Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 íslendingar hafa sent Mark Philip Hilgenfeldt blóm og gjafir á Borgarspítalann Kom til að deyja og var matarlaus allan tímann MARK Philip Hilgenfeldt, Þjóðverjinn sem fannst við Mógilsá í Esju á þriðjudag eftir að hans hafði verið saknað frá því um helgina, dvaldi í skóginum við skógræktarstöðina á Mógilsá frá því skömmu eftir að hann kom til landsins. Hann hafði þá ekk- ert borðað í fimm daga en drukkið vatn úr læk. Mark Philip segist hafa komið til íslands til að fyrirfara sér. „Eg vildi deyja á fallegum stað þar sem enginn mundi finna mig,“ sagði hann. Aðspurður af hverju Island hefði orðið fyrir valinu sagðist hann upphaflega hafa ætlað til vesturstrandar Bandaríkjanna en þar sem flugfar þangað hafi verið of dýrt hafi ísland orðið fyrir valinu. Mark Philip segist nú hafa endurheimt lífsviljann og er þakklátur íslendingum sem hann segir að hafi sýnt sér mikla vinsemd og hlýju. M.a. hafa honum borist gjafir og blóm á sjúkrahúsið. „Eftir að ég kom til landsins tók ég rútu til Reykjavíkur, settist þar á kaffihús og skrifaði nokkur kveðjubréf og gekk svo af stað út úr Reykjavík. Þegar ég kom að Esjunni gekk ég upp í fjallið, sett- ist niður í skóg og þar var ég þang- að til á þriðjudaginn," sagði Mark Philip. Á þeim fimm dögum sem liðu þangað til að hann gaf sig fram sagðist Mark Philip þrívegis hafa reynt að fyrirfara sér með því að skera sig á púls með rakvélarblaði sem hann hafði meðferðis. „Eftir þriðju tilraunina ákvað ég að hætta við þetta. Ég gekk niður af fjallinu og bað fólk sem ég hitti um hjálp,“ sagði Mark Philip. Hann sagði að frá því að hann gekk upp á Esjuna og þangað til hann kom til byggða að nýju hafí hann ekkert borðað, aðeins drukkið vatn úr læk í fjallinu. Hann sagði að sér hefði ekki verið sérstaklega kalt, veðrið hefði verið milt og stillt í skóginum. Glaður að sjá fjölskylduna Foreldrar Marks Philips, Peter og Heike Hilgenfeldt, og systur hans komu til landsins strax og þau fengu bréf piltsins þar sem hann hótaði að fyrirfara sér. Þegar kom- ið var með Mark á sjúkrahúsið á þriðjudag sagði Magnús Einarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, honum að foreldrar hans væru komnir til landsins. „Ég varð mjög glaður þegar ég VEÐUR IDAG kl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt 6 veðurepá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 30. JUU YFIRLIT: Um 200 km suður af Hornafirði er 999 mb lægð á hreyfingu austur og síðar norðaustur. Önnur álíka lægð út af norðausturlandi, grynnist. Yfir Grænlandi er 1020 mb hæð og heldur vaxandi hæðarhrygg- ur vestur af landinu. SPÁ: Norðvestlæg átt, víðast gola eða kaldi. Dálítil súld norðan- og norðaustanlands, einkum í útsveitum, en léttir til á Suðurlandi og víða á Vesturlandi. Hiti á bilinu 6 til 17 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAGUR: Hæg norðanátt, víða sýjaö noröan og austanlands, en bjartviðri um sunnan- og suðvestanvert landið. Hiti 7 til 15 stig. HORFUR A SUNNUDAG: Hægviðri eða breytileg átt, víðast skýjað, en þurrt. Hiti 6 til 12 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg norðan og norðaustanátt. Skýjað suðaustan- og austanlands, en sums staöar lóttskýjað vestan- og norðan- l8nds. Hiti 6 til 14 stig. Nýir veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * *** r r * r * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindórín sýnir vindstefnu og fjaðrimar víndstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Það eru flestir hálendisvegir ágætlega færir, þó er Gæsavatnaleið ófær, svo og er ófært um Stórasand, Þjófadal I Loðmundarfjörð og í Hrafntinnu- sker. