Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 31 eða í kyrrstöðu og að hann líti yfir sviðið og geri þá athugasemd sem hann veit að fellur ekki inn í hug- myndafræði kynjameirihlutans í Fannborg 4. Og áður en varir eru margar hugmyndir í gangi og ein- hver opnar svalahurðina til að hleypa út skoðunum og fá inn súr- efni í hita umræðnanna. Við Gissur kynntumst fyrir nokkrum áratugum og unnum sam- an ásamt mörgu öðru góðu fólki að því verkefni að koma á kommún- isma á íslandi. Eins og flestir vita varð nú nokkur dráttur á þessu verki. Eftir á að hyggja er þó kannski álitamál, hvort reisn ein- staklinganna hefur risið hærra í annan tíma. Um alla heimsbyggð- ina var fólk reiðubúið að leggja allt í sölurnar fyrir hugsjónina. í sið- menntuðum löndum var atvinnu- kúgun og einangrun látin nægja, en annars staðar fórnuðu menn líf- inu. Og skyldu margir foreldrar í dag ekki kunna að meta félagsskap okkar Gissurar — Æskulýðsfylk- inguna — þar sem áfengi var út- lægt og kröfurnar á félagana voru ekki aðeins leshringir í marxisman- um heldur þekking á menningu og listum og draumsýn um betra þjóð- félag. Við vinnufélagar Gissurar mun- um áreiðanlega minnast hans af mörgum ástæðum. Ekki síst vegna höfðingsskapar hans. Á góðum stundum þraut ekki vistimar þegar Gissur veitti. En fýrst og fremst söknum við góðs drengs og félaga sem gaf mikið í umhverfinu. Hrafn Sæmundsson. Það var mikið áfall að heyra um snöggt og ótímabært andlát Gissur- ar Jörundar. Gissur Jörundur hefur verið framkvæmdastjóri Verka- mannabústaða og síðan Húsnæðis- deildar Félagsmálastofnunar Kópa- vogs síðan 1981. Með Húsnæðis- deildinni starfar nefnd sem kosin er til flögnrra ára í senn. Við sem sitjum nú í húsnæðisnefnd Kópa- vogs höfum starfað með honum síð- astliðin þijú ár. Á þessum tíma hefur mikið starf verið unnið og alltaf hefur Gissur staðið eins og klettur í hafinu. í starfi var hann tveggja manna maki og víst er um það að erfítt mun reynast að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Gissur var maður sem hægt var að treysta. Ef hann lofaði einhverju var alveg öruggt að hann lét ekki deigan síga fyrr en loforðið var efnt. Hann var fast- ur fyrir ef honum sýndist svo og afar skemmtilegur í rökræðum. Hann átti það til að koma af stað fjörugum umræðum með tilsvörum sínum, svona eins og til að hleypa lífí í samstarfsfólkið. Ekki verður Gissurar minnst án þess að nefna það hve vel hann gætti þess að hugsa um þá sem minna mega sín. Alltaf var hann reiðubúinn að hliðra til og reyna til þrautar að aðstoða þá sem á því þurftu að halda. Hann var mann- blendinn og lifði lífínu lifandi. Það sést best af þeim fjölda manna sem minnast hans nú með söknuði. Við sem unnum með honum kom- um til með að finna það hversu afkastamikill og ábyrgur hann var í vinnu og eins og áður sagði verð- ur skarð hans vandfyllt. Við munum þó ekki síður sakna hans sem fé- laga og vinar. „Dáinn, horfinn!" - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfír! En ég veit að látinn lifír. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífíð þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er hægt að blunda og þannig bíða sælli funda. Það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans. meira að starfa vítt um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Við vottum eftirlifandi eiginkonu Gissurar, Ástu Hannesdóttur, og fjölskyldu þeirra okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd húsnæðisnefndar Kópavogs og húsnæðisfulltrúa, Martha Olína Jensdóttir. Góður vinur okkar, Gissur Jör- undur Kristinsson, er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Gissur Jör- undur fæddist í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Kristins Guð- mundar Guðbjartssonar vélstjóra og Salvarar Gissurardóttur organ- ista og húsmóður. Gissur lauk gagnfræðaskólaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og var síð- an tvo vetur í Menntaskólanum á Akureyri. Rétt rúmlega tvítugur kvæntist hann