Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Ovenju- margar kærur RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri fékk til meðferðar vegna verslunarmannahelgar- innar miklum mun fleiri mál en menn eiga að venjast á þeim bæ. Að sögn Jóhannesar Sigfússonar rannsóknarlögreglumanns lágu hjá rannsóknarlögreglunni eftir helgina alls 60 mál, misalvarleg eftir atvik- um. Þar sagði hann um að ræða 14 mál vegna líkamsárása, en þar væri í mörgum tilvikum um að ræða minni háttar pústra í ölæði og samkvæmt vénju gufuðu nokkur þeirra mála upp af sjálfu sér. Fyrir lágu kærur vegna 10 þjófnaða, meðal annars að stolið hefði verið fatnaði og búnaði úr tjöldum, veskj- um og fleira. Tilkynnt hefði verið um 10 skemmdarverk á tjöldum og gróðri og 7 rúðubrot. 6 kærur lágu fyrir vegna ölvunar við akstur. Að sögn Jóhannesar kom upp um helgina eitt mál vegna fíknilyfja, en hann tók fram að hér væri nær eingöngu um að ræða mál sem borist hefðu lögreglunni en ekki mál sem sótt hefðu verið í sérstöku átaki. Ekki síst í ljósi þess væri þessi málafjöldi langt umfram það sem teljast mætti eðlilegt. AKure.yri Kvartett syngur á Sal í KVÖLD eru á dagskrá Lísta- sumars á Akureyri tónleikar á Sal Menntaskólans á Akur- eyri. Þar kemur fram karla- kvartettinn Út í vorið og flyt- ur fjölda þekktra kvartett- sönglaga, Bellmann-söngva og rakarastofusöngva. Kvartettinn kom fyrst fram opinberlega í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í júní síðastliðn- um. Söngvaramir fjórir eru te- nóramir Einar Clausen og Hall- dór Torfason og bassamir Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson. Undirleikari á píanó er Bjami Jónatansson. íslensk kvartettahefð Kvartettinn Út í vorið flytur meðal annars lög sem MA-kvart- ettinn og Leikbræður gerðu landskunn en auk þess nokkra Bellmann-söngva við ljóðaþýð- ingar ýmissa skálda og rakara-' stofusöngva í baridarískum stíl. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30 í kvöld, en annað kvöld á sama tíma heldur kvartettinn Út í vorið tónleika í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Morgunblaðið/Golli í Slippnum STARFSMENN Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri vinná aðallega að viðhaldi, en nýsmíði er ekki fyrirsjáanleg um sinn. Góð von til að rekstur Slipp- stöðvarinnar komist í horf ~ segir Knútur Karlsson sljórnarformaður Slippstöðvarinnar Odda STJÓRNARFORMAÐUR Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri telur ekki sérstaka hættu á uppsögnum starfsmanna vegna þeirr- ar endurskipulagningar og greiðslustöðvunar sem yfir stendur. Jafnframt fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins segir hann unnið að því að afla því verkefna, einkum á sviði viðhalds skipa, en nýbyggingar séu ekki í sjónmáli. Hann telur hægt að koma rekstri fyrirtækisins í viðunandi horf með samningum við lánardrottna á niðurfellingu skulda og aukningu hlutafjár. Að sögn Knúts Karlssonar, stjórnarformanns Slippstöðvarinn- ar Odda hf., er oftúlkun orða hans að búast megi við uppsögnum starfsfólks í tengslum við greiðslu- stöðvun fyrirtækisins og endur- skoðun á rekstri þess. Það sé ein- læg trú forráðamanna fyrirtækis- ins að megi koma rekstrinum í gott horf með því að semja við lánardrottna um að fella niður skuldir og með því að auka hlutafé fyrirtækisins og afla nýrra hlut- hafa. Ekki hefði verið farið fram á greiðslustöðvun ef menn hefðu ekki séð von