Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVA' LMENNAR MORGVNBLADW, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, FÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 30. JULI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Verkefni óvíss hjá Aðalverktökum 7 4 starfsmönn- um sagt upp ÍSLENSKIR aðalverktakar á Keflavíkurflugvelli hafa sagt 74 starfsmönnum sinum upp störfum. Er það gert vegna óvissu með verkefni á næstu mánuðum. Eftir verða um 200 starfsmenn en þeir voru oft á bilinu 600-700 áður en verkefni á Keflavíkurflug- velli fóru að dragast saman fyrir nokkrum árum. Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, óttast mjög slæmt atvinnuástand í haust. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hústjöld rísa í Herjólfsdal ÞJOÐHÁTIÐ í Vestmannaeyjum hefst í dag og er hlaup um að ná stæðum við göturnar í Dalnum en búist við fjölmenni. í gærkvöldi tjölduðu Eyjamenn Eyjamenn eru flestir fastheldnir á tjaldstað. 1.800 hústjöldum sínum í Herjólfsdal og var mikið kapp- þjóðhátíðargestir voru þegar komnir til Eyja í gær. Ólafur Thors, starfsmannastjóri íslenskra aðalverktaka sf., sagði í samtali við Morgunblaðið að upp- sagnarbréfin hefðu verið afhent í gær og fyrradag. Hann sagði að flestir starfsmennirnir væru með þriggja eða sex mánaða uppsagnar- frest. Af þeim sem sagt var upp eru 39 verkamenn og vélamenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, 14 eru iðnaðarmenn, 14 verkstjórar og 4 verslunarmenn. í október á síðasta ári var sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum. Órfáir þeirra eru aftur í hópnum sem nú er verið að segja upp. Ólafur sagði að Aðalverktakar væru að ljúka verkum og óvissa væri um framhaldið. Með þessum Þrír strokufangar ganga lausir — eiim þeirra talinn hættulegur Hálftíma tók að stað- festa strok fanganna VIÐTÆK lögregluleit stendur nú yfir að þremur föngum sem struku af fangelsinu á Litla-Hrauni í fyrrinótt. Að minnsta kosti hálftími leið frá því að fangaverðir á Litla- Hrauni fengu vísbendingu um strok úr fangelsinu þar til staðfest var að mennirnir hefðu strokið. Mennirnir söguðu í sundur rim fyrir klefaglugga eins þeirra með járnsög sem þeir höfðu tekið af járnsmíðaverkstæði fangelsisins. Lög- reglu hafa borist fjölmargar vísbendingar um ferðir mann- anna eftir að myndir þeirra og nöfn hafa verið birt opinber- lega að ósk lögreglu. I gærkvöldi hafði leit ekki borið árang- ur. Einn fanginn hefur verið dæmdur fyrir nauðganir og líkamsárásir og er talinn hættulegur. Jón Sigurðsson staðgengill for- stöðumanns fangelsisins á Litla- Hrauni segir að mistök við eftirlit með verkfærum hafi valdið því að ekki vöknuðu grunsemdir um að strok frá fangelsinu væri í undir- búningi. Hann kvaðst telja strok mannanna gefa tilefni til að endur- skoða starfsreglur fangavarða, ekki síst með tilliti til þess að mánuður er liðinn frá því að fangi strauk síðast með því að spenna upp rimla fyrir glugga. Jón sagði endurskoð- un þegar í undirbúningi. Á ekki að geta gerst Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- Jherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að honum hefði ekki borist greinargerð um atvikið, og hann gæti því ekki tekið afstöðu til þess strax hvort kalla bæri einhvern til ábyrgðar vegna þess. Hann sagðist eiga von á skýrslu frá Fangelsis- málastofnun. „Svona hlutir eiga ekki að geta gerst. Við vitum að staðan á Litla-Hrauni er ekki eins óg hún þarf að vera, og þar eru uppi áætlanir um úrbætur." Strokufangarnir þrír heita: Hörð- ur Karlsson, 29 ára, Björgvin Þór Ríkharðsson, 27 ára og Hans Ernir Viðarsson, 18 ára. Sjá miðopnu: „Söguðu...