Ástu Hannesdóttur, glæsilegri gáfukonu. Hún er dóttir hjónanna Hannesar Pálssonar, af hinni landskunnu Guðlaugsstaða- ætt, og Hólmfríðar Jónsdóttur. Hjónaband þeirra, sem stóð yfir í rúm fjörutíu ár, reyndist farsælt og eignuðust þau fjögur mannvæn- leg böm. Elstúr er dr. Hannes Hólmsteinn, dósent við Háskóla ís- lands, en síðan koma Salvör Krist- jana, lektor við Kennaraháskóla Islands, Kristinn Dagur, verslunar- maður í Kópavogi, og Guðnín Stella, skólastjóri Holtsskóla, Ön- undarfírði. Gissur var rólegur maður en mjög skemmtilegur og mikill húm- oristi. Hann var hygginn, stálminn- ugur og traustur vinur. Gissur átti fjölmörg áhugamál sem hann gat auðveldlega gleymt sér við. Fyrr á árum ferðaðist hann mikið vegna vinnu sinnar hjá Pósti og síma og hafði sér í lagi gaman af því að kynnast landi og lýð. Hann var fróð- ur um þjóðhætti og gerði sér ferðir til að skoða athyglisverða staði. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem kallið kom. Auk þessa hafði Gissur mikið dálæti á hvers konar óperu- flutningi, og hin síðari ár fylltist hann áhuga á öllu því sem viðkom tölvum. Þá má ekki gleyma því að Gissur fýlgdist vel með þjóðmálum, bæði erlendum sem innlendum, auk þess sem hann var áhugamaður um sagn- og ættfræði. Við höfðum ákveðið að fara til Vestfjarða í haust, til að hitta fjöl- skyldu og vini, en ekki verður sú ferð farin. Við vinir hans þökkum Gissuri farinn veg og sendum Ástu og börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll og styðji. Sigurgeir Jónasson og Jón H. Norðdahl. Gissur Jörundur Kristinsson varð bráðkvaddur 28. júlí síðastliðinn, og vil ég hér minnast hans sem vinar og samstarfsmanns með örfá- um orðum. Gissur Jörundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmundur Guðbjartsson, vélstjóri í Reykjavík, og Salvör Giss- urardóttir húsmóðir og organisti. Mjólkurbíllinn stoppaði við brúar- sporðinn og ég hentist í rútuna. Hafði fengið að koma í bæinn úr sveitinni 17. júní. í miðbænum var aragrúi manns, suddarigning og kalt. Skyndilega byrjaði maðurinn á senunni að syngja og hljómsveit að spila. Hinn hnípni manngrúi breyttist umsvifalaust í dansandi mannfagnað. Mikið óskaplega dáði ég þennan töframann tónlistarinn- ar. Sólskin skein í hveiju hjarta og ástin blómstraði, þrátt fyrir rign- ingu og kulda. Þessi maður var Sigurður Ólafsson. Foreldrar mínir voru með hesta- mennskuna í blóðinu og mamma lét ekki Fákskappreiðarnar sjálfviljug fram hjá sér fara. Sögurnar gengu yfir heimilishaldið. Þvílíkt glæsi- menni hann Sigurður á Glettu og Gissur átti ættir að rekja í Ölfusið og norður á Hornstrandir, en faðir hans, Kristinn, var sonur Guðbrand- ar bónda á Sléttu í Aðalvík, Péturs- sonar, Eldjárnssonar. Móðir hans var Kristjana Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns Eldjárnssonar bónda á Sútarastöðum í Grunnavík. Móðir Gissurar, Salvör, var dóttir Gissurar Gottskálkssonar bónda á Hvoli í Ölfusi og konu hans, Jórunnar Snorradóttur frá Þórustöðum í Ölf- usi. Gissur bjó fyrstu æviár sín hjá foreldrum sínum á Laufásveginum í Reykjavík, en aðeins fimm ára gamall missti hann móður sína úr berklum. Gissur fluttist þá ásamt systur sinni Lilju til móðurforeldra sinna að Hvoli í Ölfusi og var þar til átta ára aldurs, er hann fluttist aftur til föður síns til Reykjavíkur og hóf þar skólagöngu, fyrst í barnaskóla og síðar í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Að því námi loknu stundaði Gissur nám í tvo vetur við Menntaskólann á Akur- eyri. Næstu árin var Gissur á búi föður síns að Hurðarbaki í Kjós, en stundaði auk þess ýmis störf til sjós og lands, meðal annars á vél- bátnum Jóni Þorlákssyni, sem faðir hans átti hlut í. Gissur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ástu Hannesdóttur, 11. októ- ber 1962. Ásta er frá Undirfelli í Vatnsdal, fædd 11. júlí 1926, kenn- ari að mennt, dóttir Hannesar Páls- sonar og Hólmfríðar Jónsdóttur. Börn þeirra eru: Dr. Hannes Hólm- steinn, dósent við Háskóla Islands; Salvör