Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 29 Minning Ragnhildur Dag- björt Jónsdóttir Fædd 31. mars 1904 Dáin 23. júlí 1993 Þar sem hún amma var, þar var sungið. Þar sem hún amma er, er örugglega sungið. Þess vegna vilj- um við þakka henni og kveðja hana með ljóði þar sem söngurinn er með í för. Kvæðið um fuglana. Snert hörpu mína, himinboma dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi hann á streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann eg út við sjó, eg fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá lif. Ef fuglar mínir fengu vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. Og glæðir nokkur gleði meiri yl en gleðin yfir því að vera til og vita alla vængi hvíta fá, sem víðsýnið - og eilífðina þráZ Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbiáa tjöm og syngja fyrir lítil englabörn. Og eins og bamið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng. Er tungan kennir töfra söngs og máls, þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Bergþóra Ingólfsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Það var á þeim tíma þegar Efsta- sundið var hverfi sem var að byggj- ast og þótti nokkuð út úr. Ég fædd- ist í húsi númer 56 við þá götu, en í næsta húsi númer 54 bjuggu Ragnhildur og Böðvar, vinafólk for- eldra minna. Því er það, að alveg frá fæðingu hef ég notið hlýju og umhyggju Ragnhildar. Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir fæddist 31. mars 1904 á Reyni, Innri-Akraneshreppi og átti þar heima fyrstu sex æviárin. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson og Soffía Jónsdóttir. Föður sinn missti Ragnhildur þegar hún var tíu ára og fluttist hún þá ásamt móður sinni suður til Reykjavíkur. í Reykjavík gekk Ragnhildur í Miðbæjarskólann og síðan tvo vetur í unglingaskólann hjá ísleifi í Berg- staðastræti. Seinna lærði hún kjóla- og lér- eftasaum. Ragnhildur hafði næmt eyra fyrir söng og var söngelsk í besta lagi. Hún sótti söngnám hjá Hallgrími Þorsteinssyni sem var með kvennakórinn. Seinna var Ragnhildur í Tónlistarfélagskóm- um, Neskórnum og Laugarneskórn- um. Ragnhildur átti eina systur, Jónu Kristínu Magnúsdóttur, sem er bam móður hennar af seinna hjónabandi. Ragnhildur giftist 3. nóvember 1928 Böðvari Bjamasyni, bygging- armeistara, sem nú er látinn. Bjuggu þau hér f Reykjavík alla tíð, áttu hlýlegt og gott heimili, þar sem gaman var að koma og njóta gestrisni sem þau létu ríkulega í té. Þau eignuðust sex böm, Jón, Vil- helmínu, Valborgu, Bjarna, Böðvar og Sigmund og eru afkomendur þeirra orðnir margir. Þegar ég set á blað þessi minn- ingarorð um vinkonu mömmu minnar koma fram í hugann marg- ar minningar og skemmtileg atvik. Ragnhildur minntist þess oft að þegar hún fékk að vita hvað ég ætti að heita„þá sótti hún nýsaum- að koddaver með sínum upphafs- stöfum og gaf mér en við áttum sömu upphafsstafína. Foreldrar mínir og þau Ragnhildur og Böðvar spiluðu brids saman í yfír tuttugu ár eða allt þar til að faðir minn dó. Faðir minn og Böðvar voru saman í Oddfellow-reglunni, og móðir mín og Ragnhildur voru saman í sauma- klúbbi svo og í kvenfélagi Laugar- nessóknar í mörg ár. Nú þegar við kveðjum Ragnhildi