Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993
Hamrahlíðarkórinn syngur í Belgíu
Vel heppnuð
ævintýraferð
- segir Þorgerður Ingólfsdóttir
HAMRAHLÍÐARKÓRINN er nýkominn úr tónleikaför til Belgíu, þar
sem hann söng undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á alþjóðlegu
tónlistarhátíðinni Festival van Vlaanderen. Hamrahlíðarkórinn var
eini erlendi kórinn á hátíðinni. Flutt var m.a. fjölbreytt úrval verka
eftir íslensk og erlend tónskáld í dómkirkjum Briissel og Brugge,
kirkju heilags Agústínusar í Antwerpen og ráðhúsinu í Oudenaarde.
Einnig kynnti kórinn íslenska tónlist fyrir belgískum kórstjórum á
þingi þeirra.
Festival van Vlaanderen var nú
haldin í 30. skiptið. Hamrahlíðar-
kórinn söng við hámessu í dómkirkj-
unni í Brússel, kirkju heilags Mika-
els, sunnudaginn 25. júlí, í kirkju
heilags Ágústínusar í Ántwerpen
tveimur dögum síðar, í Ráðhúsi
Oudenaarde fimmtudaginn 29. júlí
og við hámessu í dómkirkjunni í
Brugge að morgni sunnudagsins
1. ágúst.
Sama dag söng kórinn í kirkju
heilagrar Ónnu í Brugge ásamt
sérstökum hátíðarkór sem skipaður
var kórsöngvurum úr Landssam-
bandi belgískra kóra, en sambandið
var gestgjafi kórsins í för þeirra.
Á hátíðartónleikunum söng kór-
inn íslensk verk og með hátíðar-
kórnum verkin Fjórir sálmar op.
74 eftir Edvard Grieg, sem var
hinsta verk hans, og „Pange lingua"
fyrir fjögurra radda kór og orgel
eftir Zoltán Kodály. Laszlo Heltay,
virtur ungversk-ættaður stjómandi,
stýrði hátíðarkórnum.
Þorgerður Ingólfsdóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið að allt
hefði gengið að óskum í ferðinni
og væri hreint stórkostlegt hversu
vel kómum var tekið. „Þetta var
mikil ævintýraferð. í Brússel sung-
um við í yfirtroðinni dómkirkjunni
í hámessunni, þar sem átta prestar
og biskupar þjónuðu. Við fengum
að enda messuna á íslenska þjóð-
söngnum og ég held að allir geti
gert sér í hugarlund hvemig við-
stöddum íslendingum leið.
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Söngf erð til Belgíu
FIMMTÍU og tveir kórfélagar Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur héldu til Belg-
íu og gerðu víðreist um landið með verkum íslenskra og erlendra tónskálda.
Áheyrendahópurinn í Antwerp-
en, sem í ár er menningarborg
Evrópu, var einnig mjög þakklátur.
Ræðismaður íslands í borginni,
Maurice Velge, hélt veislu til heið-
urs kómum og var svo uppnuminn
eftir tónleikanna og viðbrögð gesta,
að hann lýsti því yfír að halda ætti
sem fyrst íslenska menningarviku
í borginni, Kórinn hefur kynnst
mörgum ötulum sendimönnum ís-
lands á ferðum sínum um heiminn,
og ég held að þeim verði seint full-
þakkað óeigingjamt starf sitt í þágu
landsins.“
í Oudenaarde söng kórinn í ráð-
húsi borgarinnar, en það var reist
á 16. öld og ber fagran vitnisburð
um byggingarlist álfunnar á þeim
tíma. Aðeins einir tónleikar em
leyfðir í ráðhúsinu á hveiju sumri,
og hlotnaðist Hamrahlíðarkórnum
sá heiður að verða fyrir valinu nú.
