Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Vegabætur í Mývatns- sveit og á austurleið FRAMKVÆMDIR eru að hefjast í vegabótum í Mývatnssveit og austan Námaskarðs. í Mývatnssveit verður gerður nýr vegur á milli Skútustaða og Helluvaðs. Austan Námaskarðs verður lagður nýr vegur á Austaraselsheiði milli brekkna. Oþægindi hlutust af bráðabirgðaviðgerð á Fljótsheiði. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerð ríkisins hefur verið samið við Klæðningu, sern er að ljúka framkvæmdum í Öxnadal, að leggja nýjan veg í Mývatns- sveit frá Helluvaðsá að Skútustöð- um. Þetta eru hálfur sjöundi kíló- metri, en vegur er þarna mjór, afar krókóttur og með mörgum brúm. Framkvæmdir eiga að hefj- ast 1. september næstkomandi og verður lokið á sama tíma að ári. Þá hefur verið samið við Hag- virki-Klett um að leggja 7,6 kíló- metra veg á Austaraselsheiði austan Námaskarðs. Um er að ræða veginn milli brekkna, sem kallað er, frá sandgræðslugirðing- unni og austur. Framkvæmdir þar eru hafnar og lýkur næsta sumar. Nokkuð hefur verið kvartað undan hálku í leirkenndum ofaní- burði á Fljótsheiði. Sigurður sagði að þar hefði orðið leiðinlegt óhapp. Bráðabirgðaviðgerð á Fljótsheiði Hann sagði að lengi hefði stað- ið til að gera nýjan veg þarna en hvað eftir annað verið frestað. Vegna áætlana um nýbyggingu hefði litlu verið varið til bóta á veginum, en þar væru leiðinleg hvörf sem nú hefði átt að lagfæra til bráðabirgða. Svo illa hefði vilj- að til að þegar verktakinn hefði unnið að því að keyra óunnið efni í undirlag á kílómetralöngum kafla þarna hefði skollið á helli- rigning og þess vegna orðið vand- ræði á þessum kafla. Orsökin væri sú að ekki hefði tekist áður en rigndi að þekja kaflann með því ofanálagi sem þar hefði átt að koma. Þama hefði veðrið tekið af mönnum völdin. Morgunblaöiö/Uolli Hey til gróðurbeltagerðar í GÆR hófust heyflutningar á sandsvæði sunnan Dimmuborga með risaþyrlu bandaríska hersins. Að sögn Þrastar Eysteinssonar, starfsmanns Landgræðslunnar, hófst verkið seinna en ætlað var vegna veðurs, en þegar leið á dag lægði og voru þá farnar fáeinar ferðir til reynslu. Verkið sagði hann hafa gengið mjög vel og hratt og ef vel viðraði yrði því lokið í dag. Hópur manna á vegum Landgræðslunnar vinnur við heyflutningana auk lögreglumanna og landvarða sem í öryggisskyni beina fólki frá þeim slóðum þar sem heyflutningamir fara fram. Langþráð andartak að komast á bundnu slitlagi að Bakkaseli SAMGÖNGURÁÐHERRA vígði í gær nýjan 11,5 kílómetra Iangan vegarkafla með bundnu slitlagi í Oxnadal. Vegurinn er lagður bik- festu burðarlagi og að mati Vegagerðarmanna er þetta afar ódýr framkvæmd. Nú stefnir í að í haust verði einungis 2% af veginum milli Akureyrar og Reylqavíkur malarvegur. MSamkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Oddssonar hjá Vegagerð ríkisins er þessi 11,5 kílómetra langi kafli vegar með bundnu slitlagi óvenju- ódýr. Hann sagði að kostnaður við hann að öllu meðtöldu væri um 180 milljónir króna, eða um 16 milljónir á kílómetra. Slitlag langleiðina til Reykjavíkur Fram kom hjá Sigurði að fyrir Beðið eftir ákvörð- un um fjárveitingar BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi í gærkvöldi um áfangaskýrslu frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar um málefni skinnaiðnaðarins á Akur- eyri. Bæjaryfirvöld hafa, auk þess að leggja áherslu á að Akureyri njóti verulegs hluta þess fjár sem óskipt er af milljarði til atvinnuskap- andi verkefna, lagt áherslu á að fé verði veitt til framkvæmda í bæn- um, sem þegar hafa verið samþykktar af fagráðuneytum en standa föst í fjármálaráðuneytinu. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfull- trúi sagði að hugmynd sú sem kviknað hefði hjá forystumönnum verkalýðshreyfíngarinnar um að kalla til samráðs með bæjaryfirvöld- um og þingmönnum vegna þeirrar fjárveitingar til atvinnuskapandi verkefna, sem mest er fjallað um þessa daga, hefði ekki enn borist inn á borð bæjaryfirvalda. „Við lif- um í þeirri von að við fáum að njóta verulegs hluta þess fjár sem óskipt er og höfðum vonað að þeirri skipt- ingu yrði lokið í þessari viku. Nú er þó útlit fyrir að það dragist fram yfir helgina.