í að Slippstöðin Oddi yrði rekin áfram sem öflugt skipa- iðnaðarfyrirtæki. Viðhald mismikið eftir árstíma Að sögn Knúts er ekki fyrir- sjáanlegt á þessari stundu að fá megi verkefni til nýbygginga en meginhlutverk stöðvarinnar verði viðhald skipa, eins og verið hefur um hríð. í þeim efnum sé mismik- ið að gera eftir tíma ársins. í sum- ar hafi verið bætt við starfsfólki vegna anna en þeir tímar komi eftir sem áður að fækka þurfí fólki þegar umsvif verða minni. Það sé engin ný bóla. Verkefni fyrirtækis- ins séu ekki fullséð nema fáa mán- uði fram í tímann. Þó sé þegar búið að bóka verkefni bæði í des: ember og janúar næstkomandi. í nýliðnum júlí hefðu verkefni verið of lítil en annars afar eðlilegar annir og raunar mjög miklar fram til júníloka. Kælitækjaframleiðsla Af öðrum verkefnum Slippstöðv- arinnar Odda hf. sagði Knútur meðal annars talsverðar vonir bundnar við kælitækjaframleiðslu, meðal annars fyrir íslensk skip. Á næstu dögum færu menn á vegum fyrirtækisins til Nýja Sjálands til að setja upp og gangsetja kæli- tækjasamstæðu sem smíðuð var hér fyrir fyrirtæki þar. Vonir stæðu til að ágæti þess tækis gæti leitt til frekari útflutnings. Morgunblaðið/Hólmfríður Útihátíð Grímseying'a í Básafjöru ÞEIR sem heima sátu slógú upp veislu um verslunarmannahelgina. A Utihátíð í Grímsey Grímsey. GRÍMSEYINGAR héldu sína eigin útihátíð um verslunarmannahelg- ina. Þeir fóru ekki troðnar slóðir, fundust í Básafjöru, glóðar steiktu sér mat og undu við varðeld og harmonikkuleik í þokkalegu veðri. Um verslunarmannahelgina flykkjast margir Grímseyingar í land því þá er stopp í krókaveið- inni og má segja að stjómvöld skammti Grímseyjarbúum sumar- leyfl. Þeir sem eftir sátu í eyjunni gerðu sér glaðan dag á sunnudag og héldu eigin útihátíð. Samkoman var haldin í fjörunni við Bása, en þangað er nokkuð torfarið. Þeir sem ekki treystust til að príla niður bjargið fóm á kaðli niður í fjöruna. Þar kom saman síðdegis á sunnu- degi fólk af flestum heimilum í Grímsey og undi þar í þokkalegu veðri langt fram á kvöld. - HSH Hýf gg glæsilegiir leMúli Leikskóli Guðnýjar Önnu byrjar starfsemi sína 15. sept. nk. í Dvergagili 3, Akureryri. Leikskól- inn er ætlaður börnum á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Boðið verður upp á leikskóladvöl frá 4 klst. til 9 klst. á dag. Innritun í síma 25645 frá kl. 8-12 á hádegi. Leikskólastjóri. Hörður Ágústsson sýnir á Hóliun MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í anddyri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal að lokinni guðs- þjónustu í Hóladómkirkju á sunnudag. Á sýningunni eru verk eftir Hörð Ágústsson, annars vegar 6 olíu- málverk frá árunum 1972-1973, myndaflokkur sem nefnist Mannssonur, og hins vegar kolateikningar, sem listamaðurinn vann í París árið 1950. Þar er um að ræða mannamyndaflokk sem kallast Monsie- ur Maitre. Séra Bolli Gústavsson vígslubiskup sagði að mikill fengur væri að fá þessi verk listamannsins Harðar Ágústssonar til sýningar og kvaðst afskaplega þakklát- ur fyrir að tekist hefði góð samvinna við svo góða menn- ingarstofnun sem Listasafn ASÍ, sem lánar verkin til sýningarinnar á Hólum. Hann sagði að sýningin yrði opin frá sunnudegi og að minnsta kosti fram yfir Hólahá- tíð, sem yrði 15. ágúst og sérstaklega helguð skáldinu Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og verkum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.