér að lengja þennan tíma. „Við höf- um hugsað okkur að hefja ígulkera- vinnslu eftir áramót. Hér er nóg af ígulkerum en vinnsluna verður að þróa smám saman. Svo býst ég við að við skoðum eitthvað kuðung og beitukóng," segir hann en fram kem- ur að mikill tími fari í þróunarstarf- semi hjá fyrirtækinu. Hjá því starfa 5 manns að jafnaði en 8-9 þegar kavíarvinnslan stendur sem hæst. Við það bætast 10-20 þegar þorskhrogn eru unnin fyrir Japansmarkað. AUGLYSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR : Baader-maður Baader-maður óskast á frystitogarann Vestmannaey VE-54. Veiðiferðin hefst mánudaginn 2. ágúst. Upplýsingar á skrifstofunni hjá Bergur- Huginn hf., sími 98-11444. Sölumaður - bókhaldsmaður Starf íKamchatka, Rússlandi Fyrirtæki á Kamchatka, Tamara Ltd., vantar reyndan sölumann til að annast sölu á fisk- afurðum fyrir alþjóðamarkað. Einnig vantar okkur reyndan bókhaldsmann, fjármálstjóra. Upplýsingar gefur ísbú hf. í síma 629010 milli kl. 9.00 og 16.00. SJÁLFSTJEÐISIBLOKKURINN Fulltrúar á SUS-þing Félagsmenn í Heimdalli, sem áhuga hafa á því að verða fulltrúar félagsins á þingi Sambands ungra sjálf- . stæðismanna á Selfossi og í Hveragerði 13.-15. ágúst, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Heimdallarfyrir 4. ágúst. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10-16 og síminn er 682900. Stjórnin. liriMDAIIl'K F U S Sumarbústaður Til sölu glæsilegur ca 50 fm sumarbústaður auk svefnlofts í landi Úthlíðar, Biskupstung- um. Heitt og kalt vatn. Stendur á tveimur lóðum. Möguleiki á öðrum bústað. Þjónustu- miðstöð, sundlaug og golfvöllur \ næsta ná- grenni. Bústaðurinn verður til sýnis laugar- daginn 31. júlí nk. milli kl. 13-15. Nánari upplýsingar veita: LögFnenn m SuÖunor'Di Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, sími 98-22988. Skattskrár Vestfjarðaumdæmis vegna álagningar á árinu 1992 Skrár vegna þeirra gjalda, sem álögð voru af skattstjóranum í Vestfjarðaumdæmi á ár- inu 1992 (tekjuárið 1991), auk virðisauka- skattsskrár ársins 1991, liggja frammi á skattstofunni, Hafnarstræti 1, Isafirði og hjá umboðsmönnum í öðrum sveitarfélögum og á bæjarskrifstofunni í Bolungarvík 31. júlí 1993 til 12. ágúst 1993, að báðum dögum meðtöldum. Um er að ræða framlagningu samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast við framlagningu skattskránna. ísafirði, 23. júlí 1993. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Kristján Gunnar Valdimarsson. auglýsingar Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Landsmót hvítasunnumanna stendur yfir í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, dagana 29. júlf til 2. ágúst. Allar samkomur helgarinnar falla því niður í Reykjavík og því hvetj- um við sem flesta til að koma austur og njóta helgarinnar með okkur. Guð blessi ykkur öll. mVEGURINN ? Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Mót á Laugarvatni, öllum opið. Samkomurnar eru haldnar f íþróttahúsinu. Föstudagur: Kl. 21:00 Setning mótsins. Laugardagur: Kl. 11:00 Samkoma og barna- kirkja. Kl. 14:00 fþróttamót fyrir alla aldursflokka. Grill að loknu íþróttamóti. Kl. 21:00 Samkoma. Kl. 23:30 Varðeldur og söngur. Sunnudagur: Kl. 11:00 Samkoma. Kl. 15:00 Fjölskylduhátíð. Kl. 21:00 Samkoma. Kl. 23:30 Varðeldur og söngur. Mánudagur: Kl. 11:00 Lokasamkoma - mótsslit. Allir hjartanlega velkomnir. 30. júlf—2. ágúst: Helgarferð. 2.-6. ágúst: Almenntnámsk. 6.-8. ágúst: Helgarferö. 8.-11. ágúst: Almennt námsk. 11.-13. ágúst: Almennt námsk. 13.-15. ágúst: Helgarferö. 15.-18. ágúst: Unglnámsk. 18.-22. ágúst: Almennt námsk. 22.-25. ágúst: Almennt námsk. Lækkað verð í ágúst Upplýsingar og bókanir: Ferðaskrifstofa íslands Skógarhlíð 18, R. s.: 623300. Akranes: Bókav. Andr. Níelss. Akureyri: Umferöarmiðstöðin. Blönduós: Ingvi Þór Guðjónss. Bolungarv.: Margr. Kristjánsd. Borgarnes: Vesturgarður hf. Egilsst.: Ferðamiðst. Austurl. Flateyri: Björgvin Þórðarson. Grindavík: Flakkarinn. Húsavík: Ferðaskr. Húsavíkur. Hverag.: Ferðaþjón. Suðurl. Höfn: Hornagarðurhf. Keflavík: Umbskr. Helga Hólm. Sauðárkr.: Einar Steinsson. Selfoss: Suðurgarður hf. Skagastr.: Ingibjörg Kristinsd. Vestm.: Ferðaþjón. Vestmeyja Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda áárinu 1993 sé lokið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr. laga nr. 113/1990, um trygginga- gjald, er hér með auglýst að álagningu opin- berra gjalda á árinu 1993 er lokið á alla að- ila, sem skattskyldir eru skv. framangreind- um lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981 og 2. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstudaginn 30. júlí 1993 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattum- dæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 30. júlí til 12. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1993, húsnæðisbætur, vaxta- bætur og barnabótaauka, hafa verið póst- lagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1993, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 30. ágúst 1993. 30. júlí 1993. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Kristján Gunnar Valdimarsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Sérhæð til sölu Skemmtileg 157 fm sérhæð til sölu með 30 fm bílskúr, í Hlíðunum við nýja miðbæinn. Upplýsingar í síma 38077.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.