Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Uppsögn Zukofskys Mörgum tónlistarmanninum hnykkti við, þegar þær fréttir spurðust, að meirihluti stjómar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar hefði sagt aðalstjórn- anda hennar, Paul Zukofsky, upp störfum. Viðbrögðin eru skiljan- leg, því Zukofsky hefur verið umsvifamikill frumkvöðull í ís- lenzku tónlistarlífi um langt skeið og telst reyndar stofnandi hljóm- sveitarinnar. Framlag Pauls Zukofskys til íslenzks tónlistarlífs hófst árið 1977 með námskeiðum, sem við hann voru kennd. Þau voru sótt af ungum tónlistarmönnum frá tónlistarskólum um land allt. í lok námskeiðanna var efnt til tón- leikahalds, yfirleitt með mjög metnaðarfullu verkefnavali. Einn megintilgangur Zuk- ofskys var að þjálfa ungt tónlistar- fólk í sinfónískum hljómsveitar- leik, enda tækifæri engin til þess í tónlistarskólum landsins. Hann beitti sér svo fyrir því í tilefni af ári æskunnar, að stofnuð yrði sin- fóníuhljómsveit ungs fólks og tók hún formlega til starfa 1. janúar 1985. Zukofsky hefur frá upphafi verið aðalhljómsveitarstjóri henn- ar og listrænn leiðbeinandi. Hljómsveitin nýtur stuðnings frá ríki og borg, svo og frá fjölmörg- um einstaklingum og fyrirtækj- um. Paul Zukofsky gerir miklar kröfur til nemenda sinna og þeir þurfa að sýna hæfni í hljóðfæra- leik, vera mjög áhugasamir og sýna mikla ástundun. Ungu tón- listarfólki hefur þótt mjög eftir- sóknarvert að sækja námskeið Zukofskys og mikill heiður að fá þar aðgang. Ungir íslenzkir tón- listarmenn, sem farið hafa til framhaldsnáms eða starfa erlend- is, hafa látið svo um mælt, að það hafi verið þeim ómetanlegt að njóta leiðsagnar og kennslu Zuk- ofskys og jafnvel að það hafi ráð- ið úrslitum um, að þeir hafi verið gjaldgengir við tónlistarstörf er- lendis. Verkefnaval Zukofskys fyrir Sinfóníuhljómsveit æskunnar hef- ur verið nokkuð umdeilt, fyrst og fremst af hálfu tónlistarkennara, sem hefur þótt hann ætlast til of mikils af nemendunum. Hann hef- ur ekki viljað slaka á kröfum sín- um eða falla frá því að æfð væru verk, sem sjaldan eru flutt, enda hefur hljómsveitin iðulega frum- flutt merk tónverk hér á landi. Hann kom inn á þetta í viðtali, sem Morgunblaðið birti við hann í aprílmánuði 1992, þegar Sinfón- íuhljómsveit æskunnar flutti 6. sinfóníu Bruckners. Þar segir hann aðspurður um áherzluna á frumflutning: „Það eru margar ástæður fyrir því; til að mynda er engin ástæða til þess að fást við það, sem mað- ur þekkir þegar. Það er nóg af fólki, sem fæst alltaf við það sama aftur og aftur. Nú og svo sé ég bara enga ástæðu til þess að gera hiuti sem aðrir eru að gera. Það er líka örvandi fyrir tónlistarfólkið að spila verk, sem það veit að ekki hafa verið spiluð áður. Með því móti finnst þeim, að þau séu að leggja eitthvað af mörkum. Eg veit svo sem, að þeir eru til sem segja, að maður eigi að spila það, sem er vinsælt og fólkið vill heyra, en hvernig á almenningur að geta dæmt um eitthvað, sem hann hefur ekki heyrt? Nú, og svo held ég að það hljóti að vera auð- velt að útjaska verkum með því að spila þau æ ofan í æ. Að mínu mati er leti aðalástæða þess, að fólkr spilar frekar verk sem það þekkir frekar en að takast á við eitthvað nýtt.