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur að gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 6 rigning Reykjavik 9 skýjaó Bergen 14 alekýjað Helsinki 16 skúr Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Narssaresuaq 12 rigning Nuuk 13 skýjað Osló 17 skýjað Stokkhólmur 18 hálfskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 34 heiðskírt Amsterdam 20 skýjað Barcelona vantar Berlín 22 skýjað Chicago 28 skýjað Feneyjar 28 þokumóða Frankfurt 27 léttskýjað Glasgow 16 hálfskýjað Hamborg 17 rigning London 19 alskýjað LosAngeles 22 alskýjað Lúxemborg vantar Madrid 37 lóttskýjað Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 28 heiðskírt Montreal 27 hálfskýjsð NewYork 32 hálfskýjað Orlando 34 léttskýjað Parfs 26 skýjað Madelra 22 skýjað Róm 25 heiðskfrt Vín 24 léttskýjað Washington 34 mistur Winnipeg 26 léttskýjað Morgunblaðið/Bjarni í faðmi fjölskyldunnar MARK Philip Hilgenfeldt liggur enn á Borgarspítalanum og þar I sátu móðir hans, Heike, og systir hans, Katja, hjá honum í gær. Þau fara úr landi á sunnudag. frétti að þau væri komin hingað,“ sagði Mark Philip. Hann sagðist nú hafa endurheimt lífsviljann og hlakka til að sriúa heim á sunnudag- inn. Hilgenfeldt-fjölskyldan býr í grennd við Hamborg og Mark Philip sagðist ætla í skóla að nýju í haust en aðspurður um hvað hann hygð- ist fyrir í framtíðinni sagðist hann viss um að hann vildi ekki búa í stórborg og gæti vel hugsað sér að búa til dæmis í Danmörku eða Sví- þjóð. Mark Philip sagðist vilja þakka þeim fjölmörgu Islendingum sem liðsinnt hefðu honum og fjölskyldu hans hérlendis, sérstaklega lög- reglu og hjúkrunarfólki og einnig þeim íslendingum, sem hann veit ekki deili á en sent hafa honum blóm, gjafir og kveðjur á spítalann undanfarna daga. Forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklaiidi Halim færður til yfirheyrslu HALIM Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, var handtekinn og færður ríkissaksóknara í Istanbúl til yfirheyrslu í fyrradag. Eftir yfirheyrsluna var honum að sögn Sophiu sleppt lausum. Hún á að fá að hitta dætur sínar kl. 14 að íslenskum tíma í dag. Sophia segir að Hasíp Kaplan, tyrkneskur lögfræðingur hennar, eigi fund með ríkissaksóknara í dag. Eftir þann fund verði væntan- lega ljóst hvað hafi farið á milli ríkissaksóknarans og Halims. Hún sagði að hún og stuðningsmenn hennar væru spennt að vita hver viðbrögð ríkissaksóknarans við stöðunni í málinu væru. Skilaboð dómsmálaráðuneytis Hvað viðbrögð tyrkneskra stjóm- valda varðaði sagði Sophia að bor- ist hefði bréf frá dómsmálaráðu- neytinu þess efnis að allt yrði gert til þess að tryggja að hún fengi að hitta dætur sínar. Samkvæmt um- gengnisrétti hennar á hún að hitta þær í dag. Ljóst þykir hins vegar að Halim komi ekki sjálfviljugur með dætur þeirra til fundar við hana og þarf því fylgd fulltrúa fóg- eta og lögreglu til að leita feðgin- anna. Fulltrúar fógeta eru í hverju hverfi Istanbúl og leita ekki út fyr- ir eigið hverfí. Þannig þarf að leita til margra fulltrúa og greiða hveij- um þeirra 200 mörk (rúmlega 8.000 kr.). Því sagði Sophia að fé skorti ' til að fara á alla þá staði sem æski- legt væri í dag. Þeim sem vilja styrkja Sophiu er bent á ávísana- 1 reikning 5402 í Landsbanka ís- lands, Grensásútibúi, en bankinn er fjárgæsluaðili söfnunar til styrkt- ar Sophiu. Heimsmeistaramóti bama og unglinga lokið Helgi Áss í öðru sæti HELGI Áss Grétarsson gerði jafntefli við Sutovsky frá ísrael í flokki 16 ára og yngri í síðustu umferð á heimsmeistaramóti barna og unglinga sem tefld var í gær. Helgi hlaut þar með annað sætið, en efstur varð Víetnaminn Dao Then með 8*/z vinn- ing. í þriðja sæti varð Vescovi frá Brasilíu og I því fjórða Movas- sesian frá Georgíu. Þeir hlutu báðir átta vinninga eins og Helgi en voru lægri en hann á stigum. Matthías Kjeid, sem tefldi í flokki 14 ára og yngri, gerði jafntefli við Frakkann Fontaine í síðustu um- ferð. Matthías hlaut því fímm vinn- inga og hafnaði í 47. sæti. Magnús Öm Úlfarsson tapaði í síðustu um- ferð fyrir Argentínumanninum Casov í flokki 18 ára og yngri. Magnús hlaut þar með fjóra og hálfan vinning og hafnaði f 50. sæti. Heimsmeistarar Heimsmeistarar í opnum flokk- um urðu: Átján ára og yngri, Alm- asi, Ungverjalandi; sextán ára og yngri, Dao Then, Víetnam; fjórtán ára og yngri, Malakhov, Rússlandi, tólf ára og yngri, Shapohnikov, Rússlandi; tíu ára og yngri, Bacrot, Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.