Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / SIGLINGAR Keppa á IMorður- landamóti unglinga Morgunblaðið/Frosti íslenski siglingarhópurinn sem keppir á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Helga Ingvarsdóttir fararstjóri, Sigríður Sunna Aradóttir, Laufey Kristjánsdóttir, Jens Gíslason, Snorri Valdimarsson og Óttarr Hrafnkelsson fararstjóri. Fyrir aftan standa þeir Atli Magnússon og Arnar Hreinsson sem eru á vegum SÍL í æfmgabúðum í Svíþjóð. TENNIS FJÓRIR ístenskir unglingar taka þátt í Norðurlandamótinu í sigl- ingum á Optimist skútum sem nú stendur yfir í Larkollen Nor- egi. Um 120 keppendur eru á þessu móti. Skútur í Optimist-flokki eru eins manns för og hámarks- aldur keppenda er fimmtán ár. Sigríður Sunna Aradóttir úr Sigl- ingarklúbbnum Brokey í Reykja- vík er ein fjórmenninganna og hún sagðist hóflega bjartsýn rétt áður en hópurinn hélt utan til keppni. „Ég er bjartsýn eh samt hrædd um að fólk geri of miklar vænting- ar til okkar. Það eru mjög margir sterkir keppendur á þessu móti og það er eiginlega svipað eins og ef íslenska körfuboltalandsliðið færi að spila í NBA deildinni í Bandaríkjunum," sagði Sigríður Sunna, sem er reynslumesti kepp- andi íslenska hópsins. Auk Sigríðar Sunnu, eru í liðinu Laufey Kristjánsdóttir úr Eyja- fjarðarsveit, Snorri Valdimarsson úr Ymi í Kópavogi og Jens Gísla- son frá Akureyri en hópurinn hef- ur æft stíft í sumar undir hand- leiðslu sænsks þjálfara. Farar- stjórar eru Helga Ingvarsdóttir og Ottarr Hrafnkelsson. Sunna var í æfingabúðum í Danmörku og hún sagði að að- stæður væru þar öðruvísi en hér á landi. „Það eru mun fleiri sem stunda íþróttina á hinum Norður- löndunum og þar sem ég var fór fram keppni um hveija helgi frá maí og fram í september. Við erum fá sem æfum hérna á landi og keppum aðeins á tveimur mótum yfir sumarið. Við höfum því litla reynslu miðað við aðra keppendur á mótinu og þá sérstaklega af því að sigla innan um margar skútur.“ Sunna sagði að siglingar væru fyrir alla. „Þetta er skemmtileg íþrótt en hins vegar er erfitt að ná góðum tökum á henni. Ég vildi bara að það væru fleiri hér á landi í siglingum." Hörkuspennandi hjá Kristínu og Katrínu - í úrslitum einliðaleiks í meyjaflokki á íslandsmótinu ítennis ÍSLANDSMÓTI yngri aldurs- flokka f tennis lauk sl. föstudag þegar siðustu úrslitaleikirnir fóru fram í yngri aldursflokk- um. Leikið var á tennisvöllum Þróttar og Víkings og voru margir úrslitaleikirnir hörku- spennandi og skemmtilegir. Mikil spenna var í úrslitaleik einliðaleiksins í meyjaflokki en þar mættust þær Kristín Gunn- arsdóttir og Katrín Atladóttur báð- ar úr Þrótti. Viðureign þeirra stóð vel á þriðju klukkustund en Kristín hafði betur 6:4, 3:6 og 7:5. Katrín hafði í þessum leik góða stöðu þeg- ar hún var yfir 5:1 í síðustu lotunni en það dugði ekki til. Katrín varð hins vegar meistari í tvíliðaleik með Iris Staub en þær stöllur sigruðu Stellu Rún Kristjánsdóttur og Ernu Hlíf Jónsdóttur TFK 6:1 og 6:1. í einliðaleik hnokka sigraði Arnar Sigurðsson TFK Ragnar Inga Gunnarsson frá sama félagi 6:0 og 6:1. Þeir Arnar og Ragnar léku saman í tvíliðaleik og sigruðu Jón Axel Jónsson UMFB og Davíð Hall- dórsson TFK 6:3 og 7:6. í hnátuflokki reyndist Stella Rún Kristjánsdóttir TFK sterkust. Hún sigraði Rakel Pétursdóttur úr Fjölni 6:2, 2:6 og 6:3. Sömu stúlkur léku saman í tvíliðaleiknum og uppskáru sigur gegn Þorbjörgu Þórhallsdótt- ur og Kolbrúnu Stéfánsdóttur úr Þrótti 6:4 og 6:1. 