Morgunblaðið - 06.08.1993, Side 16

Morgunblaðið - 06.08.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Verðbreytingar vegna gengislækkunarinnar Verðið Verðið hækkar var kr. er nú kr. um AEG-þvottavél Verðið Verðið hækkar var kr. er nú kr. um NOKKUR dæmi um verðhækkanir vegna síðustu gengisfellingar hafa verið hér í blað- inu síðastliðinn mánuð. Hér að ofan birtast öll dæmin. Mesta hækkunin hefur verið á innfluttum vörum og í prósentum hefur Prins Póló súkkulaðikex hækkað mest, eða um 16,6%. Þá hafa vörur, sem framleiddar eru hér á landi, einnig hækkað og ber þar hæst Egils appelsínuþykkni, en það hækkaði um 10,3%. Campbell súpa í dós og Sony geislaspilari, en hvoru tveggja er innflutt, hækkuðu minnst eða um 4,2%. Tekið skal fram að öll þessi dæmi hafa verið á verði varanna út úr verslunum. Meðaltalshækkunin í prósentum á öllum þeim dæmum, sem tekin voru, er um 7,9%. Tillaga umdæmanefndar Austurlands um fækkun sveitarfélaga á Austurlandi Sveitarfélögunum verði fækkað úr þrjátíu í átta UMDÆMANEFND Austurlands skiiaði fyrir nokkru tillögum sín- um um sameiningu sveitarfélaganna í fjórðungnum. En kosið verð- ur um nýja sveitarstjórnarskipan 20. nóvember í haust. Tillögurn- ar gera ráð fyrir að sveitarfélögin verði 8 en nú eru þau 30. Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti 8. maí s.I. er umdæma- nefndum landshlutasamtaka sveit- arfélaga ætlað að skila tillögum um hugsanlega sameiningu sveit- arfélaga fyrir 15. september. Ákveðið hefur verið að greidd verði atkvæði um þessar tillögur í almennri atkvæðagreiðslu í við- komandi sveitarfélögum 20. nóv- ember. Sambandi íslenskra sveit- arfélaga og samráðsnefnd umdæ- manefndanna hafa borist tillögur frá umdæmanefnd Austurlands. í greinargerð sem Albert Ey- mundsson formaður umdæma- nefndar Austurlands sendi sveitar- stjómum á Austurlandi í síðasta mánuði kemur fram að umdæma- nefndin leitaðist við í sinni tillögu- gerð að taka mið af ýmsum þeim markmiðum sem nefndir skipaðar á vegum féjagsmálaráðherra hafa lagt áherslu á. Einnig hefur nefnd- in haft hliðsjón af ýmsum atriðum sem hafa verið til umfjöllunar á fulltrúaráðsfundum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Meðal þeirra atriða sem Albert Eymundsson nefnir sérstaklega í sinni greinargerð er að íbúar hvers sveitarfélags verði almennt ekki færri en 1.000. Að sameining sveitarfélaga verði þar sem hag- stæðar iandfræðilegar aðstæður séu fyrir hendi. Góðir möguleikar séu á aukinni samnýtingu á þjón- ustu og nýrrar uppbyggingar. Að sameining verði þar sem mögulega sé um að ræða eitt atvinnusóknar- svæði miðað við núverandi sam- göngur. Kosið verður 20. nóvember í greinargerðinni er það fram- talið að 20. nóvember munu íbúar í 28 sveitarfélögum ganga til kosn- inga um sameiningu við önnur sveitafélög. í einu sveitarfélagi, Seyðisfirði, verður skoðannakönn- un um hugsanlega sameiningu við sveitarfélög á Héraði. En í einu sveitarfélagi, Djúpavogshreppi verður hvorki kosið né viðhöfð skoðannakönnun. Umdæmanefnd Austurlands gerir tillögur um: 1) Norðursvæði: Kosið skal um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðarhrepps í þessum 2 sveitarfélögum. 2) Héraðssvæði: Kosið skal um sameiningu Hlíðarhrepps, Jökul- dalshrepps, Tunguhrepps, Fella- hrepps, Fljótsdalshrepps, Valla- hrepps, Skriðdalshrepps, Egils- staðarbæjar, Eiðahrepps, Hjalta- staðarhrepps og Borgarfjarðar- hrepps í þessum 11 sveitarfélög- um. 3) Seyðisfjarðarsvæði: Ekki er gerð tillaga um að Seyðisfjörður sameinist öðrum sveitarfélögum en þessi í stað var samþykkt að hafa skoðanakönnun á Seyðisfirði samhliða kosningum annars stað- ar um vilja íbúa byggðarlagsins til að sameinast sveitarfélögum á Héraðssvæði. 4) Norðfjarðarsvæði: Kosið skal um sameiningu Mjóafjarðar- hrepps, Neskaupstaðar og Norð- fjarðarhrepps í þessum 3 sveitarfé- lögum. 5) Reyðarfjarðarsvæði: Kosið skal um sameiningu Eskifjarðarkaup- staðar og Reyðarfjarðarhrepps í þessum 2 sveitarfélögum. 6) Suðurfjarðarsvæði: Kosið skal um sameiningu Fáskrúðsfjarðar- hrepps, Búðahrepps, Stöðvar- hrepps og Breiðdalshrepps í þess- um 4 sveitarfélögum. 7) Djúpavogshreppuf: Sökum þess að nýafstaðin er sameining Beru- neshrepps, Búlandshrepps og Geithellnahrepps var umdæma- nefndin sammála um að ekki yrði gerð tillaga um frekari sameiningu hjá íbúum Djúpavogshrepps. 8) Suðursvæði: Kosið skal um sameiningu Bæjarhrepps, Nesja- hrepps, Hafnar, Mýrarhrepps, Borgarhafnarhrepps og Hofs- hrepps í þessum 6 sveitarfélögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.