Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 31 anna, þegar kallið kom, því að hann unni og bar mikla virðingu fyrir öllu lífi, hvort sem það tilheyrði jurtum eða dýrum, hvað þá mannlíf- inu sjálfu. Páll var fæddur í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá á Úthéraði hinn 25. júní 1920, og var hann næstelst- ur bama þeirra hjóna Sigbjöms Sigurðssonar og Jórannar Onnu Guttormsdóttur. Alls urðu böm þeirra átta. Auk þess ólu þau upp fósturdóttur. Öll era þau systkini enn á lífi, svo að fyrsta skarðið myndast í þann hóp við fráfall Páls. Páll ólst upp í fjölmennum systkina- hóp við leik og störf, eins og þau gerðust á fjölmennu sveitaheimili. Oftast ríkti þar gáski og gleði, þrátt fyrir að efnin væra stundum af skomum skammti. Tók Páll dijúgan þátt í glaðværðinni og stofnaði þar að auki oft til hennar sjálfur. Þessi eiginleiki fylgdi honum alla ævi og var hann því gleðigjafi fyrir sam- ferðafólk sitt og hvatti það til bjart- sýni og dáða. Menntunar- og fróðleiksþrá var Páli ríkulega í blóð borin og var hann ávallt mjög bókhneigður riiað- ur. Hann sótti skólamenntun sína í Alþýðuskólann á Eiðum og síðar í Bændaskólann á Hvanneyri, bæði bænda- og framhaldsdeild, og hlaut hann þannig sína starfsmenntun. Auk þessa var hann allar götur mjög iðinn við að auka þekkingu sína með því að sækja fræðslunám- skeið og fundi, auk bóklestrar. Við sem gerst þekktum Pál vissum vel, að hugur hans stóð lengi til enn frekara langskólanáms, þó að örlög- in leyfðu það ekki. Þrátt fyrir það var hann mjög sáttur við sitt hlut- skipti. Páll var mjög iðinn og samvisku- samur starfsmaður og réttlætis- kenndin var sterkur þáttur í allri skaphöfn hans. í hveiju máli mynd- aði hann sér sína eigin skoðun og fylgdi henni fast eftir, hvort sem hún var líkleg til lýðhylli eður ei. Sannleiksleitin mun þó sennilega hafa verið ríkasti þátturinn í fari hans. í hveiju máli í starfi og leik, leitaði hann ávallt sannleikans eftir því sem nokkur tök vora á. Snemma tók hugur hans að fást við hinstu rök lífs og dauða og var það allar götur síðan sérstakt hugðarefni hans. Gerðist hann fljótt víðlesinn um þau málefni og varð fljótt virk- ur félagi í ýmsum félagsskap um sálarrannsóknir. Hann var þaulles- inn í ritum Dr. Helga Pjeturssonar og margra annarra heimspekinga. Hann starfaði með og aðstoðaði marga þekkta miðla og huglækna, og var í nánum tengslum við þá. Allt var þetta þáttur í sannleiksleit hans. Hugur hans stóð stöðugt opinn gagnvart nýjum sannindum og hug- myndum. Hann bast þó aldrei nein- um einum hugmyndasmið og kenn- ingum hans, heldur hlustaði hann og myndaði sér sínar eigin skoðan- ir í hveiju máli. Það var mér mikill fengur og lífsnautn að hitta Pál og ræða við hann um nýjustu hug- myndir og kenningar. Vissulega rækti hann starf sitt af sömu sann- leiksást og önnur hugðarefni, þó að þar gætu stundum orðið árekstr- ar á milli. Eitt sinn sagði Páll mér frá því, þegar hann fór að ræða sauðfjárkynbætur við einn bónd- ann, sem svaraði því til, að hann vonaðist til að mannkynið kæmist fljótlega á það menningarstig, að það hætti að rækta dýr til kjöt- neyslu og kynbætur því ónauðsyn- legar. Þama hitti bóndi á mjög við- kvæman streng í bijósti Páls, það er mótsögnina milli elsku til lífsins og brýnnar þarfar á lífveram til viðurværis, en það var einmitt þátt- ur í hans huglægu viðfangsefnum. Páll og Ingunn kona hans áttu mjög hlýlegt og fagurt heimili allan sinn búskap. Ingunn fylgdi manni sínum mjög í andlegum málefnum svo sem í starfi. Þau voru sérlega