Kristjana, lektor við Kenn- araháskóla íslands, gift Magnúsi H. Gíslasyni rafmagnsverkfræð- ingi; Kristinn Dagur, verslunarmað- ur í Kópavogi, og Guðrún Stella, skólastjóri að Holti í Önundarfírði, unnusti hennar er Jóhann Hannib- alsson bóndi á Hanhóli við Bolung- arvík. Ásta og Gissur bjuggu sín fyrstu fimm hjúskaparár hjá föður Gissur- ar á Óðinsgötu 25, en fluttu árið 1957 í eigin íbúð á Laugarnesvegi 100, þar sem þau bjuggu til ársins 1970 er þau festu kaup á húsi í smíðum við Hjallabrekku 13 í Kópa- vogi. Þau unnu síðan næstu árin að því að innrétta og fullklára hús- ið og umhverfi þess, og gerðu nán- ast allt sem til þurfti sjálf, eins og títt var á þeim tíma. Gissur vann um ævina hin ýmsu störf sem til féllu, var skrifstofu- maður á Keflavíkurflugvelli árin 1952 og 1953, starfsmaður Regins hf. á Homafírði 1954 og fram á árið 1955. Skipaður eftirlitsmaður með sérleyfishöfum 1955 og gegndi því starfí til ársins 1963, er hann stofnaði eigið innflutningsfýrirtæki, Gróttu hf., sem hann rak í rúm sex ár. Gissur lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1973, en á námsámnum vann hann hjá Hurðaiðjunni í Kópavogi. Síðan lá leiðin í Sigölduvirkjun, þar sem hann var verkstjóri árin 1974 til 1976, vann síðan sem trésmiður við hafnargerð á Grundartanga og við Hitaveitu Suðurnesja til 1979, þeg- þeir Varmadalsbræður, Þorgeir í Gufunesi og Jón. Og sprettirnir. Var þetta ekki yfirnáttúrulegur hraði? Hvað hrossin gátu verið fal- leg. Svo gerðu þeir að gamni sínu líka. Þvílíkir menn, hvílíkir hestar og þvílíkir tímar. Skyldi Gletta liggja á skeiðinu næst? Sigurður tók mig tali fyrir löngu síðan og sagðist þykja ákaflega vænt um afa minn í Tryggvaskála. „Ég var nefnilega sendur í sveit, en strauk og kom seint um kvöld í Skálann. Afi þinn tók á móti mér brosandi, gaf mér að borða, hestin- um hey og leyfði mér að sofa. Ég hélt svo áfram um nóttina og ekki orð um það meira“. Sigurður seldi mér hest, Y1 frá Austvaðsholti, sagði að Inga Val- fríður sín, — Snúlla, þyrfti eldhús- ar hann er ráðinn til nýbyggingar og endurbóta á gömlum húsum meðal annars á Bernhöftstorfunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarn- ar 1978 var Gissur kosinn í stjórn Verkamannabústaðanna í Kópavogi og má segja að þar hefjist starf hans fyrir félagslega húsnæðiskerf- ið í bænum, en þrem árum síðar eða árið 1981 er hann ráðinn for- stöðumaður stjórnar Verkamanna- bústaðanna í Kópavogi, sem síðar varð húsnæðisnefnd Kópavogs, og því starfi gegndi hann af sérstökum áhuga og alúð til dauðadags. Kynni okkar Gissurar hefjast ekki að ráði fyrr en ég kem til starfa hjá Kópavogsbæ fyrir rúmum þrem árum, en fyrir þann tíma sem við höfum unnið saman hef ég ýmislegt að þakka. Meðal starfsmanna Kópavogsbæjar var Gissur afburða- maður hvað snerti þekkingu á fé- lagslega húsnæðiskerfinu og öllu sem að því laut. Það gefur því auga- leið að ýmis ráð þurftu bæði ég og aðrir bæjarfulltrúar til hans að sækja þegar menn fjölluðu um fé- lagslega íbúðakerfið, og var þá sama hvort um var að ræða stefnu- mörkun, rekstur eða stofnkostnað, hann var vel upplýstur um öll slík atriði og brennandi af áhuga um þessi mál sem honum hafði verið trúað fyrir. Ekki svo að skilja að menn séu alltaf sammála um jafn fjölþættan og flókinn málaflokk, enda hafði Gissur fastmótaðar skoðanir á póli- tíkinni, en hann gætti þess jafnan að aðskilja stjómmálin og stjóm- sýsluna. Hann var líka að mörgu leyti áhugamaður um húsnæðismál- in, ekki síður _en fagmaður og emb- ættismaður. Ég hygg að allir sem til þekkja séu sammála um að Giss- ur hafí náð frábærum árangri sem forstöðumaður við uppbyggingu félagslegra íbúða í Kópavogi. Hon- um tókst það sem allir sækjast eft- ir á þessum vettvangi, að byggja vandaðar og fallegar íbúðir á lægra verði en flestir aðrir. Sem farsæll forstöðumaður fé- lagslega húsnæðiskerfísins í Kópa- vogi hefur Gissur eflaust notið verð- mætrar reynslu af fyrri störfum, svo sem smíðum, skrifstofustörfum og rekstrarstjórnun