Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 7 Atvinnuátak Reykjavíkurborgar í þjóðgarðinum á Þingvöllum Morgunbiaöiö/Jönannes J-ong Litið á framkvæmdir MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri skoðaði framkvæmdirnar í vikunni í fylgd Björns Bjarnasonar formanns Þingvallanefndar. Unnið að stíga- gerð og fegrun Selfossi. VINNU um 100 ungmenna við stígagerð og fegrun umhverfis á Þingvöllum lýkur í þessari viku. Vinnan hófst í byijun júní og var greidd af Reykjavíkurborg. Vinna ungmennanna á Þingvöllum hefur skilað miklum árangri. Göngustígarnir, sem lagðir hafa verið, eru 3-4 kílómetrar að lengd og koma sér vel því þeir eru á fjölfömum gönguleiðum. Skógarkotsstígur, sem er 3,5 kíló- metrar, var undirbyggður fyrir endanlegan frágang og síðan var gamla þjóðgarðsgirðingin rifín og sett í hrúgur sem bíða þess að verða fjarlægðar. Auk stígagerð- arinnar hefur farið fram mikil hreinsunarvinna í Almannagjá og Nikulásargjá. Síðan er unnið að því að hlaða tröppur úr hraun- grýti upp af gönguleiðum við enda gjárinnar. Reiðleiðin úr Vallar- krók í Skógarkot og frá Skógar- koti að Tjörnum við vatnið hefur verið lagfærð. Í byrjun júní hófu störf á Þing- völlum um 100 ungmenni á aldrin- um 16-22 ára. Með þeim störfuðu sjö flokkstjórar og tveir verkstjór- ar. „Ég gef öllu liðinu mjög góða einkunn fyrir störfin," sagði Anna Dóra, annar verkstjóranna. Greinilegt var að ferðafólk á staðnum kunni vel að meta göngustígana því fólkið gekk eftir þeim um leið og þeir voru tilbúnir frá hendi vinnufólksins. Sig. Jóns. MorgunDiaoid/sigurdur Jonsson Hrauntröppur ÞEIR unnu við að hlaða tröppur úr hraungrýti, Hilmar Haukur Friðriksson, Sigurður Waage, Gunnar Gunnarsson umsjónarmað- ur og Magnús Waage. Vantar fólk 1 fiskvinnu á Þórshöfn Þórshöfn. „OKKUR vantar fólk,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar. Næg atvinna hefur verið hér undanfarið og í Hraðfrystistöð Þórshafnar vantar nú u.þ.b. 20 manns í vinnu. Komið hefur til tals, að færeyskar konur komi hingað til lands í físk- vinnu og mun það mál skýrast í byij- un ágúst. Segir Jóhann A. Jónsson, að efst á óskalistanum séu auðvitað duglegar íslenskar konur, en ef ekki fáist nægt vinnuafl á heimaslóðum þurfí að leita annað. Hugmyndin að fá færeyskt vinnuafl í hraðfrystistöð- ina er til komin vegna tengsla við útgerð færeysku togaranna sem skráðir eru í Dóminíkanska lýðveld- inu, en undanfarið hafa þeir landað hér allnokkru magni af ísfiski. „Húsnæðisekla er hér nokkurt vandamál en reynt verður eftir megni að leysa það mál og ekki verður fólki boðið upp á að búa í tjaldi,“ segir framkvæmdastjórinn. Á uppleið Það er ljóst, að byggingariðnaður- inn hér er ekki alveg í takt við þá þenslu, sem á sér stað hér á Þórs- höfn og þarf kippur að koma í þá atvinnugrein, svo að allt slái í takt. Nú keppist starfsfólk HÞ við það að vinna allan físk í húsinu fyrir föstudag, en síðan er stopp til 9. ágúst. Þá fer allt á fullan damp á ný og dóminíkanski togarinn Zaand- am landar trúlega fullfermi. Jóhann sagði ennfremur „að heimavinnandi konur ættu að drífa sig upp úr kaffikönnunni og fara að vinna gjaldeyrisskapandi störf“. - L.S. Afleiðingar gengisfellingarinnar Ekki áætlanir um hækkun á áfengi FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um hækkun áfengisverðs í kjölfar gengis- fellingarinnar um síðustu mánaðamót. Síðustu verðbreytingar hjá ÁTVR áttu sér stað 14. desember síðastliðinn. Fjármálaráðherra segir, að áfengisverð hafí ekki hækkað alveg í samræmi við almennar verðlags- breytingar að undanförnu og ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um verðhækkanir í kjölfar gengis- fellingarinnar í lok júní. Slíkar breytingar hafí ekki komið til um- ræðu, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Friðrik segir, að við ákvörðun á verði áfengis hljóti tvö meginsjón- armið að hafa áhrif; annars vegar að afla ríkissjóði tekna og hins veg- ar að stuðla að minni neyslu. Reyna verði að taka tillit til þessara þátta og fara bil beggja við verðákvörð- un. Búast megi við, að hærra verð stuðli að minni neyslu áfengis, þrátt fyrir ólöglegt brugg, en hins vegar sé ekki sjálfgefíð að verðhækkanir leiði til aukinna tekna ríkissjóðs, enda kunni þær að draga úr sölu. ------» ♦ ♦---- I fangelsi fyrir áreitni KARLMAÐUR hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir áreitni við konu á Austurlandi í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn hafði áreitt konuna á götum úti og í síma. Maðurinn var dæmdur í fjögura mánaða varðhaldsrefsingu en þar af var þriggja mánaða varðhald skilorðsbundið. Dráttarvextírnir Macintosh PowerBook 145B Apple kynnti nýja fartölvu, PowerBook 145B, þann 7. júní síðastliðinn. Og nú bjóðum við þessa tölvu á hreint frábæru verði eða 139.900,- ef staðgreitt, en 147.263,- kr. sé greiðslunni dreift. hækka úr 15,5 í 17% DRÁTTARVEXTIR hækka úr 15,5 í 17% um mánaðamót, eða um l'/i%. Hækkunin kemur í kjölfar vaxtahækkana banka og spari- sjóða í mánuðinum. Seðlabankinn ákvarðar dráttar- vexti samkvæmt lögum. Reiknaðir eru út meðalvextir nýrra útlána hjá bönkum og sparisjóðum og bætt við álagi sem á að vera á bilinu 2 til 6%. Seðlabankinn hefur lengi haldið álaginu í lágmarkinu en þó þannig að dráttarvextirnir stæðu á hálfu eða heilu prósenti, að sögn Eiríks Guðnasonar, að- stoðarbankastjóra Seðlabankans. Eftir vaxtahækkanir bankanna eru meðalvextir þeirra um 14,3%. Þegar bætt er við lágmarksálagi með margfeldisáhrifum fer drátt- arvaxtaprósentan yfir 16‘/2% og er því hækkuð í 17% við ákvörðun dráttarvaxta fyrir ágústmánuð. Txkniýsing: 1 Stækkunarmöj;uk*ikar: • 25 MHz 68030 örgjörvi • 3,5”, FDHD drif • Auka má vinnsluminni í 8 Mb • SuperTwist 640 x 400 • Les og skrifar Macintosh-, • Innbyggt módem • 4 Mb vinnsluminni MS-DOS- og OS/2-diska • Hefur sex tengi fyrir jaöarbúnaö • 40 Mb harðdiskur • AppleTalk-nettengi Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri og Póllinn, Isafirói Apple-umboðið HB Skipholti 21, sími: (91) 624800 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.