“ Önnur mál jafnmikils eða meira virði Sigurður sagði að hjá bæjaryfir- völdum væru önnur mál jafnmikils virði en fjárveitingar af þeim millj- arði sem veittur væri til atvinnu- skapandi verkefna vegna atvinnu- leysisins og raunar meira virði þar sem um væri að ræða verkefni til lengri tíma. „Við erum með í gangi samninga um framkvæmdir við framhaldsskólana, Fjórðungs- sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina sem við höfum brennandi áhuga á að verði leiddir til enda. Þetta eru mál sem eru alveg óskyld umrædd- um bráðabirgðaaðgerðum. Þau liggja óafgreidd og bíða úrlausnar af hálfu fjármálaráðuneytisins þó að þau hafí hlotið meðferð og verið afgreidd af heibrigðis- og mennta- málaráðherra." Sigurður sagðist ekki skilja hvers vegna ekki væri gengið frá þessum málum því vitað væri að peningum væri veitt víða um land m.a. til heilbrigðis- og menntamála. Hann sagði að Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefði til dæm- is sagt, þegar hann hefði skrifað undir samninga um framhaldsskól- ana hér á Akureyri, að hann gæti treyst á ákveðna fjárveitingu á ári sem hann gæti ráðstafað í þetta. „En engir samningar eru í höfn þó að fagráðherrar skrifí undir þá ef fjármálaráðuneytið gengur ekki frá þeim fyrir sitt leyti,“ sagði Sigurð- ur. 10 árum hefðu einungis 40% vegar- ins frá Akureyri til Reykjavíkur verið með bundnu slitlagi. Fyrir 5 árum hefði því marki verið náð að leggja slitlag á um 75% vegarins, en nú á þessu hausti, þegar lokið væri lagningu á þennan kafla í Öxnadal og annan í ofanverðum Norðurárdal í Borgarfirði væri bundið slitlag komið á 98% vegar- ins. Aðeins stæðu eftir 10 kílómetr- ar af malarvegi, annars vegar um Bakkaselsbrekkuna og að sýslu- mörkum Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslna og hins vegar um Bólstaðarhlíðarbrekku niður í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þykkt bikfest malarlag Vegurinn nýi í Öxnadal, frá Engi- mýri að Bakkaseli, er lagður slit- lagi, 8 sm þykku, sem lagt var kalt með aðferðum sem ekki hafa verið notaðar hérlendis fyrr. Verk- takar við vegagerðina voru tveir, báðir úr Garðabæ, Klæðning, sem sá um byggingu vegarins og lagði klæðningu, og Festun, sem lagði út bikfestuna. Gunnar Birgisson framkvæmda- stjóri sagði við opnun vegarins að verkið hefði gengið vel, það hefði hafíst í mars í fyrra í snjó og kulda og átt að ljúka nú, 1. ágúst og nú væri ljóst að því væri lokið og frá- gengið með bundnu slitlagi. Hann rómaði samstarf allt við þetta verk og sagði það hafa verið hið ánægju- legasta í alla staði. Gunnar bauð því næst Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra að aka fyrstum hinn nýja veg. Langþráð andartak Samgönguráðherra sagði það langþráð andartak að geta ekið langleiðina að Bakkaseli á bundnu slitlagi. Auk þess sem þetta væri góður vegur væri vegarstæðið fal- legt og sér fyndist dalurinn fríkka við að vegurinn væri kominn niður á árbakkann. Hann kvað það gleði- legt að æ styttist sá hluti hringveg- arins sem væri lagður möl og nú mætti þess vænta að á næsta ári yrði lokið við að leggja varanlegan veg milli Akureyrar og Reykjavíkur. Morgunblaðið/Sverrir Páll Vegur vígður GUNNAR Birgisson framkvæmdastjóri, Sigurður Oddsson hjá Vega- gerðinni og Andrés Sigurðsson hjá Festun með sýniskjarna af bik- festulaginu. Á minni myndinni er samgönguráðherra í vígsluferð. Sköpunargleði í Sumarlistaskóla SUMARLISTASKÓLANUM á Akureyri var slitið 11. júlí eftir tveggja vikna starf nemenda. Skólaslitin voru í Blómaskálanum og þar sýnd sköpunarverk nemenda í tré, leir og gifs auk leiksýn- inga og spuna. Öm Ingi, sem stendur fyrir Sumarlistaskólanum, sagði að ánægjulegasta verkefni skólans að þessu sinni hefði verið sá þáttur starfsins þegar nemendur skreyttu vegg Fiskvinnslunnar í Hrísey með myndum af fáséðum furðufískum sem örugglega væru utan kvóta. Veggir Fiskvinnslunnar væru reit- skiptir og ef Sumarskólinn héldi þessu verki áfram og skreytti einn flöt á ári entist verkefnið fram til 2010. Undirbúningur næsta sumars hafinn Öm Ingi sagði að ákveðið væri að Sumarlistaskólinn starfaði á sama tíma að ári og þegar væri farið skrá nemendur. Starfíð hefði hingað til gengið vel en á gmnd- velli þess sem þegar hefði verið gert yrði starfsemin aukin og út- víkkuð. Auk opinberra styrkja hafa fyrirtæki styrkt starfsemina. Gat Órn Ingi þess að Bókabúð Jónasar hefði að þessu sinni gefið verðlaun fyrir árangur í skólanum. Þá hefði Brauðgerð Kristjáns Jóns- sonar verið skólanum stoð bæði í ár og í fyrra. Mest væri þó um vert hve mikil ánægja og sjálfstæð sköpunargleði laðaðist fram hjá hinum ungu listnemum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.