Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 4 HM barna og unglinga Helgi vann sigurveg- arann frá Víetnam __________Skák_____________ Margeir Pétursson HELGI Áss Grétarsson náði glæsilegnm árangri á heimsmeist- aramóti barna og unglinga í Brat- islava í Slóvakíu sem lauk i síð- ustu viku. Helgi varð annar í flokki unglinga yngri en 16 ára og var sá eini sem vann heims- meistarann, stigaháa víetnamska undrabarnið Hai Dao Then. Bragi Þorfinnsson, kornungur og efni- legur skákmaður, vann fyrstu þijár skákirnar í flokki yngri en 12 ára en varð þá fyrir því óláni að veikjast og læknir mótsins bannaði ' honum frekari tafl- mennsku þar eð hann taldi hættu á að hann smitaði aðra keppendur af rauðum hundum eða misling- um. Læknirinn tók engum for- tölum, en ljóst er að Bragi hefði átt frábæra möguleika á efsta sætinu í sínum flokki. íslenskir unglingar bera ekki að- eins höfuð og herðar yfir jafnaldra sína á Norðurlöndum við skákborðið, heldur standa þeir líka fyllilega fyrir sínu í heimsmeistarakeppnum. Þar er þó við ramman reip að draga, því bæði eru unglingar frá fyrrum Sov- étlýðveldum þrautþjálfaðir og styrk- leikinn í löndum Evrópubandalags- ins stöðugt að aukast. Úrslitin í einstökum flokkum í Bratislava urðu þessi: Flokkur yngri en 18 ára: 1. Almasi, Ungveijalandi 8V2 v. 2. Jeólin, Rússlandi 8V2 v. 3. Kulants, Eistlandi 8‘/2 v. Ungveijinn hreppti titilinn á stig- um. Hann hefur staðið í skugga Júditar Polgar, en hefur þó 2.580 Elo-stig. Magnús Örn Úlfarsson varð í 50. sæti af 64 keppendum með 4V2 v. Yngri en 16 ára: 1. Dao Then, Víetnam 8V2 v. 2. Helgi Áss Grétarsson 8 v. 3. Vescovi, Brasilíu 8 v. 4. Movsesian, Georgíu 8 v. 5. Kaminski, Póllandi V/2 v. 6. Krakops, Lettlandi IV2 v. 7. Sutovsky, ísrael IV2 v. 8. Ovsejevitsj, Úkraínu 7‘/2 v. 9. Avrukh, Kazakstan IV2 v. Yngri en 14 ára: 1. Malakhov, Rússlandi 9 V2 v. 2. Leko, Ungveijalandi 9‘/2 v. 3. Leitao, Brasilíu 8 v. 4. Gershon, ísrael 8 v. Það kom mjög á óvart að ung- verska undrabamið Peter Leko, sem hefur tvo áfanga að stórmeistarat- itli, skylda missa af titlinum á stig- um. Matthías Kjeld varð í 47. sæti af 72 keppendum með 5 v. Yngri en 12 ára: 1. Shaposníkov, Rússlandi 9 v. 2. Vallejo, Spáni 9 v. 3. Vajda, Rúmeníu 8 'h v. 4. Horvath, Ungveijalandi 8 v. 5. Antschev, Búlgaríu IV2 v. 6. Berg, Svíþjóð Vh v. Miðað við árangur Svíans hefði Bragi Þorfínnsson átt góða mögu- leika á efstu sætum, hefði hann fengið að ljúka keppni, að mati Andra Áss Grétarssonar, farar- stjóra. Sigurvegarinn í flokki 16 ára og yngri, Víetnaminn Hai Dao Then, hefur dvalið langdvölum við tafl- mennsku í Ungveijalandi að undan- förnu og er nú með hvorki meira Helgi Áss varð i öðru sæti á HM yngri en 16 ára og byijar vel í Gausdal. né minna en 2.565 Elo-stig. Hann er næststigahæsti skákmaður Asíu á eftir Anand. Víetnamar hafa tekið hröðum framförum að undanförnu undir Ieiðsögn þjálfara frá fyrrum Sovétríkjum. Dao Then réði þó ekki við Helga Áss, sem tefldi bráð- skemmtilega með svörtu gegn hon- um: Hvítt: Dao Then Svart: Helgi Áss Grétarsson, Slav- nesk vörn 1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 - dxc4, 5. a4 - Bf5, 6. e3 - e6, 7. Bxc4 - Bb4, 8. 0-0 - Rbd7, 9. Db3 - a5, 10. Ra2 - Be7, 11. Rh4 - Bg4, 12. f3 - Bh5, 13. g4 - Bg6, 14. Rxg6 - hxg6, 15. Hf2 - Rb6, 16. Bfl - Rfd7, 17. f4?! - g5!, 18. fxg5 - Bxg5, 19. Rc3 - Rf6, 20. Ddl - Rbd5, 21. Df3 - Rxe3! Snjöll leið til að halda frumkvæð- inu. Helgi Áss fær hrók og tvö peð fyrir biskup og riddara, en mestu skiptir að léttir menn hvíts njóta sín illa í framhaldinu. 22. Bxe3 - Bxe3,23. Dxe3 - Rxg4, 24. Df4 - Rxf2, 25. Dxf2 - Hh4, 26. Re2 - Dg5+, 27. Bg2 - 0-0-0?! Nú hefði Víetnaminn átt að þiggja peðið á f7, leika 28. Dxf7 og á þá góða möguleika á að jafna taflið. 