við eigið fyrir- tæki, en eitt vil ég þó sérstaklega nefna sem lék í höndunum á hon- um, en það voru tölvurnar. Gissur var mikill áhugamaður um tölvur og hafði á námskeiðum og með sjálfsnámi aflað sér víðtækrar þekkingar á því sviði. Hann fylgdist stöðugt með nýjungum í innlendum og erlendum blöðum og tímaritum og miðlaði okkur hinum af þekkingu sinni. Ég var einn af þeim sem notaði samskonar tölvu og hann, var óspar á að leita ráða hja honum og var jafnan vel tekið. Ég var ekki einn um það, því Gissur var vel þekktur hjá tölvuáhugamönnum víða á land- inu og fjölmargir nýttu sér kunn- áttu hans og greiðvikni. Gissur var jafnan liðfár á skrifstofu og leysti málin með löngum vinnutíma og miklum afköstum, en samt tel ég innréttingu. Ylur er leirljós töltari og hefur minnst valdið tveimur ást- arsamböndum í fjölskyldunni. Þau Sigurður og Snúlla hafa jafnan fylgst með hestinum af gleði. Erling sonur þeirra seldi mér Glófaxa frá Vallholti. Ekki þarf að spyija að tamningunni hjá þeim feðgum. Sigurður er af höfðingjum kom- inn, Snæfellingur, frændi Bjarna Braga seðlabankastjóra og Hauks á Snorrastöðum. Afkomendur Jóns dýrðarsöngs. Snúlla er af hinu fræga Miðdalsfólki í Mosfellssveit en munir frá Guðmundi bróður hennar voru mér í æsku staðfesting sj álfrar sj álfstæðisbaráttunnar. í aldarfjórðung hef ég stundað nær öll hestamót landsins, oftast með Sigurði og Snúllu, Erling og hestunum þeirra. Vann lengi með Hauki tengdasyni þeirra á Alþýðu- blaðinu. Kraftur, gleði, félagslyndi og listfengi eru eðliskostir sem allir dá. Nú syrtir að í mannheimum við fráfall yndislegs vinar og foringja, en algóður guð gaf og almáttugur tekur hann aftur, því erum við hans hvort sem við lifum eða deyjum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Sigurður Ölafsson söngvarí — Muming að fæmi hans á tölvuna hafi mestu ráðið um það hvað hann kom miklu f verk. Hann gerði sér grein fyrir því, að enginn nær árangri í nútíma fjármála- og stjórnunarstörfum, nema kunna góð skil á þessum hjálpartækjum. Persónulega vil ég þakka Gissuri góðan félagsskap, trúnað og vináttu þennan tíma sem við unnum sam- an. Hann var þannig skapi farinn, að allir aldurshópar og ekki síst ungir menn undu vel félagsskap við hann og gætti þessa greinilega hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar, þar sem hann fór fremstur í flokki hóps sem ástundaði líkamsrækt og holla hreyfíngu, en gætti þess jafnframt að létt væri á hjalla við öll möguleg tækifæri. Þannig minnumst við Gissurar meðal annars fyrir að hafa haft forgöngu um og verið þátttak- andi í margskonar gamanmálum og uppákomum á hinum ýmsu skemmtunum starfsmanna, árshá- tíðum, skemmtiferðum og síðast en ekki síst í hinni daglegu önn. Ég sendi vinkonu minni Ástu Hannesdóttur mínar innilegustu samúðarkveðjur, börnum og bama- börnum þeirra hjóna og öðrum þeim sem nú syrgja látinn vin. Við eigum öll minninguna um góðan dreng. Slgurður Geirdal. Fleiri minningargreinar um Gissur Jörund Kristinsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. OPIÐ SUNUDAGA KL. 13 - 18. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 Fjörug bílaviðskipti Vantar árg. '89-’93 á staðinn. Ekkert innigjald. Toyota Corolla Lift Back '88, 5 g., ek. 79 þ. Gott eintak. V. 620 þús., sk. á ód. (eða 2 bílum). MMC Lancer '89, sjálfsk., ek. 29 þ., Ijós- blár. V. 750 þús. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur 4x4 '91, grásans, 5 g., ek. 49 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1180 þús. Renault Clio 1.4 RT '91, 5 dyra, grásans, 5 g., ek. 23 þ., rafrúður, fjarst. læsingar o.fl. V. 730 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CS '90, hvítur, 4 g., ek. 69 þ. V. 490 þús. stgr. Suzuki Sidekick JLX árg. ’91, 4ra dyra., svartur, sjálfsk., ek. 52 þ., ABS bremsur, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Sem nýr. Saab 90 '87, rauður, 5 g., ek. 117 þ. Góður bíll. Nýskoðaður '94. V. 480 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.