gestrisin heim að sækja og nutum við hjónin þess í ríkum mæli að gista hjá þeim og ræða við þau, sem við þökkum nú af alhug. í þessu umhverfi ólust upp og döfnuðu syn- ir þeirra þrír. Við hjónin vottum Ingu, sonum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guttormur Sigbjarnarson. Guðrún Einarsdóttir Nielsen - Minning Fædd 6. júlí 1928 Dáin 16. júlí 1993 Björt skein sól bernskunnar í Þingholtunum. Y1 hennar finn ég nú sem aldrei fyrr, þegar ég kveð að sinni systur mína, Guðrúnu Einarsdóttur Nielsen. Hún sofnaði til guðs í faðmi fjögurra bama á heimili sínu í Pequannock, New Jersey, Bandaríkjum Norður- Ameríku hinn 16. júlí síðastliðinn. Ung að árum kynntist hún heið- ursmanninum Jack Nielsen, af dönskum ættum, er hann gegndi hér á landi skyldustörfum fyrir föðurland sitt. Voru kynni þeirra gæfuspor beggja. í farsælu hjóna- bandi eignuðust þau fjögur börn, falleg og mannvænleg. Þrátt fyrir hnattstöðufjarlægð var góð og nálæg vinátta og tryggð Guðrúnar og fjölskyldu hennar í nýja landinu við móður hennar, systkini og frændfólk hér á landi. Komu þau Guðrún og Jack til lengri og skemmri orlofsdvalar, þegar ástæður leyfðu. Þá var og allt hennar skyldfólk aufúsugestir á heimili þeirra vest- an hafs. Ekki síst naut ég ástríkis og örlætis þeirra. Voram við Guð- rún allt frá barnæsku mjög sam- rýnd, enda svo jafnaldra, að ekki skeikaði fullu ári á milli okkar. Harmur er nú ekki síst kveðinn að hjartkærri móður okkar, Láru Pétursdóttur, þegar yndisleg dóttir + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐNÝ ÁSMUNDSDÓTTIR, Gilsbakka 1, Seyðisfirði, andaðist í Landspitalanum miðvikudaginn 28. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Emilsson. Maðurinn minn, + JÓN EINARSSON, Fetlsmúla 5, Reykjavík, andaðist 29. júlí. Vilborg Berentsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR HARALDSSON, Dýjahlfð, Kjalarnesi, lést miðvikudaginn 28. júlí á gjörgæsludeild Landspítaians. Halldóra Hermannsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Hreinn S. Hákonarson, Margeir Pétursson, Sigriður Indriðadóttir, Vigdís Pétursdóttir, Ævar Aðalsteinsson og barnabörn. + hennar hefur nú orðið að lúta skapadægri fyrir erfiðum og óvægnum sjúkdómi þar sem krabbameinið er. Guðrún systir mín lifði ástvinum og skyldfólki veitulli og fallegri ævi, ættjörð sinni til sóma. Við Margrét Erla þökkum henni góð- vild, ást og gleðistundir, og biðjum algóðan guð að styrkja börnin öll og barnabörnin og að gera sorg þeirra fallega. Elí Einarsson. Kristínn Már Magnús- son — Minning Fæddur 2. júní 1953 Dáinn 14. júlí 1993 Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast nágranna okkar og vinar, Kristins Más Magnús- sonar, sem lést þann 14. júlí eftir skamma sjúkdómslegu og var jarðsunginn síðastliðinn fímmtu- dag. Kynni okkar hófust síðsumars árið 1986, þegar við fluttum í Sörlaskjólið. Meðan við vorum að tæma sendiferðabílinn birtust tvö systkini, hýr og glaðleg, strákur, fjögurra ára og stelpa, fímm ára. Þau sögðust heita Dagur og Sunna og bjuggu í litlu bláu timburhúsi bak við okkar hús. Á þessari stundu hófst vinskapur Hjálms sonar okkar og þeirra. Eins og svo oft gerist, hófst vinskapur foreldranna vegna vin- skapar barnanna. Þegar við spurð- um Dag og Sunnu hvað foreldrar þeirra hétu, var okkur sagt að mamma héti Elín Steinarsdóttir og væri kölluð Ella, og pabbi héti Kristinn Magnússon og væri kall- aður Kiddi. Þegar við spurðum, hvað hann gerði, var okkur sagt að hann væri svampamaður. Þeim systkinum þótti það mikil heimska að vita