“ Þessum skoðunum sínum hefur Paul Zukofsky verið trúr og er frumflutningur Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar vorið 1991 á verki Jóns Leifs, Baldri, með merkari tónlistarviðburðum hér á landi. Hann ráðgerði að halda áfram á sömu braut og hafði ákveðið, að næstu verkefni hljóm- sveitarinnar yrðu stórverk Wagn- ers, Parsifal, svo og Sögusinfónía Jóns Leifs, sem flutt yrði á Lista- hátíð. Áður en stofnandi Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar gæti hrint þessum áætlunum sínum í fram- kvæmd barst honum uppsagnar- og þakkarbréf meirihluta stjórnar hljómsveitarinnar, fulltrúum tón- listarskóla og Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Hvorki fulltrúi foreldra í stjórninni né nemenda sátu þenn- an stjómarfund, sem þó eiga ekki sízt mikið undir því, að metnaðar- fullri og listrænni stefnu Zuk- ofskys verði haldið áfram. Hér í blaðinu hafa birst skýr- ingar framkvæmdastjóra og stjórnarmanna hljómsveitarinnar á ástæðum uppsagnarinnar. Þar er ekki að fínna fullnægjandi rök fyrir uppsögn svo virts tónlistar- frömuðar og Pauls Zukofskys. Nauðsynlegt er, að stjórn hljóm- sveitarinnar skýri mál sitt betur. Sú gagnrýni hefur beinzt að Paul Zukofsky, að hann sé einráð- ur og ósveigjanlegur og krefjist of mikils af nemendum. Um það skal ekki dæmt, en varla teljast það gild rök fyrir brottvísun úr starfí. Litríkir og skapheitir lista- menn hafa löngum auðgað tónlist- arheiminn. Deilur um lengd ráðn- ingarsamnings eða önnur kjör eru heldur ekki fullnægjandi rök fyrir uppsögn manns eins og Zuk- ofskys. Leiðir hljóta að finnast til að leysa slík deilumál með samn- ingum. Paul Zukofsky sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir að honum barst uppsagnarbréfið, að hann vonaði, að augljóst væri, hversu vænt honum hafí þótt um að starfa á íslandi. Aðrar kröfur geri hann ekki en að fá að starfa við sömu skilyrði og áður. Þessi ummæli benda til þess, að enn sé unnt að ná samkomu- lagi og því er eðlilegt, -að stjóm Sinfóníuhljómsveitar æskunnar endurskoði fyrri afstöðu og vinni að því að ná sáttum. Rannsókn á skipsflakinu við Flatey lokið í sumar LEIÐANGURSMENN í Flatey hafa lokið í sumar rann- sókn sinni á hollenska kaupfarinu sem sökk 1659 og mikil úrvinnsla á gögnum bíður til hausts. Þeir hafa nú snúið sér að öðrum verkefnum, Bjarni F. Einarsson forn- leifafræðingur að uppgreftri í Aðalstrætinu í Reykjavík og kafararnir tveir sem fundu flakið, Sævar Arnason og Erlendur Guðmundsson, eru farnir á nýjar slóðir að leita að neðansjávarfornminjum. Hreinsuð var upp átta metra löng og fjögurra metra breið ræma þvert yfír skipið og allir hlutir teknir þaðan eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Ræm- unni var skipt upp í fermetra- stóra hluta og tók Erlendur Guðmundsson myndir af öll- um hlutum ræmunnar til að hægt yrði að sjá hvernig hún leit út áður en hún var hreins- uð. Á myndunum má m.a. sjá hvernig ýmsir leirmunir, aðallega diskar, lágu á víð og dreif á botninum áður en þeir voru teknir. Fallegir diskar BJARNI F. Einarsson fornleifa- fræðingur heldur á heil- legum diski sem fannst í flakinu. Ljósmynd/Tryggvi Þormóðsson Ljósmynd/Erlendur Guðmundsson Á víð og dreif í 300 ár MIKIÐ af leirmunum fannst við flakið í Flatey og voru um 30 kg af því flutt til Reykjavíkur til frekari rannsókna. Hér sést hvernig mun- irnir lágu dreifðir um botninn. Eftir hreinsun KJÖLURINN var samansettur af ytri byrðingi og innri byrðingi með böndum á milli og ef vel er að gáð sjást á myndinni níu slík bönd, sem liggja frá miðju myndarinnar og til vinstri. Reykvíkingar greiða rúma 25 milljarða króna í opinber gjöld í ár Flugleiðir og Þorvaldur Guðmundsson greiða mest ÁLAGNINGARSKRÁ skattstjórans í Reykjavík verður lögð fram í dag. Álögð opinber gjöld eru alls u.