Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Færri áætlanir í skatti eftir Pétur Sigurðsson Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu þá skiluðu 26,31% af fyrirtækjum landsins ekki skatt- skýrslu og létu áætla á sig opinber gjöld árið 1992. Eins og sjá má í töflu I þá eru þetta 2.422 fyrirtæki (lögaðilar) sem létu áætla á sig opinber gjöld árið 1992: Tafla 1: Lögaðilar sem fengu áætlun: Hlutf. af Fjöldi heildarfj.(í%) 1992 ...... 2.422 26,31 1991 ...... 2.502 26,78 1990 ...... 2.860 30,71 1989 ...... 2.437 24,75 Inni í þessum tölum eru þó ekki þeir einstaklingar sem eru með at- vinnurekstur í eigin nafni en í þeim hópi var áætlað á 2.384 aðila eins og fram kemur í töflu 2: Tafla 2: Fjöldi Hlutf. af heildarfj.(í %) 1992 2.384 8,29 1991 2.195 8,06 1990 2.306 8,99 1989 2.843 11,55 Ofangreindar upplýsingar eru samkvæmt álagningarskrá en þá hefur ekki verið tekið tillit til af- greiðslu á kærumálum fyrir við- komandi framtalsár hjá skattstjór- um og ríkisskattstjóra. Sömu aðilamir sem áætlað er á? Það er vert að spyrja sig þeirrar spumingar hvort það séu sömu lög- aðilamir og einstaklingar með at- vinnurekstur sem skila ekki skatt- framtölum og láti áætla opinber gjöld sín árin 1991 og 1992 borið saman við síðustu ár á undan. Sam- kvæmt upplýsingum frá fjármála- ráðuneytinu þá áætluðu skattstjór- ar 4.924 framtöl fyrir 3.709 lögað- ila á ámnum 1991 og 1992 og af þeim höfðu 426 verið áætlaðir 4 ár í röð. Þessar upplýsingar koma fram í töflu 3: Tafla 3: 426 verið áætlaðir í 4 ár eða 11,49% 1.014 verið áætlaðir í 3 ár eða 27,34% 925 verið áætlaðir í 2 ár eða 24,94% 1.344 verið áætlaðir í 1 ár eða 36,24% Af einstaklingum með atvinnu- rekstur áætluðu skattstjórar 4.579 framtöl fyrir 3.661 einstakling með atvinnurekstur árin 1991 og 1992 og af þeim höfðu 506 verið áætlað- ir 4 ár í röð, eins og sést á töflu 4: Tafla 4: 506 verið áætlaðir í 4 ár eða 13,82% 682 verið áætlaðir í 3 ár eða 18,63% 988 verið áætlaðir í 2 ár eða 26,99% 1.485 verið áætlaðir í 1 ár eða 40,56% Fjöldi áætlunarfyrirtækja í einstökum atvinnugreinum Samsetning hópanna sem áætlað var á, er sýnd í töflu 5. Athygl- isvert er, hversu litlar sveiflur eru á milli ára í fjölda þeirra aðila sem áætlað er á sbr. þó atvinnugreinina ótilgreint: Tafla 5: Einstaklingar með atvinnurekstur: 1991 1992 Landbúnaður 293 281 Útgerð, fiskveiðar o.fl. 121 112 Iðnaður 176 167 Byggingar og framkv. 353 320 Veitustofnanir o.fl. 2 0 Verslun 299 249 Flutningar/samgöngur 201 195 Þjónustugreinar 352 395 Ótilgreint 398 665 Samtals 2.195 2.384 Lögaðilar: Landbúnaður 24 18 Útgerð, fiskveiðar o.fl 102 135 Iðnaður 337 290 Byggingar og framkv. 185 157 Veitustofnanir o.fl. 2 2 Verslun 606 547 Flutningar/samgöngur 52 38 Þjónustugreinar 334 260 Ótilgreint 860 975 Samtals 2.502 2.422 Þessar tölur ber að skoða með þeim fyrirvara að á skrá og með- taldir á yfirliti um lögaðila er veru- legur fjöldi sem í raun er ekki með neina starfsemi en hefur hvorki verið slitið né felldur formlega af fyrirtækjaskrá Hagstofu íslands. Um það bil 2.000 aðilar sem aldrei skila skattframtali Að loknum ofangreindum talna- upplýsingum er vert að spyija sig þeirrar spurningar hve margir lög- aðilar og einstaklingar með at- vinnurekstur komist upp með það að skila engu skattframtali og láta áætla á sig opinber gjöld ár eftir ár. Samkvæmt upplýsingum frá Rík- isskattstjóra varðandi árið 1991 þá kemur fram að árið 1991 var fjöldi kæra vegna skattframtala 9.114. Þar af voru ný framtöl í stað áætl- unar 2.700. Jafnframt kom fram að eftir lok kærufrests sendu all- margir aðilar, eða um það bil 1.000- 1.500 árlega, ný framtöl til ríkis- skattstjóra og óska eftir að þau verði lögð til grundvallar álagningu í stað eldri áætlana. Þannig leiðrétt- ist allt að helmingur framtala þeirra aðila sem sæta áætlun í frumálagn- ingu á næstu árum þar á eftir. Eftir stendur allnokkur hópur sem ekki