Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 19 Ný reiðhöll tekin í notkun á Leirubakka Hellu. SÍÐASTLIÐINN sunnudag var tæplega 1.000 fermetra reiðhöll tekin formlega í notkun við hátíðlega athöfn í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu. Það er útgáfufélagið Hilmir hf. í Reykjavík sem á jörðina og rekur gistiheimilið og aðra ferðaþjónustu á bænum. Að sögn hjónanna Sveins R. því að klippt var á borða og Eyjólfssonar framkvæmdastjóra sóknarpresturinn séra Halldóra og konu hans Auðar Eydal var ráðist í byggingu reiðhallarinnar til að auka við þá aðstöðu sem fyrir er, en gistiheimilið var sér- staklega búið til að taka á móti ferðalöngum á hestum. Nýta mætti gistiheimilið betur yfír ró- legu mánuðina með móttöku gesta sem áhuga hefðu á reiðnámskeið- um. Einnig væri góð aðstaða fyrir fólk til að koma með eigin hesta en pláss er fyrir 20 hesta í nýja húsinu og auk þess 20 í eldra hesthúsi á bænum. Þá væri vænt- anlega kærkomið fyrir aðila í sýsl- unni að hafa nú svo góða sýningar- aðstöðu innandyra, en húsið gæti nýst á margan hátt, jafnvel til tónleikahalds. Reiðhöllin er hönnuð af Magn- úsi Sigsteinssyni arkitekt og Sig- urði Sigvaldssyni verkfræðingi en um byggingu hússins sá Jón Á. Vignisson verktaki á Selfossi en húsið var aðeins í 7-8 mánuði í byggingu. Góður hljómburður Við athöfnina á sunnudag var húsið tekið formlega í notkun með Á hest- baki um Viðey MARGT verður um að vera í Viðey um verslunarmannahelg- ina og í ár verður bryddað upp. á nýjung sem er skoðunarferð um eyna á hestbaki. Laugardag- inn 31. júlí verður boðið upþ á tvær ferðir um eyna á hestbaki með leiðsögn staðarhaldara kl. 13.15 og 14.15. Farnar verða nokkuð aðrar leiðir en í venju- legri gönguferð og farið um báða eyjarhlutana. Ferðin hefst við Viðeyjarstofu og farið utan í Sjónarhól í átt að Viðeyjarnausti og virkinu. Þaðan er farið niður á Eiðið og uppá Vesturey, framhjá fjárhúsnístum og í átt að Norðurkambi. Á þess- ari leið er víðsýnt um sundin og að mörgu að hyggja. Þaðan er farið meðfram Kambinum og yfir eyna niður að Eiðinu og Áfangar, listaverk Richards Serra skoðað. Af Eiðinu er farið til austurs að Kríusandi, yfir Þórsnes og að Stöð- inni á Sundbakka. Saga Stöðvar- innar verður rakin og þaðan stefnt í átt að Viðeyjarstofu en staldrað við norðan í Heljarkinn og horft yfir eyjuna. Reikna má með liðlega klukku- stundarlangri ferð og þarf að leigja hesta. Vegna eftirspurnar í hesta- leigunni er gert ráð fyrir um 8-10 manna hópi í hvorri ferð að þessu sinni. Leiga á hveijum hesti mun kosta 1.200 kr. fyrir ferðina og fara tveir leiðsögumenn með. Farið verður frá hestaleigunni í eyjuna tvívegis, fyrst kl. 13.15 og aftur kl. 15.15. Hestaleiga hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst meðal barna. Hún er starfrækt alla daga vikunn- ar. Bátsferðir verða á heila tíman- um frá kl. 13 út í eyju en á hálfa tímanum til baka til kl. 17.30. Farið er frá Klettsvör í Sundahöfn. Þorvarðardóttir blessaði húsið. Félagar úr Hestamannafélaginu Geysi í Rangárvallasýslu fóru í hópreið um húsið ásamt því að sérstakar tölt- og skeiðsýrtingar fóru fram. Hljómburður þótti mjög góður en við athöfnina var mikið sungið. Tvöfaldur karlakvartett söngfélaga úr sýslunni söng nokk- ur lög, Árni Jóhannsson og Gísli Sveinsson sungu saman og að lok- um tók lagið Signý Sæmundsdótt- ir við undirleik systur sinnar Þóru Fríðu Sæmundsdóttir. Sveitungar, vinir og velunnarar ijölmenntu að Leirubakka til að líta á höllina og þiggja veitingar við þetta tæki- færi. - A.H. Ný reiðhöll blessuð GLÆSILEG sýning félaga úr Hestamannafélaginu Geysi í Rangár- vallasýslu var meðal atriða við opnun reiðhallar á Leirubakka. Séra Halldóra Þorvarðardóttir sóknarprestur Iengst t.v. blessaði húsið eftir að klippt hafði verið á borða. Hótel Valhöll, Þingvöllum, sunnudaginn 1. ágúst. Dagskrá: Kí. 17.30-18.45 Gestir safnast saman og lyfta glösum. Staður: Sumarhús Ingólfs (eftir veðri, annars í Hótel Valhöll). Kl. 19.00-23.00 Veisla í Hótel Valhöll, þríréttaður kvöldverður,tónlist og dans. Ferðafélagar í heimsreisum alltfrá 1980 til ársins í ár - allir velkomnir meðan rúm leyfir. Haldið vináttutengslunum við, hittumst og gleðjumst saman, Suður-Ameríkufarar, Afríkufarar, Ástralíufarar, Karíbahafskönnuðir, Ítalíufarar, Japansfarar, Kínafarar, Malaysiu- og Thailandsfarar, Hnattfarar Athugið takmarkað sætarými og pantið strax. Pantanir hjá Heimsklúbbi Ingólfs, sími 620400 eða Hótel Valhöll fyrir laugardag. HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI 17,4. hæð 101 REYKJAVIK*SIMI 620400*FAX 626564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.