“ Víðtæk leit Morgunblaðið/Júllus LÖGREGLA í Reykjavík og víðar á landinu gerði í gær víðtæka leit að föngunum þremur en hún hafði ekki leitt til handtöku þeirra. uppsögnum væri verið að laga mannahaldið að þeim staðreyndum sem menn vissu um. Ef úr rættist með verkefni yrðu uppsagnir endur- skoðaðar. Slæmt útlit Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, óttast mjög slæmt at- vinnuástand í haust. Hann sagðist hafa mestar áhyggjur af þeim elstu í hópnum sem sagt var upp því að alkunna væri að eldri mönnum gengi illa að fá vinnu. Kristján sagð- ist vona að einhveijir fengju vinnu í tengslum við atvinnuuppbygg- ingarverkefni sem íslenskir aðal- verktakar veittu 300 milljónir króna til fyrir skömmu. Kristján sagði að 129 félagsmenn hefðu þegið atvinnuleysisbætur í lok júlí og væri það minnsta atvinnu- leysi hjá félaginu í langan tíma. Sýnt væri að tala atvinnulausra færi mjög hækkandi á ný nema eitt- hvað breytti stöðunni. Hann sagði að frekari niðurskurður hjá varnar- liðinu myndi koma sér mjög illa eins og málum væri háttað. Yfirvinnu- banni fiug- virkja aflétt FLUGVIRKJAR samþykktu á félagsfundi í gærkvöldi að af- létta yfirvinnubanni hjá Flugleið- um í framhaldi af samkomulagi þeirra við félagið. Hálfdán Hermannsson, formaður Flugvirkjafélagsins, sagði að kom- ist hefði verið að samkomulagi við Flugleiðir í kjaradeilunni í gær. Samstaða hefði síðan verið um að samþykkja samkomulagið á fjöl- mennum félagsfundi um kvöldið. Hálfdán vildi ekki ræða einstök atriði samningsins. Rúnapinni frá 11. öld finnst í Viðey RÚNAPINNI, lítill trébútur ristur rúnum, líklega frá elleftu eða tólftu öld, hefur fundizt við uppgröft í Viðey. Hluturinn fannst í gólflagi, sem sennilega tílheyrir bænum, sem stóð í Viðey áður en Ágústín- usarklaustrið var stofnað árið 1225. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur borgar- minjavarðar hefur ekki tekizt að ráða í rúnirnar á pinnanum, enda á eftir hreinsa hann upp og meðhöndla; forveija eins og kallað er. Margrét sagði að rúnapinninn hefði fundizt í sama gólflaginu og langeldurinn, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, og bentu allar aðstæður til að hann gæti verið frá 11. eða 12. öld. Báðir endar eru brotnir af pinnanum og því erfítt að ráða í merkingu rúnanna. Stærri rúnir eru öðru megin og má þar með- al annars lesa stafína AB og FIR, en óljóst er hvað þeir eiga að merkja. Hinum megin eru smærri rúnir, ólæsilegar enn sem komið er. Gísli reist rúnir í útlegðinni Rúnakefli eða -pinnar voru til ýmissa nota á söguöld, til dæmis ristar á þau þulur, eða þá FUÞARK-rúnastafrófíð. Segir til dæmis frá því á tveimur stöðum í Gísla sögu Súrsson- ar að Gísli reist rúnir á kefli í útlegðinni. Margrét segir að rúnapinnanum svipi til annars, sem fannst við uppgröft á Stóru- Borg, en ekki hafí tekizt að ráða í merkingu rúnanna á þeim síðarnefnda. Morgunblaðið/Sverrir Forngripir úr Viðey RÚNAPINNINN er neðstur á myndinni og hefur áletrunin á honum verið teiknuð á pappír. Einnig má sjá snældusnúð úr steini og taflmann, sem sennilega er frá tíma klaustursins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.