skilar framtali hvað sem á gengur. Ef við gefum okkur þá forsendu að helmingur skattframtala hjá lög- aðilum og einstaklingum með at- vinnurekstur leiðréttist árið 1992 þá standa samt sem áður eftir 2.400 aðilar sem ekki skila skattframtali hvað sem á gengur. Enn má sjálf- sagt draga frá 400 aðila sem ekki skila framtali ýmist vegna þess að fyrirtæki er gjaldþrota eða engin starfsemi í gangi. Þá má ætla að um 2.000 lögaðil- ar og einstaklingar með atvinnu- rekstur láti áætla opinber gjöld sín og hlýtur það að teljast nokkuð há tala og sérstaklega umhugsun- arverð í ljósi þess að því hefur ver- ið haldið fram að neðanjarðarhag- kerfið, öðru nafni grái markað- urinn, hafi árið 1990 velt um 20 milljörðum og vaxið úr tæpum 5 milljörðum frá 1986. Þessar veltu- tölur eru sérstaklega áhugaverðar nú þegar kemur að niðurskurði á framlögum til ýmissa málefna vegna fyrirsjáanlegs ríkisijárhalla. Neðanjarðarhagkerfið og skattsvikaskýrslan Árið 1986 var lögð fram á Al- þingi svokölluð skattsvikaskýrsla þar sem var að fínna tillögur til úrbóta í skattamálum og tillögur um eflingu skatteftirlits. Tillögun- um sem settar voru fram fyrir 8 árum hefur ekki enn verið hrint í framkvæmd þótt skilja hafí mátt að þær hafi þótt nauðsynlegar og um þær verið nokkur sátt. I þessu sambandi má benda á að talið er að tekjutap ríkisins vegna neðan- jarðarhagkerfísins hafí verið um 4 milljarðar kr. í formi glataðra skatta á árinu 1990. Þetta er sama fjárhæð og ríkisstjómin ákvað að leggja til Landsbankans. Þegar fréttist af fyrirtækjum sem skilja eftir sig stór gjaldþrot eftir margra ára erfiðleika og óráðsíu Gull fyrir hönnun ( Birmingham Motorshow ) Gullna stýrið í Þýskalandi ( Bild an Sonntag ) RJC Bíll ársins ( Japan ) Bíll ársins í Japan 1993 Bfll ársins í Evrópu 1993 Besti smábíllinn (Tímaritið What Car?) Bfll heimsins 1993 ( Motor, Italía ) Besta hönnunin ( Þýskaland ) Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík Sími 674000 Pétur Sigurðsson „Þá má ætla að um 2.000 lögaðilar og ein- staklingar með atvinnu- rekstur láti áætla opin- ber gjöld sín og hlýtur það að teljast nokkuð há tala og sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að því hefur verið haldið fram að neðan- jarðarhagkerfið, öðru nafni grái markaður- inn, hafi árið 1990 velt um 20 milljörðum og vaxið úr tæpum 5 millj- örðumfrá 1986. “ þá er ekki laust við að ýmsar spurn- ingar vakni. í því sambandi má t.d. spyrja sig að því hvort hagsmunir ríkisins og lánardrottna hefðu að öllum líkindum ekki verið betur tryggðir ef skattframtöl frá ári til árs hefðu legið fyrir þar sem hægt væri að fylgjast náið með fjármála- ráðstöfunum fyrirtækis. Ef skattur- inn hefði getað gert árlegar athuga- semdir þá hefði ef til vill verið hægt að minnka fjárhagslegt tap vegna gjaldþrota. Átak vegna fyrirtækja sem aldrei hefja starfsemi eða starfa tímabundið? Hvað varðar þann fyrirvara að meðtalinn á yfírliti um lögaðila sé verulegur fjöldi sem í raun er ekki með neina starfsemi en hefur hvorki verið slitið né felldur formlega af fyrirtækjaskrá Hagstofu Islands þá vaknar sú spuming hvort ekki sé ástæða til átaks fjármálaráðuneytis vegna slíkra aðila. Hjá héraðsdómi Reykjavíkur fengust þær upplýs- ingar að allt að 90% af þeim fyrir- tækjum sem kæmu til gjaldþrota- skipta væru fyrirtæki sem ekki hefðu verið í starfsemi um tíma eða jafnvel aldrei. Samkvæmt tekju- og eignarskattslögum nr. 75/1981 ber að áætla opinber gjöld hjá þeim fyrirtækjum og síðan sjá gjald- heimtan eða tollstjórar um að krelj- ast gjaldþrots slíkra fyrirtækja á grundvelli áætlana. Þannig vinnur töluverður fjöldi fólks við það með ærnum tilkostn- aði að áætla og jarðsetja slík fyrir- tæki sem ef til vill aldrei hafa verið í starfsemi. Þó ber að hafa í huga að í sumum tilfellum er áætlunar- stofn á þessi fyrirtæki án starfsemi 0 kr., þ.e.a.s ef engar upplýsingar liggja fyrir um starfsemi