íslensk sálumessa
Að morgni sunnudagins 1. ágúst
feng-u kórfélagar fregnir af andláti
Baldvins Belgíukonungs, sem varp-
aði talsverðum skugga á hámess-
una í dómkirkju Brugge-borgar,
sem kennd er við heilagan Salvat-
or. „Osjálfrátt urðum við þátttak-
endur í þjóðarsorginni sem ríkti
þarna,“ segir Þorgerður, „og sem
eðlilegt var bar messan blæ af and-
láti konungs, þar sem hans var
minnst með þögn og í bænum. Það
var sterkt samspil á milli þessarar
hátíðlegu stundar og hinnar ís- (|
lensku tónlistar sem kórinn flutti.“
En kórinn tók á fleiri vegu þátt
í harmi Belga. „Fyrir tónleikana '
um kvöldið spurði ég hvort það
væri viðeigandi að syngja efnis-
skrána óbreytta," segir Þorgerður. ^
„Þeir spurðu á móti hvort við hefð-
um ekki Requiem eftir Jón Leifs á
efnisskránni og hvort flutningur
þess mætti ekki verða helgaður
minningu konungs? Svo varð og því
var sungin íslensk sálumessa á
þessum sorgardegi sem enginn var
ósnortinn af.“
g|11540
Allar eftirtaldar eignir
eru lausar nú þegar
Einbýlis- og raðhús
Ingólfsstræti. Fallegt talsvert
endurn. 150 fm timbureinbhús, kj., hæð
og ris. 25 fm bílskúr. Áhv. 3 millj.
byggsj. o.fl. Lyklar á skrifst. Góð grkj.
Laugarnesvegur. Gott 110 fm
timbureinbh., kj., hæð og geymsluris.
Nýr mjög góður 42 fm bflskúr. Verð
9-9,5 millj.
Heiðargeröi. Skemmtil. 180 fm
einbhús. Bílskúr. Fallegur garður.
Boðahleín v/Hrafnistu. 85
fm einl. raðhús í tengslum við þjónustu
DAS í Hafnarfirði. Lyklar á skrifst.
Brattatunga. Mikið endurn. 320
fm tvfl. tengihús með innb. bílsk. Park-
et. Vandaðar innr. Lokuð gata.
4ra og 5 herb.
Seilugrandi. Glæsil. 120 fm íb. á
tveimur hæðum. Stæði í bflskýli. Áhv. 6
millj. húsbr. o.fl. Sk. á mínni íb. mögul.
Flúðasel. Góð 105 fm íb. á 1.
hæð. Suð-austursv. Áhv. 3,5 millj.
byggsj. og húsbr. Verð 7,5 millj. Lyklar.
Lokastígur. Góö 100 fm íb. á 3.
hæð. Suðursv. Bílsk. Tvö einkabíla-
stæði. Verð 8,6 mlllj.
3ja herb.
Brekkustígur. Góð 80 fm íb. á
2. hæð. Suðursv. Bílskúr. Verð 8,5 millj.
Sólvallagata. 85 fm íb. á 2.
hæð. Áhv. 5,2 millj. mjög góð lang-
tímal. Verð 7 millj.
Snorrabraut. 65 fm íb. á 2.
hæð. Talsvert endurn. nýtt þak o.fl.
Verð 5,8 milij.
Hringbraut. Góð 75 fm íb. á 1.
hæð. Aukah. í risi. Nýtt gler og gluggar.
2ja herb.
Rauðalækur. Mjög góö ein-
staklíb. á jaröhæö. Sérinng. Gengið úr
stofu í góðan garö. Verö 3,5 miilj.
Vesturgata. 75 fm stúdíóíb. með
útsýni yfir höfnina. Lykiar á skrifst.
Vikurás. Falleg 60 fm íb. á 2. h.
Suöursv. Stæöi í bílsk. Áhv. 1,7 m.
Vesturberg. Góð 2ja herb. íb. á
3. hæð. Lyklar á skrifst.
Laugarnesvegur. 62 fm íb. á
2. hæö. Suðursv. Lyklar. Verð 5,2 millj.
Rauðarárstígur. Falleg 2ja
herb. íb. á 2. hæö. Verö 4,7 millj.
Grenimelur. Góö 55 fm kjíb.
Sórinng. Áhv. 2,3 millj. byggsj.
Kleppsvegur. Falleg 70 fm ib. á
1. hæö. Suö-austursv. Verö 6 milij.
Vallarás. Falleg 40 fm einstaklíb.
á 1. hæð. Áhv. 1,8 m. byggsj. V. 3,8 m.
I<5^> FASTEIGNA
JjLfl MARKAÐURINN
1' 11
I Óðinsgötu 4
1540 - 21700
UM HELGINA
Myndlist
Sýning- Ralf Samens
opnuð í Nýlistasafninu
SÝNING á verkum þýska myndlist-
armannsins Ralf Samens verður opnuð
Sigurlaugur Elíasson í
Hafnarborg
SÝNING á akrýlmálverkum og trérist-
um Sigurlaugs Elíassonar verður opn-
uð í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, á morgun,
laugardaginn 7. ágúst, kl. 14.
