Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Tengiliður á Atlantshafi eftir Jörgen Sehleimann Mig langar að skrifa lofgjörð til íslands, lofgjörð til íslendinga. Það er ekkert nýtt fyrir mig. Mig hefur langað til þess í hvert skipti sem ég hef á liðnum árum snúið heim eftir heimsókn til þessa virðingar- verða lands, þessarar virðingar- verðu þjóðar. Þannig hefur það verið allt frá því ég fór þangað í fysta sinn sumarið 1956 til að fylgj- ast með Keflavíkur-kosningunum eftirminnilegu þar sem meirihluti kjósenda staðfesti öryggismála- stefnu eftirstríðsáranna. í það skiptið hélt ég þaðan til minnar fyrstu löngu dvalar í Frakk- landi, og það er engin ógerleg til- raun til að bera saman ólíkar stærðir, heldur aðeins mælikvarði á hve hugfanginn ég er af Islandi þegar ég segi að á fyrstu mánuðum mínum í Frakklandi hefði ég gjam- an viljað skipta á París fyrir Reykjavík hefði ég átt þess kost. Mér er það ljóst að svona vitnis- burður skyldar ekki aðra til að skynja ísland með sama áhuga og samkennd og alls ekki þá sem aldr- ei hafa hlotið þau forréttindi að heimsækja þjóð, þar sem sagan, líkt og í Israel, talar beint út úr landslaginu, og þar sem skáld og rithöfundar njóta meiri virðingar en í nokkru öðru landi, ef til vill að Ungveijalandi undanskildu. Þar sem málaralistin er ekki síðri en í öðrum ríkjum Evrópu, og þar sem 260.000 manna þjóð rekur og held- f ur uppi allri eðlilegri starfsemi há- þróaðs nútíma lýðræðisríkis. ísland stendur sig frábærlega vel í norrænni og evrópskri stöðu sinni. Það ber okkur að hafa hug- fast. Ég hef eina ástæðu, sem ég get deilt með öðrum, til að fylgjast með stjórnmálaþróun á íslandi. ís- land er sú aðildarþjóð að Atlants- hafsbandalaginu sem ef til vill hef- ur mestan áhuga á að viðhalda NATO sem pólitískum tengilið milli landanna beggja vegna Norður- Atlantshafsins, rétt eins og það skiptir bæði Evrópu og Norður- Ameríku áfram miklu máli að halda íslandi sem ómissandi hlekk í varn- arkeðju Norður-Atlantshafssvæð- isins. Hernaðarlegl tómarúm Hernaðarleg þýðing Islands tengist nú sem fyrr legu landsins í tómarúminu milli Grænlands og Noregs, þaðan sem unnt er að hafa vakandi auga með Norður-Atlants- hafinu og fiugleiðunum yfir það. ísland er enn sem fyrr nauðsynleg bækistöð fýrir flutninga sjóleiðis eða loftleiðis á herafla og vistum frá Bandaríkjunum til Noregs og áfram til annarra Evrópuríkja ef þörf krefur vegna neyðarástands eða styijaldar. Einnig til svæða utan ríkja NATO. Á dögum Persa- flóastríðsins frá ágúst 1990 til apríl 1991 lentu fleiri en 1.500 herflug- vélar með hermenn og hergögn á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Persaflóa til styrktar hernaðinum þar. Kalda stríðinu er lokið og Rúss- land er ekki Sovétríkin. Norðurfloti Rússlands er ekki sá sem hann var á sovéttímanum. Hann er ekki jafn stór og virkur. Viðhald hans er ekki jafn gott og það var. Hann líður fyrir skort á flotaæfingum. Þjálfun sjóliða er ekki jafn góð og áður. Hann nýtur ekki sömu að- stoðar flughers og fyrr. En hann er engu að síður álitlegur herstyrk- ur á siglingaleiðum milli Evrópu og Bandaríkjanna og heimurinn hefur ekki orðið öruggari og stöð- ugri eftir lok kalda stríðsins, heldur aðeins laus við kjamorkuógnina, en í staðinn hafa komið upp nýjar og raunverulegar hættur. Þess vegna er enn þörf fyrir að viðhalda NATO og vernda tvíhliða varnar- samning Islands og Bandaríkjanna. Vegna