ekki hvað svampamenn gerðu, og sögðu að_ auðvitað byggju þeir til svamp. Á endanum kom í ljós að hann starfaði hjá Pétri Snæland hf. og vann meðal annars við framleiðslu á svampi. Þau hjónin Kiddi og Ella voru ákaflega skemmtileg í viðkynn- ingu, bæði glaðlynd, en hvort á sinn hátt. Kiddi var einstaklega rólyndur og jafnlyndur maður. Það tók dálítinn tíma að kynnast hon- um því hann var hlédrægur og ekkert fyrir að láta mikið á sér bera. Það leið því nokkur tími þangað til við sáum hvaða mann hann hafði að geyma. Kiddi var ákaflega greiðvikinn og gott að leita til hans. Það eru ófá skiptin sem við höfum fengið eitt og annað lánað úr verkfæra- geymslunni hans. í gegnum árin voru samskiptin oft tengd börnun- um eða spjallað yfir girðinguna eða skroppið í kaffí. Það var alltaf upplífgandi að hitta Ellu og Kidda. Kiddi vann mikið og átti fáar frí- stundir. Hann lauk prófí í iðn- rekstrarfræði við Tækniskólann og vann allan tímann með nám- inu. Hann hefði gjarnan getað hugsað sér lengra nám, en úr því varð ekki. Hann hafði unun af lestri og gaman af að grúska í gömlum bókum. Hann hafði hug á að skoða landið sitt betur en því miður entist honum ekki aldur til þess. Fyrir rúmum þrem mánuðum veiktist Kiddi hastarlega og í ljós kom að hann var með lífshættuleg- an sjúkdóm. Við þessari vitneskju brást hann á aðdáunarverðan hátt. Hann lét ekki bugast heldur hélt í vonina um að sér myndi batna og hann fengi að fylgjast lengur með börnunum sínum sem nú vora orðin fjögur. í hópinn höfðu bæst Lúðvík og Eygló sem era á fyrsta og öðru ári. í hvert sinn sem við heimsóttum Kidda og spurðum hann um líðan- ina, lýsti hann fyrir okkur á sinn rólynda og yfírvegaða hátt, hvern- ig ástandið væri og bætti svo við að sér liði annars bara vel. Síðan tókum við upp annað spjall. Auðséð var hversu mikla um- hyggju Ella og Kiddi báru hvort fyrir öðra og hversu mikilvægt þeim fannst, að hvort um sig nyti sín sem best. í veikindunum stóð Ella við hlið Kidda eins og klett- ur, og börnin sýndu ekki síður mikinn hetjuskap. í kringum sig áttu þau fjölskyldu sem studdi þau á allan hátt. Sex vikum eftir fertugsafmæli sitt Iést Kiddi á heimili sínu, um- vafinn sínum nánustu, sem voru honum mest virði af öllu. Við kveðjum vin okkar með söknuði og virðingu og sendum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Jenný Guðmunds- dóttir og Ragnar Sigurðsson. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, ÁSTU G. BJÖRNSON. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Hafnarfirði. Gunnar Björnson, Helga Gestdóttir, Guðrún Humphrey, Jim Humphrey, Guðmundur Björnson, Guðrún L. Kristinsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur S. Ástþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Mælifellsá. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga. Björn Hjálmarsson, Margeir Björnsson, Helga Þórðardóttir, Rósa Björnsdóttir, Indriði Sigurjónsson, Anna Björnsdóttir, Viktor Sigurðsson og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, HANS MAGNÚSSONAR, Borgabraut 1, Hóimavik. Steinunn Guðbrandsdóttir, Steinunn H. Henriksson, Sven Henriksson, Sigríður M. Hansdóttir, Sigmar St. Ólafsson, Margrét S. Hansdóttir, Marinó Einarsson, Magnús Ól. Hansson, Elínbet Rögnvaldsdóttir, Guðbrandur Hansson, Sigrún Hrafnsdóttir, Hans Steinar Bjarnason og barnabörn. Lokað e.h. ídag vegna jarðarfarar EINARS Þ. MATHIESEN. Fatabúðin hf. Lokað í dag vegna jarðarfarar EINARS Þ. MATHIESEN. E. Th. Mathiesen - Bedco hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.