Sigurlaugur sýnir 31 mynd í Hafnar-
borg, akrýlmálverk á striga og tvær
syrpur trérista. Sigurlaugur er fæddur
árið 1957 og nam við MHÍ 1979-1983,
en hélt sína fyrstu einkasýningu í
Listasafni ASÍ 1985. Sýningin í Hafn-
arborg er sjöunda einkasýning hans.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
12-18, utan þriðjudaga og stendur hún
fram til sunnudagsins 22. ágúst.
í setustofu Nýlistasafnsins við Vatns-
stíg í kvöld, föstu-
daginn 6. ágúst, kl.
20. Ralf Samens,
sem er búsettur i
Sviss, ér staddur
hér á landi á vegum
Bem-borgar og er
sýning hans liður í
ferðalagi hans til
sex borga, þ.e.
einkasýningu í Slunkaríki, ísafirði,
Ámi Rúnar Sverrisson
Árni Rúnar Sverrisson
í Portinu
NÚ STENDUR yfir í listasalnum Port-
inu, Hafnarfirði, sýning Áma'Rúnars
Sverrissonar en þar hanga málverk
sem listamaðurinn vann á síðustu
þremur árum. Sýningin stendur til
sunnudagsins 15. ágúst.
Ámi Rúnar Sverrisson er fæddur
árið 1957. Hann stundaði nám við
Myndlistarskóla Reykjavíkur og við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Sýningin í Portinu er þriðja einka-
sýning listamannsins og sýnir hann
oliumálverk. Ámi Rúnar lýsir verkum
sínum svo: „Myndimar eru fyrst og
fremst málverk, máluð undir áhrifum
frá íslenskri náttúm. í þessi áhrif
mála ég eigin reynsluheim eða upplif-
anir. Einnig eru mér ofarlega í huga
tengslin milli mannshugans og villtrar
náttúmnnar."
Sýningin er opin daglega frá kl.
14.00 til 18.00, nema þriðjudaga, og
stendur til 15. ágúst næst komandi.
ur, Helsinki, Pozn- Samens.
an, Riga og St. Pétursborgar.
Markmið ferðalagsins er að kynna
sér verk ákveðinna listamanna í þess-
um borgum og það umhverfi sem þeir
vinna í. Listamaðurinn leggur út net
milli fjarlægra punkta á útjöðmm evr-
ópskrar myndlistar og er því milliliður
tengsla milli óskildra menningarsvæða.
Verkum sínum skiptir hann í fimm
svokölluð vinnusvið. Mannamyndir
unnar í leir,' blaðaljósmyndir, sóthluti,
teikningar og uppákomur sem ýmist
eru framkvæmdar innan veggja safna,
eða í borgarumhverfi samtímans, s.s.
stórmörkuðum, bönkum, eða á neðan-
jarðarbrautarstöðum. Umfjöllunarefni
hans er sjónarhornið, þ.e. milli myndar
og áhorfanda, blekking augans og
upplifun andartaksins í hringiðu hvers-
dagsins.
Á sýningunni getur að líta sýnishorn
frá þremur vinnusviðum hans.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18 og lýkur henni sunnudaginn 22.
ágúst.
i ' . laugardaginn 7. águst og er þetta önn-
ur synmg uuorunar þar. Guðrún sýnir nú, sem fyrr, verk úr handunnum pappír, unnin í Ástralíu og Banda- ríkjunum á síðustu tveimur árum. Guðrún lauk í vor meistaraprófi I
Eitt verka Ralf
Guðrún Guð-
mundsdóttir
frá School of the
Art Institute of
Chicago, en áður hafði hún numið við
Curtin-háskóia í Perth í Ástralíu, Iowa-
háskóla í Bandaríkjunum og við
Haandarbejdets Fremmes Seminarium
í Kaupmannahöfn. Þetta er fjórða
einkasýning Guðrúnar, sú þriðja á ís-
landi, en undanfarin ár heáir hún auk
þess tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum
samsýningum í Bandaríkjunum og
Ástralíu. Hún var m.a. einn af fulltrú-
um íslendinga á samsýningu sem ís-
lenskar konur héldu með konum frá
Minnesota í Minneapolis árið 1990.
Guðrún mun nýta báða sali Slunka-
ríkis að þessu sinni. í þeim efri verður
innsetning unnin úr japönskum pappir,
en í kjallaranum verða veggmyndir úr
vestrænum pappír.
Sýning Guðrúnar verður opnuð
klukkan 16 á laugardaginn og stendur
til 29. ágúst.