Islands og vissulega vegna okkar hinna. Það hafa að staðaldri verið um 3.000 bandarískir hermenn á Is- landi, í Keflavíkurstöðinni, síðustu fjóra áratugi, og það eru engar opinberar eða raunverulegar vís- bendingar frá Bandaríkjunum um að Clintonstjómin hafi í hyggju einhliða niðurskurð á þessum her- styrk. Þörfin fyrir áframhaldandi dvöl bandarískra hermanna hvarf ekki þegar dró úr spennunni milli austurs og vesturs. Nýjar skuld- bindingar Bandaríkjanna geta leitt til þess að á ný þurfi skyndilega að flytja hermenn og hergögn með stuttum fyrirvara og nýta þá vemd sem flutningar á sjó og í lofti njóta með viðkomu í Keflavík. Enginn íslenzkur her ísland var meðstofnandi að Átl- antshafsbandalaginu, þótt landið hafi ekki og vilji ekki hafa eigin her og taki því ekki þátt í hervæð- ingu NATO. En ísland viðurkennir þær ákvarðanir sem stjórn NATO tekur og leggur sitt af mörkum til sameiginlegra sjóða NATO. Þátt- takan í NATO og viðhald varnar- samningsins við Bandaríkin njóta almennrar viðurkenningar á Islandi í dag. En auk þess hefur Island not- fært sér tilboð um aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu, líkt og Noregur og Tyrkland. Það gefur íslandi kost á að fylgjast með umræðum og fyrirætlunum í vam- armálum Evrópu og að vissu leyti að taka þátt í þeim. Þetta hefur ekki lítið að segja miðað við ríkjandi ástand þegar Maastrict-sáttmálinn gerir ráð fyrir að Vestur-Evrópusambandið ráði herafla Evrópubandalagsins, EB, í samstarfi við NATO og undir stjóm NATO komi til hernaðaraðgerða. Jafnframt styrkir aðild íslands Vestur-Evrópusambandið pólitískt vegna legu sinnar. Það er athyglisvert að ísland, sem ekki er í EB, hefur kosið að hafa tengsl við Vestur-Evrópusam- bandið á sama tíma og við, í landi sem er aðili að EB á sérkjörum, höfum haldið okkur fjarri þessum máttarstólpa evrópskra vamar- samtaka. Noregur og EB Aðild að NATO og aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu hafa mun meiri þýðingu fyrir ísland, því þótt það virðist fjarstæðukennt eru það þessi Atlantshafstengsl sem binda Island traustast við Evrópu. NATO er tengiliðurinn. Vissu- lega hefur Island eins og önnur þau ríki sem enn eru í EFTA, sam- þykkt samninginn milli EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið, en ekki er líklegt að ísland geti eða vilji auka tengsl sín við EB umfram þetta, jafnvel þótt öll hin EFTA- löndin, þeirra á meðal Noregur, fyrr eða síðar sæki um inngöngu í EB og fái fulla aðila. Það sem heldur Islandi fyrir utan EB er að hluta samkennd þjóðar- innar - það er aðeins hálf öld liðin frá því Island endurheimti fullveldi sitt með stofnun Lýðveldisins Is- lands árið 1944 - og að hluta því hve algjörlega fjárhagur fslands er háður fískveiðum við strendur landsins. Ef Noregi tekst ekki heldur nú, þrátt fyrir óskir norsku stjórnarinn- ar, að ná samningum um - og sam- þykkja síðar í atkvæðagreiðslu - aðild að EB, hefur aðild íslands að EB engan tilgang. Málið horfir öðruvísi við ef Noregur, samheiji íslands í varnarmálum, en mót- heiji í fisksölumálum, verður aðili að EB með skilyrðum sem veikja samkeppnishæfni íslands gagnvart Noregi og öðrum aðildarríkjum EB. Þá er kominn tími til að taka upp umræður um afstöðu Islands til EB sem enginn hefur haft áhuga á til þessa. Hvor svo sem þróunin verður er það ótvíræð ósk íslands að geta tekið þátt í óbreyttu norrænu sam- starfi og það er skylda okkar og