Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 41 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Morgunblaðið/Golli Dansspor á Akureyrarvelli RÚNAR Kristinsson með knöttinn í gærkvöldi en það er Þórsarinn Þórir Áskelsson sem sækir að honum. Það var Rúnar Barátta Keflvíkinga skilaði sér < ’ ÓTRÚLEG óheppni á lokamínútum gæti sent Fylki beint niður f 2. deild aftur en liðið missti enn einu sinni af stigum á lokamínútum í Árbænum í gærkvöldi er Keflvfkingar jöfnuðu 2:2 þegar 15 sekúnd- ur voru til leiksloka. Liðið hafði tapað tveimur síðustu leikjum 1:2 eftir að hafa fengið á sig mark í lokin; fyrst gegn Val og síðan gegn ÍBV. Þetta gæti reynst dýrkeypt þegar upp verður staðið. Fylkismenn geta svo sem sjálfum sér um kennt hvernig fór í gær, því eftir að hafa skorað snemma eftir hlé hörfaði liðið mjög. þversendingu áÞórhall Dan Jóhanns- son sem renndi framhjá Ólafi mark- verði en Sigurður Björgvinsson náði að pota boltanum frá marki. En Fylk- ismenn bökkuðu svo Keflvíkingar pressuðu stíft og uppskáru mark. Einstakir leikmenn hjá Fylki léku vel en það vantaði á heildina. Björn Einarsson var öflugur í vörnÍRiii, Þórhallur og Ásgeir notuðu kantana oft vel og Páll Guðmundsson mark- vörður greip oft vel inní. Að vísu léku Árbæingar án Salih Heimis Porca, sem tók út leikbann, en Magn- ús þjálfari sagði að maður kæmi í manns stað. „Við gefumst aldrei upp og uppskárum eftir því. Jafntefli eru svo sem sanngjöm úrslit því þeir voru ekki betri,“ sagði Kjartan Másson þjálfari Keflvíkinga. „Við emm samt ekki hólpnir og verðum að beijast áfram.“ Hægt er að taka undir þéssí' orð því barátta er aðalsmerki liðsins. Mikið bar á Óla Þór i framlínunni en aðrir leikmenn stóðu fyrir sínu í liðsheildinni. Keflvíkingar byrjuðu af meiri krafti og beittu að mestu stungusendingum undan vindi inná skæða sóknarmenn Stefán sína' Fylkismenn Stefánsson náðu aftur a móti skrífar léttleikandi spili á miðjunni án þess að ógna marki ÍBK að ráði fyrr en á 13. mínútu þegar Finnur Kolbeinsson renndi knettinum innfyrir vörn gest- anna á Kristin Tómasson sem renndi framhjá í ágætis færi. Tíu mínútum síðar skoruðu Keflvíkingar en Fylkis- menn jöfnuðu strax á eftir. Tveimur mínútum síðar komst Óli Þór Magn- ússon Keflvíkingur í ágætis færi en vamamenn Fylkis náðu honum og hinu megin átti Finnur þrumufleyg að marki ÍBK en Ólafur Pétursson markvörður náði að slæma hendinni í boltann. Fátt var um fína drætti eftir hlé. Fylkismenn náðu fljótlega forystunni og í kjölfarið fylgdu nokkur góð færi: vindurinn næstum feykti auka- spyrnu Baldurs Bjamasonar í markið og Ásgeir Ásgeirsson gaf frábæra sem átti glæsilega sendingu á Tómas Inga undir lok leiksins er Tómas gerði sigurmarkið. KR-ingar betri gegn Þór í nepjunni fyrir norðan Glæsimark Tómas- ar tryggði sigurinn Þór-KR 1:2 Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild karla, 10. umferð, fimmtu- daginn 29. júlí 1993. Aðstæður: Norðan gola og kalt, rennandi blautur en góður grasvöllur. Mark Þórs: Júlfus Tryggvason (77.) Mörk KR: Bjarki Pétursson (20.), Tómas Ingi Tómasson (87.) Gult spjald: Sigurður Ómarsson KR og Einar Þór Daníelsson KR, báðir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, dæmdi vel. Línuverðir: Marinó Þorsteinsson og Ólafur Ragnarsson. Áhorfendur: 450 greiddu aðgangseyri. Þór: Lárus Sigurðsson — Hlynur Birgisson, Birgir Karlsson, Júlíus Tryggvason, Öm Viðar Amarson (Heiðmar Felixson 61.)