þ.b. 25 milljarðar og 360 milljónir króna (ekki 26 milljarðar og 638 milljónir eins og fram kemur í fréttatilkynningu skattstjóra- embættisins). Þar af greiða einstaklingar rúma 16 milljarða og fyrirtæki rúma níu milljarða. Það fyrirtæki, sem gert er að greiða hæst opin- ber gjöld, er Flugleiðir hf., sem borga tæpar 217 milljónir. Skatthæsti einstaklingurinn er hins vegar Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri í Síld og fiski, sem greiðir 39 milljónir í skatta. Skattskráin mun liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur 30. júlí til 12. ágúst. Einstaklingar á skattskrá eru 79.413. Heildar- álagning opinberra gjalda á einstaklinga eru 20,025 milljarðar króna. Þar af eru 11,6 milljarðar tekju- skattur, sem 39.507 manns greiða, útsvar er 6,1 milljarður og greitt af 75.955 einstaklingum, eign- arskattur einn milljarður og greiddur af 22.700 manns, aðstöðugjald 328 milljónir og greitt af 8.003 manns og tryggingagjald 495 milljónir, greitt af 7.159 skattgreiðendum. Auk þessa er lagt á útflutn- ingsráðsgjald, 4,2 milljónir, iðnlána- og iðnaðar- málagjald, 17,6 milljónir, skattur af skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, 69,1 milljón, sérstakur eignar- skattur, 90 milljónir, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, 9,6 milljónir, kirkjugarðsgjald, 4,9 milljónir og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, 165,3 milljónir. Einstaklingar greiða 16,3 milljarða Samtals er þetta eins og áður segir 20,025 millj- arðar. Til frádráttar kemur skattafsláttur til greiðslu útsvars, eignarskatts og sérstaks eignar- skatts, barnabótaauki, vaxtabætur, húsnæðisbæt- ur, niðurfelling aðstöðugjalds og gjaldfærður tekju- skattur fyrir 1. ágúst, samtals 3,7 milljarðar. End- anleg álagning á einstaklinga er því 16,3 milljarðar króna. Auk þess er nú lagður á í fyrsta sinn sér- stakur tekjuskattur, svokallaður hátekjuskattur, en hann er ekki reiknaður með í álagningu þessa árs, þar sem hann er fyrirframgreíddur. Það lendir á 3.491 skattgreiðanda að inna þennan skatt af hendi, samtals 237,8 milljónir króna. Þorvaldur greiðir 39 milljónir Eftirtaldir eru gjaldahæstu skattgreiðendur í Reykjavík í ár: Þorvaldur Guðmundsson 39.004.714 Háuhlíð 12 Guðmundur Kristinsson 19.361.463 Brekkuseli 31 Skúli Þorvaldsson 18.802.886 Bergstaðastræti 77 Skúli Jóhannsson 17.688.566 Bankastræti 11 Jón I. Júlíusson 17.553.629 Austurgerði 12 Ingimundur Ingimundarson 15.128.563 Eikjuvogi 6 Gunnlaugur Guðmundsson 14.235.532 Haðalandi 17 ívar Daníelsson 12.377.406 Alftamýri 1 Andrés Guðmundsson 12.153.614 Hlyngerði 11 Ólafur R. Magnússon 10.851.439 Grenimel 43 Fyrirtæki borga níu milljarða Heildarálagning á fyrirtæki er 11,261 milljarðar. króna, og eru samstals 6.680 fyrirtæki á skatt- skránni. í tekjuskatt greiða 1.845 fyrirtæki 2,3 milljarða, í eignarskatt greiða 2.302 fyrirtæki 718 milljónir og í tryggingagjald borga 3.225 fyrirtæki 5,4 milljarða. Aðstöðugjald er reiknað 4,1 milljarð- ar, en samkvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar er það fellt niður í ár. Auk þessara gjalda greiða fyrir- tæki útflutningsráðsgjald, 