Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 13 Við Miklubraut býr líka fólk Opið bréf til borgarráðs Virðulega borgarráð. Tvö ár eru síðan íbúasamtök Miklubrautarbúa sendi yður bréf þar sem kvartað var yfir óbæri- legri sambúð við Miklubraut. í bréfí þessu var sorgarsaga íbúanna rakin skilmerkilega: Meirihluti íbúanna hafí keypt hús sín í góðri trú fyrir bílasprenging- una. Að þrátt fyrir verðhrun á íbúðum þeirra gangi þær ekki út. Þeir sem efni hafí á, séu fyrir löngu búnir að setja þrefalt gler fyrir glugga á norðurhliðum húsa sinna. Ég eyði ekki meira plássi í umrætt bréf, en lýsi yfir almennri óánægju með svarbréf sem okkur barst frá borgaryfirvöldum. Þar stendur að ástandið sé ekki svo slæmt að það réttlæti gerð jarð- ganga á skipulagstímabilinu. Svo er okkur bent á lausn, sem er vægast sagt móðgandi og helst er að skilja, sem bréf okkar hafí ekki verið lesið. Nefnilega: nær- tækasta lausnin væri að setja hljóðvamagler í glugga, það minnki umferðarhávaaða um ea. 10 db. Hvenær nákvæmlega er ástand- ið orðið nógu slæmt? Við hvaða reglur er stuðst? Hér sit ég innan við eldhúsgluggann minn í þung- um umferðarnið. Það rignir úti en þá er ástandið hvað verst. í glugg- anum er þrefalt gler, síðan kemur fjögurra sentimetra loftrými en þar fyrir innan er ijórða glerið. Ekki veit ég hvaða auglýs- ingabækling þeir hjá skipulaginu hafa lesið um þessi gler. Setjum svo að einhveijir hafí getað einangrað sig frá mesta hávaðanum með sexföldu gleri. Og passi sig á því að opna aldrei glugga, hvorki á norður- né suður- hlið, þá þarf hann eftir sem áður að anda. Hér er ekki einungis um hávaðamengun að ræða. Jú, okkur hefur verið bent á mengunarmæl- ingar á mótum Hring- og Miklu- brautar, sem reyndust lítillega undir hættumörkum. En við vitum það öll sem hér búum, að mengun- in er miklu meiri í lægðinni þar sem flest húsin standa og þynnist upp við Hringbraut, þar sem sterk- ari vinda gætir. í dæmisögunni um móður Sankta Péturs segir frá því að fyrir nauðið í Sankta Pétri hafí Guð ákveðið, að kerling skildi flutt frá Helvíti til Himnaríkis. En á leiðinni upp fór öll hennar orka í að hrista af sér óboðnar sálir, sem vildu fá að fljóta með og héngu í pilsfaldi hennar. Hún gat ekki unnt þeim himnavistar. Svo fór að englamir, sem áttu að sjá um flutningana, misstu takið svo að hún féll aftur niður í víti. Ég tel mig ekki feta í fótspor kerlingarn- öðmnnar, þó að ég minnist hér á tvö atriði sem kynnu að mistúlk- ast svo, að ég gæti ekki unnt öðr- um hamingjunnar. Fyrra atriði: Borgarráð hefur nú samþykkt að falla frá breikkun Bústaðavegar frá Háaleitisbraut að Sogavegi. í bókun borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins sem ég las í Morgunblaðinu hinn 14. júlí, hnaut ég um eftirfarandi setning- ar: Við breikkun götunnar yrði aukin hætta á hávaða- og loft- mengun fyrir íbúa í næsta ná- grenni. Þá segir: að þar til Foss- vogsbraut verði lögð í göngum, sé gert ráð fyrir að Miklabraut taki við aukningu á austur-vestur umferð í borginni. Þó að við viljum íbúum Bústaða- vegar