Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 11 Sumarsýningin Hulduhólum Myndlist Eiríkur Þorláksson Nokkrar sýningar, sem haldnar eru reglulega, ná því að vinna sér fastan sess í tilveru flestra þeirra sem fylgjast með myndlist, auk þess að höfða til mun breiðari hóps. Ein þessara sýninga er örugglega sumarsýningin í Gallerí Hulduhól- um í Mosfellsbæ, en þar hafa nokk- ur undanfarin ár verið settar upp fjölbreyttar og skemmtilegar sýn- ingar í húsnæði, sem um leið er heimili og vinnustofa listakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur. Stað- urinn er auðfundinn, blasir við af Vesturlandsvegi, og því auðvelt að gera þar stuttan stkns á ferð sinni til að njóta listarinnar. Að þessu sinni eiga fjórir lista- menn verk á sýningunni, en það eru listmálaramir Bragi Ásgeirsson og Olga Soffía Bergmann, gler- listakonan Sigríður Ásgeirsdóttir og loks húsráðandi, leirlistakonan Steinunn Marteinsdóttir. Líkt og á fyrri sýningum eru verk Steinunnar á neðri hæð, þar sem gengið er inn í húsið, en flest verk hinna þriggja eru í björtum og rúmgóðum sýning- arsal á efri hæðinni. Bragi sýnir hér átta málverk, flest unnin á árunum 1990-92. Þeir sem hafa fylgst með sýningum Braga undanfarin ár sjá að hann hefur haldið áfram markvissri vinnu sinni með bláa litinn, sem hann mótar með sterkum dráttum í nokkrum lögum frá forgrunni upp í fjarlægðina, oft ofan á hvítan grunn eins og sést í „Himinn, haf og jörð“ (nr. 6). í öðrum verður liturinn ríkulegri og margþættari, sbr. „í fjallasal" (nr. 8), sem kann að benda til að Bragi ætli sér að fara að víkka út vinnu sína í litróf- inu; hér tekst samsetningin einkar vel. Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir hér níu glerverk, sem flest eru steind verk sett upp í gluggum til að njóta birtunnar. Mörg þeirra bera nafnið „Hvörf“, sem getur borið með sér ýmsar merkingar; það eru svip- miklar og þungar umbreytingar sem byltast fram í verkunum, þar sem bláir litir eru ríkjandi, eins og sjá má í nr. 2 og 4. Það er léttara yfír verkinu „Þyrping" (nr. 7), sem er skemmtileg samþætting þar sem glært gler og blásið gefur ýmsa möguleika með mismunandi sjón- arhomum. Olga Soffía Bergmann kom fyrst Olga Soffía Bergmann: Blá- þráður. 1993. fram á sjónarsvið íslenskrar mynd- listar með þátttöku i samsýningu í Gallerí einn einn í janúar síðast- liðnum og markaði sér þegar sér- stöðu, sem kemur skýrt fram hér. Tækni hennar, eggtempera á tré, gefur myndunum sérstakan svip, auk persónugerðarinnar, sem kem- ur fram í nokkurum verkanna og á rætur að rekja til býsanskrar miðaldalistar. En hér vekur meiri athygli sú kímni og þjóðfélagsá- deilda, sem finna má í fleiri mynd- um, en listakonan nefnir sitt fram- lag hér „Sögur handa fullorðnum". Tilvísunin í þráðinn Gleipni sem heldur Fenrisúlfínum föstum í „Bláþráður" (nr. 6) leiðir hugann að því hvaða þráður haldi í raun þjóðfélagi okkar saman nú á tím- um; og þegar kreppan skellur á (sbr. nr. 8) hverfur margur inn í eigin bamaheim, þar sem gular og glaðlegar gúmmíendur synda um, ekki satt? Fleiri verk bera með sér sterkar tilvísanir og þar sem þjóðfé- lagsmál koma ekki oft fyrir í mynd- um myndlistarmanna nú um stund- ir verður fróðlegt að fylgjast með verkum Olgu í framtíðinni. ■ Steinunn Marteinsdóttir er eflaust með öflugri leirlistamönn- um okkar, þó ekki sýni hún mikið utan Hulduhóla. Sem fyrr getur hér að líta fjölda vasa, skála og bakka, sem bera vott um vönduð vinnubrögð, smekkvísi og gott auga fyrir þvi sem hæfír; í því sam- bandi nægir að benda á verk nr. 26, 30 og 43, sem hvert á sinn hátt sýnir hvemig hið einfalda get- ur um leið verið listrænt. En sterk- ust er Steinunn á sviði veggmynd- Bragi Ásgeirsson: Himinn, haf og jörð. 1991-92. Steinunn Marteinsdóttir: Jarð- ardraumur. 