22,8 milljónir, iðnlána- og iðnaðarmáiagjaid, 103,753 milljónir, skatt af skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, 307,7 milljónir, sérstakan eignarskatt, 149,6 milljónir og kirkju- garðsgjald, 34,2 milljónir. Að frádregnu aðstöðu- gjaldinu er endanleg álagning á fyrirtæki 9,03 milljarðar króna. Flugleiðir, Eimskip og Landsbankinn skattahæst Eftirtalin fyrirtæki greiða hæst opinber gjöld: Fiugleiðir hf. 216.964.455 Eimskipafélag íslands hf. 176.557.211 Landsbanki Íslands 171.888.603 Hagkaup hf. 150.852.680 Sjóvá-Almennar trygg. hf. 137.053.993 Fiskveiðasjóður íslands 137.019.976 Olíufélagið hf. 136.585.697 Oddi, prentsmiðja hf. 105.226.020 Búnaðarbanki íslands 105.676.613 íslandsbanki hf. höfuðst. 101.601.425 Orri Vigfússon og Alþjóða kvótakaupanefndin semja við grænlenska fiskimenn Fá 80 milljómr kr. fyrir að veiða ekki lax í sjó í tvö ár ALÞJÓÐA kvótakaupanefndin, sem Orri Vigfússon veitir forstöðu hefur gengið frá samningi við Grænlendinga um kaup á úthafsveiðikvóta Græn- lendinga á laxi næstu fimm árin. Greidd verður 1,1 milljón Bandaríkja- dala, u.þ.b. 80 milljónir króna, fyrir kvótann næstu tvö ár, að sögn Orra Vigfússonar, og munu ýmsir aðilar frá fjölmörgum löndum standa straum af kostnaði. Undir forystu Orra hefur Alþjóða kvótakaupanefndin nú keypt upp allan úthafsveiðikvóta á Atlantshafslaxi á undanförnum fjórum árum, auk þess sem samningar standa yfir við bresk og írsk stjómvöld um að binda á næstu ámm enda á reknetaveiðar á villtum Atlantshafs- laxi innan landhelgi ríkjanna tveggja. Að sögn Orra Vigfússonar hafa Grænlendingar á liðnum árum veitt allt að 2.700 tonn af göngulaxi í net en síðustu ár hafa þeir hins vegar átt í basli með að veiða upp í 840 tonna kvóta sinn. í síðasta mánuði féllust Grænlendingar á ákvörðun NASCO um að lækka kvóta þeirra í 230 tonn og þann kvóta hafa þeir nú selt Al- þjóða kvótakaupanefndinni undir for- ystu Orra. Stærsti samningur til þessa Samningurinn við Grænlendinga er sá stærsti sem gerður hefur verið til þessa og hefur átt rúmlega þriggja ára aðdraganda. Hann gildir til fímm ára eins og fyrr segir en tímabilið skiptist að sögn Orra Vigfússonar í tvo hluta þannig að stöðvun veiðanna næstu tvö ár er tryggð gegn fyrr- greindri greiðslu. Kveðst Orri vonast til þess að þetta verði til þess að tug- þúsundir laxa geti snúið til heimkynna sinna í ám í Kanada, á íslandi, í Bandaríkjunum, Stóra Bretlandi, á írlandi og meginlandi Evrópu til þess að hrygna og byggja upp stofna sem hættulega lítið er orðið eftir af. Um framkvæmd samningsins árin 1995 til 1997 verður hins vegar samið á árinu 1995. Að sögn Orra hefur fjármögnun þeirrar 1,1 milljónar dala sem greidd verður fýrstu tvö árin þegar verið tryggð að mestu leyti með framlögum hópa og einstaklinga víða um- lönd. Orri giskaði á að hlutur íslendinga yrði um það bil 4 milljónir króna sem ýmis samtök veiðiréttarhafa og stang- veiðimanna legðu fram. Á svipaðan hátt er staðið að fjármögnun ytra en vestanhafs hefur mál þetta hlotið at- hygli umhverfísverndarhópa og stjórnvalda, sem telja sér til tekna að hafa stuðlað að gerð samningsins og munu kynna þarlendum ijölmiðlum samninginn næstu daga. Áhrif strax næsta ár „Friðunin er mikilvægasta einstaka skrefið sem tekið hefur verið til að efla stofna Norður-Atlantshafslax- ins,“ sagði hann og sagðist sannfærð- ur um að áhrif friðunarinnar kæmu fram í aukinni veiði í laxveiðiám og bættum heimtum í hafbeitarstöðvum strax í næstu göngum. Umferðardeild lögreglunnar hvetur ferðamenn að flýta sér hægt um helgina Tímaleysið slysavaldur AÐ MATI lögreglunnar í Reylqavík einkennir það umferð mestu ferðahelgar ársins að fólk gefur sér allt of lítinn tíma til að komast á milli staða. „Við höfum veitt tímaleysi ferða- fólks sérstaka athygli síðustu verslunarmanna- helgar en það eykur líkur á slysum verulega.