þeirra samkvæmt svokölluðum ytri gögn- um. í ljósi alls þessa vaknar sú spurning hvort ekki beri að taka upp svipað kerfi hvað varðar þessi fyrirtæki án starfsemi eins og nú gildir um skráningu og afskráningu aðila með virðisaukaskattsskylda starfsemi. Þannig mætti hugsa sér að fyrir- tæki sem er stofnað árið 1992 með greiðslu til hlutafélagaskrár og umsóknar um virðisaukaskatts- númer. Ef síðan kæmi í ljós að aðstandendur fyrirtækisins teldu sig af einhverjum ástæðum ekki hafa efni á því að heija starfsemi fyrirtækisins fyrr en síðar, þá ætti að vera hægt að taka slíkt fyrir- tæki út af hlutafélagaskrá tíma- bundið með tilkynningu til hlutafé- lagaskrár. Ávinningur og hagræði kerfisbreytingar Með þessu myndi vinnast tvennt, þ.e.a.s annars vegar það að þeir fjármunir sem aðstandendurnir borguðu til hlutafélagaskrár færu ekki til ónýtis, því að um leið og aðstandendur félagsins teldu sig reiðubúna að hefja starfsemi á ný, t.d. 3 árum síðar, myndu þeir ein- ungis þurfa að tilkynna það til hlutafélagskrár og opna virðisauka- skattsnúmer sitt að nýju. Hinn ávinningurinn lýtur að því að skatt- stjóri myndi ekki þurfa að áætla slíkt félag fyrir árið 1992 og lengur því samkvæmt tilkynningu frá hlutafélagaskrá þá hóf félagið aldr- ei starfsemi. Þannig myndi sparast kostnaður við að áætla opinber gjöld félagsins ásamt kostnaði við að krefjast gjaldþrots síðar meir og annað því tengt. í sambandi við það sem sagt er hér að framan má ekki gleyma því að aðstandendur fjölda fyrirtækja sem ekki eru með neina starfsemi þurfa árlega að skila inn framtali með áætlunarstofn kr. 0. Þetta er nauðsynlegt því að skattalegt tap er hægt að nýta til 5 ára auk þess sem stofnkostnaður tapast ef fram- talsskyldu er ekki sinnt í langan tíma. Hvað ætli þessi framtöl með áætlunarstofn kr. 0, vinna starfs- manna auk óþarfa snúninga fyrir aðstandendur fyrirtækjanna án starfsemi kosti mikla peninga og fyrirhöfn? Ætli það kæmi ekki hag- stæðara út væri það hægt að taka fyrirtæki tímabundið út af skrá hjá hlutafélagaskrá? Hvað varðar félög sem ekki eru í starfsemi og láta áætla á sig opin- ber gjöld þá er athyglisvert að líta til Svíþjóðar. Þar er kerfið þannig að sé ekki skilað skattframtali fé- lags þá er umsvifalaust send fyrir- spurn til forsvarsmanna félagsins um það hvort starfsemi liggi niðri ef ytri gögn benda ekki til annars. Virðist því að í þessu standi Svíar sig betur en íslendingar. Lagaboð til að knýja fram skattskil? Það er athyglisvert að ekki er gengið sérstaklega eftir því hjá gjaldendum, að framtali sé skilað, enda ekki gert ráð fyrir slíkum eftir- rekstri í lögum. Sú spuming vaknar því hvort ekki séu til einhver úr- ræði til að efla þessa skyldu aðila til að skila skattframtali. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa vegna þeirra fyrirtækja sem leggja mikla rækt við það að hafa sín mál í lagi með ómældum endurskoðenda- kostnaði á meðan önnur láta þá skyldu lönd og leið og hafa af því fjárhagslegan ávinning. Þó ber að hafa í huga að skatt- stjórar hafa heimild í lögum um tekju- og eignarskatt til að áætla tekjur og eign skattaðila svo ríflega að eigi sé hætta á að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær i raun og veru era og ákveða skatta aðilans í samræmi við þá áætlun. Af þessari grein má draga þá ályktun að of mikill tími og kostn- aður skattyfirvalda fari í áætlanir á aðila sem ekki hafa verið í starf- semi um tíma eða jafnvel aldrei. Einnig þarf með lagaboði að efla skyldu aðila til að skila inn skatt- framtali. Með því væri hægt að grípa fyrr inn í reksturinn hjá þeim áætlunaraðilum þar sem starfsemi er og hefur verið í fullum gangi. Þannig væri mögulegt að minnka fjárhagslegt tap ríkissjóðs og lán- ardrottna ef þessir áætlunaraðilar færu í gjaldþrot síðar meir. Höfundur er rekstrarfræðingur frá Samvinnuskólanum A Bifröst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.