— Láms Orri Sigurðsson, Sveinn Pálsson, Þórir Áskelsson (Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 70), Sveinbjörn Hákonarson, Ásmundur Arnarson — Páll Gíslason. KR: Ólafur Gottskálksson — Atli Eðvalds- son, Þormóður Egilsson, Izudin Daði Dervic — Bjarki Pétursson, Sigurður Ómarsson, Heimir Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Ein- ar Þór Daníelsson — Tómas Ingi Tómasson, Ómar Bendtsen. Fylkir-ÍBK 2:2 Fylkisvöllur, íslandsmótið f knattspymu, 1. deild karla, 10. umferð, fimmtudaginn 29. júlf 1993. Aðstæður: Norðvestann strekkingur, sem setti svip á leikinn, en vöilurinn ágætur. Mörk Fylkis: Finnur Kolbeinsson (24.), Kristinn Tómasson (62.) Mörk ÍBK: Gestur Gyifason (23.), Sverrir Sverrisson (89.) Gult spjald: Gunnar Þór Pétursson, Fylki, á 16. mfnútu fyrir brot og Marko Tanasic, ÍBK, á 49. mínútu fyrir brot. Rautt spjald: Enginn Dómari: Guðmundur Stefán Maríusson hafði góð tök á leiknum. Lfnuverðir: Egill Már Markússon og Svan- laugur Þorsteinsson. Áhorfendur: 250. Fylkir: Páll Guðmundsson — Bergþór Ólafsson, Bjöm Einarsson, Helgi Bjarnason — Þórhallur Dan Jóhannsson, Aðalsteinn Víglundsson, Baldur Bjamason, Finnur Kolbeinsson, Ásgeir Ásgeirsson — Gunnar Þór Pétursson, Kristinn Tómasson (Ólafur Stfgsson 85.) ÍBK: Ólafur Pétursson — Jakob Jónharðs- son, Ragnar Steinarsson, Sigurður Björg- vinsson, Karl Finnbogason — Gestur Gylfa- son, Gunnar Oddsson, Marko Tanasic, Ge- org Birgisson (Sverrir Sverrisson 71.) — artan Einarsson, Óli Þór Magnússon. Leik BÍ og Leifturs í 2. deild karla var frestað f fyrrakvöld og aftur í gær, vegna slæmra vallarskilyrða á ísafirði. Leikurinn hefur verið settur á 6. ágúst kl. 19. KR-INGAR gerðu góða ferð í kuldann á Akureyri í gærkvöldi er þeir sigurðu Þórsara 2:1. Það varTómas Ingi Tómasson sem gerði sigurmarkið þegar aðeins rúmar þrjár mínútur voru eftir. „Það var meiriháttar Ijúft að skora sigurmarkið, en ég held að við höfum fyllilega verðskuldað öll þrjú stigin. Við fengum fullt af góðum færum, sem við náðum ekki að nýta en hins vegar var þetta rosa- lega erfiður leikur á þungum vellinum," sagði Tómas Ingi við Morgunblaðið að leikslokum. Sigur KR-inga var sanngjarn, það er rétt hjá Tómasi Inga, því þeir voru mun beittari í öllum sóknaraðgerðum sínum og hefðu með smá heppni getað skorað fleiri mörk. En Lárus markvörður Þórs Sigurðsson þurfti Anton nokkrum sinnum að Benjaminsson taka á honum stóra sínum og kom í veg fyrir fleiri mörk með glæsilegri markvörslu. Fyrri hálfleikur var mjög tíð- indalítill en það voru þó KR-ingar sem höfðu heldur frumkvæðið. Þeim gekk þó illa að skapa sér færi, en höfðu 1:0 forystu í leik- hléinu. Eftir hlé lifnaði talsvert yfir leiknum, Þórsarar gerðu þá allt sem þeir gátu til að jafna en KR- ingar beittu stórhættulegir í skyndisóknum og flest færin voru þeirra. Einar Þór Daníelsson og Ómar Bendtsen voru varnarmönn- um Þórs mjög erfiðir og sköpuðu mikla hættu með hraða sínum. Ómar átti m.a. ákjósanleg mark- tækifæri í þrígang með