1993. anna, þar sem hún notar leirinn í raun sem hráefni í málverk eða lágmyndir. Hér er fjöldi verka sem ber heitið „Flæði“, sem verða hinar líflegustu myndir hjá listakonunni, eins og t.d. nr. 3, 10 og 14. Sterk- ust eru þó stærri verkin, og má einkum benda á „Jarðardraumur“ (nr. 2), þar sem sýn lands og lofts myndar eina órofa heild. Hér er á ferðinni góð sýning ís- lenskra listamanna, sem sýnir að það er margt að gerjast í listinni, þó að ekki fari það hátt á sumrin. Sýningarskrá er aðstandendum til sóma, einföld og greinargóð. Er ánægjulegt til þess að vita að stór- fyrirtæki (í þessu tilviki banki) eru fáanleg til að styrkja myndlistina á þann hátt sem hér kemur fram og er vonandi að framhald verði á samstarfi listamanna og fyrirtækja eins og hér á sér stað. Sumarsýningin í Gallerí Huldu- hólum í Mosfellsbæ stendur að þessu sinni til 22. ágúst og eru list- unnendur hvattir til að líta inn. Sumartónleikar á Norðurlandi 1993 Orgelleikari frá Noregi FIMMTA og síðasta tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður haldin helgina 30. júlí til 1. ágúst (verslunarmannahelgin). Það verð- ur orgelleikarinn Bjorn Andor Drage frá Bodo í Norður-Noregi sem leikur verk eftir E. Grieg, D. Buxtehude, J.S. Bach, I. Vierne og C.M. Widor. Hann mun leika í Húsavíkurkirkju föstudaginn 30. júlí kl. 20.30, Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 31. júlí kl. 16.00 og Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 1. ágúst kl. 17.00. Þetta er í fyrsta skipti sem Sum- artónleikar á Norðurlandi halda tónleika í Ólafsfjarðarkirkju og mun Bjorn Andor leika á orgelið sem íslenski orgelsmiðurinn Björgvin Tómasson smíðaði árið 1990. Það er Útlist-Listvinafélag við utanverð- an Eyjafjörð sem stendur að undir- búningnum fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir á sunnudag kl. 17.00 í Akureyrarkirkju verða þeir hundruðustu í röðinni frá upphafí Sumartónleikanna árið 1987. Bjom Andor Drage (1959) stund- aði nám við Tónlistarháskólann I Osló árið 1978-1984 og lék sína fyrstu tónleika eftir útskrift í Tón- leikasal Oslóborgar 1984. Árin 1985-89 var hann lektor í orgelleik og kirkjutónlist við Tónlistarháskól- ann í Þrándheimi. Hann tók við stöðu dómorganista í dómkirkjunni Signrður Þórir sýnir SIGURÐUR Þórir, listmálari, hefur hengt upp myndir á Kaffi 17, Laugavegi 91. Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykjavík og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1968-1970. Eftir það var hann við framhaldsnám á Konunglega Lista- akademíunni í Kaupmannahöfn 1974-78, hjá prófessor Dan Sterup- Hansen. Síðasta sýning Sigurðar var í Norræna húsinu í mars 1992, en hann hefur einnig sýnt víða á lands- byggðinni og erlendis, meðal annars Danmörku, Svíþjóð, þýskalandi, Englandi og Færeyjum. Myndirnar fjalla um manninn og tengsl hans við náttúruna, einnig um samskipti fólks og þann innri veruleika sem það býr við. Sýningin stendur út ágústmánuð. í Bodö árið 1989 og kennir einnig píanóleik við Tónlistarháskólann í Tromsö. Bjorn Andor hefur haldið tón- leika í Svíþjóð, Finnlandi, Dan- mörku, Þýskalandi og á Ítalíu. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum í Noregi og gert upptökur fyrir Norska Ríkisútvarpið, auk þess að hafa tekið þátt í að hljóðrita nokkr- ar plötur og geislaplötur. Einnig hefur hann leikið jass, dægurlög, gert útsetningar og samið tónverk. Síðar á þessu ári mun hann leika einleik á orgel á tvær geislaplötur auk þess að fara tónleikaferðir til Þýskalands og Danmerkur. Ókeypis aðgangur hefur ávallt verið að Sumartónleikunum en tek- ið er við frjálsum framlögum til styrktar tónleikunum við kirkjudyr. Síðasta sýning- arhelgi í Eden MÁLVERKASÝNINGU Steingríms St. Th. Sigurðssonar í Eden í Hvera- gerði lýkur nú á mánudaginn, 2. ágúst. Þetta er 18. sýning Stein- gríms í Eden og hvorki meira né minna en 74. einkasýning hans frá upphafí. VERSLUNARMANNAHELGIN SjliSKVLDUMOR í BLÁA LÓNINU BÖRN 11 ÁRA OC YNGRI FÁ FRÍTT í LÓNIÐ ( FYLGD FORELDRA SINNA. UÓSMYNDASÝNING FRÉTTARITARA MORGUNBLAÐSINS OPNAR í DAG 06 STENDUR YFIR ÚT ÁGÚSTMÁNUÐ. BLÁA LÓNID - NÁTTÚRUPARADÍS í GRINDAVÍ K - SÍMI 92-685226

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.