Gréta Ósk í Galleríi
Sævars Karls
GRÉTA Ósk Sigurðardóttir opnar sýn-
ingu í Galleríi Sævars Karls í dag, 6.
ágúst, og sýnir til 1. september.
Gréta fæddist
10. apríl 1956 í
Reykjavík og
stundaði nám við
Myndlista- og
handíðaskóla ís-
lands 1980-82 og
1986-88, við Aka-
demíuna í Ósló
1982-83 og við
Kunst- og hánd-
verkskolen í Ósló
Gréta Ösk
Sigurðardóttir
1983-85.
Verkin á sýningunni eru ætingar í
sínk, unnar á þessu ári, og tvö þrívíð
pappírsverk.
Sýningin er opin á verslunartíma, á
virkum dögum frá kl. 10-18.
Guðrún Guðmunds-
dóttir sýnir
í Slunkaríki
GUÐRÚN Guðmundsdóttir opnar
Samsýning ellefu
myndlistarmanna
FÖSTUDAGINN 6. ágúst verður opn-
uð samsýning ellefu ungra íslenskra
myndistarmanna og eins erlends gests,
myndlistarmannsins Ralf Samens frá
Sviss, í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B,
kl. 20.
Eftirfarandi aðilar eiga verk á sýn-
ingunni: Finnur Arnar, G.R. Lúðvíks-
son, Jóhann Valdimarsson, Jón Garðar
Henrýsson, Katrín Askja Guðmunds-
dóttir, Lilja Björk Egilsdóttir, Lind
Völundardóttir, Magnús Sigurðsson,
Sigurður Vilhjálmsson, Þórarinn Blön-
dal, Ragnheiður Ragnarsdóttir. Sam-
merkt með þessum myndlistarmönnum
er að öll hafa ústkrifast úr Myndlista-
og handíðaskóla íslands á árunum
1990-1992 frá mismunandi deildum
skólans. Verkin eru af ólíkum toga og
unnin í mismunandi efni. Á sýningunni
eru m.a. ljósmyndaverk, málverk, tex-
tílverk, innísetning og skúlptúrar.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 14-18 og lýkur henni sunnudaginn
22. ágúst.
Hluti af verki Sigurjóns Ólafssonar á
Búrfellsvirkjun.
Góð aðsókn í Lista-
safni Sigurjóns
í SUMAR hefur staðið yfir í Listasafni
Siguijóns Ólafssonar sýningin Myndir
t fjalli, en hún fjallar um tilurð lista-
verks Siguijóns við Búrfellsvirkjun og
einstakar veggmyndir á stöðvarhúsinu.
í fréttatilkynningu frá safninu segir
að aðsókn hafi verið góð á sýninguna.
Gestum safnsins gefst einnig kostur á
að skoða myndband um tilurð verkanna
og nú í ágústmánuði er bryddað upp
á þeirri nýbreytni að bjóða gestum leið-
sögn um sýninguna á sunnudögum kl.
15.
Fyrsta ferðin undir leiðsögn verður
farin á morgun, laugardaginn 7. ágúst.
Safnið er opið laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 14 til 18 og á kvöldin frá
kl. 20 til kl. 22 mánudaga til fimmtu-
daga.
Sýning í Gallerí 11
Á MORGUN, laugardaginn 7. ágúst
opnar Didda H. Leaman sýningu í
Galjerí 11, Skólavörðustíg 4a.
Á sýningunni
verða olíumálverk,
klippimyndir og
teikningar unnar
með blandaðri
tækni ásamt þrív-
íum verkum. Sýn-
ingin stendur yfir
til 19. ágúst og er
opin daglega frá kl.
14-18.
Didda útskrifað-
Didda H. Leaman.
ist úr Fjöltæknideild MHÍ 1987 og úr
Málaradeild Slade School of Fine Art
í London 1989. Hún hefur áður haldið
einkasýningu í Hafnargalleríi og FÍM
salnum og tekið þátt í samsýningum.
Benno Georg Ægisson
sýnir á Hótel Selfossi
BENNO Georg
Ægisson opnar i
dag, föstudag, kl.
18.00 sýningu á 35
olíu-og vatnsiita-
inyndum á Hótel
Selfossi og stendur
sýningin yfir í að-
eins þrjá daga, og
lýkur henni að
Bennó Georg
Ægisson
kvöldi sunnudagsins 8. ágústs.
Benno Georg á að baki fjórar einka-
sýningar í Vestmannaeyjum, en þetta
er fyrsta sýning hans á fastalandinu.
1
ú
I
I
4