1 einliðaleik í sveinaflokki sigraði Teitur Marshall úr Fjölni, Hjört Hannesson úr sama félagi 6:0 og 6:1. í tvíliðaleik í þeim flokki léku þeir Arnar Sigurðsson og Kristján Einarsson gegn Jóni Axel Jónssyni UMFB og Davíð Halldórssyni. Leik- ur þeirra var lengi vel í járnum en svo fór að Arnar og Kristján höfðu sigur í oddalotu 6:3, 4:6 og 6:3. • í yngsta aldursflokknum, flokki snáða og snóta sem í eru börn tíu ára og yngri sigraði Jón Axel Jóns- son úr UMFB. Hann lék til úrslita við Ólaf Pál Einarsson og sigraði í leiknum 6:3. Mikið var um að keppendur léku í fleiri en einum aldursflokki en hver keppandi mátti keppa í fimm greinum. Úrslit í einstökum flokk- um benda til að enn vanti nokkra breidd í þessa íþrótt í yngri aldurs- flokkunum en það á án efa eftir að breytast á næstu árum. Morgunblaðið / Frosti Þeir léku til úrslita í tvíliðaleik í hnokkaflokki á íslandsmótinu í tennis. Ragnar Ingi Gunnarsson og Arnar Sigurðsson úr TFK sem sigruðu eru í efri röðinni. í neðri röð eru þeir Jón Axel Jónsson UMFB og Davíð Halldórsson TFK. Tveir í æfingabúðir Tveir íslenskir piltar, þeir Atli Magnússon og Arnar Hreinsson úr Siglingaklúbbnum Vogi í Garðabæ fóru á vegum Siglingar- sambandsins til Lommen í Svíþjóð þar sem þeir verða í æfingabúð- um. FRJALSIÞROTTIR Fjölmennt á Dalvík Meistaramót íslands í fijáls- íþróttum fyrir átján ára og yngri var haldið á Dalvík um síð- ustu helgi. Metþátttaka var á mót- inu en 650 keppendur skráðu sig til leiks. Engin met voru sett en bestu afrek mótsins í einstökum flokkum urðu þessi samkvæmt al- þjóðlegum stigalista. Drengir: Haukur Sigurðsson, Ármanni hljóp 100 m á 10,8 sek - 1082 stig. Stúlkur: Sólveig Björnsdóttir Árm. hljóp 300 m grindarhlaup á 46,6 sek - 1035 stig. Sveinar: Gunnar F. Gunnarsson, Fjölni stökk 6,58 m í langstökki - 1070 stig. Meyjar: Rakel Tryggvadóttir FH stökk 1,63 m í hástökki - 1023 stig. Piltar: Richard Jóhannsson, Fjölni hljóp 100 m á 11,8 sek - 1064 stig. Telpur: Elín R. Bjömsdóttir UÍA hljóp 100 m á 12,9 sek - 1015 stig. Strákar: Emil Sigurðsson UMSB stökk 5,16 í langstökki og hljóp 60 m á 8,2 sek. Hvor grein gefur 1125 stig. Stelpur: Katrín Guðmundsdóttir ÍR hljóp 60 in á 8,0 sek - 1175. Kristín Gunnarsdóttir Katrín Atladóttir 320 kepptu á Ólafsfirði Nikulásarmótið í knattspyrnu var haldið dagana 17. - 18. júlí á Ólafsfirði. Að þessu sinni voru keppendur um 320 og komu frá níu félögum. Hópnum fylgdu foreldrar, þjálfarar og fararstjórar þannig að ætla má að hátt í fimm hundruð manns hafi komið nálægt mótinu. Keppt var í 7. flokki drengja og í 3. og Frá Benjamin Jósefssyni á Ólafsfirði 4. flokki stúlkna. Þór sigraði í 7. flokki A-, B- og C-liða, Ixiiftur varð t öðru sæti hjá A- og B-liðum og Dalvík í þriðja sæti. Hjá C-liðum varð Dalvík hins vegar í öðru sæti og Leiftur í þriðja. í fjórða flokki stúlkna sigraði Tindastóll, Hvöt varð í öðru sæti og Dalvík í þriðja sæti. Leikið var í A- og B-liðum í 4. Morgunblaðið / Guðmundur Þór Guðijónsson Úr leik Leifturs og Þórs í 7. flokki C-liða. flokki stúlkna. Þór sigraði í 4. flokki A. Leiftur varð í öðru sæti og Völsungur í því þriðja. Hjá B- liðum sigraði Hvöt, Skallagrímur varð í 2. sæti og Þór í 3. sæti. 68 leikir voru leiknir á þeim tveimur dögum sem mótið stóð yfir, Á laugardagskvöldið var kvöldvaka eftir að krakkarnir höfðu farið í sund og gætt sér á kvöldmatnum. Þetta er í annað sinn sem Nikulásarmótið er haldið og ætlunin er að það verði haldið árlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.