Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 JMftypunfrlnfrii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Rauðu vegabréfin eru blá Rauðu vegabréfin, sem starfsmenn utanríkis- þjónustunnar og háttsettir opinberir embættismenn höfðu í farteskinu fyrr á tíð, eru úr sögunni. Öll íslenzk vegabréf bera í dag sama dökkbláa litinn. Samt sem áður gefur utanríkisráðu- neytið enn út tvenns konar vegabréf, diplómatísk vega- bréf og sérstök vegabréf, það er þjónustuvegabréf, sam- kvæmt reglugerð sem sett var í utanríkisráðherratíð Steingríms Hermannssonar árið 1988 og byggð er á lög- um nr. 18/1953 um íslenzk vegabréf og lögum nr. 39/1971 um utanríkisþjón- ustu íslands. Það gilda því þrenns konar vegabréf í dag fyrir landsmenn: almenn vegabréf, sem lögreglustjórar gefa út, og diplómatísk vega- bréf og þjónustuvegabréf á vegum utanríkisráðuneytis- ins. Diplómatískum vegabréf- um og þjónustuvegabréfum fylgja engar undanþágur frá landslögum, hvorki tollalög- um né öðrum lögum. Ef starfshefðir löggæzluaðila fela í sér mismunun að þessu leyti, eftir því hvers konar vegabréf fólk hefur, styðst hún ekki við tilvitnuð lög. Diplómatísk vegabréf hafa fyrst og fremst þann tilgang að gera opinberum embættis- mönnum, einkum á vegum utanríkisþjónustunnar, kleift að sanna sig, það er að gera grein fyrir sér með formleg- um hætti, hjá samskiptaaðil- um í öðrum ríkjum og alþjóð- legum stofnunum. Þau hafa og þýðingu fyrir starfsfólk sendiráða og fjölskyldur þess varðandi dvalarleyfi í erlend- um ríkjum. Sérstök vegabréf, eða þjónustuvegabréf, þjóna svip- uðum tilgangi; höfðu til dæm- is sérstakt vægi í milliríkja- samskiptum þegar ferðalög til Austur-Evrópuríkja og dvöl þar var háð þröngum takmörkunum sovétkerfisins. Trúlega þjóna diplómatísk og sérstök vegabréf ennþá sínum tilgangi, þótt veröldin og samskiptahættir þjóða í millum hafí breytzt mikið síð- ustu árin, ekki sízt í Austur- og Vestur-Evrópu. Það er hins vegar umdeilanlegt, svo ekki sé meira sagt, og þarfn- ast endurskoðunar á hverri tíð, hvar mörk eru sett um dreifingu þessara vegabréfa. Ramminn í gildandi reglu- gerð, frá árinu 1988, er rúm- ur. Reglugerðin tilgreinir átj- án starfs- eða stöðuheiti, sem falla undir diplómatísk vega- bréf, og nítján, sem falla und- ir þjónustuvegabréf. Hann nær meðal annars til fyrrver- andi ráðherra, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, fyrrverandi hæstaréttardómara, fyrrver- andi aðalbankastjóra Seðla- banka íslands og fyrrverandi starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar. Samkvæmt upplýs- ingum frá utanríkisráðuneyt-. inu hafa rúmlega fjögur hundruð einstaklingar vega- bréf af þessu tagi í dag. Það er tímabært að reglu- gerð um vegabréf utanríkis- ráðuneytisins frá 1988 verði tekin til endurskoðunar, enda mun það standa til. Það er full ástæða til að kanna, hvort ekki megi þrengja reglugerð- arákvæði, sem fjalla um það hverjir eigi rétt til slíkra vegabréfa. Það er meira en hæpið að fjögur til fimm hundruð embættismenn (að meðtöldum mökum) hafi þörf fyrir bréf af þessu tagi. Sem fyrr segir fylgja engar undanþágur frá landslögum, hvorki tollalögum né öðrum, þeim diplómatísku og sér- stöku vegabréfum sem utan- ríkisráðuneytið gefur út. Þau eiga því ekki að vera einhvers konar „stöðu- eða forrétt- indatákn“ til að skera sig frá sauðsvörtum almúganum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sú staðreynd á að setja svip sinn á eftirlitsstörf löggæzlu- aðila, hver sem í hlut á. Rauðu vegabréfín, svoköll- uð, eru úr sögunni. íslenzk vegabréf bera í dag sama dökkbláa litinn, bæði almenn vegabréf og diplómatísk. Þau síðarnefndu eiga að þjóna þeim tilgangi einum að emb- ættismenn í brýnum erindum þjóðarinnar eigi auðveldara með að sanna sig, gera grein fyrir sér með formlegum hætti, á erlendum samskipta- vettvangi. Að öðru leyti færa þau viðkomandi engin for- réttindi. Tvö leiksvæði sem unglingar í Vinnuskóh Anægðir með hönnun og starf unglinganna Unglingar munu útbúa fleiri svæði á næstu árum TVÖ leiksvæði, hönnuð af unglingum í Vinnuskóla Reykja- víkur, voru opnuð með pomp og prakt við Garðsenda og Holtaveg í gær. Ibúar nærliggjandi hverfa, hafa lengi beðið úrbóta og leikaðstöðu fyrir börn sín. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi opnaði svæðin formlega með þeim orðum að vel hafi til tekist og að fleiri svæði yrðu falin unglingum í Vinnuskólanum að hanna á næsta ári og árum. „Við hjá Vinnuskólanum erum ákaflega ánægð með starf ungl- inganna og ljóst er að einstaklega vel hefur til tekist við hönnun leik- svæðanna,“ sagði Arnfinnur Jóns- son skólastjóri Vinnuskólans. Hann segir sköpunargleði ungl- inganna hafa blómstrað og telur að þau hafi skynjað það að þau geti tekist á við ábyrgðarmikil verkefni og leyst þau vel af hendi. Fleiri svæði hönnuð Arnfinnur sagði að í Ijósi vel- heppnaðs tilraunastarfs yrði gengið í það að finna fleiri svæði, í samstarfi við embætti gatna- málastjóra og hönnuð yrðu af nokkrum hópum Vinnuskólans á næsta ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Morgunblaðið að borgarráð muni styðja þetta Hannað í tölvu ÓLAFUR, Bjarni og Sævar unnu allir við hönnunarverkefnið við Holtaveg og nýtti hópurinn sér tölvutæknina. í tölvu Sævars voru gerðar nákvæmar teikningar af svæðinu, sem stuðst var við meðan á framkvæmdunum stóð. Raunvextir banka og sparisjóða Meðalextir á I. og D. ársfjórðungí 1993 og vextir nú. LANDSBANKI ÍSLANDSBANKI BÚNAÐARBANKI 19 Raunvextir /erðtryggðra skuldabréfalána SPARISJÓÐIR 12,7% 10,2% 9,4% 7,4% 9,1% I. ársfj. II. nú I. ársfj. n. nú I. ársfj. II. nú -----«— 4 „ I. arsfj. II. nú | I. ársfj. II. nú Munur á útlánsvöxtum banka o g sparisjóða sjaldan jafn mikill og nú MUNUR á útlánsvöxtum banka og sparisjóða hefur sjaldan verið jafn mikill og nú í byijun ágúst. Raun- vextir óverðtryggðra skuldabréfalána eru 13,1% hjá Islandsbanka, þar sem hæstu nafnvextirnir eru, en 5,4% hjá Landsbankanum sem hefur lægstu nafn- vextina, samkvæmt útreikningi Seðlabanka íslands. Er þá miðað við 6,8% verðbólgu en það er spá bank- ans um verðbólguna á þessum ársfjórðungi. Sam- kvæmt sömu forsendum eru raunvextir óverð- tryggðra lána íslandsbanka 3,5% hærri en verð- tryggðra lána, en hjá Landsbankanum er þetta öfugt, vextir verðtryggðra lána eru 3,7% hærri en raunvextir óverðtryggðra skuldabréfalána. Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfalána eru lægri en vextir verðtryggðra lána bæði hjá Búnaðarbankanum og sparisjóðunum. Raunvextirnir eru 8,1% hjá Búnaðar- bankanum, 1,4% undir verðtryggðu vöxtunum, og 7,4% hjá sparisjóðunum og er það 2% undir vöxtum verð- tryggðra lána. Olafur K. Ólafs í peningamáladeild Seðlabankans segir að í sveiflukenndri verðbólgu sé ávallt erfítt að meta raunvexti óverðtryggrða lána á einhveijum til- teknum degi. Betra sé að meta þá fyrir liðin tímabil, til dæmis ársfjórðunga. Islandsbanki miðar við styttra tímabil Vegna útreiknings á raunvöxtum nú og samanburðar milli bankanna er rétt að geta þess að bankastjóri Lands- bankans hefur sagt að útlit væri fyrir 1-3% nafnvaxta- hækkun hjá bankanum í næstu viku. Þá má geta þess að íslandsbanki tók ákvörðun um nafnvexti sína á grund- velli verðbólgu í styttri tíma en hér er gert, eða tveggja mánaða sem gefur vísbendingu um 9,1% verðbólgu. Miðað við þær forsendur væru raunvextir óverðtryggðra skuldabréfaútlána nú 10,7% í íslandsbanka, í Lands- bankanum 3,2%, í Búnaðarbankanum 5,8% og hjá spari- sjóðunum 5,1%. Seðlabankinn hefur hins vegar talið eðlilegt að miða við lengra tímabil. Raunvaxtaþróunin það sem af er árinu kemur fram á meðfylgjandi línuriti. Á fyrsta ársfjórðungi var verð- bólgan 4% en 'h% á öðrum ársfjórðungi. Seðlabankinn áætlar að verðbólgan, á mælikvarða lánskjaravísitölu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.