“ segir Hjálmar Björgvinsson aðstoðarvarðstjóri umferðardeildar. Hann segir að upp úr klukk- an sex í kvöld og snemma í fyrramálið verði umferð mjög þung á þjóðvegum landsins. Hann minnir ökumenn á að taka góða skapið með sér og gæta ýtrustu varúðar í umferðinni. Það eru tveir hópar ökumanna, sem verða að sýna sérstaka tillitssemi við aðra vegfarendur að mati Hjálmars. „Annars vegar eru það þeir, sem hafa engan tíma og verða að sýna þolinmæði. Aftur á móti valda þeir, sem telja sig hafa allan Morgunblaðið/Sverrir Þolinmóð í umferðinni HJÁLMAR Björgvinsson aðstoðarvarðstjóri brýnir fyrir fólki að flýta sér hægt. tíma og fara sér hægt eftir því, jafnmiklum erfíð- leikum í umferðinni. Þeir verða að huga að öðrum ökumönnum og aka við hámarkshraðamörk." „Þeir, sem ekki treysta sér út í mikla umferð á þjóðvegunum, geta reynt að sneiða hjá mesta annatímunum en gera má ráð fyrir að þúsundir bíla streymi út á vegina upp úr klukkan 18 í dag og aftur í fyrramálið,“ segir hann. Framúrakstur og lausamöl Það er margt að mati Hjálmars, sem ökumenn verða gefa sérstakan gaum. Eitt er að gæta ýtrustu varúðar þegar tekið er fram úr bifreiðum og í annan stað bendir hann ökumönnum sérstaklega á að fara varlega þegar ekið er í lausamöl. Þá megi ekki gleyma rollunum, sem fyrirvaralaust kunna að hlaupa inn á vegi og þeirri aðstöðu þeg- ar bifreiðar mætast á þröngum brúm. Loks verði að fara með sérstakri gát yfir bæði ár og vötn. Hjálmar minnir á að leiðbeiningar um akstur við slíkar aðstæður megi finna í nýútkomnum Ferðafé- laga, sem lögreglan dreifí í dag á vegum úti. „Við minnum ennfremur alla ökumenn að gleyma ekki góða skapinu. Fólk verður að sýna hvert öðru tillitssemi og ef fólk heldur jöfnum og góðum hraða við hámarkshraðamörkin þá má full- víst telja að umferðin gangi vel fyrir sig,“ segir Hjálmar. Hann minnir á að Iögreglan muni hnippa í alla þá ökumenn, sem ekki fari eftir settum regl- um. Síðast en ekki síst verða ökumenn, sem eru til fyrirmyndar í umferðinni, verðlaunaðir. Hörður Karlsson, 29 ára. Björgvin Þór Ríkharðsson, 27 ára. Hans Ernir Viðarsson, 18 ára. Þrír fangar struku saman frá fangelsinu á Litla-Hrauni í fyrrinótt Sögnðu sundur rim með sög af verkstæði fangelsisins ÞRÍR fangar struku frá fangelsinu á Litla-Hrauni um miðnætti í fyrri- nótt með því að saga í sundur rim fyrir glugga í klefa eins þeirra og klifra yfir girðingu fangelsisins þar sem bíll beið þeirra. Tveir fang- anna voru að afplána refsidóma fyrir innbrot, fjársvik og fíkniefnamis- ferli en sá þriðji er gæslufangi sem nýlega var dæmdur í 10 ára fang- elsi fyrir nauðganir og árásir. Jón Sigurðsson staðgengill forstöðu- manns Litla-Hrauns segir að eftirlit hafi brugðist, það sé ástæða þess að mennirnir hafi komist á brott. Hann telur að undirbúningur stroks- ins hafi tekið mennina u.