stuttu millibili, en álltaf náðu heimamenn að bjarga. Skipt um gír Eftir að Þórsarar jöfnuðu var eins og KR-ingar skiptu um gír, sóttu linnulítið og réttlætinu var fullnægt undir lokin þegar Tómas Ingi skoraði eins og fyrr segir. Þórsarar fengu eitt mjög gott tækifæri í seinni hálfleik; Sigur- páll Árni Aðalsteinsson (hand- knattleiksmaðurinn kunni) sem kom inná sem varamaður skaut yfir af markteignum. KR-liðið virkaði mjög heil- steypt; leikur liðsins var agaðri en heimamanna og sóknir liðsins voru markvissar. Þórsarar virkuðu oft á tíðum frekar þungir og sóknir þeirra runnu iðulega út í sandinn þegar nær dró vítateig, eins og svo oft áður í sumar. STAÐAN FJ. leikja u j T Mörk Stig ÍA 10 9 0 1 33: 9 27 FRAM 10 6 0 4 28: 17 18 FH 10 5 3 2 18: 15 18 KR 10 5 1 4 21: 15 16 iBK 10 4 2 4 14: 20 14 VALUR 10 4 1 5 14: 12 13 ÞÓR io 3 3 4 9: 11 12 ÍBV 10 3 3 4 16: 20 12 FYLKIR 10 3 1 6 11: 21 10 VÍKINGUR 10 0 2 8 8: 32 2 Oa 4[ KR-ingar tóku stutta hornspyrnu á 20. mín., Rúnar Kristins- ■ I son lék á einn vamannann Þórs og sendi fyrir markið. Boltinn fór gegnum þvögu manna alveg yfir að fjærstöng þar sem Bjarki Pétursson beið sallarólegur og stýrði knettinum yfirvegað f netið. 4 ■ 4| Eftir fyrirgjöf náðu KR-ingar ekki að hreinsa nægilega vel I ■ I frá marki sínu, boltinn barst til Júlíusar Tryggvasonar, sem var rétt utan vítateigs. Júlíus lagði hann fyrir sig og „hamraði“ að marki; knötturinn breytti um stefnu af varnarmanni og fór í mark- ið. Ólafur átti ekki möguleika á að veija. Þetta var á 77. mín. 1B Rúnar Kristinsson átti langa sendingu á 87. mín. frá miðj- ■ áCaum velli fram á Tómas Inga Tómasson, sem tók boltann niður, lék aðeins inn í vítateig og þrumaði með vinstra fæti í hornið Qær, óverjandi fyrir Lárus markvörð. Glæsilegt mark. Om 4 Þvaga myndaðist ■ I inní markteig Fylkis uns Óli Þór Magnússon náði að renna boltanum út í teiginn á Gest Gylfason sem kom aðvíf- andi og þrumaði boltanum í Fylkismapn og í markið á 23. mínútu. 1m 4 Fylkismann náðu ■ I góðri sókn upp vinstri kantinn á 24. mfnútu, aðeins mínútu eftir mark Kefl- víkinga; hún hófst á miðjunni með Finni Kolbeinssyni og eft- ir hratt. þríhyrningspil við víta- teigshomið vinstra megin fékk Finnur knöttinn við vítateiginn og skoraði með glæsilegu boga- skotið í fjærhomið uppi. Glæsi- lega gert. 2a 4 Fylkismenn vom að ■ I reyna að finna smugu á vöm Keflvíkinga á 62. mínútu, þegar Kristinn Tómas- son tók af skarið og skaut hhit- miðuðu skoti í bláhornið uppi. Enn glæsilega að verki staðið. Zm ^rur íanga og pung ■ áC»sókn Keflvlkinga síðustu minútu leiksins spym Óli Þór Magnússon boltanui aftur fyrir sig innl marktei Fylkismanna þar sem fyrir voi tveir Keflvfkingar á auðuni s; og Sverrir Sverrisson skalla yfir Pál Guðmundsson marl vörð, sem náði ekki að koma i veg fyrir knöttinn. Lárus Sigurðsson, Þór. Óli Þór Magnússon, ÍBK. Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggvason, Birg- ir Karlsson, Þór. Þormóður Egilsson, Izud- in Daði Dfrvic, Rúnar Kristinsson, Eipar Þór Danfelsson, Ómar Bendtsen, KR. Björn Einarsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Ás- geir Ásgeirsson, Fylki. Marko Tanasic, Ibk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.