lútum við hinu óræða lögmáli sem skilur milli lífs og dauða. Helsta harmbót okkar er minningin um það sem var og vonin um endurfundi. Ég kveð Ragnhildi um leið og ég minnist lyndiseinkunna hennar, hlýju, góðvildar og heiðarleika. Ég og fjölskylda mín sendum öllum aðstandendum hennar samúðar- kveðju. Ruth Jóhannsdóttir. Ragnhildur var fædd að Reyni í Innri Akraneshreppi, dóttir hjón- anna Jóns Kristjánssonar (1871- 1914) og Soffíu Jónsdóttur (1884- 1964). Ragnhildur missti föður sinn ung og fluttist hún þá ásamt móður sinni í Skildinganes. Síðar giftist móðir hennar Magnúsi Davíðssyni og eignuðst þau dótturina Jónu Kristínu 14. nóvember 1917 oggift- ist hún Magnúsi G. Magnússyni, frönskukennara við Háskóla ís- lands. Ragnhildur stundaði nám við Miðbæjarskólann og var í kór skól- ans. Síðar lærði hún söng og fata- saum. Eftir að hafa lokið námi fór hún að vinna og þar sem ekki var um mikið að velja fór hún í fisk- vinnslu á Kirkjusandi. Síðar fór hún í kaupavinnu að Kópsvatni í Hruna- mannahreppi og þaðan að Klafar- stöðum í Skilamannahreppi og síð- an að Görðum í Álftanesi. I Görðum kunni Ragnhildur mjög vel við sig og talaði oft um þann tíma. Ragnhildur giftist Böðvari S. Bjarnasyni, húsasmíðameistara, fæddur 1. október 1904 og dáinn 23. október 1986. Eignuðust þau sex börn á sjö árum. Jón, ritstjóri Iðnsögu íslands, fæddur 2. maí, 1930 kvæntur Guðrúnu Björgvins- dóttur, fóstru og kennara, Vilhelm- ína, húsfrú, fædd 13. júní 1932, kvænt Ingólfi Ingólfssyni, vélstjóra, Valborg Soffía, leikskólastjóri, fædd 18. ágúst 1933, kvænt Magn- úsi Júlíusi Jósefssyni, bifreiðastjóra, Bjarni, húsasmíðameistari, fæddur 13. nóvember 1934, Böðvar, húsa- smíðameistari, fæddur 23. júní 1936, og Sigmundur, lögfræðingur, fæddur 29. september 1937. Sumir lifa þó að þeir deyi. Svo verður um mína elskulegu vinkonu Ragnhildi. Minningu um konu, sem mér þótti svo fjarskalega vænt um, er erfitt að lýsa með fátæklegum orðum. Hún var gáfuð, listræn og falleg kona, stórbrotin og tíguleg sem drottning og heilsteypt í öllum sín- um orðum og gerðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast Valborgu, dóttur þessara heiðurshjóna Ragn- hildar og Böðvars. Þar var mér tek- ið opnum örmum og varð ein af fjölskyldunni áður en ég vissi af, því útgeislunin frá þeim var svo mikil að maður dróst að þeim sem segull. Síðan hafa þau átt stóran hlut í hjarta mínu. Það vildi svo undarlega til um daginn er ég gekk niðrí bæ, að ég ákvað að ganga upp 5 Grjótaþorp og þá stansaði ég við lítið hús, Grjótagötu 9, þar sem Ragnhildur og Böðvar bjuggu áður fyrr. í minn- ingunni hafði húsið verið svo stórt, en þá rann upp fyrir mér, að það var kannski ekki stærð hússins," heldur öll sú ást og kærleikur sem gerði þetta litla hús svo stórt. Mik- ið var um gestagang og voru allir jafn velkomnir. Borð var dúkað frá morgni til kvölds og öllum var boð- ið upp á mat eða kaffi með meðlæt- inu. Þar var hlegið, talað, borðað og spilað, slík var gleðin þarna inn- andyra. Ragnhildur var mikil hús- móðir og hafði svo að orði: „Þar sem hjartahlýja er nóg, er nóg hús- pláss.