þ.b. viku og ljóst sé að þeir hafi átt vitorðs- mann í hópi fanga sem læsti klefum þeirra að utan. Litla-Hrauni með því að spenna upp rimla. Sá var á þeirri deild fangelsis- ins þar sem minna eftirlit er með föngum. Jón sagði að miðað við mat héraðs- dómara sem nýlega hefðu dæmt einn þremenninganna, Björgvin Þór Rík- harðsson, í 10 ára fangelsi, fyrir nauðganir og árásir, virtist ljóst að telja bæri hann hættulegan um- hverfi sínu en hinir tveir hefðu ekki gerst sekir um brot sem réttlætt gætu slíkt mat, þeir væru að afplána dóma fyrir innbrot, fjársvik og fíkni- efnamisferli. Jón sagðist telja víst að aðferðir við eftirlit í fangelsinu yrðu nú tekn-. ar til endurskoðunar og endurmats. Strokin nú og í síðasta mánuði sýndu að fyllsta tilefni væri til þess. Um miðnætti í fyrrinótt barst fangavörðum á Litla-Hrauni vís- bending um að sést hefði til þriggja manna klifra yfír girðinguna um- hverfis fangelsið og setjast upp í rauðan Suzuki fólksbíl sem beið þeirra fyrir utan og ók í átt að Sel- fossi. Við fyrsta eftirlit fangavarða kom ekki í ljós að neinna fanga væri saknað, enda voru allir klefar læstir að utan. Um það bil hálf klukkustund leið áður en í ljós kom að rim fyrir glugga í klefa eins fang- anna hafði verið söguð í sundur og þriggja fanga var saknað. Víðtæk leit var gerð að föngunum í fyrrinótt og í gær. Síðdegis í gær sendi lögreglan í Reykjavík fjölmiðl- um myndir af föngunum með ósk um að þær yrðu birtar. Um miðjan dag í gær bárust vísbendingar um að til mannanna hefði sést í strætis- vagni, einn hefði farið úr í Blesu- gróf en tveir haldið áfram upp í Breiðholt. Víðtæk leit á grundvelli ábendingarinnar bar ekki árangur. Fleiri vísbendingar bárust í gær- kvöldi eftir að myndir af mönnunum komu fyrst fyrir almenningssjónir og var lögregla að kanna þær í gærkvöldi. Járnsög hvarf af verkstæði Að sögn Jóns Sigurðssonar stað- gengils forstöðumanns virðist sem mennirnir hafí komist yfír járnsög á járnsmíðaverkstæði fangelsins en enginn þremenninganna var þó þar við vinnu. Jón sagði ljóst að eftirliti með verkfærum á verkstæðum fang- elsisins væri ábótavant, því ljóst væri að strokið hefði verið undirbúið í um það bil viku og hefðu mennirn- ir notið aðstoðar einhverra úr hópi samfanga sinna. Um það bil mánuð- ur er síðan fangi strauk síðast af Johann á enn von Biel. Frá Áskeli Erni Kárasyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. JOHANN Hjartarson vann þýska stórmeistarann Eric Lobron ör- ugglega í 12. og næstsíðustu umferð millisvæðamótsins hér í Biel í gær. Jóhann hefur þá unnið tvær skák- ir í röð og eygir enn von um að komast í hóp hinna tíu efstu, sem haida áfram á næsta þrep heims- meistarakeppninnar, áskorenda- mótið. Til þess þarf hann að vinna skák sína í síðustu umferð og önnur úrslit að verða honum hagstæð. Staðan fyrir síðustu umferð er sú að Gelfand hefur 8V2 vinning. Van der Sterren, Salov, Kramnik, Kamsky, Adams, Khalifman og Jud- asin hafa 8 vinninga. í 9.-11. sæti eru Lautier, Anand og Episin 7‘/2. Jóhann Hjartarson er ásamt 13 öðrum í 12.-25. sæti með 7 vinn- inga. Þeir eru: Shirov, I. Sokolov, ívantsjúk, M. Gurevich, Drejev, Barejev, Svestnikov, Portisch, J. Polgar, Lputian, Xu Jun, Piket og Abramovic. Óhætt""ér að gera ráð fyrir að í þeim sjö viðureignum þar sem þessir skákmenn mætast í loka- umferðinni á morgun verður hart barist; jafntefli þýðir tap, en sigur gefur möguleika á sæti í áskorenda- keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.