ekki svo illt, að óska þeim hins sama helvitis og við búum við, þá verðum við að veijast. Kæm borgaryfírvöld, það býr líka fólk við Miklubraut. Við emm til, við emm, til, við emm til, og búum nú þegar við óþolandi ástand. Þessi bókun borgarráðsmanna er eins , og kjaftshögg og lýsir megnri mannfyrirlitningu. Hvar er sam- hengið og yfírsýnin, þegar slík bókun er gerð? Annað atriði: Eskihlíðarbúar hafa fengið því framgengt að göt- unni þeirra hefur verið lokað fyrir umferð frá Miklubraut. Ég sam- gleðst íbúum Eskihlíðar af heilum hug, en böggull fylgir skammrifí. Umferðinni er farið líkt og vatni. Ef farvegur stíflast leitar hún sér að nýjum. En sá farvegur sem hún fann sér er ekki búinn undir flóð- ið. Margir sem áður óku inní Eski- hlíð frá Miklubraut hafa nú fundið einfalda lausn sinna mála. Þeir aka inn í Eskihlíð um næstu opnu gatnamót, þ.e. inn Engihlíðina. En til þess þurfa þeir að aka í gegnum örmjóa heimreið nokkurra húsa við Miklubraut. Síðan sem leið liggur inn Engihlíð, sem er þröng gata og við hana standa tvö barnaheimili. íbúar Engihlíðar eru sem sagt komnir í hann krappann og nú er komin samfelld umferð á litlu heimreiðina. í mínu ung- dæmi hefði þetta verið kallað að gera í nytina sína. Aftur lýsi ég eftir samhengi og yfírsýn. Þótt víða í borginni megi fínna svipuð vandamál og við búum við, þori ég að fullyrða að vandfundinn er viðlíka umferðarþungi svo ná- lægt vistarverum tilfínningavera og hér á Miklubrautinni. I hinni miklu umhverfisumræðu undan- farið hefur manneskjan orðið und- ir. í eiturskýi og ærandi hávaða, nefnir enginn hina heilögu kýr blikkbeljuna, heldur hringsnýst umræðan um gosdósir og sígar- ettureyk. Bráðabirgðalausnin sem við bendum á, er að grafa Miklu- brautina í jarðgöng. Málið þolir enga bið. Mikil nauðsynleg jarð- vegsvinna hefur þegar verið unnin. Þegar Miklubraut var lögð á sínum tíma var þurrkuð upp mýrin, graf- ið niður á klöpp og fyllt uppí með möl. Við erum langþreytt og okkur fínnst valtað yfír okkur. Sann- gjarnar kröfur okkar hafa verið forsmáðar í hinu nýja aðalskipu- lagi Reykjavíkur. En nú höfum við ákveðið að beijast. Já, þetta er stríðsyfírlýsing. Við munum láta hávaðamæla úti á götu og innan við þrefalda glerið. Mengunar- mæla hér niðri í lægðinni. Fá upp- gefínn löglegan umferðarþunga í Halldóra Thoroddsen „Þessi bókun borgar- ráðsmanna er eins og kjaftshögg’ og lýsir megnri mannfyrirlitn- ingu. Hvar er samheng ið og yfirsýnin, þegar slík bókun er gerð?“ íbúðarbyggð, löglega loft- og háv- aðamengun. Leita til umboðs- manns alþingis, eða dómstóla ef þörf krefur. Það er skömnm að því, að í svo lítilli borg sé nauðsyn- legt að búa við slíkt umferðarof- beldi. Þetta er ofbeldi þar sem réttur almennings til grundvallar- þarfa er fótum troðinn. F.h. Miklubrautarbúa, Halldóra Thoroddsen. AgnahraOalI við Manne Siegbahn rannsóknastofminina í Stokkhólmi. A: inyndun hlaBinna agna; R: aðgreining á samsœtum; C, G og U: hröðun agna nieð rafskaumm; D; hringhraðall; E og F: seglar, I: kæling agna; 1: loi'ttærnirör. komið til móts við þróun og