annarra Norðurlanda að sjá til þess að sú ósk verði uppfyllt, án tillits til þess hvert samband Svíþjóðar, Finniands og Noregs verður við EB. Því þótt Island hafi á stríðsár- unum lært að horfa í vestur, til Bandaríkjanna og Kanada, bæði stjómmálalega og menningarlega, og í þeim skilningi aðeins fylgt stefnu sögunnar frá því forfeðurnir lögðu af stað frá Noregi og hinum Norðurlöndunum og frá Bretlands- eyjum til að setjast að á íslandi, þá tengja menning og tunga auk sögunnar enn fslendinga við Evr- ópu. . Þótt landið liggi á miðju Atlants- hafí vilja íslendingar enn líta á sig sem Evrópubúa. Island er Evrópu- ríki og það yrði ógæfa fyrir íslend.- inga ef landafræðin og jarðfræðin gerðu þeim þann grikk að gera þá að tákni fyrir framtíðarþróun stjómmála í augum umheimsins. Klofið land ísland liggur á Norður-Atlants- hafshryggnum sem klýfur landið frá suðvestri til norðausturs og skiptir því í austasta og evrópsk- asta hlutann og vestasta og amer- ískasta hlutann. Vandinn er að í bókstaflegri merkingu er landið ekki komið í kyrrstöðu enn og ekki útlit fyrir að svo verði að því er mér skilst. Sundurleitandi landrek þessara tveggja landshluta má meðal annars sjá við strendur vatnsins sem liggur að Þingvalla- sléttunni þar sem Alþingi kom sam- an á árunum 930 til 1798 og þar sem lýst var yfír lýðveldi í landinu árið 1944. Náttúran og sagan fara saman hönd í hönd á íslandi. En meðal annars þarna má sjá hvernig þessir tveir hlutar íslands fjarlægj- ast hvor annan. Myndin getur verið óheillavæn- leg, en þetta gerist óendanlega hægt. Það gefst nægur tími til að brúa sprunguna ef hún einhvern- tíma skyldi reynast hindrun á sam- göngum milli evrópska hluta ís- lands og ameríska hluta íslands. Góðu þverstæðuna er að finna á stjómmálasviðinu. Það er Atlants- hafssáttmálinn sem stuðlar að því að tengja Evrópu saman. Nú meira en áður. Og það er NATO sem meira en nokkur önnur stofnun eða samtök tryggir íslandi sess í Evr- ópu og Norðurlöndum. Það er einn- ig til hagsbóta fyrir okkur því ís- land hefur evrópsku og norrænu hlutverki að gegna. Höfundur, sem hefur í áratugi fylgst með íslenskum málefnum, er greinahöfundur við Jyllandsposten og þar birtist þessi grein fyrr í sumar. Ljósm. Rut. HJÓNABAND. Gefín voru saman í hjónaband þann 29. maí sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthías- syni Karitas Halldórsdóttir og Jón Ingi Einarsson. Heimili þeirra er að Rekagranda 4, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 19. júní sl. í Frí- kirkjunni af sr. Cecil Haraldssyni Linda María Vilhjálmsdóttir og Leif David Halvorson. Heimili þeirra er að Sörlaskjóli 5, Reykjavík. Ljósm.st. MYND, Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 10. júlí sl. í Sel- fosskirkju af sr. Sigurði Sigurðar- syni Dóra Kristín Hjálmarsdóttir og Magnús Hafsteinsson. Heimili þeirra er að Vallholti 13, Selfossi. Ljósm.st. MYND, Hafnarfírði. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 10. júlí sl. í Sel- fosskirkju af sr. Sigurði Sigurðar- syni Soffía Stefánsdóttir og Reynir Guðjónsson. Heimili þeirra er að Ásvallagötu 51, Reykjavík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABÁND. Gefin voru saman í hjónaband þann 3. júlí sl. í Selja- kirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Þóra Gísladóttir og Steinþór Hjalta- son. heimili þeirra er á Seljabraut 74, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.