“ Ragnhildur saumaði mikið út, svo sem myndir, dúka og púða, og mátti sjá á handbragði hennar hversu mikill listamaður hún var. Ragnhildur var í stúkunni Sóley alla tíð, en Böðvar í IOOF, þau hjón urðu bæði stórtemplarar. Þau sóttu þar spila- og skemmtikvöld, en Ragnhildur var mjög félagslynd og söngelsk. Hún söng í kirkjukór Nessóknar lengst af og Laugarnes- sóknar, einnig í Tónlistarkórnum. Þar söng hún ýmsar óratóríur, Júd- as, Makkabeus, Jóhannesarpass- íuna svo og Mattheusarpassíuna eftir Bach. Ég sendi öllum bömum og öðmm aðstandendum innilegustu samúð-- arkveðjur. Guð blessi minningu þína. Sólbjört Gestsdóttir. Ingibjörg Sveins- dóttir — Minning Fædd 29. júlí 1919 Dáin 18. júlí 1993 Okkur hjónunum brá mjög þegar við fréttum að Ingibjörg Sveinsdóttir frá Minna-Hofi, búsett Heiðvangi 13, Hellu, væri dáin. Síðast þegar við töluðum við hana var hún vel hress. En oft er það þannig að dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Þannig var það að þessu sinni. Ingibjörg varð bráðkvödd. Ingibjörg Sveinsdóttir fæddist 29. júlí 1919 í Ámundakoti í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Sveinn Sæ- mundsson frá Nikulásarhúsum og Ingiríður Jónsdóttir frá Litlabæ í Krísuvík. Ingibjörg giftist eftirlifandi manni sínum Magnúsi Ingvarssyni 14. maí 1938 og bjuggu þau að Minna-Hofi á Rangárvöllum lengi, eða frá 1942 til vorsins 1985 að þau brugðu búi og fluttust að Miðvangi 13 á Hellu og hafa átt þar heima síðan. Ingibjörg ólst upp hjá fósturforeld- rum sínum, Guðrúnu Halldórsdóttur og Gísla Gunnarssyni að Langagerði í Hvolshreppi. Ingibjörg og Magnús eignuðust fímm börn en eitt þeirra dó í æsku. Hin fjögur, tvær dætur og tveir synir, öll myndar- og ágætis- fólk, eins og þau eiga kyn til. Þau eru öil gift og eiga sín heimili. Fyrstu kynni okkar hjónanna af Ingibjörgu og Magnúsi vora, að son- ur okkar Þorgeir, sem dvalist hafði til lækninga á 'Ijaldanesheimilinu í Mosfellssveit í fjögur og hálft ár vegna krampafloga, var ráðinn að Minna-Hofi vegna þess að við for- eldrar hans áttum við langvarandi veikindi að stríða. Þá var Þorgeir tuttugu og tveggja ára gamall, en þetta var síðla sumars 1978. Hann var þá langt frá því að vera laus við þennan sjúkdóm og er það ekki enn. Það var því ekki álitlegt að taka hann á heimili sitt. En þau Ingibjörg og Magnús tóku við honum eins og hann væri sonur þeirra, og hann kunni vel að meta þá elskusemi og hlýju sem þau og börn þeirra hafa alltaf auðsýnt hon- um, enda hefur hann dvalið hjá þeim síðan eða hátt í 15 ár, og hvergi viljað frekar vera. Við hjónin höfum kynnst mörgu ágætu fólki á langri ævi en þar era þau Ingibjörg og Magnús í efsta sæti. Við fáum aldrei fullþakkað þeim það fórnfúsa og óeigingjama starf sem þau hafa lagt á sig vegna sonar okkar. Við biðjum góðan Guð að blessa þau og varðveita alla tíma og styrkja Magnús í hinni miklu sorg sem hann þarf nú að takast á við. En við erum þess fullviss, að englar Guðs hafa tekið Ingibjörgu í faðm sér þegar hún skildi við. Öllum sem við höfum kynnst og þekkt hafa hjónin frá Minna-Hofi ber saman um að fátítt sé að kynnast svo ágætu fólki. Minningin um þessa ágætu vini mun ylja okkur það sem við eigum eftir ólifað, hvort sem það verður stutt eða langt. Það var okk- ur mikil gæfa að kynnast þessum ágætu