28. Ha3?! - f5!, 29. h3 - Df6, 30. Del Nú á svartur erfitt með að valda peðið á a5, en sem fyrr leysir Helgi kröftuglega úr vandamálunum: 30. - Hhxd4!, 31. Rxd4 - Dxd4+, 32. Kh2 - e5, 33. Hf3 Ekki 33. Dxa5? - Df4+, 34. Hg3 Jtk.T*nwm*MAUGLYSINGAR Frá Hússtjjórnarsskólanum íReykjavík Stundakennara vantar í vefnaði. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Nánari upplýsingar í síma 11578. Skólastjóri. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Með tilvísun til iaga nr. 48 frá 1986 er aug- iýst eftir kennurum í sagnfræði, spænsku og tölvufræði. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1993. Rektor. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Staða forstjóra T ryggingastof nunar ríkisins Staða forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, fyrir 1. september nk. Héilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. ágúst 1993. Sandgerði Félagsráðgjafi Félagsmálaráð óskar eftir félagsráðgjafa í hlutastarf, 30%, til að annast fagleg störf fyrir ráðið. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sandgerðisbæjar í síma 92-37554. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. R AÐ AUGL YSINGAR Plastiðnaður/ framleiðslufyrirtæki Til sölu er fyrirtæki sem framleiðir plastvöru. Tilvalið tækifæri fyrir 2-3 samhenta aðila. Áhugasamir leggi inn nafn og síma á auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „Plast“ fyrir 12. ágúst nk. Góðar íslenskar fjölskyldur vantar handa tveimur erlendum skiptinem- um, sem hafa óskað eftir að fá að vera „íslendingar" í 10 mánuði. Um er að ræða 17 ára norska stúlku og 18 ára sænska stúlku, sem koma til landsins í lok ágúst. Þeir, sem vilja opna heimili sín næsta vetur fyrir þessa skiptinema, vinsamlegast hringi í skiptinemasamtökin ASSE milli kl. 13.00 og 17.00 í síma 91-621455 eða 91-621684. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála í samræmi við reglugerð um Fræðslusjóð brunamála, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki til náms á sviði brunamála. Markmið Fræðslusjóðs brunamála er að veita slökkviliðsmönnum, eldvarnaeftirlits- mönnum og öðrum, sem starfa að brunamál- um, styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þró- unarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, auka- þóknun fyrir óvenju umfangsmikil verkefni, laun á námsleyfistíma og aðstoðar styrk- hæfa umsækjendur til endurmenntunar. Stjórn Brunamálastofnunar fer með stjórn Fræðslusjóðs brunamála. Umsóknir um styrki úr Fræðslusjóði bruna- mála skulu sendast stjórn Brunamálastofn- unar ríkisins, Laugavegi 59, Reykjavík, fyrir 30. ágúst 1993. Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins. Véiritunarnámskeið Ný námskeið byrja 9. ágúst. Innritun í s. 36112 og 28040. Vélritunarskólinn, Ánanaustum. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Helgarferðir 6.-8. ágúst: 1) Síðsumarsferð til Þórsmerkur - fjölskyldutilboð. Verð kr. 5.300 (utanfél.), kr. 4.750 (félagar). 2) Hveravellir - Þjófadalir, grasaferð. Gist í sæluhúsi F.í. á Hveravöllum. 3) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.f. í Laugum. 4) Fjallahjólaferð: Línuvegur- inn - Hlöðuvellir. Gist á Hlöðu- völlum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Dagsferðir sunnudaginn 8. ágúst: 1) Kl. 9.00 Laxárgijúfur - Hruna- krókur. 2) Kl. 13.00 Heiðmörk - Langa- vatn (B-9) Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Ath.: Nokkur sæti laus i „Laugavegsferð" 11.-15. ágúst og Hvítárnes - Hveravellir 12.-15. ágúst og 18.-22. ágúst. Ferðafélag (slands. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.