nýsköp- un í atvinnulífínu. Vitaskuld hljóta tengsl háskóla og atvinnulífs að geta verið með margvíslegum hætti og því ekki rétt að alhæfa um of. Mig langar einungis að benda hér á nokkur atriði, viðkomandi þau fagsvið sem standa mér næst, þ.e. eðlis- og efna- fræði, með beinni tilvísun í inn- gangsorð þessa pistils, í von um að það megi varpa nokkru ljósi á víð- tækt gildi grunnrannsókna. í fyrstu má spyija hvað kunni að valda því að fjöldamörg fyrirtæki fáist til að styrkja grunnrannsóknir af því tagi sem ég gat um hér að ofan að fram færu á Manne Siegbahn-rann- sóknastofnuninni í Stokkhólmi. Varla er það af hjartagæsku einni saman og erfitt er að sjá að því fylgi sterkur auglýsingamáttur. Nei, ástæðan ér miklu fremur sú að viðkomandi fyrirtæki, sem flest tengjast hátækniiðnaði, sjá sér hag í því að tengjast starfsemi af því tagi sem þar fer fram, ekki vegna þeirra takmarka sem stefnt er að í einstökum verkefnum, heldur vegna aðdragandans og aðferða- fræðinnar sem beitt er. Til þess að ná settum markmiðum þarf nefni- lega oft og tíðum að beita marg- breytilegri tækniþekkingu, einsog hún gerist best í dag, og helst betri, með tilliti til nákvæmni, næmni og áreiðanleika. Slik starfsemi er því vel til þess fallin að sjá hver staða tæknivæðingar er og hvað og hvernig gera megi úrbætur. Þannig geta grunnrannsóknir af þessu tagi verið líkt og fijór jarðvegur sem frekari tækniþróun og nýsköpun getur sprottið upp frá. Svipuðu máli gegnir raunar um verkefnið sem greint var frá hér að ofan að lögð væri stund á við Háskóla ís- lands. Framkvæmd og úrvinnsla verkefnisins hefír í senn kallað á þróun mælitækni, úrlausn á hrað- virkri gagnasöfnun og tækjastýr- ingu með tölvum sem og hugbúnað- arvinnu af margvíslegum toga langt umfram það sem er á boðstólum hjá almennum sölufyrirtækjum. Sú vinna hefur einkum verið innt af hendi af nemendum og ýmsum starfsmönnum Raunvísindastofn- unar Háskólans. f því sambandi má til dæmis nefna mikilvægt frarn- lag starfsmanna fyrirtækisins Fjöl- nema hf., sem smíðuðu nauðsynlegt gagnasöfnunartæki. Það fyrirtæki er einmitt sprottið upp úr jarðvegi grunnrannsókna sem stundaðar hafa verið um árabil við Raunvís- indastofnun og hefír nú hafið fram- leiðslu og sölu á mælitækjum og tæki vegna gagnasöfnunar fyrir tölvuvinnslu til almennra nota. Að lokum vil ég benda á þann fylgifisk starfsemi af þessum toga sem ef til vill er mikilvægasta fram- lag háskóla til nýsköpunar, en það er „framleiðsla" á fólki sem hefir kynnst þeim vinnubrögðum og þeirri þróunarvinnu sem á sér stað í tengslum við verkefni á borð við þau sem hér hefír verið lýst, þ.e. útskrifað fagfólk. Það er bjargföst trú mín að úr hópi þess fólks, sem kynnst hefur möguleikum og tak- mörkunum fagþekkingar og tækni, megum við vænta frumkvæðni og hugmyndaauðgi sem svo mjög þarf til nýsköpunar. Höfundur er prófessor í eðlisefnafræði við raun- vísindadeild Háskóla íslands. VINSÆLASTA MYND ALLRATÍMA iiiiiii ÞU HEFURBEÐIÐ165MIUJON AR NÚ ERU AÞEINS2 VIKUREFTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.