hjónum. Kæri Magnús, við minnumst einn- ig þeirrar ánægjulegu stundar þegar þið hjónin heimsóttuð okkur að Gilsá fyrrihluta ágústmánaðar 1986, ásamt Sigríði dóttur ykkar, manni hennar og Ingibjörgu dóttur þeirra og Þorgeiri syni okkar. Einnig minn- umst við komu Guðrúnar dóttur ykk- ar, manns hennar og skyldmenna hans, þegar þau heimsóttu okkur hingað í Egilsstaði í fyrrasumar. Þá var Þorgeir einnig með í för og dvaldi hjá okkur í eina viku. Síðast en ekki síst þökkum við þann hlýhug ykkar að bjóða Stefáni tvíburabróður Þor- geirs, oftar en einu sinni til ykkar í vikudvöl, þeim bræðram til mikillar ánægju. Kæri Magnús við biðjum góðan Guð að blessa þig og varðveita. Kæra Ingibjörg: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. - Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Sigurður og Herdís frá Gilsá. Kristinn Guðjón Olafsson — Minning Fæddur 4. október 1926 Dáinn 23. júlí 1993 Það er stirður og stífur penninn minn, þegar ég minnist vinar míns Kristins Guðjóns Olafssonar. Við kynntumst um tvítugt og vináttan hefur varað í fjörutíu ár. Við áttum ekki samleið um tíma, ég var er- lendis, og svo þegar ég var heima var hann oft á sjó eða við vinnu úti á landi. Heldur hallaði undan fæti hjá honum með heilsuna þegar hann varð eldri og nýlega gekk hann undir allmikla aðgerð. Hann var þá svo lánsamur að geta fengið íbúð við hæfi þar sem stigar urðu honum ekki til trafala og þökk sé þeim sem sáu um það. Kristinn lifði og hrærðist í flug- inu og hann vissi nánast allt um flugvélar, sem vert var að vita og flug yfírleitt. Því miður olli liðagigt því að hann gat ekki gert flug að lífsstarfí sínu eins og hann þráði Fæddur 4. júní 1916 Dáinn 23. júlí 1993 Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra. Það er órúlegt en satt en Sævald- ur er dáinn. Hann sem var svo heil- brigður, duglegur í sundi og á skíð- um. Ég kynntist Sævaldi og Jónu konu hans haustið 1977. Mér fínnst. þau alltaf hafa verið mér sem afi og amma. Það eru ófáar stundirnar sem við Sævaldur áttum saman í bílskúrn- um hans. Þau mái sem ekki voru leyst þar, var ekki hægt að leysa. Sævaldur Sigurjóns- son — Minning Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa mér og mömmu. Núna þegar ég hugsa til baka, man ég svo vel þegar ég fór og bankaði hjá þeim og fékk að horfa á sjónvarpið. Líka þegar við sátum og spjölluðum um alla heima og geyma, og líka allt það góða sem hann gerði fyrir mig. Góði guð, ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast svo góð- um manni sem Sævaldi, taktu vel á móti honum. Elsku Sævaldur minn, ég gleymi þér aldrei. Elsku Jóna, guð gefi þér styrk. Atli Sigmar Ilrafnsson. svo mjög. Hann gat talað endalaust um flug. Hann gerði mér það sem vinargreiða að ræða þetta ekki við mig, vegna flughræðslu minnar, þetta vissi hann og tók fullt tillit til þess. Ég votta börnum, barnabömum, systkinum og öðrum skyldmennum Kristins mína innilegustu samúð og ekki síst Sigurlaugu móðursystur hans, sem sýndi honum mikla rækt- arsemi á þeirri leið einfarans, sem hann kaus að fara hin síðari ár. Drottinn minn gefi dánum ró en hinum líkn er lifa. Syavar Guðni Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.